Vísir - 29.07.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 29.07.1926, Blaðsíða 2
VlSIR )) M^TmiQL Nýkomið: Sinnep „Colmans'S Epll, þurkuð, „Stíielsi", — „Maggi“ súputeningar, , Maggi'1 kjötseyði, Ediksýra, Soya. . Kanel, Pipar, Tomato Catsup, Apricots, þnrkaðar, Ferskjur, — Blandaðir ávextir, Bláber, Kuremmr, Döðiur, Sveskjur. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmmmmmmmmm IGummístimplar fást í Félagsprentsmiðjunni. | Khöfn 28. júlí. FB, Fjármái Frakka o. fl. Síniaö er frá París, aS þegar stjórnin kom á þingfund, hafi kommúnistar tekiö á móti henni nieö ópum miklum. Samþykt var tillaga er lýsti trausti á stjórninni, og jafnframt frestun á umræöu um fjárlögin, meö þrem fjóröu hlutum atkvæöa. Fjárlög hafa veri'ö lögð fyrir fjárhagsnefnd þingsins til yfirvegunar. Nýja skatta, er nema sjö miljöröum franka, á aö leggja á, og af þeim fer einn miljarð til launauppbóta til óánægöra starfsmanna. Skyndi- afgreiðsla fjárlaganna var síöan samþykt mótstöðulaust. Lögregl- an hefir komiö kyrö á meðai verkamanna og ýmissa óánægðra ríkisstarfsmanna. Frá Rússúm. Símaö er frá Moskva, aö sá orö- rómur leiki á, að Sokolnikov sé meðsekur Sinovjev, er liafi spilt sáttum milli og sveita- og borgar- lýös, og tjáö samningsvilja stjóni- arinnar gagnvart Evrópuþjóöun- um ósamrýmanlegan undirróöri fyrir iheimsbyltingu. FB. 29. júlí. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytiö tilkynnir: Meö því aö mjög skæð munn- og klaufaveiki gengur nú í Dan- mörku og Svíþjóö,er hér meðsam- kvæmt lögum nr. 22 frá 15. júní þ. á. um innflutningsbann á dýr- um o. f 1., og með ráði dýralæknis- ins x Reykjavík, bannaö aö viö- lögðum sektum og 'skaðabótum samkvæmt lögum þessum, fyrst um sinn að flytja til landsins frá löndum þessum lifandi fugla, hálm (nema umbúöahálm), ali- dýraáburð, hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, hverju nafni sem nefnast, ósoðna mjólk og brúkaða fóðurmjölssekki. 'Atiedvsing samhljóða tilkynning þessari hefir verið gefin út til birtingar í Lögbirtingablaðinu. Utan af landi. —o-- Akureyri 28. júlí. FB. Síldveiðin hefir gengiö stopult vegna ógæfta. Einnig hefir ill- kynjuð kvefpest gengið meðal skipvei'ja, svo að sum skipin hafa orðið 'að liggja á höfnum marga daga. Mest af síld þeirri, senr xeiðst hefir, ihefir farið í bræðslu. í Akureyrarumdæmi hafa að eins veríð saltaðar 1510 tunmir. —■ Fyrsti verulegi þurkdagur nú í hálfan mánuð er í dag, og hefiV bændum tekist að bjarga töðu sinní, sem Iá undir skemdum. í öxnadal hafði taða skernst til muna á sumum bæjuta. Og svo mun víðar, þó að eklci hafi til .spurst enn. Óþurkarnir munu hafa verið mestir í dölum inn til fjalla. Einar H. Kvaran flutti ihér er- ‘rndi í gærkveldi fyrir fullu húsi. Erindið var nm sálarrannsóknir. H9fðurftei»i3iifiri«. Tilganginunc náð. Hver á pólinn? —o— Roald Axntmdsen og félagar hans komu heim aftur til Noregs um miðjan þennan niánuð, eins og getið hefir verið í símskeytum. Voru þeim veittar glæsilegar við- tökur, fyrst f Björgvin og víðar, og síðan er þeír komu til Oslóar. í Björgvin var Amundsen fenginn til að tala í víðvarp, og er þetta hrot úr í'æðu hans: —• — í stað þess að segja yður frá för minni, sem yður er öllum kunn úr blöðunum, hafið þér ef til vill ganxan af að fræðast um til- gang fararinnar. Skal eg því skýra yður frá því atriði í fám orðum. Tilgangur fararinnar var tvenn- ur. Fyrst og fremst sá, að fljúga yíir hið víðáttumikla pólflæmi og ráða þá landfræðilegu gátu, sem þar lá hulin, rannsaka þetta feiknasvæði, og gera jafnframt þvi ýmsar veðurfræðilegar athug- anir. Hitt var eingöngu viðskifta- og sanxgöngumál: að sanna, hvoii: íært væri að fara för þessa í loft- fari. Þaö var augljóst, að leiö þessi var hin lang-stysta, er far- in yrði. Reyndist þetta sannanlegt, var tvent unnið, tími og fé. Og eítir hvorutveggja þessu er kept nú á dögum. — Þetta höfum vér nú einmitt fært sönnur á. Við vor- um 3 sólarhringa vestur, —• en 3 vikur heítn aftur, þótt farin væri stysta og fljótfamasta leiðin. Er þetta þvi næg sönnun þess, að til- gangi fararinnar er náð. Eigi mun langt líða áður en erf- iðleikar þeir, er við var að stríða á loftför þessari, verða alveg úr sögunni, t. d. klakinn er hlóðst á loftfarið. Klakaskán þessi flagn- aði af, þeyttist í belg loftfarsins og reif göt á hann. Að fáurn ár- um liðnum mun leið þessi farin verða hættulaust. Mælt liefir verið, að lítið land sem Noi'egur hafi eigi efni á þess háttar fyrirtækjum sem för þess- ari. En þó er þetta einmitt eitt þeirra atriða, er stuðlar að því, aö vér getum haldið oss uppi. Smá- ríkin eiga við ramman reip að draga um alla samkepni, þar senx stærri ríkin eru, en skoðun mín er sú, að menningarlega geti smá- rikin staðist samkepní þessa. Einnig hefir sagt veríð, að för þessi hafi að eins verið íþrótta- afrek, án nokkurs raunverulegs gildis. Jæja — nú á döguiíí eigutn vér einníg að standa franiarlega í flokki á því sviði. íþróttir nú á dögum eru eigi framar að eins til skemtunar auðmönnum. Þær eru mikilvægt atriði þjóðþrtískr- ?.ns, og þar ber oss einnig sS standa fi'amaidega. —• —• - „Aftenposten" í Osló spurðii Amundsen símleiðis til Björgvinj- ar,. hvort Norðurheimsskautið væri norskt eða amerískt. Amund- sen svaraði á þessa leið: Norska raiinsóknarförin hefir skoriö úr um það, að Norður- heimsskautið liggur í hafflæmi mikiif, og eru þar engin lönd. Einníg er nú sannað, að Pólhafið er úthaf („veraldarhaf"). Teljast úthöfTn alþjóðaeign, og þá einnig NorðUTheimsskautið. Getur því engin sérstök þjóð eignað sér Norðuvheimsskautið. — — Utuferða-fluið. . Hættuleg tíska. Sveinn sendiherra Björnsson hefir nýlega bent á, hve alvarlegar afleiðingar fyrirhyggjulaust utan- ferðaflan getur haft í för með sér. Sendiherrann fer eigi með mark- leysuhjai, enda væri hann manna ólíklegastur til þess. Allir, sem kunnir ertt ástandinu í Höfn, geta um það borið, að aövörunarorð hans era sannarlega í tíma töluð. Engu þarf að bæta við lýsingar sendiherra, og flaninu verður eng- in bót rnælt, en steypa þarf undan þeirri tísku, að ungt fólk, en sér- staklega stúlkur, renni til útlanda,. fyrirhyggjulítið og án allra for- senda til þess að geta notið góðs af dvöl utanlands. Róía þessi hefir raunar vearið víðar uppi en hér á landi. I marS' mánuði birtist mjög merkilegt að- vörunarskjal í dönskum Möðuro, þar sem danskir menn, búsettir í París vara við tiðum ferðum ungra stúlkna til Parísarborgar. Danski sendiherrann í París, H. A, Bera- hoft, var einn þeirra, er skrifuðu undir skjal þetta. Þar er beinlinis varað við hinni hættulegu tísku, að foreldrar sendi dætur sínar til Par- isarborgar, og tekið skýrt fram, að stúlkurnar, sem þangað koma, reynist ófærar til innanhússtarfa, sökum þroskaleysis og ókunnug- leika. Eins er bent á hættur stór- borgarlífsins og tjón það á sálu Skóhlífar, besta tegund ódýrust í Skóbúð Reykjavikar. í ferSdÖg skulu þér ælið skrifa nákvæm- an lista yfir það, sem þér ætlið að hafa með yður. Skrifið ætíð.efst á þannlista: TOBLER FÆST ALSTAÐAR, og líkama, sem ístoðnlaust kv«n- fólk hefir beðið í hríngiðu þeirri. Skömmu eftir að skjal þetta’ birtist, laust upp illkynjtíðu máli, sem bendlað var við hvíta þræla- sölu. Þrátt fyrir allan dugnað hins nafntogaða lögregluliðs Párísar- borgar, varð málið aldrei fyll'ilega upplýst, en alt þetta varð eins og til þess, að undirstrika hræðilegan sannleíkann, sem faldist bak vi'ð hógvær aðvörunarorðin. Vonandi er, að ekki þurfi tll þess að koma, að svo sorglegt at- vik leiði mönnum heim sanninn um hættuna, sem stafar af utan-- férðum umkomulauss kvenfólks, — nóg er nú samt að vita til þess, a'ð Iögreglubækur Kaupmanna- hafnar hafi sína sögu að segja. Þeg'ar bent hefir verið á hætt- una af jafn óljúgfróðum manni og sendíherra vorum, má gera ráð fyrir að vandamenn þeirra, sem utari fara, ganga úr skugga um, að utanför dóttur, sonar eða skjól- stæðings sé í alla staði réttmæt, og að unga fólkið eigi eitthvað víst, þegar út kemur. En oft er það svo;.að vandamenn geta ekki gert sér fulla grein fyrir erfiðleikun- um, eða dæmt um tilíýonandi vist- arverur ytra, og eins mun þeim flestum óljós glerhálka stórborg arllfsins. Þess vegna ættu rnenn að vera enn varkárari, því betra er að fara hvergi, en bíða æfi- langt tjón á sálu og líkama í, myrk- viöi stórborgarinnar. Dansk-íslenska félagið og utanferðir. önnur hlið er á þessu riiáli, sem vel' er þess verð, aö athuguð sé. Eins og mönnum mun víst kunn- ugt, hefir dansk-íslenska félágið það á stefnuskrá sinni, að auka viðkynning milli ísl. og dönsfeu þjóðanna. Út af fyrir sig skal eigi deilt um réttmæti eða naujSsyn þessarar „viðkynningar“. Félagið vinnur m. a. að þessu takmarki með þvi að útvega dönsku fólki vistarverur hér á landi, og á hinn bóginn íslensku fólki vistarverur i Danmörku. Ekki muti kunnugt um nein misfelli á vistarverum danskra manna hér á landi, en því verður eigi lejmt, að stór misfelli hafa orðið á sumum vistarveruta, sem félagið hefir útvegað í Dan- mörku. Ber margt til þessa. Misskíífi- ingur á báða bóga mun stundum valda mestu. Fólkiö, sem fer utan á vegum félagsins, — sérílagi stúlkur, — ætlast til mikils af fé- Ráóngler rammagler, búöargluggagler, ó- gagnsætt gler, mislitt gler, kúpí gler, kantslípað gler, hurðar gler og glerhillur fæst ódýrast hjá Ludvig Storr. Laagaveg n. — Reykjavík. Sími 333. laginu, vístarverurnar reynast öðrn vísi en ætíað var í upplta.fi,. óá- nægja hlýst af, og endirinn vitl verða sá, að félagsstjórnin í Höf» slær hendi af vandræðafólkinu. Ea þegar svo eirkomið, er siglt hrað- byri inn í auðnuleysið. Af skiljanlegum ástæðum verð- ur að krefjast þess af félagsstjóra- inni í Höfn, að hún sé ætíð hand- viss urn öruggan og hollan dvalár- stað handa fólki því, sem hún hvetur til ufeanferða. Verði mis- tök á', verður félagið að sjá sóma sinn í því, að sjá fólkinu farborða Keim aftur, eSá leggja niður „við- kynningar-aðferð" sína. Nú skyldu menn ætla, að dansk- íslénska félagið væri allra 'færast tihþess að rétta þeim hjálparhönd, sem afvelta verða í stórborg'arlif- inu. Hér keraur það ekki málinu við, hvort fólkið fer utan á vegum félagsins eða eigi. BágstacMur ís- Ifendingur í Höfn ætti að geta leit- að til félagsins um stuðnihg, ef félagið fylgdi réttilega stefnu sinni, en svo mun ekki vera. .Þeg- ar taldar eru kaffidrykkjur einu sinni á mánuði hjá framkvæmdar- stjóranum t Höfn, þá mun víst fulltalið það, sem féfagið gerir fyrir umkomulaust íslenskt fólk í borginni, og kann það a'8 sýnast lítið og ómerkilegt. Ætli dansk-íslenska félagið framvegis að vinna á svipaðan hátt og hingað til, að ýta undir fólk til fyrirhyggjulitilla utan- ferða, þá má krefjast þess af því, s.ð það jafnhliða geri meira fyrir íslenskt fólk í Höfn, en hingað til hefir verið. Takist félaginu að bjarga einhverjum aumingjanum upp úr foraðinu, hvort sem hon- um er það sjálfskaparvíti eða ekki, þá kann félagið að vinna sér þann tilverurétt í augum góðra íslend- inga, sem það að öðrum kosti myndi seint ávinna sér. L. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.