Vísir - 16.05.1927, Side 4

Vísir - 16.05.1927, Side 4
v'sib FerðafölL Allir, sem úr bænum fara, ættu að hafa með sér harðfisk, hákarl af Hornströndum, lúðu- rikling frá ísafjarðardjúpi, hangikjöt, saltkjöt, nýtt kjöt, soðin egg á 20 aura stk. og all- ar niðursuðuvörur, margar teg. Lægsta verð á íslandi! Brekkustíg 1 í vesturbænum. Von í austurbænum. Fatabúðin hefir fengið feikna mikið úrval af ljómandi falleg- um karlmannsfötum og ryk- frökkum, alt klæðskerasaumað, með nýjasta sniði. Ennfremur millipeysur og vesti, milliskyrt- ur, stakar buxur, sportbuxur, erfiðisföt, nærfatnað, sokka, slifsi o. fl- Ódýrast og best í borginni. Best að versla í Fatabúðinni, J TAPAÐ-FUNDIÐ | Fatapoki tapaSist 12. maí milli Hafnarfjaröar og Reykjavíkur. — Flnnandi er beöinn aö gera aövart á bifreiöastöö Sæbergs. Sími 784. (747 Tóbaksbaukur, ógreinilega merkt- uf, hefir fundist. Vitjist á afgr. Vísis. (740 Tapast hafa gleraugu i nikkel- Jiulstri, frá Tryggvagötu upp á Amtmannsstíg 4. Skilist á Amt- mannsstíg 4, niðri. (770 Skeiöar-hnífur fundinn á fþrótta- vellinum. A. v. á. . (769 Lítið herbergi móti sól, meö forstofuinngangi, til leigu. Lauga- veg 56. Sími 657. (759 Húlsaumur og plysering, ný munstur komin í kápur og kjóla. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Amt- mannsstíg 5, uppi. (764 | TILKYNNING | Kona Ketils Þorsteinssonar á bréf frá Ameríku í óskilum. Uppl. síma 666; eftir kl. 8. (751 1 VINNA I Unglingssíúlka óskast nu þegar á Njarðargötu 29. Hraust stúlka óskast í vist. Uppl. í Hafnarstræti 4, uppi. (748 Sólríkar 4 herbergja ibúðir og einstök herbergi til leigu frá 14. maí. Uppl. i Islandsbanka frá kl. 10—12. (786 Til sölu karlmannsúr og byssa með tækifærisverði. Selbúðir nr. 3- (76i Skemtibáturinn KELVIN fæs1 dagl. í skyndiferðir. Báturinn er hraðskreiður og vel út búinn, með tjaldi, hreinlegur og fer vel í sjó. Mótorinn er öruggur 0g mjög þægilegur. Hringið í síma 1340. (742 Telpa innan fermingar óskast til að gæta barns. Bragagötu 31,' uppi. (744 Herbergi til leigu. Laugaveg 58 B. ‘ (675 Eldhúsvigtir 5,50, Brauðskerar 4,50, Skæri og Eldhússöx, ódýr. Jóh. Ögm. Oddsson, Laugaveg 63. (758 2 samliggjandi og 1 stakt her- hergi til leigu. Uppl. Grundarstíg 8, niðri, eftir kl. 5 síðdegis. (703 Viðgerðir á reiðhjólum fáið þið hvergi eins ódýrar og á Laugaveg 69, verkstæðinu. (738 Smjörlíki 95 aura, tlaframjöl 25 aura, Hnífapör 90, 125 og 150 aura parið. Jóh. Ögm. Oddsson, Laugaveg 63. Sími 339. (757 Útsprungnir rósaknúppar til sölu. Hólatorg 2. (753 Vátryggið áður en eldsvoðann ber að. „Eagle Star“. Simi 281. (9H Herbergi til leigu. Óðinsgötu 4. Sími 1305. (790 Húsvön stúlka óskar eftir vist slrax. A. v. á. (765 Stórt og gott herbergi við Laugaveginn til leigu. Má elda á gasi á ganginum. Sími 1527. (788 Stúlka óskast. Laugaveg 30, uppi. (7Ó0 Samúel Eggertsson er fluttur á Bragagötu 26. (787 Rjómi fæst í Alþýðubrauðger8- inni. (119 Stúlka, sem er vön í sveit, ósk- ast á sveitaheimili í Borgarfjarð- arsýslu. Uppl. á Freyjugötu 16, frá 8-9 e. h. næstu daga. 754 Sólríkt forstofuherbergi til leigu. Uppí. á Bragagötu 26 A eða í síma 1715. (786 HÚSNÆÐI Forstofustofa til leigu á Amt- mannsstíg 6, uppi. (750 Lifandi blóm fást á Vestur- götu 19. Send heim ef óskað er. Simi 19. (291 Stofa og eldhús til leigu í kjall- ara, helst fyrir eldri hjón. Spítala- stig 7. (785 Rösk og dugleg kona óskast i nokkra daga. Regina Thoroddsen, Fjólugötu 13. (699^ Til hreingeminga er Gold Dust þvottaduft sjálfvalið. (991 Munið að Klöpp selur mjög ó- dýrt, t. d. sængurdúk, dúnléreft, allskonar kjólaefni, ódýr og góð léreft, nærföt karlmanna og kvenna. Tilbúnar kápur og kjólar selst fyrir hálfvirði. — Klöpp, Laugaveg 28. (789 Stofa til leigu; gæti kömið til mála aðgangur að eldhúsi. Uppl. í síma 674. (749 Stór. sólrík stofa, með forstofu- inngangi, til leigu í Ingólfstræti 9, niðri. (779 Góð stúlka óskast í vist. Uppl. á Laugaveg 113. (656 Gangastúlku og konu tvisvar í viku til þvotta vantar hressingar- hælið í Kópavogi. Uppl. gefur Kristín Vídalín Jacobson, Hall- veigarstíg 6. (795 íbúð óskast í maí eða júní. Sími 263, kl. 7—9. (746 Herbergi til leigu á Grundar- stíg 11. (778 Lítið herbergi fyrir einhleypan til leigu. Uppl. Bergstaðastræti 9, milli 9-12 árd. (743 Tvö herbergi meö aðgangi að eldhúsi til leigu. Þrastargötu 4, Grímsstaðaholti. (776 Ný sumarkápa, á unglingsstúlku, til sölu mjög ódýrt á Skólavörðu- stíg 36, uppi. (784 Telpa, 12—14 ára óskast til að gæta barna. Uppl. á Baldursgötu 163. (690* Lítil íhúö óskast nú þegar. 2 í heimili. A. v. á. (741 Loftherbergi til leigu fyrir ein- hleypan í Ingólfsstræti 21 B. (775 Nokkra duglega verkamenn vantar í grend við Reykjavík. Uppl. hjá Mjólkurfél. Reykjarík- ur. (702 Ein stofa með aðgangi að eld- liúsi til leigu fyrir fámenna fjöl- skyldu. Uppl. á Framnesveg 48, uppi, eftir kl. 7. (737 Herbergi til leigu. Á sama stað er borð til sölu með tækifæris- verði. Uppl. Kárastig 3. (772 Rúmstæði til sölu. Uppl. á Lindargötu 8A. (783 Fjögramannafar, með vél í, til sölu. Tækifærisverð. A. v. á. (782 Tvö herbergi og eldhús til leigu fyrir fámenna fjölskyldu. Uppl. í síma 32 eða 1710. (767 Duglegan sjómann, vanan lóða- íiski, sem jafnframt gæti veriö matsveinn, vantar nú þegar á mótorskip. Síini 591. (777 1-2 stofur með húsgögnum til leigu.á Öldugötu 19. (763 Reiðhestur, 6 vetra gamall, til sölu í Briems-fjósi kl. 6-9 í kveld. Sími 1481. (745 Stórt loftherbergi með góðu eldunarplássi til leigu við miðbæ- inn. Sírni 529. (762 KAUPSKAPUR Sumarbústaður nálægt Reykja- vík óskast til kaups eða leigu. A. v. á. (752 Fermingarkjóll óskast til kaups.. Uppl. í Baðhúsinu. (780 Stúlku vantar til Seyðisfjarðar i fiskvinnu. Uppl. á Ránargötu 31, eftir kl. 7. (774^ Telpa, 10—12 ára, óskast til aö gæta bams. Uppl. í Brattagötu 3. Sími 1732. (77$ Rósir, útspmngnar i pottum og rósaknúppar til sölu á Barónsstíg 16. (771 Tvær góðar sólarstofur, með aðgangi að eldhúsi, eru til leigu. Uppl. Þingholtsstræti 18, uppi, milli 7—9. (756 Barnakerra til sölu. Bókhlöðu- stíg 6 B. (739 Ein stofa, móti suðri og vestri, með sérinngangi, til leigu, við miðbæinn. Hornlóð við Laugaveg- inn til sölu. Uppl. á Hverfisgötu ^3* (755 Reiðhestur til sölu. Uppl. í versl. Vaðnes. (768 LEIGA Kjallari með sérherbergi, hent- ugur fyrir iðnað, til leigu 14. maí. Árni & Bjarni. Sími 417. (478 Telpa, 13—15 ára, óskast strax. Uppl. á Vesturgötu 11. (766» Fj elagsprentsmiC jan. Gott, ísl. gulrófnafræ er selt á Njálsgötu 55. (781 ÁST OG ÓFRIÐUB. ungfrúrnar stóöu út viö gluggana og varö þeim hverft við, er riddari nam staöar við dyrnar. Hann spurði eftir frú von Reutlingen, og var honum svaraö því, að hún dveldi þar sem stæöi. Hann gat naúm- ast varist því að hrópa upp yfir sig af gleði, þegar hann heyrði svarið. Fáeinum mínútum seinna stóð hann frammi fyrir henni og urðu þar fagnaðarfundir. „Eg kem ekki heldur alveg tómhentur, náðuga frú,“ sagði hann. „Eg færi yður fréttir af hinum horfna og talaði við Reutlingen í fyrradag. Riddarar Kleists halda eflaust til fjórar rnílur héðan. Viljið þér, að eg sæki hann. Eg hefði samstundis riðið þangað til hans, ef eg hefði verið viss um, að finna yður hér. En nú finnum við hann eflaust.“ „Já, við skulum finna hann,“ sagði Úlrika. „Eg vissi það, undir eins og eg heyrði, að þér væruð kominn, að þér loksins munduð losa mig við þessa kveljandi þrá. Kæri vinur! Hvernig á eg að þakka yður?“ „Hvað eruð þ é r að minnast á þakklæti við m i g, náðuga frú, þar sem þér sjáið mig standa hér frammi fyrir yður heilfættan ?“ sagði hann. „Næst guði á eg yður eínni það að þakka, að svo er, því að án yðar ágætu hjúkrunar væri eg nú farlama maður. Aldrei get eg sýnt yður þakklátssemi mína eins og vert er.“ Bondemer varð að unna sér og hesti sínum hvíldar dálitla stund, en því næst var hestur Úlriku sóttur ásamt hans eigin hesti. „Þetta er löng leið, náðuga frú. Haldið þér að ferðin þreyti yður ekki alt of mikið?" „Eg hefi ekki gert annað alt sumarið en að búa mig undir þetta ferðalag," svaraði hún. „En við skulum nú ekki draga lengur að komast af stað.“ Þetta var sólbjartur og heiðríkur októberdagur. Ferða- lagið var hreinasta yndi, ef það að' eins hefði gengið fljótar, svo að sem fyrst yrði náð settu marki. „Hér hlýtur það að vera,“ sagði Bondemer loksins. „Þetta þorp með hinni reisulegu höll uppi á hæðinni og ánni niðri í dalnutn. Eg held, að mér geti ekki skjátl- ast með það. Jú, einmitt! Þarna sé eg grænklædda ridd- ara. Nú hljótum við þó loksins að ná í hann.“ Þau hittu Króataliðsforingja á þorpsgötunni. Bonde- mer reið til hans, heilsaði honum kurteislega og spurði hann eftir Reutlingen höfuðsmanni. „Eg veit ekki, hvar hann er að finna, lagsmaður. Því er nú ver. Hershöfðinginn og liðsforingjarnir i herdeild Kleists halda til þarna uppi í höllinni, og það getur ver- ið, að Reutlingen sé þar líka. Hann gefur sig ekki mikið við félögum sínum.“ „Þakka yður fyrir Ieiðbeininguna. Við verður þá að halda áfram, náðuga frú.“ Dimm lindartrjágöng lágu upp að höllinni. Bonde- mer benti til sín hermanni einutn og spurðist fyrir hjá honum. „Ja sei-sei," svaraði hann. „Reutlingen höfuðsmaður býr í höllinni, en hann er ekki viðlátinn sem stendur.“ Bondemer fylgdi Úlriku upp riðið og bað einn þjón- inn að vísa sér á herbergi höfuðsmannsins, en þjónninn kvaðst ekki hafa leyíi til að verða við hón hans. Bondemer lét sig ekki að heldur, og loks var kallað* á Ferdínand. Hann varð frá sér numinn af gleði, þegar hann sá Úlriku. Herbergi Reutlingens var nú opnað fyrir henni, og loksins hafði hún náð marki sínu eftir fullra tveggja ára hrakning stað úr stað í leitinni að eiginmanni sin- úm. Herbergiö var ekki sérlega vistlegt. Elingað og þangað voru vopn, skjöl og einkennisflíkur á víð og dreif og_ loftið angandi af leður- og tóbakssterkju. Á horðinum voru leifarnar af morgunmatnum. 'Ferdínand ílýtti sér að hreinsa til á borðinu og bar því næst fram vín og hveitibrauð handa gestinum, en Úlrika borðaði og drakk lítið eitt fyrir áeggjan og- eftir tilmælum Bondemers. „Þér þurfið ekki að gera yöur áhyggjur mín vegna,“ sagði hún og tók i sterklega, veðurtekna liönd luins. „Eg hefi baslast furðanlega áfram þessi tvö ár og skal nú ekki heykjast, þegar eg er komin að markinu.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.