Vísir - 13.01.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 13.01.1926, Blaðsíða 3
VÍSIR gl -r^**1* —■ |,r‘ ^ i _ 1 B0VRIL heldur þér uppi. i heiidsöln hjá Ásgelri Signrðssyni. þar gefst þeim, er stundaö hafa alifuglarækt hér, kostur á aö skýra frá reynslu sinni, og bera saman ráö sín í þessum efnum. Allir, sem þess æskja, geta feng- iÖ aö hlýöa á fyrirlestra þessa, Ikenslan er ókeypis. Þeir, sem óska Æiö taka þátt í námsskéiöinu, snúi •sér til Búnaöarfélags tslands. Eggert Stefánsson syngur í frikirkjunni næstk. sunnudagskveld kl. 8V2 með að- stoð Sigvalda Kaldalóns. Á söng- skránni verða eingöngu íslensk lög, eftir sex tónskáld. Aðgöngu- miðar kosta að eins 2 kr. og gefst nú kostur á góðri skemtun fyrir lágt verð. Má ætla, að mik- iil aðsókn verði að þessari skemt- un. Sigvaldi Kaldalóns læknir er hálffimtugur í dag. Hann varð fyrir nokkuru að hætta læknisstörfum í héraði sínu við ísafjarðardjúp, vegna heilsubrests og hefir lengstum verið hér í bænum síðan. Hann hefir í tómstundum sinum sam- iið alimörg sönglög, sem hlot- ið hafa vmsældir um land alt. I læknisembætti sínu var hann einkar vinsæll. Lord Fastor heitir bolnvörpungur frá Hull, sem hingað kom í gær, flóðlek- ur. Hann var á leið til Englands, — kominn um 60 sjómilur suð- ur af Vestmannaeyjum, þegar íekans varð vart. Sneri hann jþegar við og fleygði um 200 kössum af fiski fyrir borð til þess að létta skipið. — pegar hingað kom, var hann lagður upp í fjöru og er nú verið að at- liuga skemdirnar, sem munu vera allmiklar. Norðlendingar! Munið Norðlendingamótið á morgun. par verður margt til skemtána, ræður, söngur o. fl. Skallagrímur kom af veiðum í morgun. — Fer til Englands í dag. Hafði 900—1000 kassa af fiski. Frá Englandi kom Karlefni í gær, en Bel- gaum i morgun. Steinsteypugafl hrundi i gær á bakhúsi við húsið nr. 27 á Laugavegi og skall á þak á næsta húsi og dalaði það eitt- hvað, en að öðru leyti varð ekki slys að þessu óhappi. Gafl þessi var nýsteyptur en ekki harðnað- ur og féll fyrir veðri, sem skall hér á fyrir hádegi. Svipað óhapp varð hér i bænum fyrir fám ár- um . og ætti þetta að kenna mönnum varkámi í þessum efn- um, einkum að vetrarlagi, þeg- ar allra veðra er von. Skipafregnir. Goðafoss kom til Leith í fyrri- nótt. Gullfoss fór þaðan í gær. Villemoes lá á Fáskrúðsfirði í gær. J?ar var þá vont veður. Úrslit alþingiskosningar í Gullbringu og Kjósarsýslu urðu þau, að kosinn var Ólafur Thors með 1318 atkv. Haraldur Guðmundsson hlaut 958 atkv. K. F. U. K. Vísir hefir verið beðinn að geta þcss, að ekki hefir enn ver- ið vitjað happdrættismiða K. F. U. K., sem upp kom í happ- drætti í desember síðastl. Mið- inn er nr. 211, en vinningur dí- vanteppi. Handhafi er beðinn að segja til sín sem fyrst í húsi K. F. U. M. Leiðrétting. 1 trúlofunarfregn, ungfrú Mar- grétar Halldórsdóttur og Þorleifs Eyjólfssonar húsameistara, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag, \ar Margrét sögö frá Nor'öfiröi en átti aö vera Stafafelli í Lóni. Leikhúsið. Dansinn í Hruna verður leik- inn annað kveld. Aðgöngumið- ar seldir i dag og á morgun. Auglýsingar í „Vísi“ þurfa framvegis að vera komuar á afgreiðsluna eða í prentsmiðj- una í síöasta lagi kl, lO árd, þann dag, sem þaer eiga að birtast. \f Munið að bestu fallegustuogódýr- ustu karlmannafötin, bil- stjórajakkarnir og yfir- frakkamir fást í Fata- búðinni. Ennfremur erfið- isföt, nærfatnaður, treflar, lianskar, sokkar, peysur o. s. frv. Hvergi betra, — hvergi ódýrara. — Best að versla í Fatabúðinni. AV Botnía er væntanleg hingað í nótt. Tóbaksversl. Islands hi eru einkasalar vorir fyrir ísland og hafa ávalt heildsölubirgðir af hinum ágætu sigarettu- og reyktóbakstegundum vorum. VESTMINSTER TOBACCO Co. Ltd. London. Fiskuppboð. ■ Nova er væntanleg hingað í fyrra- máhð. Gengi erl. myntar. Sterlingspund ..... kr. 22.15 100 kr. danskar .... — 113.53 100 — sænskar .... — 122.33 100 — norskar .... — 93.44 Dollar.................— 4.57% 100 frankar franskir — 17.72 100 — belgiskir — 20.95 100 — svissn. 1. — 88.44 100 lírur............ — 18.68 100 pesetar............— 65.05 100 gyllini............— 184.03 100 mörk þýsk (gull) — 108.82 Gjafir til fóllcsins á Sviðningi afhent Vísi: 5 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá K., 20 kr. frá V. P., 20 kr. frá A. J. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 2 st., Vestmannaeyjum 4, Isa- firði 2, Akureyri 3, Seyðisfirði 6, (engin skeyti úr Grindavík og Hólum í Hornafirði), Stykkis- liólmi 3, Grimsstöðum 0, Rauf- arhöfn 3, )?órshöfn í Færeyjum 6, Angmagsalik -4- 1, Kaupm.- höfn -4- 3, Tynemouth 1, Leirvík 7 (engin skeyti frá Utsire og Jan Mayen). Mestur hiti í gær 8 st. Urkoma 23.6 m.m. Veðurspá: Suðlæg átt. Kappskákin. Síðustu leikir: 1. borö. Hvitt. Svart. ísland. Noregur. 30. f2— f3_ 31. Kc2 — b3. 2. borð. Rf6 — d7. Hvítt. Svart. Noregur. ísland. 30. d3 X e4. c5 —P4- Islands Adressebog 1926 er ný komin út. — Hefir Vil- hjálmur ritstjóri Finsen gefið bók þessa út undanfarin ár og er þetta 10. árgangurinn. Dvald- ist V. F. hér nokkurar vikur framan af vetri og starfaði þá að útgáfunni. Bókin er í liku Fimtudaginn 14. þ. m. kl. 1 e. h. verður opinbert upp*> boð haldið við steinbryggjuna og þar seldur fiskur úr enska togaranum Lord Fastor. — Er fiskur þessi seldur eftir beiðnl kaupmanns Helga Zoéga. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 13. jan. 1926. Júh. Jóhannesson. ýdrssólin. Nú blessuÖ nýárs-sólin signir láö, á sigurbraut um jaröarhvolfin víöu. % Og vekur gleöi, von, og hjálpar-ráö í veröld hér, sem nóg er til af stríöu. 'Hún breiöir ljómans vef, og lengri dag, meö ljóssins hönd, á götu allra manna. Hún gæfu reisir, greiöir þröngan hag og gefur trú á lífsins máttinn sanna. Hiún bendir fram, á braut síns mikla lífs. Hver blóma-sál er log frá geislans eldi. Hún dregur oss frá draumum hels og kífs aö dýröar sinnar ríka alheims veldi. Þú Nýárs-sól, er signir höf og lönd, við sælu-skaut þitt mætast allir bræöur. Vér finnum þrá, sem ber oss bliðri hönd að brjósti hans, er þínurn vegi ræöur. Ó, heiða sól, á hag míns kæra lands skín hlýjum blæ, af dýrðar mætti þínum. Og glæddu ljós á götu sérhvers manns, er geymist bjart — og hverfi aldrei sýnum. Kjartan. ólafsson. sniði sem að undanfömu og er þar ýmiskonar gagnlegur fróð- leikur saman kominn, en mest- ur hluti bókarinnar er þó aug- lýsingar frá innlendum, og er- lendum stofnunum og atvinnu- fyrirtækjum og nafnaskrár. — Utlendir menn geta sókt marg- víslegan fróðleik i bók þessa, svo sem hitt og annað um þjóð- hagi vora og þjóðarauð, versl- un og siglingar, útflutningvör- ur landsins, sparisjóði, opinber- ar stofnanir, íslenska verslun- ar-löggjöf o. m. fl.t og islensk- um mönnum ætti hún að getá orðið nokkur leiðarvísir nm margt, er að verslun og viðskift- um lýtur. Framsóknarf undur, auglýstur í Tímanum á fimtií- dagskveld i Sambandshúsinu, verður ekki fyrr en föstudags- kveld kl. 8)4. Kennurum og dómsmálaráðherra boðið. Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.