Vísir - 31.12.1926, Page 5

Vísir - 31.12.1926, Page 5
VÍSIR óska eg öllum mírnim vlðskifiarnönnum O. Ellingsen. Föstudaginn 31. des. 1926 Fyrir fjórum árum byrjaði General Motors að smiða Pontiae bifreiðarnar, en það var ekki fyr en á miðju þessu ári sem þeir fóru að ‘selja þœr. í þrjú ár voru þeir að reyna þessa nýju tegund áður en þeir voru ánœgðir. Pontiac er ódýrasta 6 sí/alninga (cylinder) bifreið, sem General Motors búa til. Bramleiðslukostnaðurínn á Pontiac verður minni en á flest- um ððrum bifreiðum, sökum þess að hún er eingöngu smíðuð sem lokuð bifreið, og hefur verksmiðjan því getað sameinað í Pontiac fegurð, styrkleika og Iágt verð. Pontiac 5 manna lokaðar bifreiðar kosta kr. 5300,00 upp- settar í Reykjavík. Aðalumboðsmenn á íslandi. Jóh. Ólafsson & Co. Reykjavik. Morgunblaðið og innanhússprýði. MorgunblaöiS gerist æöi opið í dómum sínum um islenskan iön- aö og íslenskt trésmíöi á innan- hússmunum. Það eru tveir dómar, sem eg ætla meö línum þessum aö minnast á; þaö er útlit fyrir, að ])aö sé ritstjórinn, sem skrifar. En til þess að gera honum ekki rangt til um faðerni, ætla eg að ávarpa blutaðeiganda með því að nefna hann greinarhöf. Sjöunda þ. m. minnist Morgun- blaðið á fjögur sveinastykki, sem sýnd voru í búðarglugga hjá Jóni lcaupm. Björnssyni, í Bankastræti. Öll segir blaðið að þau liafi verið hin prýðilegustu ásýndum. „En þau vekja mann til umhugsunar um það, hve leitt er að sjá hag- leiksmenn verja öllum tíma sín- um, vinnu og æfi, til að stæla erlendar fyrinnyndir, en hreifa ekki legg né lið til að efla og glæða þjóðlegan smekk, gera heimilin á ísl-andi' íslensk." Hér ætlast greinarhöf. til að nemend- ur, sem eru að Ijúka við nám, geti gert sveinastykki í íslenskum, þjóðlegum stíl, sem ekki er til. Eigi er rétt af greinarhöf. að á- saka nemendur fyrir það; fremur hefði hann átt að ásaka náms- meistara þeirra, því þeir eiga sök- ina, ef um sök er að ræða. — Eg hefi dvalið hér í Reykjavík um aldarfjórðung, og að eins fengist við húsgagnasmiði, og á þeim tima ávalt verið að leita að islensk- um smekk og þjóðlegu formi, eftir því sem föng hafa leyft, og ávalt haft fólk með í leitinni, sem hefir látið sér mjög ant um að finna það sem það þráði og vildi eiga, og taldi sér fyrir bestu á lífsleið- inni. Fjöldanum af þessc (fólki, jafnt konum sem körlum, hefi eg margt og mikið að þakka, ifyrir að vilja umbæta og komast sétn næst innri hugsjónunum. Það eru fleiri hér á landi, sem liafa sama starf með höndum, og þetta er dagleg iðja okkar, og þó erum við ekki komnir lengra áleiðis, á hinni þjóö- legu braut, sefn greinarhöf. getur um. Þess er heldur ekki að vænta, þvi islenskur stíll í húsgagnasmíði hefir aldrei verið til, og mun ekki verða, fyr en þá eftir mörg ár, máske hundruð ára, að einn tek- ur við þar seni annar hætti, og tekst þá ef til vill að sjóða sam- an úr brotum liðna tímans þjóð- lega heild. Þessa kröfu gerir þá greinar- höf. til nemenda, um leið og þeir liúka við námið. Eg vona, að fjöldinn sjái nú, hvað sú krafa er réttmæt. Tuttugu og tveim dögum síðar, eða 29. þ. m., stendur dómur i „Morgunblaðinu“ um fundarsal- inn, sem Iðnaðarmannáfélagið hefir gera látið í Iðnskólahúsinu, uppi, í baðstofu-formi. Þar byrjar greinarhöf. þannig: „Gleðilegur vottur er það um vaxandi þjóð- legan smekk, að vaknaður er á- hugi fyrir því, að hafa innanhús- prýði og húsgögn með íslenhkri gerð.“ Nú eru nemendurnir gleymdir hjá greinarhöf.,— þeir eru búnir að fá sina slettu, en meistararnir lofaðir fyrir innan- hússprýðina, og húsgögnin með islenskri gerð. En i lok greinar- innar áttar greinarhöf. sig þó, og segir þar meðal annars, um borð og stóla, „að hörmung sé að horfa á húsgögnin," en telur það þó sæmilegt „produkt“ „frá hendi mublusnikkara", en þau eigi ekki heima í þeim sal, fremur en silki- sokkar upp á öræfum í hríð. „Væntanlega sér Iðnaðarmannafé- lagið þetta, og fær sér borð og stóla, sem samsvara sér betur.“ Hér er svara vant, en mér dett- ur í hug að spyrja ritstj. „Morg- unblaðsins" að því, hvort þeir hafi ekkert eftirlit með hvaða smekk leysis-rusli sé kastað i „Morgun blaðið". Ekki ssémilegt mál, ekki sæmileg kurteisi í rithætti, og því Heildsala. Harðfiskur og steinbitsriklingur. VON, i Meiri peningar. Því betra fóður sem þér gefið hænsnum yðar þvi betur verpa þau og því meiri arð gefa þau. Kaupið SPRATT’S hænsafóður, það gefur yður meiri peninga en annað fóður. Reynið það í dag. Fæst einspg alt annað gott í versl. Von. síður nokkur meining hjá greinar- höf. Fyrst byrjar hann á lofi, svo lasti, og að lokum ófært mál, og þó er hér verið að ræða um ís- lenskan stíl, islenska heimilisprýði, íslenska þjóðrækni.. „Hvert viltu maður, fara og flýja, þú flýr þig aldrei sjálfan þó“. Öðrum til leiðbeiningar, sem fylgast vilja með dómi greinar- höf. út af umræddum stóium, fór- | um við Ríkarður Jónsson, mynd- skeri, upp á þjóðmenjasafn, til að vita, hvort við fyndum þar ekki eitthvað form á stólana, sem mætti | þjóðlegt kallast. Við sáum margt, en námum að síðustu staðar hjá íslensku lárunum; sáum að íormið á þeim, með rismyndaðri bust, gæti vel samrímst, og væru stólparnir á lárunum bakfætur á stólunum. En ofan á stólbakið var svo sett- ur hringfari (sirkill) og vinkill, sem talandi merki iðnaðarins. Þórður heitinn Þorláksson, bisk- up í Skálholti, gerði hring i rúm- fjöl sína, utan um fangamark sitt, er hann, skar sjálfur. Svipaðan hring settum við i bakið, utan um ártal félagsins. Mér virðist ólíku saman að jafna, að sitja á þeim i fundarsal félagsins, eða vera í silkisokkum á öræfúm i hríð. Stól- ana er félagið mjög ánægt með, og hyggst að bæta fleirum við, ’eftir því sem þörf krefur. Hið sama er að segja um borðin. — Hvað vandlætingtu greinarhöf. um út- skurð á höndum þei'm, sem bera ljósin, snertir, þá ber öllum sam- an um, sem vit hafa, að hendurn- ar séu einkar vel gerðar. Hend- urnar eru þannig gerðar, að mót- uð var hönd af iðjumanni, til fyrir- myndar, og nákvæmlega eftir henni farið við útskurðinn í birk- ið, og svona viljum við hafa þær, „með vöðvabönd sem strengi stáls og styrk í hverjum lið“. En ekki „stíliseraðar“ hendur, sem ef til vill ætti betur við silkisokka-til- vitnun greinarhöf. í „Morgunblað- inu“. Ekki hefir greinarhöf. „Morg- unblaðsins" athugað, að nauðsyn- legt var að sameina nútíð og for- tíð, til dæmis hvað rafljósin snert- ir, því um olíukyndla eða gömlu lýsisljósin gat ekki verið að ræða, en hendurnar, eins og Ríkarður hefir gert þær, tákna bæði fortíð og nútíð, eins og hver sæmilega skýr maður hlýtur að skilja. Ekki álít eg, að Ríkarður hafi stigið nein víxlspor, eins og grein- arhöf. vill vera láta, en hitt er eg jafn sannfærður um, að greinar- böf. er ramm-víxlaður, hvað dóm- greind um íslenska húsgagnagerð snertir. Jón Halldórsson. GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum viSskiftavinum sínum Verslunin Vísir. Áramót. Árið gamla er að kveðja, mnað kemur nýtt í staðinn. Dagar liða ár og öldin, aldrei minkar stundarhraðinn. Erigu liðnu’ er unt að gleyma, af því fæst ei neitt til baka. Því er vandi að verja tínia vel, og láta erigan saka. Timamótin tvinna þræði, tregi og vonir saman renna. Grátum, kveðjum, gleðjumst, heils- um, gúði þökkum líðan tvenna. Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholti. Keðja. >Yfir fár og tál og tap tímans bára veður, böls og tára „Ginnungsgap“ gamla árið kveður. Lítið hlýjan ljóssins Gram, lotning í þið krjúpið! Andi nýja ársins svam inn í skýja-djúpið. Að þér sný með allri trú! — ei má drýgjast fárið, — bænar því eg bið þig nú, blessað nýja árið : Mannadómsfjiill við ljóssins log leystu af öllum meinum, gerðu mjöll að mundlaug og myrkratröll að steinum. Jósep S. Húnfjörð. Nýárskveðja frá Asgarði. Biður hann engum böls né móðs, blekkir ei orðum fínum, Ásgárður vill óska - góðs clluín vinum sínum. ‘. Árið sem að gengur í garð, glepja engar tafir, færi það i-ykkur allskyns arð, . auð og heilla-gjafir. Fyrir hitt, er hvarf oss frá, hjartans þökk eg inni. Engu góðu gleyma má, geyriit skal það í minni. Nýkomiö s Súkkulaði ,,Con3um“ Do ,,Húsholdningsr< Briöstsykur, énsknr : Töggur (Toffee) LakkrísborSar,1 Niðursoðnir ávexttr, ýmsar teg , Matarkex sætt. 2 teg. gerir kafíið bragSmeira fe.urra að lit og notadrýgra Fæst hjá kaupmanni yðar, pk. á x/8 kgr. á 35 aura. I heildsölu hjá Sv. A. Johansen. Sími 1363.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.