Vísir - 08.05.1926, Blaðsíða 4

Vísir - 08.05.1926, Blaðsíða 4
V1SIR Yuaffið gerir aila glaða. TAPAÐ-FUNDIÐ Bifrei'öadekk hefir tapast á g-öt- um borgarinnar. Finnandi er vin- samlega be'íinn aö skila þvi í versl. Vísir. (291 Sá, sem tók karlmannsreiöhjóliö í misgripum, viö kjallaraglugga pósthússins i Austurstræti, síöd. þ. 5. þ. m., skili því á Brekkustíg 19 og heimti sitt eigiÖ í staöinn. Tapast hefir sjálfblekungshetta. A. v. á. (307 3 herbergja íbúð með eldhúsi, búri og góðri geymslu til leigu i góðu húsi. Tilboð merkt 4, Sendist Vísi. (330 I nýju steinhúsi á besta stað í bænum eru til leigu 2 sólrikar í?amliggjandi stofur, frá 14. mai til 1. október. Tilboð auðkent: „14. mai“, sendist Vísi. (328 3 til 4 herbergja íbúð, lítil, utanvert við borgina, til leigu. — Uppl. hjá Pétri Jakobssyni, Freyjugötu 10. > (319 3 herbergi og eldhús óskast leigð frá 14. maí. Góð kjallara- ibúð getur komið til mála. Til- boð sendist Vísi, auðkent: „26“. (315 Gott herbergi óskast til leigu nú þegar eða 14. mai, helst með húsgögnum.^Jppl. i síma 333. (333 Góö 2—3 herbergja íbúö óskast. Fyrirframgreiösla yíir sumarið. Sími 1315. (304 Herbergi með aðgangi aö eld- húsi, til leigu i vesturbænum. Til- fcoö sendist Vísi, auðkent: „Her- fcergi i“. (294 Ágætt herbergi, fyrir reglusama, cinhleypa stúlku, er til leigu frá 14. maí eöa fyr. Uppl,- á Grettis- götu 38. (296 Til leigu: 2 samliggjandi her- bergi í kyrlátu húsi, á besta staö, einungis fyrir reglusaman karl- rnann. Tilboö merkt: „14. mai“ sendist afgr. Vísis. (295 2 sólrik samliggjandi her- bergi til leigu, í nýju steinhúsi með miðstöðvarhitun, á besta stað í bænum. Uppl. í sima 116. (228 Eilt vel rúmgott herbergi, eða tvö samstæð, með eða án hús- gagna, óskast á kyrlátum stað, best i nýju liúsi. Tilboð merkt: „Gott“, sendist Vísi. (143 Björt og rúmgóö stofa; raíljós, miðstöðvarhiti, á sólríkum, kyr- látum stað, til leigu. Holtsgötu 7B. (283 Ungur, reglusamur verslunar- maður, óskar eftir herbergi, helst með forstofuinngangi. Tilboð auö- kent: „FIerbergi“, sendist afgr. Vísis. (289 íbúð vantar mig í Austurbæn- um, 2—4 herbergi og eldhús, lielst sem næst Frakkastíg 16. Georg Finnsson. Sími 870. (3°ú Ibúð til leigu í Hafnarfiröi 14. maí (2 herbergi með forstofuinn- gangi og eldhús). Uppl. i sima: 12 og 138, og verslun E. Þorgils- sonar. (287 I----------“-------------------\ Stúlka óskar eftir vist til slátt- ar. Sími 1837. (329 Stúlka óskast. porsteinn por- steinsson, hagstofustjóri, Lauf- ásveg 57 (nýtt hús). (327 Kven- og barnafatnaður er saumaður á Hverfisgötu 86. — Hvergi eins lág saumalaun. (324 Stúlka óskast í vist óákveðinn tíma. Uppl. í síma 1063. (323 Unglingur óskast 14. mai. — Uppl. á Njálsgötu 12. (320 Stúlku vantar atvinnu i húsi eða ráðskonustöðu. Uppl. i sima 821. (318 Þrifin og vönduö stúlka óskast. á barnlaust heimili. Uppl. Lauga- veg 18 A. (299 Stúlka óskast í vist til Hafn- arfjarðar 14. maí. Sími í Hafn- arfirði 36. (310 Stúlka eða unglingur óskast i vor- og sumarvist að Selalæk. Uppl. Hótel ísland, nr. 3, kl. 6y2 —7i/2 síðd. G '!5 Einn vinnumann og nok) a vormenn vantar mig nú þegar. Uppl. gefur Magnús Skaftfjeld. Einar Halldórsson, Kárastöðum. (332 Unglingspiltur óskast á gott sveitaheimili í Húnavatnssýslu. Uppl. gefur Hilmar Stefánsson í Landsbankanum. (292 Stúlku til ínörgunverka vantar nú þegar. Guðrún Hoffmann, Laugaveg 38. (290 Saumakona óskast í 2 daga á Freyjugötu 16. (288 Trésmið vantar til Vestmanna- eyja. Uppl. hjá Guðrn. E. Breið- fjörð, Grettisgötu 54. Sími 1356. (286 Þrifin og hraust stúlka, 12—14 áraf óskast til að gæta barna i sumar. Guðný Kristjánsdóttir, Njálsgötu 22. (300 14—15 ára unglingur óskast í mjög hæga vist. Uppl. Vestur- götu 17. (316 Stúlka óskar eftir verslunar- störfum. A. v. á. (298 Fiskur óskast til verkunar, gott pláss. Uppl. á Framnesveg 25. (314 Stúlka 14—15 ára óskast á fáment heimili. Uppl. pingholts- stræti 24, efst. (312 Stúlka 14—16 ára óskast i vist 14. maí, til Jóns Hjartarsonar, Hafnarstræti 4. (213 Stúlka óskast 14. maí. Geir- þóra Ástráðsdóttir, Lindargötu 1. (278 Stofustúlka óskast nú þegar á Hötel ísland. (239 Stúlka óskast hálfan daginn nú þegar eða 14. maí. Hált kaup. Skólavörðustig 19, miðhæðin. (225 Legsteinar. — ísl. legsteinar smíðaðir, i fjölbreyttu úrvali. — Steinsmíðavei’kstæðið Björg, Laugavcg 51. Sími 764. — Geir Magnússon, legsteinasmiður. — (311 10 ungar varphænur, besta kyn, til sölu, á Laugaveg 59. (326 Vel hvílist sá, sem liggur á legubekk (dívan) úr Húsgagna- versluninni „Áfi'am“, Laugaveg 18. (325 íslenskar útsæðiskartöfl- ui', fást á Rauðai’árstíg 3. (322 Til sölu: Kvenkápa og barna- kcrra, með tækifæi'isverði. A. v. á. (321 Til sölu, litill skápur, þvex’- bakstaska, í góðu standi, og straupanna. A. v. á. (317 Nýtt eikarbuffet til sölu, Njálsgötu 11. (313 Ágætt útsæði til sölu. Uppl. i síma 981. (334 Fyrits-kvenfólk. — Fallegustu, ódýrustu og bestu gólftreyjurn- ar, súmarkápur, i-ykfrakkar og regnkápur fáið þið i Fatabúð- inni. Komið og sannfærist. (331 Bifreið til sölu með tækifæris- verði. Uppl. í Fisksölunni, Hafn- arstræti 9. Sími 1610. (293 Vagn og aktýgi til sölu. 1. Brynjólfsson & Kvaran, Austur- stræti 7. (284 Vegna burtfarar er borðstofu- borð, 4 stólar, tjald, 8 hænsni og nxargt fleira til sölu með tæki- færisverði. Uppl. á Njálsgötu 29, uppi, eftir kl. 7. (308 Ódýr barnavagn til sölu. Uppl. Grundarstíg 5, uppi. (302 Til sölu: Stoppuð betri-stofu húsgögn: Sófi, 4 stólar, 2 hæg- indastólar og mahogniborð (sem nýtt), með sérstökutækifærisverði. Þingholtsstræti 15, steinhúsið. (301 Karlmannsreiðhjól, nýlegt, til sölu. A. v. á. (305 Kaffi- og súkkulaði-stell til söíu með afslætti í nokkra daga. Hjálmar Guömundsson, Pósthús- stræti 11. (303 Litið á hjólhestana í Bergstaða- siræti 2, áður en þið festið kaup annarsstaðar. ■ Varahlutir, dekk og slöngur eru einnig í góðu úrvali. (297 Ýmsa hluti vel smiðaða, úr góðu efni, vilja allir eignast, frá Jóni Sigmundssyni, guilsmið. (429 Rylc- og regnfrakkar ódýrir og góðir. H. Andersen & Sön. — (42& Fersól er ómissandi við blóð- leysi, svefnleysi, þreytu, óstyrk- leik og höfuðverk. Fersól eykur kraft og stai'fsþrek. Eersól gerir líkamann liraustan og fagran. Fæst í Laugavegs Apóteki. (8S Frá Alþýðubrauðgerðinni: — Til minnis. Aðalbúðir: Lauga- veg 61. Sími 835. Brauð, kökur, mjólk, í'jómi. Grettisgötu 2. Sími 1164. — Brauð, kökur, mjólk, rjómi. — Baldursgötu 14. Sími 983. Brauð og kökur. (459 Nýkomin fataefni í stóru úrvali. Föt saumuð íljótt og vel. Föt tek- in til kemiskrar hreinsunar og viðgerðar. Athugið: engin búðar- leiga, og þess vegna lægra eti annarsstaðar. Schram klæðskerir Laugaveg 17 B, bakhús, gengið' gegnum steindyrnar hjá inngang- inurn í skóverslunina Laugaveg 17 A. Sími 286. (87 Nokkura kaupendur að hús- um, nieð lausum íbúðum 14. maí, hefi eg. Gunnar Sigurðs- son. Til viðtals á Hótel ísland, kl. 5—6 síðd. % (336 I LBI0A 1 Sölubúð á góðum stað til leigu. A. v. á. (285 1 FÆÐl 1 Fæði fæst á Óðinsgötu 17 B. (531 FátAQSPIUINTSMIÐJAN. KYNBLENDINGURINN. Gale ansaði engu, og konan læddist út i skuggann, en hann sat enn drykklanga stund og starði í eldinn. — Að vörmu spori kom hún aftur og hélt á verkfæri, sem ,hún lagði í lófa hans. — Það var hnífur í slíðrum, gam- all og slitinn. — „Engir galdrar bíta á blessað stálið,“ sagði hún ró- lega, hvarf aftur í skuggann og settist þar á nækjuf sér. — Gale rendi löngum og beittum hnífnum úr slíðr- um, hélt honum í lófa sér og lét glampann af eldin- utn brotna á skygðu blaðinu. — Hann vo hnífinn í hendi sér, reyndi eggina á nöglinni, og fann að hún var hvöss og bitur. „Hvert barnið gæti hæglega drepið með honum,“ sagði Alluna. — „Báðar eggjamar eru jafn hvassar, og það þarf ekki við hann að koma, til þess að hann sökkvi á kaf. Þess eins þarf að gæta, að höndin sé.styrk — meðan rekið er gegnum fötin — það er alt og sumt. — í iholdið rennur hann eins og honum væri brugðið í vatn.“ Stálið blikaði og glampaði í blossunum frá eldinum, og var því líkast sem vopnið hefði heillað hinn gamla mann. Hann sat lengi þegjandi með hnífinn í höndum sér. Loks tók hann til máls: „Eg hefi verið hælislaus flóttamaður í 15 löhg og samfeld ár. — Sál mín ihefir verið dimm og drungaleg. Þar hefir aldrei til sólar séð.-----Einu sinni hélt eg, að ef eg dræpi þennan tnann, þá dræpi ,eg minningarnar lika, og að þá mundi eg öðlast friðinn, sem eg hefi þráð. — En sú tilhugsun, að vinna þetta verk, skaut mér þó ávalt skelk i bringu. Eg hefi lagt á flótta, en það var ekki til neins. Enginn flýr frá endurminning- unum.-------Eg vissi, að einhvern timá mundi fundum okkár Jiera saman. — Og nú er stundin komin, og enn er eg óviðbúinn. Mig langar til að flýja á nýjan leik, en nú sé eg hvergi hæli, sem i verði flúið.---Eg stend nú þar sem veginn þrýtur, og þar verð eg að láta fyrir berast.“ „Dreptu manninn — dreptu hann!“ sagði Alluna. „Eg hefi ávalt hatað illdeilur, en hann hefir lifað á þeim. — Mig hefir altaf langað til, að fá að deyja heíma í rúminu mínu, en hann hefir verið að drepa menn alla sma ævi. — Mig tekur sárt, að við skýldum ekki geta fengiö að búa hér í friði og fámenni það sem eftir er lífdaganna, en nú flykkist hingað fólk úr öllum áttum. — Eg er í vafa um, hvort ekki væri best og sómasam- legast, að láta alt sitja við það sem verið hefir.“ — — „Dreptu manninn! — Dreptu hann undir eins — þá er réttlætinu fullnægt,“ endurtók Alluna og var mikið niðri fyrir. Hann bandaði frá sér með hendini, stóð upp og virt- ist mjög þreyttur. — „Eg held að eg geti ekki gert það — ekki með köldu blóði að minsta kosti. — Góða nótt, Alluna! — Eg ætla að sofa fyrst og vita hvernig mig dreymir.“ — Hann gekk til herbergis síns, hægt og rólega. Alluna sá, að hann smeygði slíðruðum hnífnum r barrn sér. — IX. kapítuli. Mærin vaknar. í býti daginn eftir kom Thomas, gamli liðþjálfinn, í búð- ina. — Necia var þar fyrir, því að faðir hennar var úti. Alla stund síðan er þau áttu tal um Burrell liðsforingjar hafði þessi gamli maður komið sér á tal við hana, er færi gafst, og þegar hann spurði liana nú frétta af Lee og gullfundi hans, sagði hún honum alt af létta um ferð sína og alt sem við hafði borið. „Sjáið þér til, Thomas — nú er eg námaeigandi," sagði hún að síðustu. „Ef það hefði ekki verið leyndarmál, skyldi eg hafa sagt yður alt, áður en eg lagði af stað,. svo að þér hefðuð getað komið-með og orðið einn a£ þeim fyrstu."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.