Vísir - 25.10.1926, Blaðsíða 3
yisiR
Mánudaginn 25. okt. 1926.
Sigur frjálslyndra
i Canada.
—0—
, Um mi'Sjan september fóru fram
kosningar í Canada, og var undir-
róðurinn skarpari en dæmi eru til
nokkurn tíma áöur, og er þá mik-
iö sagt. Foringi frjálslyndra, Mac-
kensie King, var sakaSur um makk
viö brennivínssala, Meighen, for-
ingi íhaldsmanna og stjórn hans
um stjómarskrárbrot, og sjálfur
landstjórinn, Byng lávar'ður, slapp
eigi heldur við ofsóknir, enda þótt
hann hefði ekki annað til saka
unnið en að nota lagaákvæði, sem
almenningur hélt aS væri úr gildi
gengiö fvrir löngu. MáliS, sem
kosningarnar einkum snerust um,
var afstaSan til Bandaríkjanna og
kosningarnar eru taldar þýSingar-
miklar fyrir sambúS nágranna-
þjóSanna framvegis. Frjálslyndi
flokkurinn hefir sigraS, og meS
honum sú stefna, aS hafa skifti
viS Bandaríkjamenn.
Frjálslyndir sátu aS völduin í
Canada 1921 til hausts 1925, —
höfSu þá aöeins 1 atkvæöis meiri
hluta yfir andstööuflokkana, —•
ihaldsmenn og framsóknarmenn
(progressivista) — sameinaSa. Á
þeim árum jókst mjög smyglun
frá Canada til Bandaríkjanna; hún
hafSi byrjaS eftir aS whisky-
brugghúsunum í Bandaríkjunum
var lokaö, þá er banniS gekk í
gildi. Canadamenn laumuSu whis-
kýi suSur yfir landamærin í stór-
um stíl, og fundu nýjar leynileiö-
ir yfir landamærin, þar sem ekki
var hætta á tolleftirliti. En jafn-
framt keyptu þeir af Bandaríkj-
unum ýmsar tollskyldar vörur og
smygluSu þeim noröur yfir landa-
mærin. Smyglarnir uröu stórríkir
menn, en Canada tapaöi stórfé viS
tollsvikin, — aS líkindum 30 mil-
jónum dollara á ári aS meöaltali.
Og frjálslyndu stjórninni tókst
ekki aö ráöa viS þettnan ófagnaS.
Þvert á móti komst þaö upp, aö
ýmsir embættismenn, og sumir
hátt settir, voru viö smyglunina
riönir.
Þetta réS einkum kosningaósigri
Mackenzie King haustiS 1925. I-
haldsmenn unnu mörg þingsæti,
og höfSu eftir kosningarnar alls
116 sæti, King fékk 101 og fram-
sóknarmenn 24, Enginn flokk-
ur hafSi þó hreinan meiri hluta,
síöur, meS aöstoS framsóknar-
manna, — en þaS er bænda-
flokkur. RéSu þeir mestu í
stjórninni og hefir löggjöfin eink.
um unnið aö ýmsum hagsbótumi
fyrir bændur, undir þessari stjórn,
lækkaö tolla á landbúnaðarvélum
og því um líkt.
En framsóknarflokkurinn er
vinveittur banni, og sáu nú íhalds-
menn sér leik á borSi: aS æsa
hann upp gegn frjálslyndum og
nota hlífS Mackenzie King viS
smyglana sem vopn. Nefnd var
skipuð til aö rannsaka smyglunar-
máíiS og vantraustsyfirlýsing til
stjórnarinnar borin fram, vegna
afstööu hennar til þessa máls. Atti
framsóknarflokkurinn nú úrvöndu
aS ráSa, hagsmunir þeir, sem þeir
höfSu af stjórninni og hugsjónin
í bannmálinu rákust á. Flokkurinn
klofnaSi og stjórnin meisti meiri
hluta sinn viö atkvæSagreiösluna.
Mackenzie King, stjórnarformaö-
ur, fór þá til landstjórans og vildi
láta rjúfa þingiö, en hann kaus
söcooooííotiötsööíiíioöíioíiooííoísíiíiííísöísooíjíioíitíííoísííöooaoooísíiíj;
Nýjasta nýtt!
o
« Bráðnauðsynlegt hverjum Kjólreiða—
% manni I
| Allar slönguviðgerðir óþarfar I
| Hvaö ei* Gúmmílysin??
st
>t
>t
GTJMMILYSIN iagar af sjálfti sér allar skemdir á slöngum
fyrirhafnarlaust, hvort sem þær orsakast af nöglum, gler-
bi'otum, hvössum steinum eða þess hóttar.
GTJMMILYSIN gerir allar slöngur loftþéttar þó óþéttar séu
og gerir þær mjúkar eða þensluliprar, þannig, að gamlar
ónýtar slöngur verða nothæfar.
GC3IMILYSIN varnar loftinu að sylra út, eykur haldgæði
togleðursins og veitir þannig hjólreiðamanninu 11 ýms þæg-
indi sem spara tima, peninga og erfiði
GUMMILYSIN geta allir nolað fyrirhafnarlitið. Nákvæm
notkunaraðferð er prentuð á hvern pakka (öskju)-
VERÐ: 1 askja: 1 kr.
Er nægileg ií eina lijólliestsslönga í eitt ár. !*annig
nægja 2 öskjur fyrir hjólhcstinn, fyrir mótorhjólliest 4
öskjur í eitt ár. Hiö lága verð Gummilysíns liverfur,
er það er horið saman við hina miklu kosti þess
Fæst hjá aðalumboðsmanni
Guðm. Péturssyni nuddi.
Eskifirði.
Fæst fyrst utn sinn hjá aðalumboðsmanni pr. borgun eða eft-
irkröfu, uns útsölumenn koma i Rvik og öðrum kaupstöðum
landsins.
>OOOOOOOOOOOOOí>OOQOOOOOOO!>ÍK>£>OOOOOOOOOOOOaOOOOOOOOOOOí
fremur aö láta þingið sitja áfram
og fela íhaldsmönnum að mynda
nýja stjórn. Og Meighen tók það
aö sér.
Hann myndaði stjórn af utan-
þingsmönnum til þess aö veikja
ekki flokk sinn í þinginu, því að
þingmenn sem taka ráðherrastöðu
missa atkvæðisrétt. En eftir
nokkra daga beið stjórn þessi
ósigur i þinginu. Og þá var ekki
annars kostur en að láta nýjar
kosningar fara fram. En bæöi
frjálslyndir og framsóknarmenn
telja, að landstjóranum hafi veriö
óheimilt aö neita að rjúfa þingið
þá er King fór fram á það. En
hann ber fyrir sig ákvæði, sem
stafar frá þeim tíma er Canada
var nýlenda en ekki sjálfstætt
sambandsríki i breska heimsveld-
inu, — ákvæði sem ekki hefir
verið notaö í hundrað ár.
Kosningarnar uröu stórsigur
frjálslynda flokksins.
Og nú mun mega ganga aö því
vísu, aö Canada og Bandaríkin
lækki tollana gagnkvæmt og sam.
vinna þessara þjóöa aukist stór-
lega, einkum á verslunarsviöinu.
Frjálslyndi flokkurinn á aöalstoö
sína meöal bænda, og þeir eru
mergurinn í þjóðinni. Canada er
búnaðarland og á alla framtíö sína
undir landbúnaöinum. Canada
þarf erlendan markað fyrir af-
uröir sínar og bændur eru þvi aö
kalla eindregið fylgjandi toll-
lækkun og mótfallnir öllum höml.
um á versluninni við aðrar þjóö-
ir. Er því spáö, aö frjálslyndi
flokkurinn muni halda völdunum
lengi, eftir sigurinn.
garnifl ii spítðlðH
Sé ég inn í salinn stóra
sjúkra rúm til beggja handa.
Heyri stunur hrygöar ekka,
horfi i andlit föl og mögur.
lnst viö gluggann eitthvaö bærist
ofurlitlar hendur hvítar,
lítil stúlka á lágum beöi
liggur þar meö fölar kinnar.
Brjóstiö veika, þunga, þreytta,.
þjakað er af líðaninni.
Enginn veit um ekkann sára
eða tár um langar nætur.
Augun stara út að dyruiu,
angur fyllir hjartað sjúka,
þrá til mömmu að mega fara
rnegnar engin hönd að græða.
Dagur líöur, dvína ljósin,
draumaróin þráöa kemur,
engill svefnsins arma sína
yfir litla vinu breiöir.
Ótt og títt hún anda dregur,
óráöshjal af vöruni líður,
oröin slitrótt fram hún færir,
fylgjúm eftir barnsins tali.
„Mamma, mamma, hugur hlakkar
heim til þín aö mega fara.
Loksins er ég læknuð meinum
lífiö nýjan kraft mér færir.
Mamma, haltu í hendur mínar,
heim í skyndi vil ég fara.
láttu mig svo aldrei oftar
annarsstaðar vera en héima.
........
Svendborgar-
olnar
eru að flestra dómi bestir.
Margar gerðir
fyrirliggjandi.
í Johs.HansensEnke,
Laugaveg 3. Sími 1550.
'■HMBBBEBEBnHSBBBHnUi
Pottar
16—32 cm., katlar 1—6
litra, kafiikömmr 1—3 litra,
mjólkurbrúsar 1—5 lítra,
skaftpottar, pönnur, grótsáld
(dörslag), spaðar, ausur, mál
og allskouar alumínlum bús-
áböid.
Ódýrast hjá
K. Einarsson & Björm.
Bankastr. 11.
Mamma, mamrna, líttu á ljósin
loga um allan himingeiminn.
En birtan mesta bíður heima,
blessuö flýttu þér aö koma.
Mamma, mamma, heyrðu hljóminn
hundraö þúsund radda kliöur,
lof og dýrð i lofti syngja,
líöur um mig drottins friður.
Mamma, mamma, sjáöu, sjáöu,
svífa englaliðið bjarta
inn um stóra hallar-hliðið.
Hefurðu nokkuð fegra litið?
Sjáðu, sjáöu, mamma, mamma,
mildur drottinn á mig lítur,
út til mín hann arma réttir
og mig leggur sér aö hjarta.
Manima, mamma, helgir heirnar
huga niínúm opnir standa,
gæskuríkur guð er hjá mér,
geislabaug hann úm mig vefur.“
Gangið hljótt um gólfiö inni,
guös í ótta nemiö staðar.
Dauðans engill dyrnar opnar.
Drattmur barnsins er að rætast.
GuÖrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti.
Hitt oí Þetta.
---0--
Um ísland
hefir Emil Walter sendisveitarrit-
ari Tjekka í Stokkhólmi skrifað
langa grein og fróðlega i hiö
vandaða vikublað „Zlatá Praha“
í Prag, 23. september. Er þar ítar-
lcga sagt ftá landnámi Islands og
sögusöngum um landið áður en
bygging Norðmanna hófst, og
raktir helstu þættir stjórnmála-
sögu landsins fram á vora daga.
Þá er sagt frá atvinnuvegum þjóð-
arinnar nú, fiskveiðum og land-
búnaði og að lokum drepið all-
itarlega á bókmentir þjóðarinnar,
einkum til forna. Á háskólann er
minst, og getið prófessoranna Sig-
urðar Nordal og Páls Eggerts Óla-
sonar.
Tuttugu myndir frá íslandi
fylgja ritgerðinni. Þar eru myndir
aí sögustöðunum Borg á Mýrunt,
Reykholti, Odda, Hlíðarenda og
Bergþórshvoli, frá Reykjavík eru
myndir af mentaskólanum, dóm-
kirkjunni, stjórnarráðinu, minnis-
merki Ingólfs, laugunum og veð-
reiðum við Elliðaár, frá Vest-
mannaeyjum myndir af Helgafelli
og Bjarnarey. Ennfremur eru
myndir af Tröllafossi, Gullfossi,
Tunguhver, Kirkjubæjarklaustri,
íslenskum skautbúningi o. fl. Eru
þær góðar og vel prentaðar. —
í sama riti kom i sumar þýðing
eftir Walter á Völundarkviðu.
Eignir þýsku keisaraættarinnar.
Nýlega var lagt fyrir prúss-
neska landsþingið miðluuarfrum-
varp um bætur þær er Prússar
. skuli greiða Hohenzollern-ættinni.
í fýrra lá nærri að gerður væri
SykursaltaS kjöt kom nú aS
norðan. Þelta hefir verið talið
langbesta kjötið sem flust hefir
hingaðjtiljjbæjarins, og þó ódýrt.
í hverri tunnu er vigtin 130 kiló
innihald (slögin liggja ofan á.)
Von.
Sirni 448 (tvær linur).
samningur um, að keisaraættin
fengi um 830 ferkm. lands og 30
miljón mörk í reiðu fé, en frum-
varp það, sem nú liggur fyrir, fer
þó elcki eins langt. Keisaraættin
vill nú ganga aö samningum uni
að fá 15 miljón mörk og um 500
ferkm lands, og er talið líklegt
aö meiri hluti þingsins muni fela
stjórninni að taka því boði.
Keisarafjölskyldan verður ekki
alveg á nástrái, er hún fær þetta
hjá Prússum einum, því víðar
koma henni bitlingar.
Annars hefir sonarsonur keis-
arans, elsti sonur krónprinsins,
nýlega orðið til þess, að háttsett-
ur Þjóðverji, Seeckt hershöfðingi,
sem var forstjóri ríkisvarðliðsins,
hefir mist stöðu sína. Komst það
upp að prinsinn tók þátt i æfing-
um ríkishersins, og vakti það vit-
anlega feikna grémju allra lýð-
veldishollra manna, er vitna til
þess, að ættingjar Napóleons III.
hafi verið gerðir landrækir um
aldur og æfi, hyað þá að þeir hafi
fengið stöðu í landinu, i hernum
eða við önnur störf. Hermálaráð-
herrann treystist ekki til að bera
blak af Seeckt og varð enginn til
að mæla tiltækinu bót, Og var þó
Seeckt i uppáhaldi hjá landsmönn-
um.