Vísir - 09.07.1926, Síða 2
Höfum nú fyrirliggjandi:
Ullarballa, 7 lb.
Símskeyti
—o—
Khöfn 9. júlí. FB.
Fjármál Frakka.
Símað er frá Paris, aö stjómin
leiti samning-a við England um
ófriðarskuldirnar.Horfur um sam-
komulag. Öflug mótstaða er í
'franska þinginu gegn fjárhags-
áformum Caillaux. Franklin Boui-
lon telur ameriska skuldasamning-
inn óbærilega byrði á Frökkum.
Blum telur kröfur stjórnarinnar
um einræöi í fjárhagsmálum ó-
samrýmanlegar stjórnarfari lands-
ius.
Tjón af vatnavöxtum.
SímaS er frá Berlín, að tjóni'5
-af vatnavöxtum i Þýskalandi
nemi 100 miljónum marka.
Sögnfélagið
tiélt aðalfund í gærkveldi í lestr-
arsal þjóðskjalasafnsins. Forseti
dr. Hannes Þorsteinsson, setti
fundinn og mintist látinna félaga
o'g vottu'ðu fundarmenn þeim virð-
ing sina nieö því aö standa upp.
Þá skýröi forseti frá starfsemi fé-
lagsins á liönu ári. Úr félaginu
höföu gengiö, eöa veriö útstrikaö-
ir 12 félagar og 28 lestrarfélög,
vegna skulda, — flest ef ekki öll
vestan hafs. Á árinu höfBu 419
menn gengið í félagiö, og má mest
þakka þaö tveim mönnum, er
sýndu mikinn dugnað við að Safna
nýjum félögum, þeim Jónasi
Sveinssyni bóksala á Akureyri, er
útvegaði 170, og Hauk Thors
framkvaémdastjóra, er útvegaði 30
ársfélaga og 4 ævifélaga. Forseti
færði þessum mönnum þakkir og
gat þess um leið, að í fyrra hefði
Hafliði Helgason vélsetjari, útveg-
að félaginu 25 nýja félaga, og
benti hann á, hve mikill styrkur
það gæti orðið fyrir félagið, ef
fleiri færi að dæmi þessara áhuga-
sömu manna. —• Eru félagar nú
nokkuð á tíunda hundrað.
Féhirðir, Klemens Jónsson, fyr-
ver. ráðherra las upp endurskoð-
aða reikninga félagsins. Hafði
hagur þess batnað til muna á ár-
inu, tekjur aukist og skuldir mink-
að.
Bóka-útgáfa verður svipuð í ár
sem í fyrra. Þjóðsagnaheftið verð-
ur þó tveimur örkum stærra en þá.
Bækurnar verða nokkru síðbúnari
nú en að undanförnu, sem stafar
af því, að rannsaka þarf skjöl i
breskum söfnum, því að Bretar
hafa þvertekið fyrir að lána þessi
handrit hingað. Dvelst nú Einar
prófessor Arnórsson í Englandi i
þessum erindum fyrir félagið.
Úr stjórninni átti að ganga Kle-
mens Jónsson, er var endurkosinn
í einu hljóði, og slíkt hið sama
0
varamenn, þeir Magnús docent
Jónsson, alþingismaður, og Hall-
grimur magister Hallgrímsson
bókavörður. Loks voru endurskoð-
endur endurkosnir, þeir Sighvatur
justitsráð Bjarnason og Þórður
Sveinsson.
Þj óðarsj álfstædi
og list.
•—O—
í tilefni af grein eftir „íslend-
ing“ í Vísi í gær, skal eg leyfa
mér að geta þess, að í umræddu
Morgunblaðs-viðtali kom ekki
nógu greinilega í Ijós, að eg ætl-
ast til að væntanlegt hljómleika-
félag taki einnig tillit til íslenskrar
listar og íslenskra listamanna. En
eg álít að höfuð-tilgangur slíks
hljómleikafélags eigi að vera sá,
að listamenn þyrftu síður að taka
tillit til smekks almennings í vali
verka þeirra, er þeir léku, og að
íslenskir listamenn gætu að minsta
kosti einu sinni á ári gert hærri
kröfur en ella til sín og til list-
skilnings áheyrenda. Eg má fús-
lega viðurkenna, að útlendir lista-
menn, er til íslands hafa komið.
munu sjaldan hafa staðið framar
í list sinni en sumir íslenskir lista-
menn. En það má heita sannað, að
Reykjavík þarf ekki að krefjast
minna í þeim efnum en margar
helstu menningarborgir. Ef sá
mælikvarði er lagður á, er það
auðvitað, að það yrðu útlendingar,
sem flyttu okkur mest af því
besta, sem í tónlist er til. En þess
þurfum við, til þess að geta þrosk-
ast og eignað okkur sjálfir nokkra
æðri list. Vér íslendingar höfum
margs annars að gæta i þjóðernis-
málum vorum, ekki síst að því er
snertir vor skammarlega vanræktu
þjóðlög, en að amast við væntan-
legri heimsókn fremstu listamanna
erlendra.
Annars er eg sammála „fslend-
ingi“ um að vert sé að styðja að
utanförum íslenskra listamanna
eða afburðamanna. En eg álít að
það svari því að eins kostnaði, að
þeir annaðhvort skari fram úr,
eða bjóði eitthvað, sem er sér-
kennilega íslenskt.
Jón Leifs.
Ntðurl.
II.
Eins og Anderssen-Rysst getur
um, voru fiskimenn frá upphafi
óánægðjr með samningana frá
1924. Þeir vildu hafa skýlausar
yfirlýsingar, sem heimiluðu þeim
ýms fríðindi. Þeir voru heimtu-
frekari en svo, að þeir létu sér
nægja loðín og óákveðin ummæli
um „velvillig behandling". Ef
fulltrúar útgerðarmannanna á
Mæri og Karmey hefðu verið við-
vísir
síaddir samningagerðina 1924,
mundu þeir hafa komið fram með
vissar lágmarkskröfur, sem engin
islensk stjórn gat gengið að. Þetta
mun norska stjómin hafa vitað, og
því ekki kallað sjávarútvegsmenn
til, er hún samdi. Því hún sýndi
lofsverðan áhuga á því, að jafna
þetta mál, þótt ekki væri nema til
bráðabirgða.
Siðan hafa klögumálin gengið
austur um haf með öðrum hverj-
um síldardalli. Bæði sumarið 1924
og 1925. Norðmenn kvarta undan
allskonar hömlum og verða óðir
og uppvægir hvenær sem þeir fá
sekt fyrir landhelgisbrot, alveg
eins og þeir hefðu samningsbund-
iim einkarétt til að brjóta fiski-
veiðalöggjöfina sér að ósekju.
„Velviljinn" íslenski hefir legið i
því, að taka svo vægt á slíkum
broturn, sem með nokkuru móti •
samrýmist íslenskum lögum. En
Norðmenn þykjast sárt leiknir
samt.
Þegar það fréttist til Noregs í
vor, að íslendingar ætluðu að
koma á einkasölu á síld, kvað við
nýtt harmakvein á vesturströnd-
inni. Hefir einkasöluheimildin ef-
laust flýtt fyrir afskiftum stór-
þingsins af málinu. Reyndar létu
útvegsmenn í Haugasundi þær
fregnir berast út hingað, að þeím
væri eínkasalan síður en svo £
móti skapi, og að þeir hefðu við-
feúnað tíl að senda til íslands fleirí
veiðiskíp, er salta skyldu utan
landhelgi, en nokkurn tíina áður,
ef hún yrðí að lögum. Nafngreind-
ur útvegsrrraöur norskur símaði
þessa fregn hingað, og var hún
birt hér í bfarði. Ekki skal dæmt
um hver tilgangurinn hefir verið
með skeyti þessu, en geta má þess,
að skömmu síðar fluttu norsk
blöð þá fregn,. að síldarútgerð ;frá
Haugasundi til íslands yrði með
minna móti.
Á fjölmennum fundi útgerðar-
manna í Haugasundi 10. júní var
þessi áskorun samþykt og send
stórþinginu: — „Fiskimenn og út-
gerðarmenn frá Karmey og
Haugasundi leyfa sér hér með að
skora einarðlega á stórþingið, að
gera ráðstafanir til að samningur-
inn við ísland frá 1924 verði tek-
inn til endurskoðunar þegar í stað
með það fyrir augum að ná hag-
kvæmari kjörum fyrir norska
fiskimenn, en liingað til hafa ver-
ið. Sérstaklega skal; bent á það
ósanngjarna atriöi, að norsk fiski-
skip eru látin greiða fult hafnar-
gjald og eru neydd til að „indklar-
ere“, er þau koma í íslenska höfn
til að fá vatn.“ Tillaga um að
setja innflutningsbann á íslenskt
kjöt, ef ekki næðust samningar,
var feld.
Um sama leyti var kosin nefnd
ti! þess að gera tillögur um stofn-
uri síldarsamlags fyrir útgerðar-
menn í Haugasundi og nágrenni.
Skilaði hún áliti sínu 17. júní og
leggur til, að allir útgerðarmenn
á Rogalandi gefi skriflega skuld-
bindingu um, að selja síld sína með
samlagið sem millilið. Samlagið á
að hafa aðsetur í Flaugasundi og
ef til vill útibú í Svíþjóð. Stjórnar
því framkvæmdastjóri og fimm
manna stjórn. Það er að eins
„norskfanget" íslandssíld, sem
samlagið á að hafa sölu á. Hér er
því nýr síldarhringur á ferðinni,
sem mjög varðar íslendinga, og
um ástæðurnar fyrir bví, að hann
'k jWSk'l
Alfred Olsen & Co. A.s.
Kanpmannahöfn.
Sólarolía (hpáolía)
Og
SmnpningsolíuF
allar teg.
*
Umboðsmenn:
Þórðnr Sveinssoa & Co.
kemst á laggirnar nú, þarf engínn
sjáandi maður að villast. Norð-
menn ætla sér að hafa samtök um
sölu íslensku síldarinnar í Sví-
þjóð, gera af frjálsum vilja það,
sem íslendingar treystust ekki til
að gera nema með aðstoð laga. Og
komist hringur þessi í framkvæmd
rýmka varla markaðsskilyrði ís-
lenskra síldarútvegsmanna. Síld-
arlögin frá í vor, sem nú er hætt
við að nota í bráð, hafa þá orðið
til þess eins að gefa Norðmönnum
hugmyndina. Svo fór um sjóferð
þá!
Eigi er hér með lokið kröfum
síldarútvegsmannanna i Hauga-
sundi. Hinn 17. júní skýrir
„Haugesunds Avis“ frá því, að út-
gerðarmenn ætli að skora á ríkis-
stjórnina norsku, að hafa eftirlits-
skip við ísland meðan á síldveið-
unum standi, til þess að „gæta
hagsmuna“ fiskimannanna. Enn-
fremur á skipið að flytja póst og
hafa lækni innanborðs.
III.
Hér hefir i stuttu máli verið
skýrt frá viðhorfi þessa merka
máls í Noregi, eftir nýjustu blöð-
um norskum. Mergurinn málsins
er sá, að Norðmenn telja sig van-
haldna af samningunum frá 1924
og noífeka stjórnin vill semjaáný.
En livað segja íslendingar?
Vilja þeir fallast á, að þeir hafi
ekki efnt það, sem þeir lofuðu
1924? Hverju hafa þeir lofað?
Og hvað hafa þeir ekki efnt?
Það er erfitt að svara þessu, því
að hugtakið „velviljuð fram-
kvæmd fiskiveiðalaganna“ er
teygjanlegra en hrátt skinn. —•
StjÖrnarvöklin íslensku geta ef-
laust fært fram mörg dæmi þess,
að tekið hafi verið mjúkum hönd-
«m á norskum fiskiskipum, mýkri
íiöndum en lög standa til. Þau
gögn verða varnargögn í málinu,
þegar ákærandinn hefir borið
fram sóknargögnin — sönnunar-
gögnin fyrir þeirri staðhæfingu,
sem norska stórþingið og stjórnin
befir borið fram á æðsta vettvangi
norsku þjóðarinnar. Því það er
ákærandans að sanna.
Öll kurl verða að koma til graf-
ar. Það er engin ástæða til að ætla
að íslenska stjórnin hafi 1924 lof-
að öðru eða meira en því, sem all-
ur almenningur veit. Og þess
vegna hlýtur ákæran að byggjast
á því, að túlkuu Norðmanna á
orðinu „velvilji" sé gerólík íslensk-
um skilningi á því orði. Sam-
kvæmt íslenskum skilningi getur
„velviljinn" ómögulega gengið svo
langt, að íslensk lög séu brotin eða
að vettugi virt —• og það af stjórn-
Áðems i 3 daga
seljast nokkrar vörur með
mjög lágu verði, til dæmis:
J>að sem eftir er af kren-
kjólpilsum sem áður hafa
kosíað kr. 16.50, seljast nú
fyrir að einsl kr. 10,00 tíi
12,00.
Misl. Krennærfatnaður,
Buxur og Undirkjólar með
mjög Iágu verði. Mislitt
Gardínutau á að eirts 0,95
pr. meter. Röndótt Flonnel,
ágæt tegund kr. 1,85 pr.
meter. Morgunkjólatau, í
kjólinn kr. 4,50. Kvensilki-
líf, sem liafa kostað kr.
30,00, seljast nú fyrir að
eins kr. 12,00.
Lífstykki kr. 3,85, Telpu-
svuntur kr. 3,00. Morie og
svört lastingsmillipils frá
kr. 5,00. Sv. alklæði kr.
13,50. Hér er um verulega
lágt verð að ræða.
Reynið og dæmið.
Aðeins í 3 daga.
Sv.JaelHemimgsen
Austurstræti 7.
Talsimi 623.
arvöldunum sjálfum, — til þess a#
þóknast norskum síldarútvegs-
mönnum. Þá mundi stjórnin vitan-
lega hafa lagt fyrir þingið næst-
síðasta breytingar á fiskiveiðalög-
gjöfinni, ef hún hefði lofað fríð-
indum, sem koma í bág við gild-
andi lög.
Hverju hefir verið lofað? Viu-
gjarnlegri túlkun á lögunum.
Sjórnin verður að svara fyrir sig,
hvort hún hafi ekki efnt það. —
En ekki undanþágum frá lögun-
um. Menn vaða í villu og svíma
um hver vanefndin er, eða van-
efndirnar. Af umræðunum í stór-
þinginu er ekki að sjá, að fært hafí
verið fram eitt einasta dæmi, er
sýni í hverju Islendingar hafi
svikið orð sín. Og í samþyktunura
frá Haugasundi er að eins minst
á eitt: hafnartollinn. Hefir norsk-
um veiðiskipum. verið lofuð und-
a'nþága frá hafnartolli? Eða felst
hún í hinum margnefnda velvilja?
Það er gott og blessað að máliö
kemur fram,en forsendurnar máttu
gjarnan vera aðrar. íslendingar
verða varla samningsmýkri við
það, að þeim er núið því um nas-
ir, að þeir hafi rofið loforð sín.
Því þótt velviljinn- sé teygjan-