Vísir - 08.06.1926, Blaðsíða 2
VlSIH
I)) Mhtmhm * Ol
Rauður Kaudís
nýkomÍDD.
Eftirtaldar tegundir af farþegabifreiðum frá
GENEBAL MOTORS
getum við útvegað með ca. 3ja vikna fyrirvara:
CADILLAC 11 mism. gerðir
BUICK 20 — —
OAKLAND 4 — —
OLDSMOBILE 3 — —
CHEVROLET 4 — —
Aöalnmboðsmenn á íslandl:
Jóham Ólaísson & Co.
Reykjavík.
Símskeyti
—o—
Khöfn 7. júní. FB.
Franska þingið samþykkir
Locarno-samninginn.
Símað er frá París, að senatið
hafi samþykt Locarno-samning-
inn.
Frá Pólverjum.
Símað er frá Varsjá, aö ríkis-
forsetinn hafi unniö eiö aö stjórn-
arskránni. Stjórnjn hefir sagt af
sér. Hernaöarástand í Posen út af
fyrirhugaöri uppreisn þýskra
þjóöernissinna.
Lloyd George kveðst ekki láta
flæma sig úr frjálslynda flokknum.
Símaö er frá London, aö Lloyd
George hafi haldiö ræðu í Man-
chester og sagt í henni m. a., að
hann léti ekki flæma sig úr flokkn-
um, og að hann yrði að líta svo
á, að meiri hluti flokksins í neðri
málstofunni muni styðja sig áfram
sem flokksforingja.
Khöfn 8. júní. FB.
GuUforði Frakklandsbanka.
Símað er frá París, aö stjómin
hafi gert nýja, árangurslausa til-
raun til þess aö fá umráö yfir gull-
foröa Frakklandsbanka, til stööv-
unar fallsins á frankanum.
Samningar Breta og Tyrkja
um Mosul.
Símað er frá London, að Mosul-
samningur Tyrklands og Englands
hafi verið undirskrifaður. Blöðin
lýsa ánægju sinni, að öryggi íraks
hefir verið trygt.
Blfreidastöð mín hefir fengíð
nýja Bnickbifreið.
Hagkvæmar ferðlr að:
Svignaskarði, — Norðtungu,
HraunsneH og Haukatungu.
(i
Allir vilja ferðaat
með besta bilnum I
Jónas Kristjánsson,
Borgarnesi.
Sími 25. Simi 25.
Landkjöpið.
—o—
11.
E-listinn er borinn frarn af
sjálfstæðisflokknum á Alþingi og
félagi frjálslyndra manna í Reykja-
vík.
Fyrrnefndi aðilinn á mikla for-
tið að baki sér, svo að vel má
spyrja, hvað hann hafi gert. En
það er svo alkunnugt, hvað sjálf-
stæðisflokkurinn hefir gert, að í
rauninni er óþarft að svara þeirri
spurningu. Það vita allir, að það
er fyrst og fremst verk sjálfstæð-
isflokksins, að ísland er orðið við-
urkent fullvalda ríki. Virðist þeg-
ar af þeirri ástæðu, að óhætt ætti
aö vera að styðja til kosninga þann
landskjörslistann, sem fram er
borinn af þeim flokki.
Þeir menn, sem lengst af börð-
ust á móti sjálfstæðisflokknum,
meðan verið var að fá sjálfstæði
.landsins viðurkent, eða létu sig þá
baráttu litlu skifta, segja, að það
niál sé að minsta kosti nú til lykta
leitt; þeir viðurkenna þó, að sjálf-
stæðisflokkurinn hafi unnið mikið
og gott verk ; hann hafi leyst hlut-
verk sitt af hendi með mikilli
prýði.en nú séu allir flokkarorðnir
hluttakandi í sigri hans og honum
sammála um, að ísland eigi að
vera sjálfstætt, og þurfi því ekki
að 'halda lengur uppi flokkaskift-
ing á þeim grundvelli.
En sjálfstæðisflokkurinn veröur
þá að leggja það undir úrskurð
þjóðarinnar, hvort hann, þegar á
j>að er litið, hvað hann hefir gert,
muni ekki eins líklegur og aðrir
flokkar, til j>ess að ráða heuni heilt
i stjórnmálum framtíðarinnar, eöa
hvort svo beri að líta á, að hver sá
stjórnmálaflokkur eða stjórnmála-
maður, sem eitt sinn hafi leyst eitt-
hvert afrek af hendi í þarfir þjóö-
arinnar, hafi með því unnið sér
til óhelgi, og þeim einum megi
treysta, sem aldrei hafa gert ann-
að sér til ágætis, en að eigna sér-
annara afrek.
En rétt er að sjálfsögðu einnig
að lita fram. i tímann. Sjálfstæðis-
nienn á Alj>ingi hafa líka beitt sér
fyrir samtökum um }>að, að stofna
nýjan, frjálslyndan flokk í land-
inu. Fyrsti vísir þess flokks er fé-
lag frjálslyndra manna í Reykja-
vík, sem einnig stendur að E-líst-
anum. í ]>essum frjálslynda flokki
á sjálfstæðisflokkurinn að endur-
fæðast, enda er fyrsta stefnuskrár-
avriði flokksins að vernda og full-
komna sjálfstæði þjóðarinnar, en
að öðru leyti er stefnuskrá hans
í anda frjálslyndra manna í öílum
löndum, og sérstaklega stíluð gegn
hagsmuna-reiptogi stjettaflokk-
anna, sem fyrir eru í landinu. Hið
sanna frjálslyndi í stjórnmálum er
J>að, að virða al]>jóðarheill um
fram stéttar- eða einstaklings'hags-
muni. Þjóðin hlýtur að sannfær-
ast um það, aö sú stjómmálastefna
sé heillavænlegri en hinn illgirnis-
legi; hagsmunareipdráttur, sem
háöur hefir veriö hér á landi und-
anfarin ár, af hinum flokkunum.
Landsmenn eru áreiöanlega farn-
ir að þreytast á þeim aögangi, enda
hefir stofnun bins frjálslynda
flokks veriö tekið með fögnuði af
mörgum hinum mætustu mönnum
víðsvegar um landiö. En sérstak-
lega er hin unga kynslóð eindregiö
fylgjandi hugsjónum frjálslyndis-
ins. Frjálslyndi flokkurinn er j>ví
áreiðanlega sá flokkur, sem fram-
tíðina-á. Hinir flokkarnir eru á-
reiðanlegá á veginum til grafar —-
og alt af aö tapa. En j>að, sem
þeir tapa, vinnur frjálslyndi flokk-
urinn.
Þvi er haldiö fram í blöðutn
hinna flokkanna, að E-listinn eigi
engan rétt á sér, af J>ví að hann
elgi engan stjórnmálaflokk að baki
sér, og hann kömi því heldur ekki
ti) greina viö kosninguna. „Tím-
inn“ segir, að sjálfstæöisflokkur-
inn sé ekki til lengur, hinir gömlu
og góöu sjálfstæðismenn séu nú
dreifðir í alla flokka, en sé þaö
ætlun E-lista-manná, að stofna
„einskonar“ frjálslyndan flokk, J>á
sé ekki vel úr garði riðiö, því að
meðal stuðningsmanna listans séu
„margir gallharðir íhaldsmenn".
Blaöiö mun hinsvegar ekki treysta
sér til að neita því, að Sigurður
Eggerz sé frjálslyndur maöur. En
aí hverju er ]>aö þá „ekki vel úr
garði riðið", af mönnum, sem ætla
að stofna frjálslyndan flokk, að
styðja hann til kosninga? „Vísi“
er ekki kunnugt um það, hvort
ineðal meðmælenda E-listans
kunna að vera einh.verjir „íhalds-
menn“. Það eru þó líþlega aðeins
menn, sem ekki vilja fylgja íhalds-
flokknum lengur, og geta þá vænt-
anlega heldur ekki talist íhalds-
inenn. En ef „margir gallharðir
íhaldsmenn" aðrir styðja listann,
Jxí er auðsætt, að honum muni
vegna því betur i kosningunum;
ekki síst vegna ]>ess, að alveg eins
iná gera ráð fyrir því, að ýms-
ir „gallharðir" framsóknarmenn
muni styðja hann líka, af því að
vitanlegt er, að óánægjan innan
þess flokks er engu trlinni en Inn-
ar íhaldsflokksins.
E-listinn á þannig ekki aðeins
fullkomlega rétt á sér, heldur á
hann mestan rétt á sér allra J>eirra
lista, sem kosið verður um að
þessu sinni. Til }>ess liggja rökin
bæði í fortíðinni, í sögu og starfi
sjálfstæðisflokksins, og í framtíð-
inni, í vaxandi gengi hinnar frjáls-
lyndu stefnu í landinu, sem m. a.
lýsir sér í riðlun hinna flokkanna
og í eindregnu fylgi ungu kyn-
slóðarinnar, sem á framtíðina.
Við og við ern nýir menn ab
sækja uin leyfi til aö setja upp
kvikmyndahús', sem reyndar ekki
er svo undarlegt, því að Reykjavík
getur hæglega borið eitt kvik-
myndahús enn.
En vamtanlega verður ekki íar-
ið að veita fleirí leyfi, heldur öll
áherslan lögð á að koma upp hinu
lengi ]>ráða þjóðleikhúsi, og ]>að
sem fyrst. Því að það er ljóst, að
leikhúsið verður að lifa á kvik-
myndum að einhverju leyti. Það
er ekkí til neins að láta sig
dreyma um ]>jóðleikhús í venju-
legum skilningi, með launuðum
leikurum og árlegan tekjuhalla
upp á marga tugi ef ekki hundruö
]>úsunda króna. Það sem nú er um
að ræða, er fyrst og fremst ekk-
crt annað en það, að koma upp
húsinu og hafa sig undan þeirri
skömm, að ekkert leiksvið sé til
á landinu, sem það nafn verð-
skuldi.
Nú verður ekki annaö séð, en
að þeir kraftar séu einmitt fyrir
hendi, sem þarf til þess að koma‘
upp leikhúsi, fyrst og fremst hinn
árlegi skemtanaskattur og þar
næst fyrir fram trygð tekjugrein
af kvikmyndasýningum. Það ætti
að sýnast svo, sem ekki ætti að
vera vandi að fá fé til að koma
húsinu upp, svo að hægt yrði að
byrja á byggingunni strax á næsta
ári.
Þótt líklega megi treysta þeim,
sem nú fara með völd ríkis og
hæjar, til að spilla ekki málinu ]>ó
að framikvæmdin dragist á lang-
inn, þá er engan veginn víst, að
öðrum megi treysta. Við vitum
öll, að svo gæti farið, að byrja
þyrfti alveg á nýjan leik til að út-
vega skilyrði til leikhúsbygging-
ar. Þess hafa t. d. sést glögg merki
i þinginu. — A meðan ekki er al-
varlega hafist handa til fram-
kvæmda, er málið í hættu statt.
H.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 12 st., Vest-
mannaeyjum 8, ísafirði 8, Akur-
eyri 12, Seyðisfirði 10, Grindavík
9, Stykkishólmi 9, Grímsstöðum 9,
Raufarhöfn 6, (engin skeyti frá
Hólum í Homafirði), Angmag-
salik 7, Þórshöfn í Færeyjum 9,
(engin skeyti frá Khöfn), Utsire
17, Tynemouth 13, Leirvík 12,
Jan Mayen 4. — Mestur hiti í
Reykjavík síðan kl. 8 í gærmorg-
un 13 st., minstur 8 st. Úrkoma
mm. 4.2. —■ Loftvægislægð fyrir
sunnan land. — Horfur: 1 dag:
Austan átt, hæg á Norðurlandi og
Vesturlandi. Skúrir og þoka víða
á Suðurlandi og Austurlandi. —
í nótt: Austan og landnoröan.
Úrkoma og þoka á Suðurlandi og
Austurlandi.
Bækur Þjóðvinafélagsins
um árið 1927 eru nýkonmar út:
Andvari, Almanak og Svefn og
draumar eftir frú Björgu Þorláks-
dóttur, og er það fjórða bókin,
sem út kemur af Bókasafni Þjóð-
vináfélagsins. í Andvara er mynd
og ævisaga Jóns Jenssonar, yfir-
dómara, eftir Sigurð Þórðarson.
fyrv. sýslumann, erindi eftir Ðr.
Guðmund Finnbogason, er heitir
1930, um skólafyrirkomulag í
nokkrum löndum eftir Jón ófeigs-
son, Islendingar mældir, eftif
Guðm., Hannesson, Ferð til Vatna-
jökuls og Hofsjökuls sumarið
1925, eftir de Fontenay, sendiherra
Dana. — I Almanakinu eru greim
ir um Henry Ford, Leverhulme
lávarð, F. v. Bodelschwingh og
frú Cognacq.
Hljómsveitinni þýsku
var boöið til Þingvalla í dag,' og
stendur móttökun. fyrir þvi. Hafa
ýmsir lánað bifreiðir ókeypis til
fararinnar. — Hljómsveitin leikur
í kveld eins og auglýst hefir verið.
Safnaðarfundur
dóinkirkjusafnaðarins samþykti
síðastl. sunnudag að láta reisa lík-
hús í kirkjugarðinum. 1 safnaðar-
nefnd voru kosnir : S. Á. Gíslason
(endurk.) og Matth. Þórðarson
fomminjavörður, í stað Guðm.
Bjamasonar, klæðskerameistara,
sem skoraðist undan endurkosn-
ingu. Kn. Zimsen, borgarstjóri var
endurkosinn safnaðarfulltrúi. —■
Síra Friðrik Hallgrímsson flutti
erindi um helgidagalöggjöfina.