Vísir - 24.07.1926, Blaðsíða 2
Nýkomiö s
Sinntp „Colmans",
„Stifelsi“> —
„Maggi“ súputeningar,
„Maggí“ kjötseyði,
Ediksýra,
Soya.
Kanel,
Pipar,
Tomato Catsnp,
Símskeyti
—o—
Khöfn 23. júlí. FB.
Poincaré verður stjórnarformaður.
SímaS er frá París, að Poincaré
myndi líklega stjórn, og verði
rá'Suneyti hans þjóðlegt samsteypu-
ráðuneyti, meS stuSningi hægri
miðflokkanna og nokkurs hluta
radikala.
Fjárhagur Frakka.
Ríkissjóðurinn hefir að eins yfir
aS ráða þrjátíu miljónum dollara,
nefnilega afgangi Morganlánsins.
Bandaríkin og f jármál Frakka.
Símað er frá Washington, a'o
fullyrt sé, að stjórnin hafi tilkynt
Frökkum, að engin lán verði fá-
atileg, nema varanleg stjórn verði
mynduð og skuldasamningurinn
samþyktur.
Utan af landi.
—o—
Akureyri 23. júlí. FB.
Votviðrasamt undanfarið. Ligg-
ur taða víða undir skemdum. 1 nótt
snjóaði í fjöll. SíldveiSi sáralítil
síðustu dagana, vegna óhagstæðr-
ar veöráttu. Fylla er hér meö land-
varnarráðherra Dana og nokkra
þingmenn. Fóru þeir til Mývatns
í niorgun. — íslendingur.
og Sameinaða.
Sameinaða gufuskipafélagið hef-
ir orðið þess valdandi, að allmikill
kurr er í mönnum i Færeyjum í
garð Dana og harla mikil óánægja
út af skipaferðum félagsins. Eftir
því sem Færeyingum segist frá á
Sameinaða að hafa beitt öllum
kröftum til þess að bola hinu nýja
færeyska skipafélagi frá á sigl-
ingaleiðinni milli Hafnar og eyj-
anna.
Formaður skipafélags Færeyja,
Edv. Mitens, fv. þingmaður, skrif-
aði dönskum blöðum um málið, og
er rétt að gefa íslenskum lesend-
um tækifæri til þess að kynnast
ákærum hans á hendur Sameinaða.
Mitens segist svo frá: „7. apríl
í fyrra, er „ Skipafjelagid Föroy-
ars“ hóf beinar ferðir milli Hafn-
ar og Eyja var farmgjald til ís-
lands 10% hærra en farmgjald til
Eplf, þnrknð,
Apricots, þnrkaðar,
Ferskjur, —
Blandaðir ávextir,
Bláber,
Knrennnr,
Döðlur,
Sveskjnr.
Færeyja. Þá beitti Sameinaða því
bragði gegn skipafélaginu, að
lækka farmgjald til Færeyja um
15%, án þess þó að breyta farm-
gjaldinu til Islands fyr en um ára-
mót, er það einnig var lækkað um
10%. En þá lækkar Sameinaða
enn farmgjald til Færeyja um ca.
30%, án Jsess að hrófla við farm-
gjaldi til íslands. Þetta var 1. júní
þ. á. Þá er svo komið, að farm-
gjald til íslands er 50% hærra en.
farmgjald til Færeyja.
Færeyingar álíta, að þessi lækk-
un sé bragð gegn skipafélaginu
færeyska, sem miði að því, að bola
félaginu frá, en stjórn félagsins
hefir tilkynt Sameinaða, að hún
sjái sér ekki fært að lækka farm-
gjaldið á öðru en þá fiski. Kaup-
menn og almenningur í Færeyj-
um hefir lofað Skipafélagi Fær-
eyinga stuðningi eftir sem áður,
og lofað að senda vörur með skipi
félagsins, Ss. „Tjaldur", þrátt fyr-
ir lækkun farmgjalds keppinauts-
ins.“
Ennfremur segir hr. Mitens:
„Verði hinu færeyska eimskipafé-
lagi bolað frá, mun það verða til
þess eins, að vekja gremju (Bitter-
lied) og vonbrigði hjá allri alþýðu
færeyskri, og sá orðrómur leikur
á, að ef svo fari, muni verða leit-
ast fyrir um nánari verslunarvið-
skifti við Norðmenn, bæði beina
leið milli Noregs og Eyja, og eins
mun ef til vill reynt að fá þekt
norskt eimskipafélag til þess að
hefja ferðir milli Hafnar og Fær-
eyja.“
Eftir þessu að dæma, eru Fær-
eyingar reiðubúnir til þess að sýna
hart á móti hörðu, og þurfa fs-
lendingar ekki að furða sig á því,
þeir, er muna eftir uppvaxtarárum
Eimskipafélagsins. Hætt er við, að
vér hefðum heldur eigi unað því
vel, að vera beittir þrælabrögð-
um, meðan félagið það var ungt
og óreynt.
L. S.
Blikup.
—o—
I.
Óþekk tíðindi munu það hafa
verið íslendingum, er þeir lásu um
daginn læðugrein litla í Morgun-
blaðinu þess efnis, að Danastjórn
hefði nú gert þá nýbreyting á
meðferð sinni á málefnum
Færeyinga — ódanskri þjóð,
— að skifta málefnum þeirra
meðal ýmissa danskra skrifstofu-
\alda, en áður hefði þau legið öll
undir eina stjórnardeild þar í Dan-
mörk.
íslendingar muna vel, — og þó
varla sem skyldi, — hversu farið
var með mál þeirra ' fyrrum þar
suður við sundin. Má þeirn því
vera íull-ljóst, hvað nú er aðhafst
gegn Færeyingum.
Færeyingar hafa haldið þjóðerni
sínu furðanlega hingað til, bók-
mentalitlir, að öðru, en gömlum
þjóðkvæðum, en kúgaðir af kirkju
og skólum, til þess að afrækja
feðratungu sína, en taka upp er-
lent mál. — Óðara en því fargi
létti, mundi málfar þeirra mega
rísa á fastan fót af nýju, við sjálf-
lcjörinn stuðning íslenskrar tungu.
Það er nokkuð undarlegt, aö
Danastjórn skuli nú fremja þetta
„uppátæki“ við Færeyinga, að
skifta málefnum þeirra, sem al-
dönskum málum milli stjórnar-
deildanna dönsku i Kaupmanna-
höfn, í stað þess aö virða Eyjarn-
ar svo mikils, sem þó hefir verið
gert hingað til, að ein stjómar-
deild hefði mál þeirra til meðferð-
ar. Hins hefði hgldur mátt vænta,
að eitthvað væri létt hramminum
af þessari sérstæðu frændþjóð
vorri i Atlantshafinu, í minning
þess, að Suður-Jótland hvarf aftur
til Danmerkur.
Þess er því að vænta, að betri
og hyggnari völd þar syðra slæði
snarlega upp aftur þessi nýju
„tundurdufl", sem lögð eru nú
heiman að utan við dönsku sundin,
— svo að rætist hið fornkveðna,
að „ekki verðr þat allt at regni,
er röklcr í Iofti“.
Götuskeggi.
—o—
Svoláfandi símskeyti barst for-
manni deildarinnar hér á landi frá
hinum norrænu gestunj:
Um leið og vér kveðjum ísland
viljum vér votta yður sem for-
rnanni hinnar íslensku deildar
hins norræna bandalags embætt-
ismanna, vort innilegasta þakk-
læti fyrir veru vora á íslandi. Það
er sannfæring vor, að gerðir fund-
arins, og þau nánari persónulegu
kynni, sem vér höfum fengið á
hinni íslensku þjóð, og umboðs-
stjórn landsins, og ekki síst hin
stórkostlega gestrisni, er oss hef-
ir verið sýnd á íslenskum heimil-
um, muni stuðla til þess, að þvi
markmiði verði náð, er samband-
ið hefir sett sér, og jafnframt
verða til eflingar samvinnunni á
Norðurlöndum.
Michael Koefod. Yrjo Loimaranta.
Carl Platon. Gabriel Thulin.
Messur á inorgun.
í dómirkjunni kl. 11, síra Bjanii
Jónsson.
í fríkirkjunni kl. 5 síðd. síra
Árni Sigurðsson.
í Landakofskirkju : Hámessa kl.
9 árdegis. Engin síðdegismessa.
í Sjómannastofunni: Guðsþjón-
usta kl. 6 síðd. Allir velkomnir.
Páll Steingrímsson,
ritstjóri Vísis, kom til bæjarins
í gærkveldi, landveg norðan úr
Húnavatnssýslu.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 10 st., Vest-
niannaeyjum 10, Isafiröi 10, Akur-
eyri 14, Seyðisfirði 11, Grindavík
10, Stykkishólmi 9, Grímsstöðum
10, Raufarhöfn 8, Hóíum í Horna-
firði 10, Þórshöfn í Færeyjum 11,
Angmagsalik (i gær) 5, Utsira 14,
Tynemouth 16, Leirvík 42, Jan
Mayen 8 st. — Mestur hiti hér
í gær 11 st., minstur 7 st. —- Loft-
vægislægð fyrir norðaustan land.
Horfur: í dag: Fremur hægur
útnorðan, lítilsháttar úrkoma á
Norðurlandi og Vesturlandi. Þurt
á suðausturlandi og Suðurlandi. I
n ó 11: Útnorðan og norðan. Þoka
og dálítil úrkoma norðanlands.
Þurt annars staðar.
Gullfoss
kom að vestan í morgun. Meðal
farþega voru: bræðurnir Björg-
úlfur og Grímúlfur Ólafssynir, og
frúr þeirra, Ó. G. Eyjólfsson, Páll
Bjarnason, cand. juris, Gunnar
Bjarnason, Elias Hólm, Jóhann
Bárðarson kaupm. frá ísafirði og
fleiri.
Álafosshlaupið
verður hlaupið á morgun, og
hefst frá Álafossi kl. 12J4. Þátt-
takendur eru 5, þar á meðal Magn-
ús Guðbjörnsson, setn hefir unnið
hlaupið tvö undanfarin ár, og ef
hann vinnur nú, hlýtur hann hinn
mikla Álafossbikar til eignar. —
Hlaupiö endar á íþróttavellinum
og er öllum heimill ókeypis að-
gangur.
Þýska skemtiskipið
er vætanlegt hingað kl. 5 í fyrra-
málið og verður hér til mánudags-
kvelds. Ferðafólkið fer til Þing-
valla báða dagana. Móttökur skips-
ins annast Knud Thomsen, og hef-
ir skrifstofur i Thomsenshúsi.
Loftur Guðmundsson
tók kvikmynd af konungskom-
unni í sumar, og verður hún sýnd
í Nýja Bíó í kveld.
Ágætur þurkur
hefir verið hér tvo undanfarna
ciaga. I nótt rigndi lítilsháttar, en
]>urrviðri er spáð í dag. — Mikið
var hirt hér af heyi í gær, og í
clag mun nást alt hey, sem losað
var, þegar þurkurinn kom.
í Vatnaskóg
ætlar K. F. U. M. að fara á
morgun, ef veður leyfir.
Listsýningin
verður opin á morgun og mánu-
dag kl. 10 árd. til 9 síðdegis, og
eru þetta síðustu forvöð fyrir þá.
sem sjá vilja sýninguna. Aðgang-
ur 1 kr. Börn fá frían aðgang, ef
þau koma með fullorðnum.
Botnia
fór í gærkveldi kl. 7 síðd. frá
Færeyjum; kemur hingað annað
kvöld. — Þriðjudaginn 27. fer hún
vestur og norður um land.