Vísir - 31.12.1926, Side 6
Föstudaginn 31. des. 1926
VlSIR
SILKIBUÐIN
þakkar viöskiftavinum sínum fyrir við- jy
skiftin á liöna árinu og óskar þeim
gleöilegs nýárs.
CLEÐILECT NÝÁR!
Jón Björnsson & Co.
CLEÐILECT NÝÁR!
H.f. Hamar.
CLEÐILECT NYAR!
Guðni Jónsson, úrsmi'Óur,
Austurstræti I.
CLEÐILEGT NÝÁR!
Tóbaksverslun íslands h.f.
=)t5?
* — ■
■■■
pSSflKRRl
PHÖNIX
Lopez — Cervantes
Amtstad — Mexico
Portaga — Times
og fleiri tegundir af H. &
K. vindlum fást í öllum
helstu verslunum bæjar-
ins og í heildsölu hjá
Sigtirgeir Einarsson
Sími 205. Sími 205.
Grímur
í miklu úrvali, ódýrastar i
Heklu
á Laugaveg 6.
Nýkomid
mikið úrval af postul ns Kaffi- og
Súkkulaði stellum fyrir 6 og 12
manns, margar tegundir af bolla-
pörum. Kökudiskar, stórir og
smáir, postulíns og steintaus mat-
arstell. Verðið mjög lágt. —
Barnaleikföng seljast með 20 til
50% afslætti.
Verslunin Þ5r£,
Hverfisgötu 56. Sími 624.
SAGAN
fæst á afgr. Visis og kostar
kr. 4,50.
1
—
GLEÐILEGS NYARS
óska erj öllum minum viðskiftamönnum noer og
fjœr orj þakka þeim fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Ben. S. Þórarinsson.
GLEÐILEGT NYAR
orj þökk fyrir viðskiftin ú liðnu ári.
Eggert Jónsson, Oðinsgötú 30.
GLEÐILEGT NÝTT A R !
Þökk fyrir viðskiflin á liðna árinu.
Guðmundur Guðjónsson.
GLEÐILEGT NYTT A R !
» /
Verslun Olafs Einarssonar
Lauguveg 44.
CLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllum viðsljflatí'mum sínum
Jón Hjartarson Sr Co.
CLEÐILEGS NYÁRS
óska eg öllum mínum tíiðskifiatíinum.
Verslunin Hermes.
AST O G ÓFRIÐUR.
tækifæriö til aS skreppa hingaö, en verö aö fara aft-
ur í kvöld.“
„Þaö var fallega gert af þér,“ sagöi Heinz, „en næst-
um ofmikil fyrirhöfn fyrir ekki lengri viöstöðu."
„Hvíla ykkur!“ sagði Úlrika. „Og meöan aörir eru
að kasta mæðinni, þá tekur fylgdarflokksstjórinn sjálf-
ur á sig nýja fyrirhöfn!"
„Brá ykkur svona viö komu mína af einskærri um-
hyggju um mig?“ spuröi Reutlingen. „Þiö hefðuð þá
getað launað mér fyrirhöfnina meö því betri viötökum."
Hann fleygöi hatti sínu'm og sverði á stól, og settist
sjálfur viö eldstóna.
„Það er kalt úti,“ sagði hann. „Viljið þér sjá um, hús-
móðir góð, að eg fái eitthvað volgt að drekka?“
„Það skal koma undir eins. Bætið þér á eldinn, Heinz,
svo að bróður yðar geti hlýnað,“ sagði hún og gekk
út úr stofunni.
Hann horfði á effir henni, og vék sér svo að Heinz.
„Jæja, kunningi, hvað líður sárinu þínu?“ spurði hann.
„Kemurðu ekki bráðum aftur til herdeildarinnar ? Hans
Hátign þarf á liðsforingjum sínum að halda.“
Iíeinz klappaði hlæjandi á öxlina á honum og sagði:
„Vertu óhræddur! Eg skal fara, þegar tírni er til kohi-
inn. Geturðu ekki unt mér þessarar þægilegu dvalar hjá
hinni fríðu konu þinni?“
„Vitleysa!" nöldraði Jobst og hristi hönd hans af
öxlinni á sér. Hann stóð upp og gekk um gólf i stof-
unni, og spurðist nú ýmsra frétta, án þess eiginlega að
búast við nokkru svari. Loksins kallaði hann á þjón-
inn og skipaði honum að sækja ráðsmanninn.
Nú kom Úlrika aftur, og Ferdínand gamli opnaði
vængjahurðirnar að borðstofunni. Þar var fyrir búinn
ágætur kvöldverður, og settust þau undir borð.
„Hvernig líður félögunum í Koszdorf? Eru íbúðirn-
ar sæmilegar?" spurði Úlrika og hafði gaman af að
frétta um liðsforingjana, sem hún þekti svo vel.
„Jú, þær eru sæmilegar, og ekki heldur meira,“ svar-
aði Jobst. „Við höldum til, ásamt Schmettauriddurun-
um í þorpi nokkru, og þar er hálfþröngt, — ekkert líkt
því, sem var i Langerode.“
„Hvað sýnist yður, Úlrika?“ spurði nú Heinz, með
þessu hálfkæringsbrosi, sem átti svo illa við bróður hans.
„Jobst heimtar, að eg skuli innan skamms leita her-
deildar minnar. Ætlið þér að leyfa það?“
„Nei, ekki held eg það,“ svaraði hún blátt áfram. „Þér
eruð einrænn og óráðþæginn sjúklingur, Heinz, og eg
sleppi ekki af yður hendinni, fyr en eg veit, að þér er-
uð orðinn albata.“
„En þá gerið þér uppreisn móti eiginmanni yðar, sem
heimtar fortakslaust, að eg fari bráðum héðan.“
„Mér dettur alls ekki í hug að heimta neitt!“ sagði
Jobst og þyktist við. „Það er auðvitað, að þú ferð jafn-
skjótt sem þú ert fær um það, því að þú veist það eins
vel og eg, að Hans Hátign getur ekki verið án liðsfor-
ingja sinna.“
„Að þessi maður skuli alt af verða svona uppstökkur,"
sagði Heinz letilega. „Og þó er hann að furða sig á
því, að hinni tilfinninganæmu konu hans skuli verða bylt
við skyndikonm hans, í stað þess að gleðjast yfir henni.“
„Verið þér nú ekki með neina vitleysu, Heinz!“ sagði
Úlrika. „Þér vitið vel, hvað bróðir yðar á við! Þér verð-
ið að gera svo vel að hafa yður eitthvað annað til skemt-
unar en að snúa út úr orðum hans og mínum!“
Heinz brosti sem áður. Hann hafði gaman af vand-
ræðum Úlriku og enn meira gaman af þykkjusvipnum
á enni bróður síns, en samt sem áður fanst honum nú
ráðlegast að víkja talinu að einhverju öðru.
Tók hann þá að spyrja um Eickstedt og hina og þessa
félaga hans, sem hann þekti eitthvað til, og komst þá
brátt jafnvægi á aftur.
Loksins fóru þau aftur inn í dagstofuna. Ráðsmaður-
inn kom skömmu seinna, og söktu þeir Jobst og hann
sér brátt niður i búskapartnálefni.
Úlrika gekk út að glugganum og horfði út í nætur-
myrkrið.
Svo að h a n n varð þá að fara aftur út i storminn
og myrkrið, en hún sat eftir í hlýrri stofunni. Ósköp