Vísir - 30.12.1926, Page 3
Y ISIR
Eg skora því á næsta Alþing,
aS ráSa aö minsta kosti aS ein- p
liverju leyti, bót á þeim göllum,
sem nú virSast standa þessu máli
mest fyrir þrifum, og koma þvi
á betri rekspöl. En eg sé enga
leiS betri, en aiS landiS reki sjálft
■stö'Sina, undir stjórn Landsímans,
og þá fyrst og fremst meS það
fyrir augum, aS þaS geti orSiS
<okkur menningarmeSal, þannig
fyrir komiS, ef mögulegt er, aS
þaS geti orSiS sem flestra eign,
því þaS ætti t. d. i þessu umhleyp-
ínganna landi, aS geta komiS
fjölda fólk? aS mjög miklu liSi
^gagnvart veSurspám o. fl. ÞaS
getur og dregiS úr mestu einangr-
uninni i sveitunum og hjálpaS til
,aS halda fólkinu þar; þó ekki væri
um annaS aS ræSa, væri þaS stór-
■ lcostlega mikill ávinningur.
Ó.
Bitfregn.
Freysteinn Gunnarsson: Dönsk
orðabók, meS íslenskum þýS-
ingum. OrSabók Jónasar Jón-
assonar og Björns Jónssonar
aukin og breytt. Reykjavík
1926. jOtgefandi: ísafoldar-
prentsmiSja h.f.
Þrjátíu ár eru liSin síSan, aS
orSabók Jónasar Jónassonar og
Björns Jónssonar kom út, og er
hún nú uppseld fyrir mörgum ár-
um. Þaö var þvi hin mesta nauö-
syn, aS fá nýja danska oröabók,
•og ísafoldarprentsmiSja hefir ver-
iS heppin í valinu, er hún réS
Freystein kennara Gunnarsson til
starfsins. Hann hefir samiö orSa-
bókina upp, svo aö hér er um aö
tæSa í raun og veru alveg nýja
oröabók, þó aS auðvitaö hafi oröa-
bók J. J. og B. J. veriS til stuSn-
ings. En höf. hefir bætt iiin fjölda
•cröa, breytt þýðingum og aukiö
viö, og þar hygg eg, aS svo miklu
leyti sem eg get um dæmt eftir
ónákvæma skoSun bókarinnar, aS
tionum hafi tekist best. Til dæmis
get eg bent á þýSingarnar viS orö-
ið „Stemning", sem sumum hefir
reynst svo vandþýtt, aö þeir hafa
viljaö taka þaö upp, á íslenslcu
tnáli. En villan er sú, aS vilja fyrir
hvern mun hafa eitt orS yfir hvert
einstakt orS í útlendum málum,
■hvaS margar merkingar, sem þaS
orö hefir, en slíkt er auSvitaö ekki
unt,því aö málin ganga viSaámis-
vxxl. En aS vísu væri þá hægara
aö þýöa af einu máli á annaö, ef
ekki þyrfti annaS en fletta upp i
oröabók og taka þar eitt orð, sem
gæti átt við allar merkingar út-
lenda orðsins. En eins og er, verö
ur maöur aS velja úr þeim merk
ingum, sem útlenda oröiS hefir,
og reynir þar á hugkvæmni manna
Og skilning á efninu, — aS vita,
hvert islenska orðiö á viS í hvert
skifti. — Orðabækur eru til tvenns
r.ytsamlegar, i fyrra lagi þess, aö
afla sér fróSleiks um innihald út-
lends orSs eöa oröatiltækis, ef les-
andi skilur þaS ekki, og i ööru
lagi til þess, aö afla sér orös á
sínu eigin máli, sem sé rétt og
góS þýSing hins útlenda orös, því
aS oft vantar mann orö, þótt hann
gkilji, livaS í útlenda orðinu felst.
Bókin er handhæg og góö skóla-
oröabók, og þeir eru margir, sem
þurfa á danskri oröabók aS halda,
Staka.
Krossinn þunga konur og menn
kikna við og titra,
fyrir hvað veit enginn enn
utan stjórnin vitra.
Guðl. Guðmundsson.
svo aS líklegt er, aö hún gangi
út. Iiún kostar 18.00 kr., og er
þaS síst of hátt verS, eftir stærö
bókarinnar og öllum frágangi, sem
er prýSilegur. Vil eg aS lokum
þakka höf. og útgef. verkiö.
Jakob Jóh. Smári.
Sex þjódsögur
sem leituðu höfundar eg fundu í
Birni R. Stefánssyni og fundu
teiknara 1 Birni Björnssyni, eru
hollari andleí fæða en sex verur
sóttar í ólifnaðarbaeii á Itallu.
Það er hollara fyrir barnið yðar
að fá að lesa þær nú í jólafríinu
en að ærslast á götunum, og það
mundi áreiðanlega sjálft kjósa
það heldur. — Sögurnar eru all-
ar jafn skemtilegar, sérstaklega
fyrir börn, karlssonurinn eignast
kóngsdótturina í hverri sögu.
Bókin kostar aðeins kr. 3,50.
í bandi 5,50.
VerslvmarmaTixiafélag Reykjavíteur.
Jólatrésskemtunum
félagsins er frestað fyrst um sinn, vegaa ntbreiðslu
kíghóstans.
Stjórnin.
FrA Kristrún Jóasdóitir.
Fædd 19. okt. 1895. — Dáin x6. des. 1926.
K v e S j a frá kvennakórinu „F r e y j a“.
Veðrið í morgttn.
Frost um land alt nema í Vest-
mannaeyjum hiti 1 st. í Reykja-
vík 1 st., ísafirSi 5, Akureyri 4,
SeySisfirSi 3, Grindavík 1, Stykk-
ishólmi 3, GrímsstöSum 8, Rauf
arhöfn 6, (ekkert skeyti frá Hól
um i HornafirSi), Þórshöfn i Fær-
eyjum hiti 6, Utsira 6, Tynemouth
9, Hjaltlandi 8, Jan Mayen frost
18 st. — Mestur hiti i Reykjavík
síöan kl. 8 í gærmorgun 6 st.,
minstur 2 st. Úrkoma mm. 0.7.
— Loftvægislægö. fyrir suövestan
land á leiS til austurs. NorSvestan
átt allhvöss í NorSursjónum. —
Horfur tvö næstu dægur: SuS-
vesturland (Mýrdalur—Reykja-
nes) : í dag: Minkandi norSvestan
átt. — í nótt: Sennilega allhvass
á suöaustan. — Faxaflói og
BreiSafjörSur: í dag: Hæg norö-
an átt. í nótt: Sennilega vaxandi
suSaustan átt. Úrkoma. — Vest-
firSir og NorSurland: í dag:
Austan átt, fremur hæg. Dálítil
snjókoma. í nótt: Vaxandi austan
átt. HríSarveSur. —• Noröaustur-
land og AustfirSir: í dag og í
nótt: Noröaustlæg átt. Snjókoma.
—• SuSausturland: I dag og í
nótt: NorSlæg átt. Víöast þurt
veSur.
Slys á Eyrarbakka.
Um hádegisbil í gær voru ung-
lingar á Eyrarbakka aö fást viS
flugelda, og tókst svo slysalega
til, aö unglingspiltur varS fyrir
skoti úr einum þeirra og misti tvo
fingur og særöist eitthvaS á
brjósti, en ógreinilegar fregnir
hafa borist hingaö af þessu slysi.
Þó er sagt, aS pilturinn muni ekki
vei'a í lífsháska. —■ Þetta slys
ætti aö veröa öllum til aövörunar
hér í bænum, því aS mjög ógæti-
• lega er fariö meS flugelda og
ýmiskonar sprengiefni hér á göt-
K. F. U. M.
A-D fundup
í kveld kl. S'/a-
Allir ungir menn velkomnir.
unum, eiukanlega þessa dagana.
BannaS er þó í lögreglusamþykt
bæjarins aS fara meö sprengiefni
þessi á almannafæri.
Leikhúsið.
„Vetraræfintýiú" var leikiS í
fjórSa sinn í gærkveldi viS góöa
aösókn. — Leikurinn þótti ganga
i seinna lagi fyrsta kveldiS, eins
og oft vill veröa, en síSan hefir
hann gengiö hraöara yfir leik-
sviSiö og hafa unnist viS þaS 15
til 20 mínútur. — Næst veröur
leikiS á nýársdag. — ASgöngu-
miðar seldir í dag kl. 1—7 og á
nýársdag.
Hljómsveit Reykjavíkur.
Hljómleikunum í Dómkirkjunni
varS aS frestá, vegna veikinda,
þar til næstkomandi sunnudag
2. í nýári. AðgöngumiSar. 'fást á
venjulegutn stöSum. Þeir, sem
keypt höfSu miSa aö hljómleikun-
um annan jóladag, geta aS sjálf-
sögSu notaö þá á sunnudaginn.
Trésmiðafélag Reykjavíkur
heldur ársskemtun í Bárubúð
2. janúar, kl. 5 síðdegis. Til
skemtunar verður, meðal ann-
ars, sjónleikur, upplestur, gam-
anvísnasöngur og dans.
Kíghóstinn
hefir nú komiS upp á tveim eSa
þrern stööum, og er fólk varaö
v:8 aS fara meS þau börn á sam-
komur, sem ekki hafa fengiS kíg-
hósta. *
Nýja Bíó
sýnir nú í kveld í síSasta sinn
hina ágætu mynd „Glaumdals-
brúöina“.
Gamla Bíó.
í kveld veröur sýnd í síöasta
sinn hin fallega mynd „Stúlkan
frá Montmartre“.
Sunnudagsblaðið
kemur út í fyrramálið og er 8
síður (7 siSur lesmál). 1 þessu
fclaði er A/neríkubréf frá mætum
Hve svipleg var fregnin að sxðasta blund
þú sofnuS værir, ljúfasta, dáðríka sprund.
Vor starfsystir góða svo göfug og þýð,
þú gleði ávalt veittir á sérhverri tíS.
Svo starfrækin, hugdjörf og dygðug í lund,
þín dásöm reyndist iðja um æfinnar stund.
í hjarta var auSur og söngelsk þin sál,
þú sífelt skyldurækin þitt vandaSir mál.
Véx; skiljum ei hví þú varst kölluS svo skjótt,
að komin er um hádegi síSasta nótt.
En Drottinn veit betur; hans dýrðlegt er ráS;
Guðs dýrmæt öll er stjórnin af kærleik og náð.
Vér lútum þér, drottinn, í lotning meS þökk,
og lofa viljum nafn þitt í hjarta svo klökk.
í voninni sjáum vér dýrðlegan dag,
er drottinn vekur sína og bætir þeirra hag.
Þín blessuð sé minning, svo björt, ljúf og góS,
þér blíðar vottast þakkir, vort göfuga fljóS.
Vér kveðjum þig, systir, og keppum aS ná,
þvi kærkomna marki aS mætast himnum á.
E. Bjarnad-
manni um banniS í Bandaríkjun-
um, tvö heil æfintýri o. m. fl. Sjá
augl.
Vísir
kemur út tímanlega á morgun.
Auglýsendur eru beðnir aS koma
auglýsingum á afgreiSsluna eða í
FélagsprentsmiSjuna fyrir kl. 7 í
kveld.
Barnaleikurinn
„RauShetta" var sýndur í ISnó
í gær viS mikla aðsókn. — Leik-
urinn verður vafalaust sýndur
mörgum sinnum enn, ef ekki verSa
lagSar hömlur á bamasamkomur
vegna kíghóstans.
feöngflokkurinn,
sem syngur viS messur prófess-
ors Haralds Níelssonar, er beSinn
að lcoma á æfingu í kveld kl. 8 í
fríkirkjunni.
S j ómannastof an
gengst fyrir guðsþjónustu í
Nýja Bíó á gamlárskveld kl. 6.
Síra FriSrik FriSriksson prédikar.
Kirkjusöngs sálmabókin notuS. —
A nýjársdag kl. 6 verður guös-
þjónusta haldin í Sjómannastof-
unni. Allir velkomnir.
Slys.
Annan jóladag var Einar Ein-
arsson skipstjóri aö ríöa fram á
Seltjarnarnes og datt þá undir
lxonum hestur, en hann féll af baki
og meiddist allmikiö á höfSi, og
hefir legiS síSan, en er nú á bata-
vegi.
Gulltoppur
seldi afla sinn x Englandi t
fyrradag fyrir 893 sterlingspund.
Ljósberinn
kemur út á nýársdag. Ljósbera-
drengimir em beönir aS sækja
blaðiS á gamlársdag.
AS gefnu tilefni
skal þess getiö, aS fregn sú, et* 1
birtist hér í blaSinu í gær, frá
síra Jakobi Ó. Lárussyni í Holti
uni skriðuhlaupiö á Steinum, var;
svar viS fyrirspurn frá Frétta-í
stofunni.
Verslunaxmannafél. Rvíkur
hefir ákveSiS aS fresta jólatrés-
samkomum sínum fyrst um sinn,
vegna útbreiðslu kíghóstans.
Geir
kom af veiSum í gær til þess aS
Ieita sér lítilsháttar aSgerðar,
Hanu fer til veiöa i dag.
Þrjú fisktökuskip
fóru héSan í gær, tvö áleiðis tif
útlanda, en eitt til VestfjarSa.
Gjafir
til fólksins á Steinum undir
Eyjafjöllum afhent Vísi: 5 kr. frá’
E., 10 kr. frá B. L.
Áheit á Strandarkirkju
afhent Vísi: 30 aurar frá E,