Vísir - 16.12.1925, Qupperneq 4
MiSvikudaginn 16. des. 1925.
VlSIR
Fyrir
kvenfólk.
Vetrarkápur og regnkápur mjög
fallegar, afsláltur 10—50% morg-
i’nkjólar. dagkjólar, svuntur,
Nýkomið mikið úrval áf Ijóm
andi fullegum golftreyjum og
millipilsum.
Nærfatnaður, hanskar og
sokkar, langsjöi, ýms smávara,
prjónar smáir ogstórir, tituprjönar,
nálar. Allir þekkja vörugæðin í
FatHbúðinní. Best að versla í
Fatabúðinni.
Komið og sannfærist.
Góifdnkar
endast mikið be'
ur en el!a, ef þói
gljáið þá mrð
Hreins Gólíáburt
Góðar
jólagjafir
Nýsaumaðir kaffidúkar, borð-
teppi, ljósadúkar, púðar og nær-
föt, selst með afslætti til jóla á
Bikhlöðnstíg 9. 1
Mikið
úrval
af
tiibónnm
iatnaði
VörnMsU.
Hver sem kaupir fyrir
100 krinnr
i einu fær fallega brúðu sem
er 15 króna virði í kaup-
bætir.
Egill Jicobsen.
NB. Munið eftir 100/()
afslættinum.
msmme:*.
Á jólaborðið IMPERIAL
Q U E E N Iiveiti er orðið al-
þekl fyrir gæði; það besta sem
til borgarinnar flyst. Notið það
einungis til bökunar. — Ódýr-
ast að vanda í
VON og BREKKKUSTÍG 1.
H.f. Þvottahúsið Mjallhvít.
Sími 1401. — Sími Í401.
Þvær hvítan þvott fyrir
65 aura kílóið.
Sækjum og sendum þvottinn.
B0VRIL
heldur þér uppi.
t, í heildsöln hjá Ásgeirl Sigurðssyni.
Ofnar svartir og emailleraðir.
Eldavélar stórar með bakaraofnl og emaill. suðu-
katli frá kr. 130,00.
Þvottapottar 50-85 utra.
Oinrör og ofnkitti.
isleifnr Júnssen.
Laugaveg 14.
FÓRNFÚS ÁST.
„Guð gæfi, áS sú yröi reyndin á,“ sagöi
Ester. | : i 1 | .1 í j 1
Hér lauk samtali feöginanna, því aö nú
komu þeir Francfort og Termont heim frá
einvíginu. Ester fékk nú aö vita alt, sem viö
hafúi borið. Henni varö mikið um, að heyra
að Pont Croix væri særður, og komst eftir
bvi með lagi, hvernig honum liði. Var henni
sagt, að engin hætta væri á ferðum; hann
yröi aðeins að hafa höndina í fetli vikutíma.
Síðan tók Núnó upp skjalið með yfirlýsingu
Bruckens, sem Pont Croix hafði fengið hon-
um í hendur, og sló mikilli skelfingu á alla,
er þeir heyrðu, að Brucken hefði verið sá sem
myrti Strehley. Núnó sagði, að Strehley hefði
viljað hefna sín á Brucken, vegna þess, að
Brucken hefði eggjað sig á að segja Strehley
upp skógarvarðarstöðunni. En þessi tilraun
hefði orðið honum að fjörtjóni, sakir þess, að
' Brucken hefði verið heljarmenni að burðum
og fólskur að sama skapi. — Og nú hefði
hann verið reiður og þess vegna hefði Streh-
ley orðið að láta lifið. Frú Peral var ekki
nefnd á nafn, eða að þau Brucken hefðu mælt
sér mót. Þetta væri því að eins hefndartil-
raun þjóns, sem reka átti úr vist. Það hefði
verið tilviljun, að Pont Croix kpmst á snoð-
ir um hver morðinginn væri. Og einvígið,
sem var afleiðing af samtali Pont Croix og
Bruckens, hefði orðið því til fyrirstöðu, að
Brucken skýrði lögreglunni frá, að sér væri
um morðið að kenna, og leysti þannig sak-
lausan mann frá ákæru.
En þessu síðasta atriði áttu áheyrendur bágt
með að trúa. Brucken hafði ekki skeytt því
neinu kveldið áður, þegar lögreglan var að
rannsaka málið, og það ekki vott um, ab hann
hefði ætlað að framselja sjálfan sig undir dóm
réttvísinnar. Það leit út fyrir, að afskifti Pont
Croix hefðu verið öllu nauðsynlegri en Núnó
vildi kannast við. En gagnslaust var að vera
að þrátta um þetta. Sá, sem glæpinn framdi,
var dauður, og svo þunga refsingu mundi
réttvísin eða dómstólarnir ekki hafa á hann
lagt.
„Eg get farið með þér í dag til Meux,“
sagði Francfort við Núnó. „Við heimsækjum
fógetann, og biðjum hann að láta Rabasson
lausan, þótt hann sé versti þorpari, — því
að það er hann, — og svo er þessu andstyggi-
lega máli lokið."
„Já! Það skulum við gjöra,“ sagði Núnó.
„Nú var hringt til morgunverðar.
„í dag fáið þið ekki að sjá frú Peral,“
sagði Núnó. „Hún er farin til Parísar."
Termont og Fran,cfort litu hvor á annan,
en létu á engu bera. Ester var mjög þreytu-
leg og sorgbitin. Hún hafði ekkert hugsað um
hverju fram mundi fara, ef Clement sigraði.
Nú mundi hún eftir því, að hann átti langa
ferð fyrir höndum, og að hún varð að sjá hon-
um á bak, vonlaus um að sjá hanh nokkru
sinni aftur. Framtíðin var því heldur skugga-
leg, því að hún treysti lítt á loforð og stað-
festu föður síns, og sá ekki annaS framundan
en sorgir og endalaus vonbrigSi.
Í3-
Frú Peral var komin heim fyrir viku. Hún
hafði enga vísbendingu fengið frá Núnó, og
var hissa á því, að gremja hans skyldi vera
svo langvinn.
Þetta var í byrjun nóvembermánaðar, og
fólki fór að fjölga í höfuSborginni. Þó voru
samkvæmi ekki byrjuð enn, svo aS þar gat
hún ekki hitt hann. Hún beiS því, og hét
meS sjálfri sér að hefna sín grimmilega, ef
Núnó léti ánetjast aftur, og á því fanst henni
lítill vafi. Hún vissi, hve töfrandi hún var;
áhrif hennar á karlmenn voru ekki vön aS
bregSast, og það hlaut að vera af stórmensku,
að hann kom ekki, en hún vissi, að honum
leiS illa, og að hann saknaði hennar. En e£
hún rækist á hann, mundi hann ekki fá stað-
ist töframagn hennar. Á því fanst henni eng-
inn vafi geta leikið.
Hún kom öllu í röS og reglu á heimili sínu,
og var aS öðru hin rósamasta. Hún ók dag- ’
lega út í Boulogneskóginn, til þess áð allir
gætu séð, að hún væri komin til borgarinnar.
Hún heilsaði brosandi á báðar hendur, og
gladdist af að sjá, hversu hrifnir menn voru
yfir komu hennar, og hún var sannfærð um,
að Núnó myndi bráðlega heyra sín getið. Það