Vísir - 09.03.1926, Blaðsíða 2
OlsemC
Höínm fyrirliggjandi:
Glenora,
Gream of Manitoba,
Ganadian Maid.
Best Baker,
Þessar hveititeguudir mæla best með sér sjálfar.
Símskeytí
—X-—
Khöfn 8. mars FB.
Franska stjómin segir af sér.
óvíst hver við tekur.
SíniaS er frá París, að atkvæða-
greiðsla á laugardaginn í fulltrúa-
deild jjingsins um eitt atri'ði í
skattalöggjöfinni hafi farið Jjann-
ig, að stjórnin komst í talsVerðan
minni hluta, án j)ess nokkur hefði
ætlast til ])ess eða búist við jivílík-
um úrslitum. Briand sagði sam-
stundis af sér. Algerlega óvíst
hvað gerist eftir jretta. Afskaplega
óheppilegt vegna fjárhagslegs
Meyðarástands.
Khöfn 9. mars. FB.
Leikhús brennur.
Símað er frá Londön, að leik-
hús, sem bygt var fyrir 50 árum
í fæðingarbæ Shakespeare’s hafi
hrunnið í fyrradag.
Verslunarfloti Norðmanna.
Simað er frá Osló, að 1925 hafi
verslunarfloti Noregs haft 100
miljónum kr. minni tekjur en 1924.
Frá Alþingi
í gær.
Efri deild.
Átta mál á dagskrá.
1. Frv.- til fjáraukalaga fyrir
árið 1925^var samþ. og afgreitt til
stjórnarinnar sem lög frá Alþingi.
2. Frv. til laga um löggilding
verslunarstaðar við Jarðfallsvík í
Málmey (2. umr.). Við þetta frv.
bera ýmsir þingmenn í Ed. fram
breytingartillögur, í þá átt að Mel-
staður í Selárdal í Barðastrandar-
sýslu skuli einnig löggildast sem
verslunarstaður; er j)etta vinnu-
sparnaður, því ella hefði þurft að
bera fram sérstakt frumv. um Mel-
stað í Selárdal. Var breytingartill.
sam])ykt, og frv. svo breytt samjx
til 3. umr.
3. Frv. til laga um viðauka við
og breytingu á lögum um áveitu
á Flóann, var samþ. til 2. umræðu
og vísað til landbúnaðarnefndar.
4. Frv. til laga um viðauka við
lög um verslunarbækur var sarnj).
til 2. umr. og vísað til allsherjar-
nefndar.
5. Till. til þingsályktunar um
ríkisborgararétt, hvemig menn öðl-
ast hann og missa, var tekið út af
dagskrá og umræðunum frestað,
vegtia óskar flutningsmanns (Ingi-
bj. H. Bjarnason).
6. Tillaga til þingsályktunar
um kaup á snjóbíl. (Flutningsm.
Jónas Jónsson). Um hana urðu
nokkrar umræður, sem lauk með
j)vi, að till. var samj). til siðari
umræðu, og vísað til samgöngu-
málanefndar.
7. Tillaga til þingsályktunar
um heimild til tilfærslu á veðrétti
ríkissjóðs í togumm hf. „Kára“
var eftir nokkrar umræður samþ.
tii síðari umræðu, og vísað til
fjárhagsnefndar.
8. Tillaga til þingsályktunar
um leigu á skipi til strandferða,
var umræðulaust samþ. til síðari
umræðu og vísað til samgöngu-
málanefndar.
Neðri deild.
Þar voru tvö frv., bæði til 1.
umræðu. Frv. til laga um framlag
til kæliskipskaupa, og Frv. til laga
um brejrting á lögum 3. nóv. 1915,
um atvinnu við vélgæslu á gufu-
skipum, voru bæði satnþ. nefnda-
laust til 2. umræðu. Þá var í þriðja
lagi ákveðið að fara skyldu fram
síðar tvær umræður um Till. til
þál. um fyrirhleðslu fyrir Þverá,
sem nýbúið er að samj). í Ed.
Eftir Skúla Skúlason.
I.
Samtímis því, að allar aðrar
þjóðir Evrópu færast nær því
marki, að koma föstu fyrir-
komulagi á fjármál sín steypa
Frakkar hverjum fjármálaráð-
herranum á fætur öðrum af
stóli, þvi enginn þeiri’a getur
ráðið við fjármálin. Frankinn
er eina myntin í Evrópu, sem er
á fallanda fæti. Rússár hafa
fengið fasta mynt, þrátt fyrir
öll ósköpin sem yfir það land
liafa gengið. pjóðverjar ogAust-
urríkismenn sömuleiðis, þrátt
fyrir hlutsliifti hins sigraða. En
sigurvegarinn Frakkland ramb-
ar á barmi gjaldþrotsins.
Fyrir ófriðinn voru Frakkar
ein af mestu peningaþjóðum
heimsins. — prátt fyrir miklar
ríkisskuldir voru Frakkar vell-
auðug 'þjóð og franskt f jármagn
var altaf á reiðum höndhm til
útlendra fyrírtækja, sem þóttu
sæmilega U’ygg. Og fjárhagsfyr-
irkomulag Frakka var fyrir-
mynd. Hvað veldur þá þessum
gífurlegu umskiftum? — Hvað
veldur því, að Frakkar eru svo
miklu ver staddir, en sumir
hinir sigurvegararnir, t. d. Belg-
ar og Italir.
Til þess er fyrst því að svara,
að ófriðurinn mæddi þyngra á
Frökkum en nokkurri annari
VISIR
þjóð. j?að féll í þeirra lilut, að
veita aðalviðnámið og í þeirra
landi var djöfladansinn háður
að mestu leyti. Með friðarskil-
málunum í Versailles* voru þeim
áskildar fullar bætur fyrir spell
öll á landi og álitleg fúlga í bæt-
ur fyrir lierkostnað. peir tóku
svo til óspiltra málanna við að
endurreisa það, sem lagt hafði
verið í eyði, lóku miljarða á mil-
jarða ofan að láni til bráða-
birgða til þess að gjalda með
kostnaðinn, þangað til bæturn-
ar lcæniu frá pjóðverjum. pær
voru taldar visar, eins og gull
á kislubotni. — Hægrimanna-
stjórnirnar, sem sátu að völdum
alt fram á árið 1924, reiknuðu
með „Rínargullinu“ á hverjum
fjárlögum. J?að átti að jafna
alla tekjuhallana, og því var
ekki hert á sköttunum þegar i
stað, eins og hægt hefði verið.
En Rínargullið kom ekki. —
„]?að skal koma“, sagði Poin-
caré, og sendi her manns til
pýskalands og tók Ruhrhérað-
ið. ]?að fyrirtæki bakaði Frökk-
um útgjöld en gaf engan arð og
þýska gullið kom ekki. Poin-
caré sá vonir sínar bregðast og
tók nú til þess ráðsins, sem
betur hefði verið tekið fyr: að
liækka skattana, snemma á ár-
inu 1924. pjóðverjar sigruðu í
skaðabótamálinu og með Daw-
essamþyktinni var fótunum
kipt undan allri fjármálapólitík
Frakka. peir sátu eftir með alla
tekjuhallana og skuldimar.
í maí 1924 fóru svo kosning-
ar fram. — Stjórnarflokkarnir
biðu þar eðlilega ósigur, eftir
ósigrana i skaðabótamálinu og
Ruhrmálinu. Andstæðingarnir
kendu Ruhrtökunni — hernað-
arandanum — um fall stjóm-
arinnar, en eflaust liefir skatta-
hækkunin, sem stjórnin boðaði
rétt fyrir kosningárnar, ráðið
eigi færri atkvæðum. — Engin
hræða er jafn örugg undir kosn-
ingar og auknir skattar. Nútóku
vinstriflokkarnir við stjórninni,
jafnaðarmenn og frjálslyndir.
peir urðu að byggja á nýjum
grundvelli: minni skaðabótum
en áður og auknum álögum á
landslýðinn. — Fyrsta boðorðið
var það, að hætta að afgreiða
fjáriög með tekjuhalla. En hvar
átti að taka skattana? Á því hef-
ir altaf strandað, siðan vinstri
flokkarnir tóku við, og svarið er
ekki fundið enn. — —
II.
Og það er ekki eins auðfund-
ið og margur hyggur. pví fyrst
og fremst em álögurnar þung-
ar fyrir og í öðru lagi er það
ekkert smáræðis lilass sem velta
þarf, bæði gífurlegar skuldir og
þungir liðir á útgjaldáhlið
fjárlaganna, eftirhreytur frá ó-
friðnum.
I grein sem Caillaux, fyrv.
fjármálaráðherra birti skömmu
eftir nýárið telur hann skuldir
Frakka nálægt 300 miljörðum
pappírsfranka, þar af helming-
ur fastar skuldir, 50 miljarða
skuld við Frakklandsbanka og
aðra banka, 45 miljarðar í
skuldabréfum til 2, 6 og 10 ára
og 55 miljarða þjóðvarnarlán,
sem greiðast eiga með stuttum
fyrirvara, einum mánuði til eins
árs. pað eru tveir síðustu liðirn-
ir sem einkum baka vandræði,
stuttu lánin, sem altaf kalla að,
100 miljarðar franka. — petta
eru alt innlendar skuldir og
nema sem svarar 60 miljarð
gullfrönkum, er frankinn er
reiknaður % gullverðs. — Iin
svo bætast við 30-—40 miljarð
gullfranka, sem ríkið skuldar
erlendis. Og ennfremur sem
svarar 5 miljarð gullfrönkum,
sem óhjákvæmilega verður að
verja til endurreisnar eyddu
héruðunum.
Menn átta sig, ef til vill, ekki
á þessum tölum. En heimfærð-
ar á íslenska staðhætti svara
þær til þess að íslenska rikið
skuldaði 250 miljónir króna,,
eða að renturnar einar af skuld-
inni næmu mildu meira en all-
ar tekjur rikisins nema nú. pá
verður' mönnum betur skiljan-
legt hve risavaxin sú byrði er,
sem Frakkar hafa fengið að
sigurlaunum. — Og þó er ekki
nema hálfsögð sagan. Eftirlaun
til örkumla liermanna nema ó-
grynni fjár árlega og lialda
áfram að vera þungur útgjalda-
liður, meðan mennimir lifa. Og
alt þetta eiga þeir einstakling-
ar að bera ,sem mest lögðu að
sér í ófriðnum og þjakaðastir
eru eftir hildarleikinn.
Útgjöldin á fjárlögum Frakka
þetta ár nema 36.8 miljarð
pappírsfrönkum en tekjurnar
32.4 miljarð. Tekjuhallinn er
þannig 4.4 miljarð frankar og
em þó tekjurnar ríflega áætl-
aðar. — petta svarar til is-
lenskra fjárlaga með 18 mil-
jón króna útgjöldum og
tveggja miljón króna tekjulialla,
en myndin er þó ekki rétt; liún
verður enn þá óhagstæðari, þeg-
ar tillil er tekið til lággengisins
í Frakklandi. Og svo er líka ann-
ar annmarki á þessum fjárlög-
um: það er ekki einn eyrir á-
ætlaður hvorki til vaxtagreiðslu
eða afborgana á allri útlendu
skuldafúlgunni. Frakkar hafa
ekki greitt einn eyri af skuld-
um sinum hvorki til Breta eða
Ameríkumánna. Og öll þau ár-
in sem hægriflokkamir sátu að
völdum, var ekki einu sinni á
það rninst að semja um þessar
skuldir livað þá meira. Alt var
látið relca á reiðanum — biða
eftir því að Rínargullið fýlti
frönsku fjárhirslumar.
En þrátt fyrir það að útlendu
skuldirnar hafa verið látnar
eiga sig, ganga samt 22 miljarð-
ar franka eða nærri tveir þriðju
hlutar allra útgjalda ríkisins til
greiðsiu og vaxta skulda og til
eftirlauna.
Viðfangsefni vinstristjórnar-
innar í fjármálum voru þvi
tvenskonar, þegar hún tók við:
að koma jafnvægi á fjárlögin og
semja um útlendu skuldimar.
Til þess að ná fyrra takmark-
inu, varð að auka skattana um
rúma fjóra miljarða. Herriots
ráðuneytið gat það ekki. Síðar
kom Painlevé og gerðifjármála-
manninn Caillaux að fjármálá-
ráðherra, en liann varð aðleggja
árar í bát, sagði af sér og
skömmu síðar valt öll stjómin.
-— Svo kom Briand, sem flest
kraftaverkin hefir unnið í
frönskum stjórnmálum. Nýlega
hefir hann gert gamlan og
reyndan fjármálamann að fjái’-
málaráðherra, Poul Doumer. —
En hnúturinn er óleystur enn.
pað er erfitt að ná i þessa fjóra
miljarða. Stómarflokkarnir er»
ósamkynja. Jafnaðarmenn vilja
taka féð hjá þeim ríku, með því
að leiða í lög eignarnámsskatt.
En þegar það heyrist nefnt svík-
ur liægri fylkingararmurinn
fylgið. Og þegar tillögumar frá
hægri arminum koma fram,
svikja jafnaðarmennimir. pann-
ig hefir fjármálastjórnin ramb-
að frá hægri til vinstri og vinstri
til hægri í meira en hálft ann-
að ár. Og rambar enn. Doumer
liefir nú borið fram nýjar til-
lögur, sem liann ætlar að veiða
brot úr liægriflokkunum gömul
á, og era þær á döfinni í þingim*
enn j)á, þegar þetta er ritað.
Og útlendu skuldirnar? par
eru úrslitin þó ekki algerlega
neikvæð. — Samkvæmt Dawes-
samningunum gera Frakkar sér
Ullapnæpföt,
Ullarsokkar,
Ullarliiifur,
Ullartreflar,
Ullarvesti,
Ullarpeysur,
hvíiar tig niislitar,
Ullarvetlingar.
•/