Vísir - 31.03.1926, Blaðsíða 2
VlSIR
Sýnisig Ásgrims
jl)) Hmai i Olseini ((
Tilbúinn áburdur
Snperfoslatið er komið,
verður afgreitt á hafnarbakkauum i dag.
Noregssaltpétnr kemnr á langardag.
Tekju- og eignarskattnr.
Hér með er skorað á þá, sem að lögum hafa haft frest
til 31. þ. m. til að telja fram tekjur sínar 1925 og eignir i
árslok 1925, en enn þá hafa ekki gert það, að skila skattstofunni
á Laufásveg 25 framtölum sínum í síðasta lagi 5. n. m. Ann-
ars kostar verða þeim áætlaðar eignir og tekjur til skatts svo
sem lög standa til.
Reykjavik, 31. mars 1926.
Skattstjórinn.
Símskeyti
Khöfn 30. mars. FB.
Mussolini afhendir Amundsen
loftfarið.
Símaö er frá Rómaborg, a'8
Mússólíni hafi í gær afhent Á-
mundsen heimskautsfariö. Italski
fáninn var dreginn niöur á loft-
farinu, en norski fáninn upp. Ræö-
ur voru haidnar, og mikiö um viö-
höfn, og var atburöurinn hinn há-
tíölegasti.
Khöfn 31. mars. FB.
Maður sveltur í 44 daga.
Símað er frá Berlín, aö matSur
hafi lokað sig inni í glerkistu, og
soltiö í 44 daga. Var hann alla
dagana til sýnis á kaffihúsi einu
og uröu menn aö greiða fé fyrir
aö fá að sjá manninn í kistunni.
Komu alls inn 175.000 mörk í að-
gangseyri. Maöurinn kvað vera
jafngóður eftir sultinn.
Utan af landi.
Vestm.eyjum 30. mars. FB.
Þór tekur enn botnvörpung.
Franski togarinn, sem Þór tók
í fyrradag, fékk 4000 króna hlera-
sekt, en Þjóðverjarnir eru ódæmd-
ir ennþá.
Þór tók í nótt ítalskan togara
viö ólöglegar veiðar.
Frá Alþingi
í gœr.
—o-
Efri deild.
Þar voru þrjú mál á dagskrá.
1. Till. til þál. um rannsókn á
vega- og brúastæðum á Norður- og
Austurlandi (ein umr.). Flm. er
Jónas Jónsson. Efni tillögunnar er
á þessa leið: „Efri deild Alþingis
ályktar aö skora á landsstjórnina
aö láta nú í sumar fara fram rann-
sókn á því, hve mikið mundi kosta
aö gera akveg með tilheyrandi
brúin á þeim leiöum, sem hér eru
Appelsínup
Bananap
Epli
nýkoniið í
Versl. VÍSIR
tilgreindar, og leggja niöurstöö-
una fyrir næsta Alþingi:
a. Frá Hellisheiði um láglendi
Vopnafjaröar yfir Selá.
b. Frá Þórshöfn yfir Þistilfjörð
aö Garöi.
c. Frá Kópaskeri aö mynni Ás-
byrgis.
d. Frá Breiðamýri yfir Fljóts-
heiði og Skjálfandafljót að
Fnjóskárbrú."
Var till. vísað til samgöngu-
málanefndar og umr. frestaö.
2. Till. til þál. um björgunar-
cg eftirlitsskipið ..Þór“ (fyrri um-
ræöa). Tillagan er flutt af sjávar-
útvegsnefnd efri deildar, og er efni
hennar á þessa leiö: „Alþingi á-
lyktar að samþykkja kaup ríkis-
stjórnarinnar á á björgunar- og
eftirlitsskipinu „Þór“ fyrir alt að
80 þús. krónur, með þvi skilyrði,
að ríkið láti skipið framvegis, með-
an þaö er vel til þess fært, halda
uppi á kostnað ríkissjóös sams-
konar björgunar- og eftirlitsstarf-
semi við Vestmannaeyjar í 3^2—
4 mánuði (vetrarvertíðina) árlega,
sem það hefir haft á hendi undan-
farin ár, enda leggi bæjarsjóöur
Vestmannaeyjakaupstaðar árlega
fram 25 þús. krónur til útgerðar
skipsins."
Var tillagan samþykt til síðari
umræðu.
Síðasta málið var tekið út af
dagskrá.
Neðri deild.
Þar voru þrjú mál á dagskrá.
1. máliö (um viðauka við hafn-
arlög fyrir Rvík, var tekið út og
unir. (3.) frestað.
2. Frv. til laga um skipströnd
og vogrek var samþ. til 2. umr.-
og sent til allshn.
3. hófst framh. 2. umr. um frv.
til f járlaga fyrir árið 1927, og stóö
til miðnættis, og var frv. síðan
samþ. til 3. umræðu.
hefir nú verið opin síðan á sunnu-
dag, og hafa þegar allmargir sótt
hana. En aðalstraumurinn þangað
verður sjálfsagt bænadagana og
páskadagana. — Mikill skaði er
það, að ekki skuli fást stærra hús-
rúm, bæði vegna þess, að vænta
má mikillar aðsóknar, og svo hef-
ir Ásgrímur miklu fleiri málverk,
sem hann gæti sýnt, ef rúmið
leyfði. Margir mundu óefað óska
þess, að sjá eitthvað af fyrri ára
málverkum hans, til þess að bera
þau saman við hin nýju. Er ekkert
líklegra, en að flestir mundu nú
skilja eldri málverkin betur en áð-
ur, ef þeir sæju. þau aftur. Svo
vill einatt vera, þar sem góðir
málarar eiga í hlut, að myndir
þeirra þurfi nokkurn tima til að
taka hugi manna.
Af myndum þeim, sem nú eru
sýndar, reka menn fyrst augun í
hinar stærstu. og má þar nefna:
Hvítá í Borgarfirði, með Hafra-
fell í baksýn, — Útsýn úr Tung-
unni litlu við Kalmanstungu, með
Okið í baksýn, —• Beinageitafjall
á Héraði, séð írá Hrollaugsstöð-
um i Hjaltastaðaþinghá, — Snjó-
hojt í Fiðaþinghá, með Fjarðar-
heiði í baksýn, — Hekla um kvöld
úr Þjórsárdal, — Hekla séð frá
Odda, — Eiríksjökull úr Tung-
unni, — Þingvellir, — Við Meyj-
arsæti o. s. frv. Samtals eru mynd-
irnar hátt á fjórða tug og eru
venju fremur margar smáar mynd-
ir, sem vel væru lagaðar fyrir
smærri húsakynni. — Má gjarnan
minna á það, að allar líkur benda
til þess, að myndir Ásgríms verði
því meir eftirsóttar er tímar líða,
og því þurfi þeir sist að iðrast
gerða sinna, sem tryggja sér nú
eitt eða fleiri af málverkum hans.
Rétt er að leiðrétta misskilning,
sem oft heyrist koma fram, þegar
menn sjá fleiri en eina mynd af
sama staðnum. Menn segja þá oft
og einatt, að málarinn „geri mörg
eintök af sömu myndinni", — að
hann „kópíeri" eldri myndir eftir
sjálfan sig. — Á listrænan mæli-
kvarða eru það alveg sjálfstæð
málverk, þótt málarinn stæði í
sömu sporum og málaði sama
landslagið hvað eftir annað. Enda
yrði það aldrei „sama málverkið“,
og j>að j)ví síður, þess frumlegri
og næmari gáfu sem málarinn hef-
ir til að bera. —
Kópíering er aftur ekkert annað
en handverk, sem flestir laghent-
ir menn geta lært, og á lítið skylt
við hina eiginlegu málaralist.
Annað þarf líka að segja mönn-
um, og ])að er, að myndir, sem
mönnum þykja „lítið útfærðar"
eru oft hreint ekki það ílýtisverk
sem margir halda. Góðir málarar
þrauthugsa hvern einasta drátt, og
í einum fleti, sem sýnist grófur
áferðar, einkum í nærsýn, geta
verið hundruð pensilstrika dregin
af meiri nákvæmni en menn óvan-
ir málverkum hafa nokkra hug-
mynd um.
Sumstaðar mundi það þykja
barnalegt, að vera að taka fram
annað eins og þetta. En hét er
það nú samt nauðsynlegt.
Menn tala oft um nauðsyn á
því að gera ísland kunnugt erlend-
is. Eitt hesta ráðiö væri að stuðla
að því, að Ásgrímur gæti haldið
sýningar í nokkrum stórhorgum
erlendis. Hann á í fórum sínum
Útlærðir fagmenn er nota bestu hráefni, fram-
leiða bestar vörur. Til heimilisnotkunar borgar sig
að nota að eins það sem gott er.
HÚSMÆÐUR notið að eins okkar ágætu saft:
Ekta Hindberjasaft, ekta Kirsiberjasaft, ekta saft úr
blönduðum ávöxtum, Að eins framleidd úr berj-
um og sykri, engin íblöndun af vatni eða essensum.
& alt að. kr. 2.00 ódýrari en útlensk flöskusaft af
’ sömu gæðum.
Ft Ennfremur framleiðum við ekstra sterka Kirsi-
berjasaft, sem er mjög bragðgóð og næringarmikil,
en þó ódýr.
Biðjið um saft frá Efnagerðinni hjá kaupmanai
yðar, fæst einnig í Laugavegs Apóteki.
Efaagerð Reykjaviknr.
Sími 1755.
Vallarstr. 4. Laugaveg 10.
Páskaegg
ú r
Súkkulaði, marzipan, skreytt-
um pappa og Silki (handmál-
að). Verð frá kr. 0.20 til kr.
30.00. Hænur, Hanar og ungar
úr súkkulaði. Mikil verðlækk-
un frá í fyrra.
Lítið í gluggana!
safn af málverkum, sem betur lýsa
íslenskri náttúru en nokkuð annað
sem við eigum tök á. Og sem full-
trúi íslenskrar málaralistar mundi
hann sóma sér manna hest, og al-
staðar mæta virðingu þeirra
manna, sem kunna að meta mál-
verk.
Tóbaksbmdindi.
—o—-
R. Hofstatter: Die rauch-
ende Frau. Eineklinische,
psycliologische und sozi-
ale Studie. — Hölder-
Pichler-Tempsky, A/G.,
Wien 1924. — Kostar i
bandi 7 gm.
Tóbaksbindindisfélag hefir
starfað hér á annan tug ára, en
ekki sjást þess merki, að þvi
hafi orðið stórmikið ágengt,
enda hefir það lítið látið á sér
bera. pó munu þeir nauðafáir,
sem ekki viðurkenni það, a?S
æskilegt væri að tóbaksnautn
minkaði eitthvað. Sjálfsagt á
hún líka fyrir sér að gera það,
ef sönn menning fær að þróast.
Guðmundur Hannesson sagði
eitt sinn, að sá timi myndi
koma, að tóbaksnautn yrði
skoðuð sem merki skrælingja-
háttar, og þeir menn eru nú
þegar ekki allfáir sem það gera.
Margir af rnestu andans mönn-
um hafa þrumað gegn tóbaks-
nautninni. Mun t. d. mörgum
hér verða hugsað til Georgs
Brandesar, sem oftsinnis hefir
úthelt yfir hana úr skálum
reiði sinnar og mælsku. Sama
gerðu Shakespeare, Moliére og
Goethe. Hem-y Ford gerir það að
Þér getið nú
fengið Hreins Skó-
gulu, bæði Ijósa og
dökka, hjá kaup-
mönnuni, sem þér B
verslið við.
ströngu skilyrði fyrir alla þá
sem í hans þjónustu eru, að þeir
neyti einskis tóbaks, og sjálfur
hefir hann ritað bækling gegn
tóbaksnotkun.
pessi bók fjallar aðallega um
tóbaksnautn kvenna, en eins og
allir læknar og heilsufræðingar
vita, hefir tóbak miklu skað-
legri verkanir ó kvenfólk en á
karlmenn. Hafa sumir læknar
(T. R. Allinson) gengið svo
langt í viðleitni sinni í að verja
kvenfólk gegn þessum skað-
semdar-áhrifum, að þeir hafa
viljað láta banna með lögum,
að yngra kvenfólk en hálffimt-
ugt yntri í tóbaksbúðum og tó-
baksverksmiðjum. — Ef ungar
stúlkur vissu alment, hvaða tjón
þær eru að vinna líkama sínum
(og sál, myndi Dr. Hofstatter
vilja bæta við) með þvi að
reykja, þá er varla annað hugs-
anlegt, en að þær myndu blygð-
ast sín fyrir að láta sjá sig með
„sígarettu" eða „sigarettufing-
ur“.
Ofannefnd bók er að vísu
fyrst og fremst vísindarit, en
hún er stórt rit, og margir kafl-
arnir eru svo alþýðlegir að þar
er ekkert sem alþýðumanni sé
torskilið. Ef þeir, sem vinna að
takmörkun éða útrýmingu tó-
baksnautnar, vildu fa?ra sér
hana í nyt, gæti hún orðið þeim
afar-skætt vopn í baráttunni
gegn, þeirri óvenju, sem þeir
hafa svarið fjandskap.
Meðal annara samskonar fé-
laga, nefnir höfundurinn tó-
baksbindindisfélag íslands. —
Hann getur þar nafns og heim-
ilisfangs Steindórs Björnssonar,
og fer rétt með hvortíveggja.
A. A. '