Vísir - 09.04.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1926, Blaðsíða 2
% IST W Tilbiini áburðurinn er korainn: Superfo sf at, Noregssaltpétui*. peir, sem enn ekki liafa sent pantanir sinar, eru vinsam- lega l)eðnir að gera það nú þegir, sérstaklega viðvikjandi Sup- erfosfatinu, því nú nálgasf óðum sá tími sem það á að notast á. Símskeyti Khöfn, 9. apríl. FB. Um Mussólíni. Símað er frá Rómaborg, að Mussólíni sé litt særður. —■ Hélt Íiann stutta ræðu af veggsvölum i dag. Fer i dag til Tripolis. Múg- Urinn er í algleymingi. Ensk að- alskona hefir játað að hafa skot- ið á Mussólíni og hefir verið sett í fangelsi. Uppþot í Feneyjum. Símað er frá Feneyjum, að óeirðir séu þar í borg. — Hafði slegið í bardaga milli amerískra sjóliðsmanna og Facista og særðust fjölda margir. Gengismálið í Danmörku. Stauning væntir gullinnlausn- ar 1927. Fpá Alþingi í gær. pingstörf hófust með fundi i sameinuðu þingi kl. 1 e. h. og kom þar til umræðu tillaga til jþingsályktunar um, hverjar kröfur beri að gera til trúnað- armanna Islands erlendis, flm. Jónas Jónssón; efni tillögunnar er á þessa leið: „Sameinað Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að það telur það eina sjálfsögðustu skyldu hverr- ar stjórnar, hæði þeirrar, er nú situr, og annara, er síðar koma, að velja þá menn eina til að vera fulltrúar landsins erlendis, sem reyndir eru að reglusemi, dugn- aði og prúðmensku i allri hátt- semi, svo treysta megi, að þeir komi hvervetna fram þjóðinni til sæmdar.“ Umræður urðu talsverðar; snemma fundarins bar Jakob Möller fram rök- studda dagskrá, svohljóðandi: „Með því að Alþingi telur ó- þarft að bera fram ályktun um jafn sjálfsögð atriði og tillagan ræðir um, og það beri að skoða sem óskráð lög, að vanda sem best val á trúnaðarmönnum landsins, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá.“ Lauk umræðunum með því að dag- skráin var samþykt að viðhöfðu nafnakalli, með 28 : 13 atkvæð- um og var tillaga Jónasar þar með fallin. KI. 5 síðdegis voru fundir sett- ir i báðum deildum. Efri deild. par voru 6 mál á dagskrá: Rúðagler. Nýjar birgðir nýkomnar. — Stórum lækkað verð. Sérstök kostakjör, þegar keypt er til heilla húsa, eða % kistur. gjy- pakjárnið góðkunna nr. 24 og 26 og Samson, sterki þak- pappinn, Girðinganet, Steypu- net, Sand- og Sement-sigti,mikl- ar Naglabirgðir og margvísleg- ar aðrar vörur eru væntanlegar í lok þ. m. Versl. B. H. Bjarnason. 1. Frv. til 1. um breytingu á I. 9. júlí 1909, um almennan elli- styrk, var samþ. og endursent til Neðri deildar. 2. Frv. til 1. um veðurstofu á íslandi, var samþ. og afgreitt til stjórnarinnar sem lög frá AI- þingi. 3. Frv. til 1. um breytingu á lögum 8. nóv. 1883, um að stofna slökkvilið á ísafirði og frv. til 1. um breytingar á lögum 4. júní 1924, um bæjargjöld í Reykjavík, voru bæði samþ. til 3. umr. 5. Frv. til 1. um skatt af lóð- um og húsum í Siglufjarðar- kaupstað, var einnig samþ. til 3. umræðu, með nokkrum smá- breytingum, sem allshn. hafði gert á frv.; hafði nefndin lækk- að húsa ög lóðarskattinn, úr G og 3% niður i 5 og 2%. Síðasta málið frv. til 1. um byggingar- og landnámssjóðinn var enn tekið út af dagslcrá og umræð- um frestað. Neðri deild. . par voru 9 mál á dagskrá: Frv. til 1. um fræðslu barna og frv. til 1. um húsaleigu í Rey'kjavík, voru bæði samþ. og afgreidd til Efri deildar. 3. Frv. til 1. um veitingasölu og gistihúshald, var samþ. til 3. umr. 4. Frv. til 1. um viðauka við lög nr. 55, 27. júní 1921, um skipulag kauptúna og sjávar- þorpa var samþ. til 2. umr. 5. Frv. til 1. um breytingu á lögum nr. 76, 28. nóv. 1919, um breytingu á yfirsetukvennalög- um, nr. 14, 22. okt. 1912, var samþ. til 2. umr. og sent til fjár- hagsnefndar. 6. Var ákvcðið að fara skyldu fram síðar tvær umræður um till. til þál. um björgunar- og eftirlitsskipið „pór“. par eð kl. var orðin 7 síðdegis, er hér var komið, voru þrjú mál, er enn voru óafgreitt, tekin út af dag- skrá og umræðunum um þau frestað. 3. umræða um frv. til fjár- laga fyrir árið 1927, fer fram í Neðri deild í dag. Irakningar. E.s. „Nordland“, sem hingað kom fyrir fáum dögum, lenti í hrakningum miklum í norðan- veðrinu siðasta og átti all-harða útivist. — Skipið hafði lagt á stað héðan, óafgreitt, meðan á verkfallinu stóð, og fór til Vest- fjarða, en þaðan ætlaði það norður fyrir land. — E.s. „Nordland“ lét í haf úr Álftafirði við ísafjarðardjúp að- faranótt laugard. 27. f. m. tveim til þrem stundum eftir mið- nætti. — Var þá liægt veður og gott að kalla, en er komið var norður um Horn, tók mjög að hvessa af norðaustri og stærði sjóina. Jókst stormurinn eftir því er lengra leið og á laugar- dagskveld og sunnudagsnótt var orðið svo livasst, að særinn rauk sem lausamjöll í stormi. Kl. 2 á sunnudagsnóttina gekk sjór yfir skipið á stjórnborð, tók út björgunarbátinn, skolaði ýmsu lauslegu útbyrðis, braut „ljóskersstólinn“ og færði margt úr lagi. — Frostið var mikið og gaddaði alt á svipstundu og var skipið sem ísflykki á að sjá. — „NordIand“ liafði mörg hundr- uð tunnur af olíu og bensíni á þilfari og gekk það alt úi’ skorð- um. Var ilt við slíkt að fást í ofviðri, grenjandi lirið og stór- sjó. — Um óttuskeið eða litlu fyrr hætti skipið að láta að stjórn, lagðist þvert fyrir sjóina og rak undan stormi. Stýrimaður sá, sem á verði stóð, tók þá stýrið af liásetan- um, er við það hafði verið og hugðist mundu geta kipt öllu i lag. — Hann mun ekki hafa veitt því athygli, að vélin var alls eklci i gangi, og gekk svo til klukkan 4 um nóttina. — Kom þá 1. stýrimaður, Árni Gunn- laugsson, á stjórnpall og spurði hvað að væri. — Svaraði þá 2. stýrimaður, að skipið vildi ekki láta að stjórn. — Fyrsta stýri- manni fanst það ekki undarlegt, er vélin hefði ekki „verið í gangi“ síðustu klukkustundina. pegar hér var komið, lá skip- ið þvert fyrir sjóum og rak til lands. — Virtist þá vonlítið, að skipshöfnin fengi borgið lífi sínu, þvi að skamt var þá til Hæla.víkur-bjargs og mundi þar orðið hafa heldur köld aðkoma. — Vélin komst eklci í gang, hvernig sem reynt var, og ekk- ert virtist fram undan nema opinn dauðinn. — Skipaði þá 1. stýrimaður vúíamönnum að halda áfram að hreinsa vélina og athuga sein best. — Hásetar skipsins eru allir islenskir menn, æðrulausir og vaskir sj(’>- menn, og þégar stormurinn hvein sem hæst og lífsvonin sýndist sem minst, hófu þcir að syngja: „Eg elska hafið“ og var ekki ótta né æðru að sjá á noklc- urum manni. — pann veg reyn- ast sjómennirnir okkar á hætt- unnar stund. — — Og véla- mennirnir vinna sitt verk niðri í skipinu, vindurinn orgar og hvín og lemur ísnökkvann áfram áleiðis til lands, upp í urðir og kletta við Hælavikur- bjarg'. — En hásetarnir syngja Molino, Vino de Pasto, Walnut Brown, Amontillado. Williams & Humbert. einum rómi og taka því með karlmannlegri ró, að nú virðist að eins eitt fótmál eftir að dyr- um dauðans.-------- Mínúturnar líða, ein af ann- ari, en loksins byi’jar vélin að starfa. — Vír hafði flækst í skrúfuna, en nú hefir hann kubbast sundur. — Var þá fyrst stefnt til hafs. — Veðrið var hið versta, veðurhæðin gifurleg, frostið mikið og fannburður i lofti. —'Eftir mikla hrakninga náði skipið höfn í Önundarfirði, ísiþakið og svellað alt fyrir ofan sjó. J>ykir þetta verið hafa hin mesta svaðilför. Háseti. Reykvikingar! Með línum þessum vildi eg beina athygli góðra manna að óvenjuþungbærum heimilisörð- ugleikum fjölskyldu einnar hér í bæ. Heimilisfaðirinn er nýdáinn, eftir langvinn og þungbær veik- indi, og lætur eftir sig ekkju og 7 börn. Meðan heilsa hans og kraftar leyfðu tókst honum með tilhjálp samhentrar konu að komast af, án allrar opinherrar hjálpar með barnahöpinn, svo stór sem hann er. pað var af- skamtað upjjeldi meðan hann gat unnið, en ekkert afgangs til örðugu daganna. En í langri legu hans hefir hagur heimilis- ins versnað jafnt og þétt, eins og gefur að skilja. Og nú, við andlát hans, er fyrirvinnan og meginstoðin mist, og' efni eng- in til. Börnin eru sum uppkomin að vísu og öll efnileg. En ekkert þeirra hefir enn fcngið þaðstai'f, sem nokkuð. verulegt gefur af sér. Aðaltekjur heimilisins hafa upp á síðkastið verið og eru enn 95 kr. á mánuði, — kaup- eins af drengjunum. En hér við bæt- ist svo það, að tvö af börnúnum liggja veik, annað á spítala sem stendur, og hitt á að fara þang- að bráðlega. Engum, sem þekk- Yisiskafíið gerir alla glaða. ir ástæður þessa heimilis, og veit hvaða byrðar hvíla hér á herðum eftirlátinnar eiginkonu með tvö böm veik af sjö, getur dulist að hér er þörf á hjálp þeirra, sem gott vilja gera, og telja skyldu sína að bera byrð- ar með þeim er líða. Hér er hið besta tækifæri, fyrir hina al- þektu góðvild og hjálpfýsiReyíc- vikinga til að bæta nú úr bráð- ustu þörfum uns eitthvað greið- ist úr fyrir þessu bágstadda heimili. pví skal slept hér, að nefna nöfn eða skýra frá fleira, sem hægt væri að segja til rnerkis um örðugleika þessa heimilis. En nánari upplýsingar um þetfa fólk og allar heimilisástæður munu greiðlega fást hjá frk. Sigurbjörgu porláksdóttur, kenslukonu, Lokastig 19 og Árna Sigurðssyni, fríkirkju- presti, sem bæði eru kunnug liögum fjölskyldu þessarar. Vísir hefir góðfúslega lofað að veita væntanlegum gjofum viðtöku á afgreiðslunni. Legg eg' svo þetta mál með fullu trausti undir góðvild og hjálpfýsi bæjarbúa, til fljótrar og góðrar afgreiðslu. Reykjavík, 8. april 1926. Kunnugur. Regnhlifnm barna og fullorðinna. jíwiaMmjlinabon l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.