Vísir - 31.08.1926, Qupperneq 3
Hér var nýskeð á ferð merkur
rnaður norskur, herra Pétur bisk-
up Hognestad. Hann mælir ein-
göngfu á nýnorska tungu, enda er
hún mó'ðurmál hans. „Morgnn-
blaðið“ lét svo litið að tala við
;mann þenna, og spurðist jafnvel
•fyrir um vöxt nýnorskunnar og
viðgang i Noregi, og fékk þar um
;greið svör. Hví var eigi blaðið eins
'hreinskilið við biskupinn eins og
við frú Garborg? Hví sagði það
'honum eigi rækilega til syndanna
:á þann veg, að slíka menningar-
snauða, smásálarlega, þröngsýna
hrognamálsdýrkendur sem biskup-
inn vildi eigi Mbl. vita innan land-
helgismarka menningar sinnar?
Hefði verið miklu drengilegra, að
sletta þessari vinakveðju framan
í herra biskupinn, heldur en að
senda honum og hans líkum tón-
ínn. er hann var nýriðinn úr hlaði!
Helgi Valtýsson.
Hermaai Diener.
. —o---
„Kein Diener, sondern ein
Priester,
im Tempel Bach’s“*
(Breisgauer Ztg. 30/12 '25)
Fiðlusnillingurinn Hermann Di-
ener spilar í Nýja Bíó á fimtudag-
ínn. Ungverjinn Telmányi hreif ís-
lendinga með list sinni, en eftir
því að dæma, sem vér höfum heyrt
á hljómleikum Raasteds, er ekki
ástæða til að ætla, að Diener hinn
þýski standi honum nokkuð að
haki, enda hefir hið volduga mik-
ílmenni á sviði hljómlistarinnar,
Ádolf Busch, verið kennari hans.
Það er vel, að þýskir listamenn
skuli sækja hingað. Gefst okkúr
þar með tækifæri til að kynnast
því, sem best er í érlendu hljóm-
listalífi. Síst er hér um neinn lands-
hornamann að ræða. Diener er
stofnandi „Kammerorkester Iier-
mann Diener" í Heidelberg. Hefir
hann farið víða um með það, og
alstaðar verið hyltur af gagnrýn-
■endum. Sá, sem þetta riíar, hefir
haft tækifæri til að sjá ummæli
hlaða frá ýmsum stórborgum
Þýskalands og Sviss, m. a. Frank-
furt a. Main, Karlsruhe, Freiburg
x Br., Mannheim, Bremen, Götting-
en, Dortinund, Heidelberg, Basel
o. fh, og eru þau öll á þann veg,
að Diener sé fullkominn listamað-
ur, enda hafi hánn alstaðar hlotið
hylli og aðdáun áheyrenda. Vænt-
anlega kunna íslendingar að meta
það, er slíkur maður kemur hing-
að og býður þeim að heyra „Fiðlu-
konsertinn" mikla eftir Beethoven
,föður andanna".
Ricus.
Tónlistadómar.
Jón tónsmiður Leifs ritar grein
með þessari yfirskrift í laugar-
dagsbl. Vísis, og er hún yfirlætis-
laus, — eins og við var að búast.
Leggur hann þar lesendum blað-
anna ýms góð ráð, meðal annars
sé þeim óhætt að reiða sig á það,
að ef lítið eða ekkert sé ritað í
blöðin um einhvern listamann, þá
sé hann frábær. Þetta má vel vera
* Enginn þjónn, heldur prestur
t musteri Bachs (orðaléikur,; Die-
ner = þjónn á þýsku)-
að 'rétt sé. Á sama hátt verður þá
og að álykta, að ef mikið sé ritað
í blöð um einhvern listamann, þá
sé hann eitthvert endemi. Þetta
getur og vel verið rétt hjá Leifs,
þrátt fyrir það þó að eg hafi sjald-
an séð jafnmikil blaðaskrif, bæði
innlend og erlend, um neinn ís-
lenskan listamann og einmitt hann.
En af þessu má sjá'af hve mikilli
óeigingirni hann mælir. — Leifs
segir, að menn séu farnir að hafa
hérlend blaðaummæli um tónlist
til skemtunar, eins og gamanvísur.
Þetta getur vel satt verið. Eg veit
að minsta kosti eitt dæmi. ,,br“,
sem er merki mitt, skrifaði í ein-
um dómi um einn af Hamborgar-
hljómleikunum nokkur mjög lof-
samleg ummæli . um leikstjórann
sjálfan, herra Jón Leifs, og að
mér virtist, að maklegleikum. Ein-
hvern veginn atvikaðist það svo,
að eg þýddi þennan dóm fyrir
tveim mönnum úr hljómsveitinni,
og kom þá á þá þessi svipur, sem
á menn kemur, er menn hlæja að
innanverðu, en ekki vilja láta það
sjást. Eg gekk á þá með það, hvað
um væri að vera, og stóð þá mjög
lítið á svörunum. Þeir sögðust
vera á alt öðru máli um herra Jón
Leifs en eg, og sögðu mér, að það
stæði á sama hvort Jón Leifs veif-
aði stafnum eða ekki; þeir gerðu
alt eins og þeir væru vanir, með
ýmsu fleira. Þeir voru auðvitað
'ekki „fáfróðir" eins og eg, engu
að síður held eg og hélt fast við
mína fyrri skoðun. En mér fanst
þeir henda gaman að ummælunum,
líkt og smellinni ganranvísu.
Nú höfum við R. J. í Alþbl. rit-
að dóma um kirkjuhljómleikana
báða, sem ungfrú Granfelt hélt um
daginn. Eru mér dómar R. J. óvið-
komandi. En við mína eigin dóma
stend eg.
Leifs kvartar undan ósámræmi
milli dóma minna um þessa hljóm-
leika. Já, það er rétt, enda eru það
dómar um tvo hljómleika, en ekki
einn, og var sá fyrri miklu betri,
og voru þó misfellur á. Nú er það
svo, að það getur hent ágæta lista-
menn, að þeir séu illa fyrirkall-
aðir, og er slíkt ekki í frásögur
færandi. Þó að slík lýti væri á frí-
kirkjuhljómleiknum, fanst mér
ekki ástæða til að fetta fingur út
í það þá, en þegar sömu Iýti voru
á dómkirkjuhljómleiknum, fanst
mér sjálfsagt að segja til þess. Þó
jaínágætri söngkonu og ungfrú
Granfelt berist einu sinni á, á hún
heimtingu á, að það sé ekki hent
á lofti tafarlaust, en það má ekki
koma fyrir oftar. Treystir Jón
Leifs sér til að neita því, að söng-
ur ungfrú Granfelt á kirkjuhljóm-
leikunum hafi verið meingallaður ?
Það er aðalatriðið, en fram hjá
því hefir hann farið.
Ummælin um Sigfús Einarsson
eru, þaðf sem þau ná, rétt eftir
höfð. En Jón setur pimkt inni í
miðri setningu, þar sem eg hefi
kommu, og sleppir niðurlaginu.
Þetta er ósvinn meðferð á orðum
annars manns, þegar þess er ekki
getið, og talið ósæmilegt. Það sem
sagt var um Sigfús, er svona í
heilu líki: „En út yfir alt tók þó
undirspil Sigf. Einarssonar. Það
var bæði viðvaningslegt og klaufa-
legt, og myndu því vera valin önn-
ur orð, ef hér ætti ekki í hlut mað-
ur, sem hefir verið íslensku hljóm-
listarlífi á annan hátt til mesta
sóma og mikils heiðurs.“ Með því
[VISIB
að sleppa þessu, hefir verið fals-
aður blærinn á orðum mínum, von-
andi af fákænsku, en ekki af ásettu
ráði. En hér er enn sem fyr, að
áðalatriðið er, hvort ummælin eru
rétt. Og treystir Jón Leifs sér til
að hrekja ummæli mín um leik
Sigfúsar þetta kvöld? Ef Jón Leifs
ætlaði eitthvað skynsamlegt með
skrifinu, þá hlaut liann að hrekja
efni dómanna, en það ber hann
ekki við. En hitt furðar hann á,
að dómar tveggja manna um sama
efni séu ekki eins, þó að slíkt sé
daglegt brauð.
Svo er orðið fáfræði. Ja, eg játa
það, að eg hefi enga fræðilega
þekkingu á tónlist. En eg fer eftir
því, sem eðlisskilningur minn segir
mér, og auðvitað hefir hann tam-
ist við það að heyra mikið og gott.
En haldi Jön Leifs, að hljómlistin
sé aðeins ætluð þeim „fróðu“, og
að þeir einir megi og geti skilið
tónlist og haft um hana skoðun,
þ.á veit eg ekki hvaðan hann ætlar
að taka fólk til að hlusta á hljóm-
leika. Skyldu í því efni vera fleiri
réttlátir í þessum bæ en í Sódóma
og Gómorra forðum. Þeir „fróðu“
og listamennirnir eiga að koma
rneð verk sín fram fyrir almenn-
ing, í þeim búningi, að allir óvan-
ir skilji. En eftir því, hvað þeim
tekst það vel, fer listamannsgildi
þeirra. Takist þeim það ekki, vill
enginn heyra til þeirra, og þeir
em ekki listamenn, hvað sem þeir
fróðu segja. Listin er fyrir alla.
Og listdómar dagblaðanna geta
ekki átt annað hlutverk, en að
benda á, að hve miklu leyti það
hafi tekist, og þá getur því hver
hljómelskur maður ritað. Greinir
fræðilegs efnis eiga heima í fræði-
timaritum.
Að öðru leyti mun eg hugsa og
rita um hljómlist og annað eftir
mínu viti, hvað sem -Leifs finst.
Það er best að búa að sínu.
Guðbr. Jónsson.
Dánarfregn.
Viggó Einarsson, loftskeyta-
maður, andaðist í fyrradag á heim-
ili foreldra sinna, Ólínu og Einars
Finnbogasonar, Mjóstræti 8. Hann
var aðeins 21 árs að aldri, fæddur
27. ágúst 1905. Hann var efnilegur
og velgefinn maður, hafði lokið
prófi í loftskeytafræði árið 1923
og verið loftskeytamaður á botn-
vörpuskipum síðan, þangað til í
vor, að hann veiktist, skömmu áð-
ur en skipin hættu veiðum. Hann
virtist orðinn heill heilsu, og var
ráðinn á skip, þegar hann andað-
ist. — Hann dó í svefni, og er hið
sviplega fráfall hans þungbært
foreldrum hans og öðrum ættingj-
um og vinum.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 6 st., Vestm.-
eyjum 6, ísafirði 6, Akureyri 8,
Seyðisfirði 6, Grindavík 8, Stykk-
ishólmi 7, Grímsstöðum 2, Rauf-
arhöfn 6, Hólum í Hornafirði 8,
Þórshöfn í Færeyjum 11 (ekkert
skeyti frá Angmagsalik), Kaup-
mannahöfn 16, Utsira 13, Tyne-
mouth 12, Leirvík 12, Jna Mayen
íegurð íslands
Hversu oft hafið þjer ekki glaðst yfir fegurð
Islands, og óskað, að þjer ættuð bifreið, svo
þjer gætuð ferðast frjáls og óhindraður?
l?etta er alls ekki óvinnandi örðugleiki!
Ford Touring er hinn ákjósanlegasti fjöl»
skylduvagn — verulega falleg bifreið, og
verðið er lægra nú en nokkru sinni áður.
tað eru einsdæmi, bæði hvað Fordbifreiðin
er ábyggileg, þótt á vondum vegum sje, og
hve auðvelt er að stjórna henni.
Touring Kr. 3600
fob. Reykjavík.
Undirritabir einkasalar Fords■
sýna yður bifreiðina og gefa
yður upplýsingar um hana:
SVEINN EGILSSON.
P. STEFANSSON.
Reykjavik.
6 st. — Mestur hiti í Rvik síðan
kl. 8 í gærmorgun 8 st., minstur
4 st. — Úrkoma mm. 0,7. — Loft-
vægislægð (744) við Jan Mayen.
Önnur fyrir suðvestan land, á leið
tii norðausturs. Horfur: í dag:
Hægur sunnan vindur og skýjað
loft og dálítil rigning á Vestur-
landi. Hæg norðan átt og þurt
veður á Suðurlandi. Þverrandi út-
nyrðingur og þurt veður víðast á
Norðurlandi. — í n ó 11: Vaxandi
suðaustan átt á suðvesturlandi.
Annars fremur hægur. Sennilega
regn á suðvesturlandi, en þurt á
Norðurlandi og Austurlandi. — Á
morgun er hætt við að rigni um
land alt.
Látinn
er hér í bænum í nótt Ingimund-
ur Sveinsson, fjðluleikari.
Adam Poulsen
las upp i Iðnó í gærkveldi mið-
aidaleikinn „Sérhver", með aðstoð
söngflokks og hljómsveitar. Að-
sókn var dágóð, en hefði átt að
vera betri.. Leikritið er merkilegt
á ýmsa lund og er sennilegt, að
það mundi ná miklum tökum á
fólki hér, ef það væri sýnt á leik-
sviði og hepnaðist vel. — Upplest-
ur hr. A. P. var með miklum ágæt-
um. Las hann allan leikinn í strik-
lotu, og hlýtur slíkt að vera mjög
mikil áreynsla og erfiði, ekki síst
þegar leitast er við að sýna sér-
stakan leik í hverju hlutverkí, svo
sem A. P. gerði. Að lestrarlokum
var listamanninum þakkað með
innilegu lófataki og blómvöndum.
Skúli Skúlason
hefir nýlega ritað grein í Aar-
hus Stiftstidende, urn fj'árhag Is-
lands, að því er segir í tilkynningu
frá sendiherra Dana.
í „Nationaltidende"
birtist fyrir skömmu grein um
félagið „Landnám" og stofnun ný-
Viiudöt
afar ódýr:
Buxur kr. 5.50.
Trcyjur kr. 7.00.
Buxur mcð smekk
kr. 6.75.
Sloppar kr. 12-00.
Skyrtar kr. 5.00.
býla hér á landi, og í fleiri dönsk-
um blöðum hefir verið rætt um Is-
landsmál, nú að undanförnu, með-
al annars í „Östsjællands Folke-
blad“ um þúsund ára hátíð Al-
þingis 1930.
Heimland,
norska rannsóknaskipiö, fór
héðan snemmá í morgun. Gaf ekki
4 gær vegna norðanveðurs.
Þessir botnvörpungar
eru nú að veiðum héðan: Júpi-
ter, Belgaum, Hannes ráðherra,
Skallagrimur og Ólafur.
Esja
kom úr strandferð í morgun,
með margt farþega.
Botnia
kemur i dag að norðan og vest-
an.
Hjálpræðisherinn
á von á góðum gesti laust fyrir
miðjan næsta mánuð. Það er yfir-
ritarj Hjálpræðishersins í Dan-
mörku, Mr. Alfred J. Benwell,
oberstlautenant. Hann er nú á
Austurlandi og kemur þaðan á Es.
íslandi. k, . , .