Vísir - 22.02.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 22.02.1926, Blaðsíða 3
VÍSIR Augaðl ) >mmn, Sé sjón yðar farin að deprast, er eina úrlausnin, að fá góð gleraugu er fullnægja þörfum augna yðar. Rétti staður- inn er Laugavegs Apótek, — þar fáið þér umgerðir, er yður líkar, — og réttu og bestu glerin, er þér getið lesið alla skrift með. Allar viðgerðir framkvæmdar fljótt og vel. — Nýtísku vélar. — Mikiar birgðir af kíkirum, stækkunarglerum, baro- metrum og allskonar úti-mælirum. — Nýjasta og ódýrasta verð borgarinnar. Laugavegs Apotek, s|óntæk|adLeildLin. Fullkomnasta gleraugnasérverslun á íslandi.__________________________ 4im 80 þúsund skippundum meira, en útfl. frá Noregi. Vita- skuld stafar þetta sumpart af því, að Norðmenn verka mjög snikið af framleiðslunni sem Íiarðfislc. Árið 1925 nam útflutn. Norð- manna af verkuðum fiski til Suður- og' Mið-Ameriku um 32%, til Spánar um 28%, til Portúgal og Madeira 36%, og til ítaliu um 2%. Árangurinn er þannig sýni- Hegur af starfsemi þeirra til að ná nýjum samböndum, þar sem þessar tölur sýna, að þeir sið- astliðið ár hafa flutt út hartnser framleiðslunnar til landa, sem vér nálega engin viðskifti Siöfum við. Og er það talandi vottur þess, hvað takast má, og hvað takast á, einnig fyrir oss. pvi enda þótt vér höfum notið góðs af þessum dugnaði og framsýni Norðmanna, i minni aamkepni á Spáni og Ítalíu, þá megum vér þó ekki láta alt reka á reiðanum, og tilviljun eina ráða, hvernig fer um framtíðar- horfurnar. Og því meira er í 'húfi, sem framleiðslan hefir farið og fer sívaxandi. 2. Síld. pað hefir ávalt leikið á ýmsu með síldina hjá oss Islending- mn. En að meðaltali býst eg varla við, að framleiðsla henn ar hafi aukið þjóðarauðinn. En landssjóði liefir hún mjólkað vel og mikla og góða atvinnu hefir Jhún oftast veitt verkalýðnum. En þó afkoma framleiðenda og útflytjenda hafi oft verið bág borin, þá er það fráleitt af því, að ekki hefði mátt betur fara Æf samvinna og hagsýni hefði verið annarsvegar. — 1919 þeg- ar mest varð tapið á síldarfram- leiðslunni, áttu flestir helstu aíldarframleiðendur marga fundi með sér til að reyna að koma á samvinnu um þessa framleiðslu. Og þetta var kom- ið svo á veg, að félagsskapur þessi var vatni ausinn og nefnd- ur „Síldarsamlag Islands“, og ótti hann að öðlast nokkurskon ar ríkisvernd, þannig að engir gætu flutt út síld nema fyrir milligöngu Samlagsins. Aðal- markmiðið átti að vera þetta: 1. Fá vandaða útflutnings- vöru. 2. Gera itarlegar tilraunir til að fá nýja markaði fyrir síld. .3. Stemma stigu fyrir að of- mikið yrði saltað af fram- leiðslunni. 4. Sjá um jafnan útflutning eftir því sem eftirspurnin réttlætti. 5. Koma upp sölustöðinn, þeg- ar nauðsyn krefði, þar sem henta þætti. 6. Gangast fyrir því, að síld- arverksmiðjum fjölgaði, svo að skynsamleg sam- kepni fengist um kaup á þeirri síld, sem ofaukiðværi til útflutnings, eða sem ekki væri söltunarhæf. 7. Og yfir höfuð gæta hags- muna sildarframleiðenda, eftir því sem hægt væri. Hugmyndin í þessum samtök- um var áreiðanlega heilbrigð. Og það hefir ætið verið og er enn mín skoðun, að margt væri öðru liorfi nú með síldarút- veginn, ef þessi samtök hefðu komist í framkvæmd. En það fór með þetta félag eins og önn- ur samtök og samvinnuatvinnu- rekenda. — Samlagið kafnaði í fæðingunni. Með enga framleiðslugrehi væri þó jafn mikil nauðsyn að hafa samvinnu, sem einmitt síldarútveginn. — Til þess ber margt, sem öllum er kunnugt og vitanlegt, sem við þennan at- vinnurekstur fást. pó að ekkert sé það i samlík- ingu við ástandið frá árinu 1919, þá eru horfumar samt ískyggi- legar fyrir marga, sem fengust við síldarframleiðslu síðastliðið ár. — Síldarframleiðslan hér á landi nam 1925 um 515 þús. tn., auk ca. 180 þús. tunnum, sem veidd- ar voru utan landhelgi. Af þess- ari síld fóm í síldaiverksmiðjur um 220 þús. tunnur, þannig að söltuð sild til útflutnings frá ís- landi hefir numið um 480 þús. tunnum (þar af kryddsíld um 40 þús. tn.). Aðalmarkaðurinn fyrir ís- lenska sild hefir verið og er i Svíþjóð. Og 300 þús. tunnur er hámark innflutnings þangað, svo að nokkurn veginn viðun- anlegs verðs megi vænta. pað er því ekki undarlegt, þó að eftir spurnin og verðið lækkaði stór- um, strax i ágúst, og færi þar eftir sílækkandi. Eftir því sem næst verður komist, mun eftir óselt og óút- flutt af isl. síld um 32—36000 tunnur. Og af útfluttri isl. síld mun óselt í Noregi, Danmörku og Sviþjóð um 60 þús. tunnur Eftirspurnin mjög dræm, og fá- anlegt verð varla yfir 20—22 sænskar krónur þar. pað er þvi ekki undarlegt, þegar komið er fram á þennan tíma, þó að þeim, sem síld eiga eftir, finnisthorfurnaróglæsileg- ar, og hafi hug á með samtök- um, að reyna aðrar leiðir með sölu á því sem eftir er af síld. En það munu þvi miður reynast örðugleikar á þvi. Helstu löndin, sem um er að ræða, eru Rússland, Pólland, Finnland og kanske Rúmenia En eins og áður er frá skýrt í skýrslu minni frá 1923, eru miklir örðugleikar á að geta fljótlega selt nokkuð að ráði a: ísl. síld í þessum löndum, við þolanlegu verði. Síldin þykir (þar) of stór, og of lítill þungi í tunnunum. Og svo er annað f járhagsörðugleikamir hafa ver- ið og eru, að því er mér er frek- ast kunnugt, enn mjög miklir H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS „GULLFOSS“ rer héðan tii Vestfjarfa á mið- vikudaKskveid 24 febr. kl. 12 á nnðnætti, og héðan beint til ýaupniannabafn«r 5 mars. flestum þessum löndum. Og af þeim ástæðum útaf fyrir sig vonlitið um að geta yænst nokk- urrar verulegrar sölu, nema með styttri eða lengri gjald- rresti, og á þetta við öll löndin sem eg nefndi, nema kanske innland. Til Póllands er nú ekki hægt að flytja síld nema að fyrirfram rengnu leyfi, og meðfylgi þá upprunaskírteini, áritað af pólskum konsúl. Samkepnin um sildarsölu til landa i austanverðri Evrópu, er mjög mikil, því mestöll fram leiðsla fer þangað. Útflutning- ur frá Norðmönnum, Hollend- ingum og Bretum hefir síðast liðið ár numið 1% milj. tunna af saltaðri sild. Við það bæt- ist svo um V‘i milj. tunnur frá íslandi, — eða samtals um 2 milj. tunna, sem þó er nokkuð minna en 1924. Á sama tíma sem ísl. síldin liefir farið lækkandi i verði og eins norsk síld, hefir eftirspurn aukist að mun á breskri síld og fjölda margir farmar, farið í janúar frá Bretlandi til Danzig, Königsberg og Murmansk, — og verð á þeirri síld hefir farið hækkandi; siðast borguð með 45—55 sh. pr. tunnu. En annars er varlega farandi eftir verð- skráningum, þvi að þær sýna oft og tiðum, að eins það verð, sem seljendur heimta. Um áramótin voru tiltölulega litlar birgðir í Königsberg, Danzig, Stettin, og Hamborg. — Samtals um 200 þús. tunnur. — Mest i Danzig og Stettin. Lang mestur innflutningur til „Aust- urlandanna“ fer um Danzig og Stettin. Af útflutningi Norðmanna 1925, hafa kringum 60% farið til Svíþjóðar, 25% til Rússlands, 6% til Danmerkur og 4% til Póllands, prátt fyrir agnúana, sem á þvi eru að afla ísl. sild nýrra mark- aða, þá efast eg samt ekki um, að það mætti takast með tið og tima. pað þarf að senda árlega álitlega slumpa af sild til þeirra landa, þar sem helst er von um framtiðarsölu, dreifa lienni sem mest, og leggja alúð við að koma henni út. En slíkar til- raunir kosta mikið fé, og þessu verður aldrei komið i kring, nema með öflugum samtökum og samvinnu. En með þessu móti myndi með tímanum, sjást einhver árangur, — eins af því fé sem rikissjóður kynni að veita til þess. En það mun sannast, að með- an ekki verður takmörkuð sölt- un á ísl. útflutnings sild, þá munu ófarirnar endurtaka sig, - og þessi atvinnuvegur einlægt verða hættuspil. Atvinnurekendur, þing og stjórn, verða að taka í taum- ana, — og endurlifga í svipaðri mynd og ætlast var til, hið fyr- irhugaða „Síldarsamlag Is- lands“. pað myndi fljótt sýna sig, að sildarútveginum yrði þá betur borgið, og áhættan langt- um minni. Að svo komnu skal eg láta staðar numið, en mun síðar, ef til vill, víkja nokkuð að mark- aðs horfum hinna íslensku land- búnaðarafurða. Reykjavík, 17. febr. 1926. P. A. Ólafsson. Minaingsrorð. Hinn 8. f. m. urðu þau hjón- in Jóhann Ögmundur Oddsson, kaupmaður í Reykjavík og kona hans Sigríður Halldórsdóttir fjrir þeirri sáru sorg, að missa elstu dóttur sína, Oddrúnu, 20 ára að aldri, mjög myndarlega og einkar vinsæla stúlku. Oddrún sál. var sérstaklega vel gefin bæði til sálar og hk- ama, og auk þess mjög félags- lynd og starfaði mjög að bind- indisstarfsemi, einkum og sér- staklega i barnastúkunni Unn- ur. Og henni var einkar létt um starfið, hún hafði svo mikið af kærleika og fómfýsi, að störf hennar í þágu barnastúkunnar voru henni til yndis og bömun um til unaðar. pau fundu kær- leikann og ylinn sem streymdi frá henni, þau fundu og vissu að hún hugsaði um heill þeirra og velferð, og þau fundu og vissu að þegar hún starfaði fyr- ir stúkuna þá var það vel gert, gert af kærleika til þeirra og málefnisins. Og vinsældir Oddrúnar heit. komu ljóst fram við jarðarför- ina, henni tvítugri stúlkunni fylgdi slíkur fjöldi fólks að frí- kirkjan rúmaði það ekki í sæti, og auk þess fylgdu 260ungfélag- ar (bamastúkunnar Unnur), undir fána stúkunnar. Báru þeir fána sinn og stúkunnar Viking ur nr. 104 i fararbroddi, en gengu síðan tveir og tveir. peg- ar komið var að Templarahús- inu, en þangað var gengið áður en haldið var i kirkju, skifti skrúðgangan sér svo að þeir mynduðu raðir alla leið frá dómkirkjunni að Templarahús- inu og gekk likfylgdin þar í gegn en fél. Unnar báru kistuna gegnum fylkinguna en Víking- ar inn i húsið, en fél. Unnar út 19. jan. gekk systir Oddrún heit- in i Unnur, árið 1913 og i Vík- ing sama dag 1925. I húsinu flutti Einar H. Kvar- an kveðjuorð frá félögum stúk. Unnur, og án lasts um aðrar ræður, bæði þessa manns sjálfs og annara, tel eg það hiklaust þá bestu ræðu, er eg hefi heyrt, og skaði að ekki voru fleiri er á hana hlýddu.* En auk þess, er samúðin kom skýrt fram á þennan veg, þá bámst foreldrum hennar 3 silf- urskildir, frá barnastúkunni Unnur, frá bekkjarsystram í kvennaskólanum og frá nokkr- um stallsystrum; sýnir þetta ljóst vinsældir hinnar látnu. Og þær voru- verðskuldaðar. Bamastúkan Unnur, og þá fyrst og fremst forstöðumaður hennar Magnús V. Jóhannesson eiga heiður skilið fyrir hve vel og smekklega þeim fórst þetta úr hendi og fyrir hve vel Templ- arahúsið var blómum skreytt. Var það öllum er að unnu til sóma. Frá þvi andaði hlýjum vinarhug til Oddrúnar heit. og það átti hún skihð. Hún lét gott af sér leiða meðan dagur vanst til, og alhr er kyntust lienni ljúka upp einum munni um að vandaðri og betrí stúlku hafi þeir ekki kynst. Betri eftirmæli getur enginn fengið. pví geta allir glaðst, þótt þeir hryggist yfir þvi að hafa hana ekki leng- ur á meðal sin. Guð blessi minningu hennar og huggi alla sorgbitna vini hennar. Kunnugur. Frá Alþingi á laugardag 20. þ. m. Efri deild hafði að eins eitt mál á dagskrá, Frv. til laga um löggilta endur- skoðendur til 3. umræðu og var frv. orðalaust samþ. og afgreitt til neðri deildar. Neðri deild. par voru sjö mál á dagskra. 1. Frv. til laga um viðauka við lög um Iokunartíma sölu- búða, var tekið út af dagskrá og umræðunni (3. umr.) frest- að samkv. ósk flutningsmanns, vegna þess að þar á fundinum kom fram ný breytingartillaga við frv., sem flutningsmaðin’ hafði eigi haft tima til að ihuga. 2. Frv. til laga um kynbætur hesta, 3. umr, var samþ. um- ræðulaust og afgreitt til efri deildar. 3. Frv. til laga um happ- drætti og hlutaveltur var um- ræðulaust samþ. til 2. umr. og sent til ahsherjarnefndar. 4. Frv. til laga um heimUd fyrir ríkisstjórnina. til að ganga inn í viðbótarsamning við mynt- * Ræðan verður prentuð. sr;;.-- -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.