Vísir - 21.05.1926, Side 2

Vísir - 21.05.1926, Side 2
VxSIR Höfnm aftur fyrirlfggjanöi: Rngmjöl og Hálfsigtimjöl, irá Áiaborg, og emnfg grófara Hálfsigtimjöi Fiórsykur. Khöfn, 21. maí. FB. Símskeyti Kliöfn, 20. maí. FB. Sorgarathöfn í Varsjá. Símað er frá Varsjá, að áhrifa- mikil sorgaratliöfn liafi verið haldin i sambandi við greftrun Iiinna mörgu, er féllu i bylting- unni. — J>rátt fyrir sigur Pilsud- ski eru Iikur fyrir stjórnarvand- ræðum. Andstæðingar hans hafa meirihluta í þinginu, og er talið víst, að þeir stofni til andróðurs gegn honum. peir hafa skorað á Haller, að hætta við hergönguna til Varsjár og koma þannig i veg fyrir borgarastríð. pingið liefir verið kallað saman þ. 25. þ. in. og verður þá kosinn rikisstjóri. Ný uppreisn í Damaskus. Símað er frá Damaskus, að iunfæddir menn hafi gert úpp- reisn gegn Frokkum. Frakkar hófu skothríð, sem hélst lát- laust í 15 klukkustundir. Hús jöfnuðust við jörðu í hundraða tali. Evrópublöðin birta þessar fregnir undir fyrirsögnum svo sem: ,Nýtt blóðbað í Damaskus* o. s. frv. Frá verkfallinu. Símað er frá London, að járn- brautarlestum hafi fækkað að miklum mun, vegna kolaspar- semi. Menn búast við þvi, að tala hinna atvinnulausu hækki um eina miljón áður en langt líður, i ýmsuin grcinum iðnaðarins, vegna kolaþurðar. Námumenn hafa þegið þessi 200 þús sterl- ingspund frá Moskva, sem áðal- ráð verkamanna hafnaði á dög- um allsherjarverkfallsins. Kváðu námamenn fé Rússa engu lak- ara en annara. „Hood' strigsskö brúna, svarta og hvíta, með hrágúmmí- og gúmmísólum. — fyrir karlmenn, kvenfólk og unglinga, fengum við með „Is- landi“ 14. þ. m. Strigaskór þessir taka áreið- anlega öllum öðrum gúramí- botna-strigaskóm fram, bæði að útliti og gæðum. Kaupið þá! Hvannbergsbræður, Herförin til Varsjár. Símað er frá Varsjá, að Po- sen neiti að viðurkenna nýju stjórnina og lieimtar fyrverandi ríkisstjóra settan í embætti sitt á ný. Miðlunarhoríur versna. — Liðsafnaður i báðum flokkum. Kosningabrellur. Símað er frá Washington, að Senatið hafi samþykt að rann- saka kosningaútgjöld eins fram- bjóðanda til Senatsins, Reed frá Pennsylvaniu. Er sagt að það liafi kostað fimm miljónir doll- ara að koma honum að. Mótmælendur á Ítalíu. Símað er frá Róm, að stjórn- in banni framhaldsskóla mót- mælenda. Gagga Lund hin danska söngkona, sem áður hefir verið getið um hér í blað- inu, syngur í kvöld í Nýja Bió. Má nærri geta, að marga fýsi að heyra til hennar, eklci livað síst meðferð hennar á íslensku söngvunum; en íslensku talar hún ágætlega, enda er hún hor- in og barnfædd hér i Reykjavik. Auk þess eru á söngskránni lög eftir Schubert og Brahms, Sula- mith-söngvarnir eftir Lange- Múller o. fl. Dönsk hlaðaummæli um fyrstu söngskemtun hennar þar i vetur, eru öll á einn veg, að hún hafi bæði kunnáttu, söng- ment og tónfylli til að beiá, og sé ein af þeim söngkonum, sem mikils megi vænta af. DUGLEG STÚLKA óskast strax á Hótel Heklu. Hátt kaup. og m. annað fl. úr silki, er fjöl- breyttast og best, enn þó ódýrast í yerslun Beo. S. PórðrinssflBir. íslendingap kveða upp dauðadóm yfir íslenskri list. —x— At> andmæla áfellisdótni er illa þokkað verk og vandasamt, ekki síst þegfar sá, sem undir ámæli liggur, á sér fáa formælendur, — en svo má að orði kveða um is- lenska list og listamenn. Eg tek ekki upp skjöldinn fyrir þetta olnbogabam tilverunriar af vandlætingasemi eða þrætugimi, heldur sakir þess, að nú á þessum io mánuðum, sem eg hefi dvalist hér heima, hefir verið þrí-vegið í þann knérunn, og það all-frek- lega, án þess að fram hafi komið nokkur andmæli. I Vísi 8. mai þ. á. er grein eftir A. J. (Alexander Jóhannesson ?) um þýskan prófessor Wedepohl að nafni. Þar kemst A. J. svo að orði: „Óhætt er að fullyrða. að enginn ísienskur listamaður eigi þau tök á andlitsmyndum sem próf. Wede- pohl.“ Þannig löguð orð gætu staðist sern auglýsing, ef verið væri að tala um liaframjölsgraut eöa fóöurbæti — en þau geta ekki staðist sem lista-ádeila. Enda þótt það sé sannfæring A. J., að eng- inn Islendingur hafi málað jafn góðar andlitsmyndir og nefndur prófessor, þá veit hann ekki hverju ísl. listamenn „eiga tök á“ — yfirleitt. Eg veit ekki hvað A. J. hefir séð rnargar af þeim iaoo andlitsmyndum, sem hann segir að prófessorinn hafi málað, en hitt er víst, að til þess að kveða upp slík- an dóm, veröur hann að hafa séð alt öðruvísi myndir en sýndar voru í skemmuglugga Haralds Árnasonar um það leyti, því að eftir þeim að dæma, myndi eg ekki álíta próf. Wedepohl mjög mikinn listamann — síður en svo — enda þótt prófessorinn hafi, að sögn A. J., tekið sér til fyrirmynd- ar þá Dúcker og Fr. Preller „er- málaði einkum sjávarmyndir Iíkt og Wereschagen, Rússinn, sem varð frægur fyrir orustumyndir sínar“ (undarleg röksemdafærsla hjá A. J.) og að hann — pró- fessorinn — hafi orðið fyrir áhrif- um frá Menzel og Böcklin, og þar að auki verið samtímis Max Klinger og Fr. von Stuck. Eg verö að játa, að eg sá litið af þeim and- lega skyldleika, sem A. J. vill láta próf. Wedepohl hafa með þessum mjög svo ólíku listamönnum. Að minsta kosti hefði maður, sem settur er í svo góðan félagsskap, og þar að auki fær titilinn: „einn af Jiektustu andlitsmálurum Þýskalands“, átt að geta sýnt hetri myndir en raun varð á. Eg segi þetta af því, að eg þekki og virði þýsíca list, og álít það skaðsam- legt, að fólk hér hafi þessar mynd- ir, sem sýndar voru, sem mæli- kvarða á íslenska list — vaðandi í þeirri villu A. J„ að þetta séu fullgild þýsk listaverk. Fáir munu ætla, að prófessorinn láti sér sæma.að sýna hér lélegustu mynd- ii sinar. — Það er leiðinlegt, að þurfa aö fara í manngreinarálit. — í lofgjörð sinni hrósar A. J. próf. Wedepohl fyrir það, að hann beri af íslenskum listmálurum í því, að mála andlitsmyndir, og kveður þar með upp dóm, sem eg verð að álíta óréttlátan og — eftir því sem eg hefi séð af myndum próf. Wedepohls — aigerlega rangan. Með grein þessari gefur A. J. óbeinlínis rangar hugmynd- ir um þýska list, og hefi eg því, um leið og eg svara A. J„ orðið að deila á þennan gest vorn all- þunglega. Annað atriðið í þessu máli er danska sýningin, sem haldin var hér í barnaskólanum s. 1. sumar. Það var hægðarleikur fyrir hvern þann mann, sem þekti danska list, að sjá, að þar var ekki úrval danskrar nútíðarlistar saman kom- ið, þó að maður hlyti að viður- kenna, að þar væri nokkur góð listaverk. Ef hinn duglegi sýn- ingarstjóri — hr. Struckmann — hefði ekki raðað listaverkunum svo snildarlega, sem raun var á, þá hefði maður ekki getað varist Jæirri hugsun, að þetta væri held- ur léleg „Provins-sýning“, og tæp- lega trúi eg því, að danskir lista- menn hefðu sent myndir þessar til Parísar eða annara stórborga. Það er þama sem skórinn kreppir. Sökum smæðar okkar og af eintómu þakklæti að einhver vilji þó líta við okkur, tökum við það setn boðlegt — og jafnvel ágætt — sem aðrar þjóðir myndu varla líta við, síst til fyrirmyndar, eða til að hæla því á kostnað sinna eigin listamanna. Það er eitt aðal- skilyrði þess að listir þróist, að fólk alment kunni að meta eigin- leika og eilíft lögmál sannrar list- ar og til þess eru vitanlega úrvals- sýningar erlendra listaverka nijög heppilegar, en samtínings-sýningar með sknuni og lofræðum stór- hættulegar. Þá kem eg að þriðja atriðinu. Þar var það próf. Guðmundur Hannesson sem „hneykslinu olli“. I ræðu, sem-hann hélt fyrir nokk- uru á umræðufundi um þúsund ára liátiðina 1930 komst hann að þeirri óskemtilegu niðurstöðu, að ekki van-i treystandi á að láta ís- lenska listamenn gera minnis- merki fyrir 1000 ára afmæli Al- þingis, vegna þess, að enginn þeirra gæti málað, mótað né teiknað mannslíkama skammlaust! Það er hægðarleikur að kasta fram slíkum sleggjudómi, en að einn af okkar kunnustu menta- mönnum skuli segja slíka lok- leysu, er mjög sorglegt. Maður getur eigi heimtað, að G. Hannes- son sem læknir hafi vit á list (eða því hvað telja beri rétt í list), en enginn vænir prófessorinn þess, að hann þekki ekki líkamsfræði. Líkamsfræði og list er tvent ólíkt, eins og kennari minn í líkamsfræði (Plastischer Anatomie) prófessor Molier svo þráfaldlega tók fram í fyrirlestrum sínum með þeim orðum að enginn gerði sér hug- myndir um hvað líkamsfræðingur á erfitt með að dæma um og njóta myndlistar, af því, að hann sér ávalt hin líkamsfræðilegu mistök fyrst. Ef próf. G. H. meinar með áminstum orðum aö enginn ís- íendingur sé svo vel að sér, að hann geti gert mannsmynd líkams- fræðilega rétt, þá svara eg því til, aö það er sitt hvað, hvort lista- maður getur unnið líkamsfræði- lega rétt, eða hvort hann vill gera það. Það má sanna, að mörg af bestu listaverkum heimsins eru alt annað en likamsfræðilega rétt, og' hvar vill prófessorinn skipa list Forn-Egipta? Ef próf. G. H. lief- ir hugsað sér einhvem fyrirmynd- arlíkama, eða heimtar áður viður- lcend „Ideöl“, þá er honum vel- komið að hafasinn „prívat-smekk“ í þeim efnum (eins og í því, a'ð álita að Ingólfsstræti með Esjuna í baksýn sé „hnynd þess, hvernig- gata á ekki að enda“). Það má með sanni segja, að myndlist okkar Islendinga sé í hernsku, en einmitt þess vegna er það nauðsynlegt, að hún sé látin njóta sannmælis og aðhlynningar, og tel eg það sjálfsagt, að við lista- menn könnumst við vanmátt okk- ar, og eins það, að við stöndumst ckki samariburð við ýmsar aðrar þjóðir, sem eiga 1000 ára listasögu að baki sér, og fjölda af listarit- um til að styðjast við. En ab við veitum yfir okkur flóði af miðl- ungslist með því að hæla öllu, sem aðflutt er vegna þess, að það beri að skoða sem náðargjöf sem okk- ar „stóru bræður“ miðli okkur aumum á hala veraldar, það gæti orðið okkar ungu list dauðadóm- ur — feldur af okkur sjálfum. Einungis með því að fá úrvals- list öndvegisþjóðanna hingað til samanburðar, og með því að gera tilraun með að sýna erlendis þaö besta sem við eigum af list, getur ákveðið hina listrænu afstöðu okk- ar í framtíðinni, og haldið við og glætt þann vísi, sem nú er til. Eins er það og eigi síður nauðsynlegt, að þeir sem skrifa og tala um list opinlærlega, vandi sem best tM orða sinna og hugsana. Guðmundur Einarssoo frá Miðdal. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 6 st„ Vest- mannaeyjum 5, ísafirði 5, Akur- eyri 6, Seyðisfirði 6, Grindavík 6. Stykkishólmi 6, Grímsstöðum 3, Raufarhöfn 6, (engin skeyti úr Hornafirði), Þórshöfn í Færeyj- Nýkomið fyrir konur, karla og börn: Regnfrakkar og Regnkópur í margar ágætar teg. Regobattar allar steerðir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.