Vísir - 04.06.1926, Blaðsíða 2
VtSIR
Rauður Kandís
nýkomino.
Símskeyti
Khöfn 3. júní. FB.
Stjórnarskifti í Svíþjóð.
Símað er frá Stokkholmi, aö
•stjómin hafi fallið, vegna þess að
1iún veitti styrk til atvinnulausra
nianna, sem höfðu hafna'ð tilboði
um vinnu í Stripa-verksmiSjunum.
Þar hefir veriö verkfall í heilt
ár(?) og kommúnistar átt mestan
■hlut að. — ERman bankastjóri
gerir tilraun til stjórnarmyndunar.
Khöfn 4. júní. FB.
Frá breska þinginu.
Símað er frá London, aö þingiö
hafi samþykt aö framlengja ráíf-
stafanir . vegna neyðarástands í
iandinu. /
Flugvélar handa her Bandaríkja-
manna.
Símað er frá Washington, að
öidungadeild þingsins hafi sam-
þykt fjárveitingu til þess að bygð-
ar verði 1800 flugvélar handa
hernum á næstu 5 árum.
Likhús. — Grafreitur.
1.
í3ar eh safnaðarfundi i dóm-
kirkjunni á sunnudaginn kemur
(kl. 5) er ætlað, meðal annars, áö
ræ‘8a um og leggja úrskurö á
hvort reist verði kapella í kirkju-
jgaröi bæjarins á þessu ári eöa
ekki, tel eg mér skylt aS skýra
bæjarbúum dálítrö frá ýmsum
Jiliðum þess máls, ,svo aS fundar-
menn verSi búnir aö hugsa máliö
betur, áöur en á fund er komið.
Fyrst er þá saga málsins.
Á aðalsafnaðarfundi dómkirkju-
safnaðarins í fyrra vor var svo-
hljóðandi tillaga samþykt með
201 atkv. gegn 2:
„Safnaðarfundurinn felur sókn-
arnefndinni, í samráði við safnað-
arstjórn fríkirkjusafnaðarins, að
reisa kapellu i kirkjugarðinum,svo
fljótt sem unt er, og veitir nefnd-
inni heimild til að taka nauðsyn-
leg lári í því skyni."
Fríkirkjusöfnuðurinn hafði sam-
(>ykt svipaða tillögu nokkuru áð-
ur.
Á sameiginlegum fundi safnað-
arstjómanna 19. júní í fyrra var
samþykt* að fresta húsbygging-
unni árlangt, bæði til þess að
kirkjugarðslánið minkaði meira
áður en nýtt lán væri tekið, og
eins til þess að fá alveg úr því
skorið, hvernig kostnaðinum
skyldi jafnað á bæjarbúa. Um það
atriði var hvergi talað beinlínis í
íilenskum lögum; bjuggust flestir
raunar við, að líkhús eða kapella
mættu teljast nauðsynleg mann-
virki í kirkjugarði, þar sem söfn-
uður hefði samþykt að reisa kap-
ellu, og því mætti jafna „líkhús-
gjaldi“ „á nef hvert“, alveg eins
og kirkjugarðsgjaldi, en þó voru
stöku raddir, er töldu það vafa-
samt.
Safnaðarstjórmrnar fór,u svo
fram á það við þingmenn Reykja-
vikur, að flytja frumvarp um lík-
hús í þá átt, að undirbúningi, um-
sjón og kostnaði þeirra vegna
skyldi eins háttað og þegar söfn-
uðir girða grafreiti sína. Fékk þa&
góðar undirtektir, og var samþykt
á Alþingi í vetur, þó með þeirri
breytingu, að helming kostnaðar
skyldi jafnað niður eftir efnum og
ástæðum, en hinn helmingur vera
nefskattur, eins og áður var um
kirkj ugarðsgjald.
Býst eg við að flSstum þykj það
sanngjarnt.
Lögin mœla svo fyrir um bygg-
ingu kirkjugarða, ,og nú um lík-
hús, að sé safnaðarfundur þjóö-
kirkjusafnaðar ekki lögmætur, —
og það hefir hann aldrei verið í
voru fjölmenni, —■ að þá verði
tveir safnaðarfundir að samþykkja
málið, svo að undirbúningur sé
lögmætur. Fyrir því verður málið
tekið fyrir affur á safnaðarfundi
á sunnudaginn. Verði þar samþykt
að reisa líkhúsið, er ekki annað
fyrir hendi en að framkvæma
verkið, og sóknarnefndarinnar að
sjá um það.
En þar sem líkur eru til að
ýmsar nýjar mótbárur komi þar
til athugunar, tel eg rétt að minna
á þær og málið í heild sinni í
næsta kafla.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 10 st., Vest-
mannaeyjum 8, Isafirði 6, Akur-
eyri 8, Seyðisfirði 5, Grindavík 10,
Stykkishólmi 8, Grímsstöðum 5,
Raufarhöfn 4, Hólum í Hornafirði
8. Þórshöfn í Færeyjum 9, Ang-
magsalik 2, Blaavandshuk 13, Ut-
sire 12, Tynemouth 9, Leirvík 11
st., (ekkert skeyti frá Jai\ May-
en). Mestur hiti í Rvík síðan kl. 8
í gærmorgun 13 st., minstur 8 st.
— Loftvægislægð fyrir sunnan
land. — Horfur: I dag: Aust-
an átt, allhvöss við suðausturland.
Úrkomulaust á suðurhluta Vestur-
lands. Úrkoma víða annars stað-
ar. í n ó 11: Austan og landnorð-
an átt.
Próf í forspjallsvísindum
stóðu 1.—3. þ. m. í háskólanum
og Iuku þessir prófi:
Arngrímur Bjömsson i. eink.
Arnljótur Jónsson 1. eink.
Ámi Guömundsson 2. eink.
Bergsveinn ólafsson 1. eink.
Björn L. Jónsson 1, ág. eink.
Einar Guðnason 1. eink.
Elín Hlíðdal 2. eink.
% Gerður Bjamhéðinssön 1. eink.
Guðm. B. Ólafs 2. eink.
Guðm. K. Pétursson 1. ág. eink.
Gunnar Þorsteinsson 1. ág. eink.
Gunnl. Br. Einarsson 2. eink.
Iiákon Guðmundsson 2. eink.
Haraldur Sigurðsson 1. eink.
Hjálmar Vilhjálmss. 1. ág. eink.
Jóhanna Guðmundsd. 1. ág. eink
Jónatan Hallvarðsson 1. eink.
Kjartan Jóhannsson 2. eink.
Kristján Grímsson 2. eink.
María'Hallgrímsd. 2. eink.
Pétur Benediktsson 1. eink.
Pétur Hafstein 1. eink.
Sæbjörn Magnússon 1. ág. eink.
Torfi Jóhannsson 1. eink.
Úlfur M. Jónsson I. eink.
Valgeir Hflgason 1. eink.
Þorvaldur Blöndal 1. eink.
Á hljómleikum
þýsku sveitarinnar á morgun
verður leikin 7. symfonía Beet-
hovens. Þótti mjög mikið til henn-
ar koma á hljómleikunum í Osló
og Bergen. Auk þess verður leik-
inn forleikurinn að „Coriolan" sem
sérstaklega þótti mikiö til koma á
1. hljómleikuin sveitarinnar hér.
Eru það tónar fullir ásökunar, ör-
væntingar og sorgar í samræmi
við sjónleikinn eftii® Collin. — Að-
sóknin að hljómleikum sveitarinn-
ar er mjög mikil að vonum, og er
fólki ráðlagt að afla sér aðgöngu-
niiða í tæka tíö. Verður sennilega
langt þess að bíða, að slíkir hljóm-
leikar verði haldnir hér öðru sinni.
Henry Erichsen
harmonikusnillingur, hélt aðra
hljómleika sína í gær fyrir troð-
fullu húsi í Nýja Bíó. Var hon-
um, eins og fyrra kveldið, fagnað
ineð dynjandi lófaklappi. Næstu
hljómleikar hans eru á morgun,
laugardag, (sjá .augl. hér í blað-
inu). Svo mikii eftirspurn er eftir
aðgöngumiðunum, að þeir voru
langt til uppseldir þegar í gær.
Hugnæm bók.
Bók'Ólafíu Jóhannsdóttur („Frá
myrkri Til ljóss“) er mjög hug-
næm, einnig fyrir útlending svo
sem undirritaðan. Hún sýnir oss
hvað islensk stúlka getur fram-
kvæint fyrir gott 'málefni og í
þjónustu guðsríkis hér á jöröu. —
Bók hennar er mjög hugnæm frá
tvennu sjónarmiði’: Hún lýsir fyr-
ir oss sálarlegum þroska frá barn-
æskudögum fram á þroska-ár.
Einnig fær maður að sjá fegurö
hinnar íslensku náttúru og heyra
menn og konur tala frá mörgum
löndum, því að Ólafía ferðaðist til
margra landa. En bók hennar er
sérstaklega aðlaðandi vegna Jiess,
að hún lýsir fyrir oss, hvemig
Ólafia sigraðist á öllum efasemd-
um og komst til síns andlega lífs.
Þaö sem hún segir í þeim kafla,
um sína persónulegu reynslu, get-
ur vissulega orðið til hjálpar fyrir
leitandi sálir. Og svo ber bók
hennar þessa talandi yfirskrift:
„Frá myrkri til ljóss“. — Vér vilj-
um að voru leyti hið innilegasta
mæla með henni.
Vestm.eyjum í maí 1926.
Nils Ramselius
pastor.
Kenslubók i ensku HI.
(English reading made easy)
Spark Plugs
Tha Standard Qnality
Plnga of tho WorU
bifreidakerti ern vlðnrkend að
vera þau laog-bestn.
General Motors nota ein-
göngn A C á allar sinar biírelðategnnðlr.
Eínkasttlur:
Jóh Oiaísson & Co. Beykjavik.
eftir W. A. Craige prófessor, í ís-
lenskri Jiýðing eftir Snæbjörn
Jónsson, er nýkomin út, og er
„lesbók handa byrjendum“. Hún
er um 90 blaðsíður og fyrst og
fremst ætluð þeim, sem lesið hafa
tvö fyrri hefti þessa kenslubóka-
flokks, þó að aðrir byrjendur geti
haft hennar not, með J>ví að skýr-
ingar hljóðtáknanna eru teknar
upp áftast í bókinni.
ólafur Þorsteinsson,
læknir, fór ekki til útlanda á
Lyru í gær, eins og ráðgert var.
Prentsmiðjusími Vísis.
Athygli skal vakin á því, að
prentsmiðjusími Vísis, nr. 1578, er
að eins opinn fyrra hluta dags,
fram til kl. 1 y2, en ]>eir, sem erindi
eiga við blaðið eftir þann tíma,
eru beðnir að hringja í síma nr.
400. — Auglýsingahandritum eru
menn beðnir að koma í síðasta lagi
fyrir kl. 10 á morgnana eins og
áður.
Konungskoman.
Bæjarstjórn samþykti á fundi í
gær aö fela borgarstjóra og for-
setum að gangast fyrir móttöku
konungshj ónanna.
Þýska hljómsveitin.
,Á fundi bæjarstjórnar i gær var
samjiykt að bjóða J>ýsku hljóm-
sveitinni í skemtiferð (að Sogi og
ölfusárbrú?).
Bíó-leyfin.
Bæjarstjórn sam]>ykti í gær aö
fresta að taka ákvörðun um hvort
leyfa skuli fleiri kvikmyndahús i
bænum.
Af veiðum
hafa þessi skip komið í gær-
kveldi og nótt: Menja, Njörður,
Þórólfur, Gulltoppur og Gyllir.
Botnía
kom til Kaupmannahafnar í
morgun.
Gullfos8
er kominn til Leitli. Má, safnkv.
ásetlun, fara þaðan eftir kl. 12 í
nótt.
Suðurland
fór til Borgamess i morgun með
margt farþtga.
Gjöf
til Eyrarbakkakirkju, af'lient
Vísi, 5, kr. frá E. J.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 50 (fimtíu) kr. frá
ónefndum, 10 kr. frá M. V., 9 kr.
frá V. P., 5 kr. frá stúllcu, 2 kr.
frá ónefndum. f
Hljóðfærahúsið
biður þess getið, að uinbeðnir
aðgöngumiðar að hljómleik Henry
Erichsens á laugardaginn, sem
ekki eru sóttir fyrir kl. 12 á laug-
ardag, verði þá seldir öðrum.
Gengi erlendrar myntar.
Sterlingspund ......... kr. 22.15
100 kr. danskar........— 120.25
100 —• sænskar ..........— 122.05
100 — norskar ......... — 100.05
Dollar ...............'. — 4.57
100 frankar franskir .. —• 14.91
100 —■ belgiskir —• 14.79-
100 ’ —• svissn. ... — 88.50
100 lírur ....,.....\. —• 17.80
100 pesetar ............ — 68.84
iöo gyllini............. — 183.62
iOO*mörk J>ýsk (gull). — 108.53
Dánapfpegn.
Þeir, sem kunnugir voru á
Sauðárkróki síðasta áratug aldar-
innar sem leið og fram yfir alda-
mótin, munu minnast járnsmiðs
eins, sem þar dvaldist um þær
mundir. ,—• Hann hét Jósef Frið-
riksson Schram. — Hann var
Vatnsdælingur að kyni, sonar-son-
ur Friðriks Schram, bónda að
Kornsá, J>ess er þar bjó lengi
rausnar-búi, en stóð upp af jörð-
inni fyrir Lárusi Blöndal, sýslu-
manni, laust fyrir 1880, er hann
fluttist í Vatnsdalinn frá Stóru-
borg. —1 Ekki er mér kunnugt
móðemi Jósefs Schram, en boriö
mun hann hafa nafn Jósefs Blön-
dals, sonar Bjamar sýslumanns í
Hvammi Auðunssonar. J. BI. var
verslunarstjóri i Grafarósi og dó
ungur (1880). Hann var faðir
þeirra Kristjáns Blöndals, kaup-
manns á Sauðárkróki og Ole
Peters, póstritara í Reykjavík.
Jósef Schram fluttist til Vestur -
heima sumarið 1903 og dvaidist
/