Vísir - 18.09.1926, Qupperneq 3
VlSTR
jpostulínshollapör 0 50
Oihkar steuitau 0 40. Matur- Kaffi-
og þvottastell og allar aðrar leir-
vörur <'dvrastar í versl.
ÞÖRF Bverflsgötn 56.
Suni \U1.
liúsdýr handa íslendingum. Ganga
jþau úti allan tíma árs, og eru vön
meira vetrarríki heldur en algengt
er hér á landi. Eiga hjarðir þess-
ar aö koma í staö útigangssauö-
.anna gömlu, sem nú eru víöast
hvar undir lok liönir, og stóö-
hrossanna, er veriö hafa vonar-
peningur og olnbogabörn bænda,
<jg eru nú lítt seljanleg oröin.
Mundu hreindýr og sauönaut reyn-
ast arðmeiri en bæöi hross og
sauðir, og afföll og fyrirhöfn
ólíku minni. Mætti á næstu io ár-
nm fá mikla reynslu og verömæta
nm alt það er aö þessu lýtur, sér-
.staklega þar sem t. d. hreindýra-
máliö má telja vel undirbúiö á alla
•vegu. Eru nú full 20 ár, síðan því
var hreyft á ný hér á landi. En
það var eigi fyrr en síðastl. haust,
.að skriður nokkur komst á mál-
ið, og veröur það tæplega kveðið
ciöur héðan af, enda væri það
dhörmuleg fásinna
Sama er að segja um sauðnaut-
Ín. Það mál er einnig gamalt hér
á landi. Minnir mig, að einhver
lagaheimild sé til um fjárveitingu
íil þessa fyrirtækis (um 1910). Var
það Jon sál. Ólafsson, er beitti sér
fyrir því á Alþingi. Myndi eigi
reynast ókleift að fá lítinn hóp
'Sauönauta frá Grænlandi. Er mér
nokkuö kunnugt um það atriöi.
Færri en 10 mættu dýrin eigi
•vera. Og þótt þau yrðu nokkuð
<dýr (t. d. um 1000 kr. hvert, eða
svo), yrði það þó engin geisi-
■upphæð í eitt skifti fyrir öll. Enda
yrði þá stofn þessi að líkindum
eign ríkisins, og seldi það síðan
stofndýr bændum út um land.
Þar eð það myndi eflaust verða
hálfar og ung dýr, er hingað flytt-
ust, ætti þegar að stefna að því,
að temja,þau eins og aðra naut-
gripi, og myndi það eflaust takast.
Bendir reynslan um það, hve
skjótt sauðnautskálfar hafa orðið
gæfir og mannelskir á skipsfjöl
hjá nprskum veiðimönnum, greini-
Jega í þá átt.
Er hér bent á tvö mikilvæg
framtíðaratriði í búnaði vorum,
sérstaklega í fjallasveitum, og
ætti með því nýtt landnám að rísa
upp víða, þar sem nú liggja eyði-
hýli tugum saman („heiðabýlin").
Væri æskilegt, að næsta Alþingi
reyndist svo víðsýnt, að það veitti
t. d. 15000—25000 kr. til þessa
hvortveggja, og myndi sú verða
iraunin á, að fáu fé ríkisins hefði
verið betur varið.
Mér jiykir mjög vænt um, að
farið er að hreyfa málum þessum
í blöðum vorum. Hefi eg verið
talsvert við ]iau riðinn síðustu 20
-árin, sérstaklega þó hreindýra-
rnálið, og tel mig því all-kunnug-
an helstu atriðum þess. Vona eg,
að skynsamlegar umræður í blöð-
unum vérði til þess að vekja
skilning manna og áhuga fyrir
þessu mikilvæga þjóðnytjamáli,
og knýja Alþingi og stjórn til
nauðsynlegra fjárframlaga, svo að
þessum fyrirtækjum báðum verði
á. stofn komið hið bráðasta.
Helgi Valtýsson.
Te
f Peeks Camels Brand
er það besta, sem til lanusins hetur flust.
Fyrirliggjandi hjá
H. Benediktsson & Co.
Sími 8 (þrjár linur).
SPRATTS
hænsafóðup
gefur betri árangur en nokkur önnur fóöurtegund.
Fæst í
Versluninni Von.
Emkasalar á Islandi:
F Q Kjartanssou & Co.
TMUMÞH
jnitttjsiiiuuNiauiHiMiiiiffliinimiHiiuiitHMuiwiiJiHiiuii
á"llluinm
§
ili
Hessian, 72 þui
ódýrastan í heildsölu, selur
Hálarinn.
L,
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. II, síra
Bjarni Jónsson. Kl. 5, síra Frið-
rik Hallgrímsson.
í fríkirkjunni í Reykjavík, kl.
5, síra Árni Sigurðsson.
í Landakotskirkju : Hámessa kl.
9 árdegis og kl. 6 síðd. guðsþjón-
usta með prédikun.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl.
2 síðd., síra Ólafur Ólafsson.
Veðrið í morgim.
Hiti í Reykjavík 8 st., Vestm.r
eyjum 7, fsafirði 7, Akureyri 9,
Seyðisfirði 7, Grindavík 9, Stykk-
ishólmi 9, Grímsstöðum 7, Rauf-
arhöfn 7, Hólum í Homafirði 7,
Þórshöfn í Færeyjum 10, Angmag-
salik (í gær) 4, Kaupmannahöfn
15, Utsira 12, Tynemouth 15, Wick
14, Jan Mayen 4 st. — Mestur hiti
í Rvík síðan kl. 8 í gærmorgun 12
st., minstur 5 st. — Úrkoma mm.
2,9. — Loftvægislægð yfir norð-
vesturlandi. Hreyfist hægt til aust-
urs. — Horfur: f dag: Vestlæg
og norðvestlæg átt, viðast þurt
veður á suðvesturlandi. Norðaust-
an og skúrir á norðvesturlandi.
Hæg vestanátt og gott veður á
Austurlandi. — í n ó 11: Norð-
læg átt. Þurt veður á suðvestur-
landi. Allhvass norðan með skúra-
gangi á norðvesturlandi. Sennilega
skúrir á Norðurlandi, en þurt á
Austurlandi.
Norður Sprengisand
fóru þeir nýlega fótgangandi
lístamennirnir Finnur Jónsson og
Tryggvi Magnússon, og kom
skeyti frá þeim í gærkveldi. Voru
þeir þá komnir til Akureyrar, heilu
og höldnu, en áður höföu menn
verið farnir að óttast um þá, því
að engar spurnir gengu af þeim
frá því er þeir lögðu upp úr Skaft-
ártungu 2. þm. — í gærkveldi
komu hingað tveir menn austan
frá Fiskivötnum, og höfðu þeir
hitt listamennina við Tjaldvatn.
I. ögðu þeir þaðan á fjöll 9. þ. m.
J. Sörensen,
sjóliðsforingi, heldur fyrirlestur
um Austur-Grænland á morgun kl.
ZJ/2, í Nýja Bíó. Aðgangur 1 kr.,
fæst við iimganginn.
Ofsaveður.
var í Fljótshlíð í fyrradag, og
fauk eitthvað af heyi á sumum
bæjum, en lítil hey voru úti.
Sigurður Sigurðsson,
búnaðarmálastjóri, er um þessar
mundir að kynna sér búskap á Jót-
landi.
Munið Elliðavatnsför
st. fþöku, á morgun kl. 1, frá
Goodtemplarahúsinu, ef veður
leyfir: Ungir og gamlir með.
Gjöf
til fátæku ekkjunnar, 10 kr. frá
J. Þ.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 2 kr. frá K. K.,
2 kr. frá N. N.
Fyrirlestur
um Austur-Gfræuland
með mörgum skuggamyndum held-
ur sjóliðsforingi J. Sörenseu í
Nýja Bíó á morgun kl. 3x/g.
Aðgöngumiðar á 1 kr. verða
seldir við innganginn.
K. F. U. M.
ALMENN SAMKOMA annað
kveld kl. 8</2.
Allir velkomnir.
Akraues kartöflor
og rófor
ódýrastar í
versl. I Hflismlasonar.
Sí 1 i 149. Grettisgötu 38.
NýkoiBBa?
i Patbúðina
mjög fallegar og ódýrar vetrar-
kápur. Einnig stórt úrval af ryk-
kápum, regnkápum, kjólum, mjög
fallegum, á kr. 15.00, — svuntum,
golftreyjum, sokkum, hönskum o.
m. fl. — Alt nýtísku vörur með
lægsta verði í borginni. — Komið
og sannfærist. — öll samkepni
útilokuð. — Best að versla í Fata-
búðinni.
Vandað þungbygt
Piauó
til sölu.
Fálmar ísólfsson
Sími 214.
Akraneskartöflur 1 smósölu og í
jiokum á 12 kr. pokinn. Gulrófur
"unnan af Strönd.
FyrirlUgjandi
Vou og Brekkustíg 1.
„Geysir“
(miðstöðvareldavélar.
Þeir sem hafa hug á að hita
hús sín með n iðstöðvarhitun ættu
að athuga „Geysir‘‘ nnðstöðvar-
eldavélarnar.
Johs. Hanseus Euke.
KKJst,-.otKHt* 1i00tKKK'!tHtHt^t*;*t»y'«'-r;t*.t
NÝTT
Getum nú eftirleiðis tekið
myndir til stækkunar.
Ágæt vinna, hvergi ódýrari.
Sportvöruhús Reykjavíkur.
(Einar Björnsson).
visisKaffið gerir alla glaíla.
Orgel til leigu á Ránargö.tu 17,
niðri. (585
| TILKYNNIN^™"j
Nokkrir hestar verða teknir á
elaisfóður. Uppl. hj'á Skúla Thor-
árensen, Laugaveg 49. (587
Gisting fæst á Vesturgötu 14 B.
Inngangur frá Tryggvagötu. (167
Bifreiðaferðir til og frá Hafn-
arfirði allan daginn. Nýir bílar
„Nash“ og „Flint“ — Afgreiðsla
i Hafnarfirði við Strandgötu á
móti Gunnarssundi. Sími 13. —
Einnig bilar til leigu. Hvergi eins
ódýrt. Nýja Bifreiðastöðin. Kola-
sundi. Sími 1529. (237