Vísir - 12.11.1926, Blaðsíða 2
VÍSJR
Höfnm nú íyrtrliggjandi:
Kerti, Blne Cross, XXX, steartBe
Flestir munu kannast við þessi kerti, sem eru írá
fonfflkUjke Mt im
GúmmistirnpJ a?
fást í Félagsprentsiniðjunni.
Sækið ei það til útlanda, sem hægt ei
að fá jafngott og ódýrt hér á landl
Pientim fslenskra
fornriti.
íslendingar mega þakka það
einum manni, Sigurði Krist-
jánssyni bóksala, að þeir eiga
ódýrar útgáfur af Islendinga-
sögum, Eddum og Sturlungu.
Ef þeir vilja eignast önnur forn-
rit, verða þeir að kaupa dýrar
útgáfur, sém varla fást nema
erlendis, eða sitja um þau fáu
eintök, sem seld eru stöku sinn-
um á uppboðum, og þá oftast
við ránverði.
Margir menn eru farnir að
finna, að þetta sé gersamlega ó-
viðunandi, og sumir eru svo
stórhuga (t. d. pórbergur pórð-
arson), að þeir vilja láta prenta
öll íslensk fornrit fyrir árið
1930. — Að visu væri það mjög
æskiiegt, en þó að prentunin
stæði nokkuru lengur, — t. d.
áratug, — þá væri þó vel að ver-
ið. Miklu skiftir, að verkið sé
skynsamlega upp tekið og með
ráði „hinna vitrustu manna“,
því að þá má ætla, að því reiði
vel af, og ekki má það dragast
lengur en til næsta árs, að haf-
ist sé handa í þessu efni. Prent-
un hinna fornu rita hlyti að
svara kostnaði, en þó þyrfti að
leggja allmikið fé til hennar í
fyrstu, sem ekki mundi heimt-
ast inn fyrr en að nokkurum ár-
um liðnum. pess fjár mætti afla
á marga vegu, en mér finst rétt-
ast, að landið léti þar ríflega af
mörkum, og mætti það vera lán,
er síðar greiddist. pá mætti að
sjálfsögðu vænta styrks af sátt-
málasjóði til útgáfunnar, og
Bókmentafélagið mundi og
leggja eitthvað af mörkum — ef
þurfa þætti. Loks gæti komið
til mála að leita almennra fjár-
framlaga til þess að hrinda mál-
inu sem fyrst í framkvæmd.
Ráðtegt væri að safna áskrif-
öndum um land alt að ritum
þessum, og eins að útvega öt-
ula og trúa umhoðsmenn til
þess að annast sölu þeirra, við
sanngjörnum ómakslaunum.
Hinar fornu bókmentir hafa
jafnan verið taldar dýrmætasti
arfur íslendinga, og það má
varta minna vera, en að þeir
helgi sér hann með því að gefa
ritin út í samstæðri, vandaðri
útgáfu.
Jl.
Júlí—desemher 1926.
Með þessu hefti er lokið 7.
árgangi „Morguns“. Ekki verð-
ur um það deilt, að ritið hefir
frá upphafi vega sinna vakið
mjög marga menn til alvar^
legrar íhugunar um andleg mál-
efni. pað hefir rótað upp í sál-
um manna og þyrlað út í veður
og vind talsverðum hluta þess
mikla, þykka ryks, sem æva-
gamall trúmálasvefn og skeyt-
ingarleysi um andleg mál höfðu
lagt yfir hugi alls almennings.
Að þessu leyti hefir timaritið
vafalaust unnið mikið gagn. —
pað kemur því úr hörðustu átt,
er prestar vorir sumir og guð-
hræddir menn ýmsir hafa verið
að aniast við því og starfsemi for-
göngumanna spiritismans hér á
landi. Kenningar sálarrann-
sóknamanna hafa áreiðanlega
orðið margrisyrgjandimanns-sál
til mikillar huggunar, bæði hér
á landi og viðsvegar um heim.
Og það er ekki lítils virði, hvað
sem kann að vera um sannindi
kenninganna. Hitt er ekki nema
eðlilegt, þó að fjöldi manna efist
um, að fyrirbrigði þau, sem sál-
arrannsóknamenn telja að
stafi frá vitsmunaverum á öðr-
um lífsskeiðum eða í öðrum
heimi, stafi þaðan í raun og
veru, þvi að alt þess háttar er
örðugt að sanna. En geta má
þó þess, að margt er það í ver-
aldlegum efnum, sem talið
mundi fullsannað með ekki
gildari rökum en þeim, sem
fram hafa verið borin af sálar-
rannsóknamönnum um það, að
samband hafi náðst við fram-
liðna menn.
Sá, sem þessar línur ritar,
kannast fúslega við, að hann
trúir engu staðfastlega um ann-
að líf eða tilveru í nýjum heimi,
hvorki kenningum sálarrann-
sóknamanna, guðspekinga,
kirkjunnar né neinna annara.
— Iiann er af trúuðu foreldri
kominn, en var látinn læra
„Helgakver“ í æsku og það
hafði þau áhrif á hann, að hann
gat ekki fengið sig til að hugsa
alvarlega um eilífðarmálin ára-
tugum saman. Og hann hefir
ekki náð sér til hlítar enn. Svo
megn var óbeitin og svo lengi
búa menn að fyrstu gerð. —
En hvem veg sem menn al-
ment líta á kenningar sálar-
rannsóknamanna í sambandivið
nýtt líf eftir dauða líkamans, þá
verður þvi þó ekki neitað, að
ýmsir miklir andans menn úti
um víða veröld og eins hér
heima liafa aðhylst stefnu þeirra
og léð henni fylgi, beint eða ó-
beint. — Og „Morgunn1 hefir
flutt fjölmargar ágætar ritgerð-
ir um sálarrannsóknirnar, sum-
part þýddar, sumpart frum-
samdar. Með þessum hætti lief-
ir hann aukið þekkingu manna
og forvitni um andleg málefni.
Ritstjóri „Morguns“ hefir frá
upphafi verið einhver allra besti
rithöfundur þjóðarinnar síðustu
áratugina, Einar Hjörleifsson
Kvaran. — parf ekki að lýsa
því, að öllum þorra manna þyk-
ir gaman að lesa alt sem hann
skrifar. Jafnvel römmustu and-
stæðingar lians hafa orðið við
það að kannast, að hann skrifi
að jafnaði hverjum manni het-
ur og segi svo vel frá, að ekki
hafi verið lengra komist af vor-
um mönnum ú síðari tímum. —
Hann er og umburðarlyndaiii
við andstæðinga sína en flestir
menn aðrir og vægur í dómum.
— Allir þessir kostir hans hafa
komið frain og notið sín vel í
flestu þvi, sem liann hefir skrif-
að í „Morgun'4. Margiír aðrír
ágætir menn hafa og lagt til
efni í tímaritið og verður ekki
fjöljæt um það hér. —
Að lokum skál tilfært efnis-
yfirlit síðasta „Morguns“:
Einar H. Kvaran: „Nolckur
atriði úr utanför minni“ (er-
indi). — Ragnar E. Kvaran:
„í fangelsi“ (prédikun). —
Tveir kunningjar: „Hitt og
þetta, samantekið og þýtt“. —
G. Vale Owen: „þekking nýlát-
inna manna“. „Nýstárleg páska-
ræða í biskupakirkjunni ensku“.
— Ðaníel Jónsson: „Einkenni-
Ieg sálrmn reynsla“. — Gunnar
Sigurgeirsson: „Kolamolinn og
gesturinn“. — Einar H. Kvaran:
„Slcygna konan í Helgárseli“. —
Sami: „Margrét Thorlacius frá
Öxnafelli“. — „Ritstjórarabb
Morguns um hitt og þetta“. —
Haraldur Níelsson: „Skrá yfir
100 erlend orð, er að sálarrann-
sóknum lúta“,
Gangleri.
afhjúpuð í Hafnarf jarðarkirkju.
Síðastliðinn sunnudag var af-
hjúpuð, í Hafnarfjarðarkirkju,
tafla sú, sem gerð hefir verið
til minningar um menn þá, sem
fórustábotnvörpuskipinu Field-
marshal Robertson, en þeir
voru bæði enskir og íslenskir,
sem kunnugt er, og eru nöfn
þeirra allra letruð á töfluna, en
fánar beggja landa, Bretlands
og íslands eru greyptii- efst á
töfluna.
Félag útgerðarmanna botn-
vörpuskipa í Hull, — „The
Hull Steam Trawlers Mutual
Insurance and Protecting Com-
pany Ltd.“, — hefir gengist fyr-
ir því, að minningartaflan var
gerð, og fekk leyfi sóknarnefnd-
arinnar til þess að hún yrði
geymd í Hafnarfjarðarkirkju,
með þvi að skipið Fieldmarshal
Robertson var gert út frá Hafn-
arfirði, þegar það fórst.
Gefendurnir báðu breska kon-
súlinn i Reykjavik, hr. Ásgeir
Sigurðsson O.B.E, að afhjúpa
UPPBOÐIÐ
heldur áfram í dag.
JÓH. ÓL&FSSON & C0.
minningartöfluna í þeirra nafni,
og fór sú athöfn fram að við-
stöddu miklu fjölmenni, þegar
guðsþjónustugerð var lokið.
Um leið og breski konsúll-
inn afhjúpaði minningartöfluna,
mælti hann nokkur orð og
sagði m. a. að gefendurnir vildu
með þessu varðveita minningu
hinna látnu manna og jafn-
framt sýna ættingjum þeirra
og vinum samúð í sorgum
þeirra. Eftir það flutti prófast-
urinn sira Árni Björnsson hjart-
næma ræðu og að henni lok-
inni var sunginn sálmurinn
„Hærra minn guð til þín“, og
var athöfn þessi liin hátíðleg-
asta og ógleymanleg þeim, sem
við voru staddir.
íslendinqahnsið
i Óslé.
—o—
íslendingafélagiS í Osló hefir
undanfarin ár eflt til sjó'Sssöfnun-
ar í því skyni, aS koma á stofn
„íslendingahúsi“ þar i borginni.
Hefir félagið notiö góös tilstyrks
„Norræna félagsins“ í Osló, um
fjársöfnun og annan undirbúning
ínálsins. Er tilætlunin meS húsi
þessu, aS þaS verSi miSstöS og
aSsetur íslendinga í Osló, náms-
manna og ferSamanna, er þangaS
leita, t. d. kaupsýslumenn o. a., og
einnig aSsetur íslenskra erindreka,
hverju nafni sem nefnast. Má telja
vist, aS þvílík húseign yrSi ómet-
anlegur fengur fyrir land vort og
. þjóS á ótal vegu, enda liggur þaS
i augum uppi. —• Er stór furSa, aS
íslendingar skuli t. d. eigi hafa
komiS sér upp eigin húsi í Kaup-
mannahöfn fyrir löngu, eins fjöl-
mennir og þeir hafa veriS þar tu»
langan aldur. —
MeS aSstoS „Norræna félags-
ins“ hélt fslendingafélagiS í Osló
tvær skemtisamkomur í fyrra td
fjársöfnunar. Mun félagiS hafa átt
í sjóSi um kr. io.ooo viS síSustu
áramót, og auk þess loforS um
einhverja ákveSna fjárupphæS, er
til húsakaupa kæmi. Var sjóSur
félagsins undir umsjón dr. R.
Tommesen ritstjóra, formanns
„Norræna félagsins", og T.Christ-
eusen, formanns Bændaungmenna-
félagsins í Osló. Iiafa báSir þess-
ir menn og margir fleiri stutt ís-
lendingafélagiS rækilega aS þessu
starfi.
FormaSur íslendingafélagsins í
Osló er Ingimundur Eyjólfssoa
ljósmyndari, Árnesingur aS ætt,
er veriS hefir í Noregi alt aS því
mannsaldur. Hefir hann beitt sér
fyrir húsmáli þessu meS miklum
áhuga, enda er þetta eindregiS á-
hugamál og þjóSmetnaSur allra
góSra íslendinga í Osló. Er mér
kunnugt um, aS félagsstjórnin
hefir leitaS hófanna um undirtekt-
ir hér heima, og gerSi hún sér í
fyrra vonir um góSar undirtektir.
M. a. höfSu 2—3 kunnir stjóm-
málamenn heitiS fylgi sínu um
styrkbeiSni til Alþingis, Einnig
hafSi félagsstjórnin leitaS til
m.S//
nýkomnar.