Vísir - 23.06.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 23.06.1927, Blaðsíða 2
I VÍSIR Mveiti s .Gream of Hanitoba' .filenora' .Ganadian Haid' Rúgmjöl; ,Aalborg Hye Dampmölle' .Havnemöllen' .Lyngby Hðlle' HáMsigtimJöl: ,Aalborg Nye Dampmölle' Eins og kunnugt er eru kornvörur hækkaðar afskaplega í verði erlendia. Kaupið því meðan ódýrari birgSir eru fyrii liggjjmdi hér. 4 Údýr bók, - Góð bók, „Frá VestfjörSum til Vestri- byggðar“ heitir afarskemtileg bók (með mörgum myndum) eftir Ólaf Friðriksson. — Hún er um ferðalag Friðþjófs Nan- sen. — Kemur út í þrem heft- um á kr. 1,50 hvert. '4 Jón kaupmaður andaðist í gærmorgun á heim- ili sínn,” Bankastræti 14, eftir langvinnan sjúkleik. Hann var nær 44 ára að aldri, fæddur 19. ágúst 1883. Foreldrar hans voru Guðrún og Jóhannes Zoega, og er móðir hans enn á lífi. Jón var hinn gervilegasti maður, mikill vexti, fríður sýn- um og karlmannlegur. Hann hafði rekið verslun allmörg. ár og átti miklum vinsældum að fagna. Hann var kvæntur Hönnu dóttur Sveins Sveins- sonar, bróður Hallgríms hisk- ups. Lifir hún mann sinn ásamjt tveim dætrum og einum syni. Símskeyti Khöfn, 22. júní. FB. Japansmenn og takmörkun herskipaflota. Símað er frá Genf, að Japan- ar hafi tjáð sig mótfallna þvi, að hlutfallið 5—5—3 miíli stóru herskipanna, sem nú er í gildi samkvæmt Washingtonsamn- ingnum, verði einnig látið gilda um minni herskip. Leggja þeir til, að núverandi hlutfall xriilli herskipa verði látið haldast óbreytt. Breyting á lávarðadeildinni. Símað er frá London, að stjórnin áformi, að leggja fyrir þingið frumvarp til laga, sem í séu ákvæði um, að 350 lávarð- ar að eins, eigi framvegis sæti i efri málstofunni, og verði flestir þeirra kosnir, sumpart af lávörðum, en sumpart kon'ung- kjörnir. «ai5ÍBS2SarfCflBÖB!! J ápnbMutin. pað er alveg vafalaust, að íjölmargir menn hér í bænum eru þvi fylgjandi, að járnbraut verði lögð héðan austur um sveitir. Og þó að eg liafi í raun og veru þegar gerí skýra grein fyrir afstöðu minni tilþessmáls, eins og það lá fyrir síðasta þingi, þá þykir mér þó rétt að rifja það upp aftur í höfuð- dráttum. pað eru auðvitað skiftar skoð- anir um það, hvort ráðlegra sé að leggja járnbraut um suður- landsundirlendið, eða nota önn- ur flutningatæki. En um eitt atriði þessa mikilvæga sam- göngumáls ættu allir Islend- ingar að vera sammála, að hvor leiðin sem valin verður, þá verði þessar sámgöngur alger- lcga undir yfirráðum lands- manna sjálfra.Við höfum kapp- kostað, á undanförnum árum, að ná í okkar hendur, að sem mestu leyti, samgöngunum milli íslands og annara landa og með ströndum fram. pað mundi nú verða talið áð ganga lanclráðum næst, að leggja það til, að fela útlendu félagi ein- okun á þeim samgöngum, livað tryggilega sem búa ætti um í- hlutunarrétt islenskra stjórnar- valda um rekstur þeirra. Alveg sama máli virðist mér vera að gegna um samgöngurnar á landi. Ef við eigum að leggja járnbraut, þá á járnbrautin að vera íslensk eign og rekin með íslenska hagsmuni i'yrir laug- um. Ef við yfirleilt hugsum til þess að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð, þá verðum við að kappkosta að búa að öllu leyti okkar eigin búi í landinu, en ekki sem niðursetningar hjá útlendum auðfélögum. — En járnbrautin yrði íslensk „með tímanum", þó að útlendingar væri notaðir til að Ieggja hana í upphafi, segja sumir. — Hvers vegna þá að fara þessa króka- leið, til að gera hana islenska? Getum við ekki Iagt járnbraut- ina sjálfir, ef við viljum, — Jú, alveg vafalaust. pað efast eng- inn um, að við gælum það. En því er haldið fram, að af því að þingið muni ekki vilja leggja í þá’ áhættu, sem járnbrautar- lagning væri, þá sé engin leið önnur til þess að koma málinu fram, en að fela það útlendu félagi! — I raun og veru er þelta alveg ósæmileg málfærsla. pað er hneyksli, að forráða- menn þjóðarinnar skuli hugsa sér, og jafnvel dirfast að segja það opinberlega, að þeir ætli að fara þannig aftan að þjóð og þingi. pví að niðurstaðan verð- ur óhjákvæmilega sú, að það verða landsmenn sjálfir, sem bera alla áhættu af fyrirtækinu, hvort sem járnbrautin er í upp- hafi lögð fyrir þeirrá fé eða út- lendinga. Munurinn verður að eins sá, að með því að fela þetta útlendu auðfélagi, þá er því gerður k'ostur á.því, að oki'a á landsmönnum og gera sér þá undirgefna, eins og sjá má af dæmum ýmsra annara þjóða, sem mist liafa sjálfstæði sitt einmitt með þeim hætti, að þær hafa veitt útlendingum slíka aðstöðu í löndum sínum. En málið er ekki skýrt að fullu með þessu. Til þess að geta öðlast þetta linoss, þá á að veita þessu sama félagi aðstöðu til þess að það geti orðið lang- umsvifamesti atvinnurekandinn í þessu landi, þannig, að hann hefði í siiini þjónustu, íieint og óbeint, þúsundir manna, sem ætti alla sína velferð undir hon- um. — Menn liafa þótst verða þess varir,að ýmsir stóratvinnu- rekendur vorir hafi allmikil á- hrif, ekki að eins á heill og hag þeirra manna, sem atvinnu hafa hjá þeim beint eða óbeint, held- ur jafnvel á stjórn landsins. En hvað væri slíkir atvinnurekend- ur sem nú eru kallaðir „stórút- gerðarmenn" og þeirra valcl í samanburði við slíkt risafyrir- tæki, sem hagnýtti alt vatnsafl pjórsár? Jafnvel hagnýting #Urriðafoss eins yrði umsvifa- meiri en öll togaraútgérðin hér í Reykjavik. Okkur er nauðsynlegt að virkja vatnsföll til ýmislegs at- vinnureksturs og þæginda. En það er um það, eins og járn- brautina: Við eigum að gera það sjálfir, við verðum að gera það sjálfir, ef við viljum halda áfram að ráða okkur sjálfir. Og við getuin líka gert það, ef við viljum. Framkvæmdirnar verða meira hægfara, en verða mundi hjá útlendu auðfólagi, en það mundi líka alveg vafa- laust þjóðinni liollara. — En okkur er engin nauðsyn á því, að virkjuð verði hér vatnsföll til stóriðjureksturs fyrir útlend- inga. pað mundi að eins leiða til þess, að skift yrði um hús- bændur í landinu, eins og orð- ið hefir i þeim löndum, sem þannig hafa selt sig útlending- um á vald. En þetta er aðalkjarni liins svokallaða „járnbrautar-máls“ frá því í vetur. pað var ekki járnbrautin, sem „Titan“ vildi fá að leggja, heldur að stofna til einliverskonar stórgróða- bralls, í sambandi við virkjun Pjórsár, sem alt var raunar á huldu um og vonandi verður ekkert úr. — Járnbrautarmálið bíður sinnar endanlegu lausnar á annan hátt. Jakob Möller. Áður en þér farið i skemtiferð, þá takið með yður TOBLER * Það fæst nú í sérstökum pakkningum til ferðalaga. Biðjið ekki um á „átsúkkulaði" - biðjið um TOBLER. irguiiðii og taiogaroar. —o—■ Eins 6og að líkindum ræður eru blöðin byrjuð á kosninga- róðri sínum. Morgunblaðið er þar með í flokki, enda hefir það líka til útspilunar það tromp á hendinni, sem engir hinna flokkanna hafa: pað hefir sem sé fengið konunafn á íhaldslista sinn og er nú ekki lítið hróðugt af því. „Gott að hafa strákinn í ferðinni“, þegar eitthvert vist ætlunarverk er handa honum. Grein þessi, sem undirskrifuð er af „Nokkrum konum“ er sýni- lega að öllu leyti alin og fædd á skrifstofu Morgunblaðsins, því ]>ess ber hún öll einkennin. pað er heldur skrítin hugsun, að konur eigi að fylkja sér um nafn þessarar konu — á íhalds- listanum. í fyi-sta lagi gæti þar ekki komið aðrar konur til greina, en íhaldskonur, sem að líkindum hefði verið ætlast til að fvlktu sér um listann, hverir sem á honum liefðu verið, og í öðru lagi, þótt frk. Sigurbjörg sé íhaldskona, í flokkstjórn íhaldsflokksins hér í bæ, og auðvitað í fylsta samræmi við allar stjórnmálaskoðanir Jóns poAákssonar forsætisráðherra, bróður síns, og að því leyti góð og gjaldgeng fyrir flokkinn á listann, jafnvel þólt ofar hefði verið en í vonlausu sæti, þá vita jafnvel ílialdskonur alls ekkert um aðrar slcoðanir henn- ar. Við konur óskum ekki að fá konur inn á Alþingi eða í aðr- ar mikilsháttar stöður eingöngu af þvi, að þær eru konur, held- ur af því, að okkur finst það eðlilegast að þær muni líta sömu augum á ýms þjóðfélags- leg mein og endurbætur á þeim, eins og við gerum alment. pess- vegna treystum við þeim betur sem málsvörum og fulltrúum okkar en ýmsum karlmönnum, sem flokkarnir fela trúnaðar- mál sín. Auk þess erum við kon- ur fylgjandi meira eða minna ýmsum pólitískum flokkum og gætum því ekki fylkt okkur um mótflokkslista, þótt hann hefði einhverri einni konu á að skipa, sem við vissum að væri íhalds- flokknum samdóma í öllum at- riðum, og sist af öllu förum við að styðja mótflokk okkar með því, að láta hann telja sér öll þau atkvæði, sem konan fengi á hgnn, því þau væru ekki gef- in listanum af öðrum en íhalds- fólkinu, heldur gæfum við kon- unni einni okkar atkvæði, þar sem Morgunblaðið ætlar þó öll- um konum að safnast utan urn hann, vegna konunnar, sem á honum er. Við berum alls engar brigður á, að frk. S. porláksdóttir yrði sæmilegri fulltrúi íhaldsins á þingi, en karlmenn þeir, sem á listanum eru, og því virðist okk- ur hvorki henni, né konum yfir- leitt, vera neinn sómi sýndur með því að vera sett í þriðja sæti, því að allir vita, að hún kemst ekki að og fráleitt annar maður listans heldur. Sýnir þetta best álit flokksins og virð- ingu fyrir lconum yfirleitt. -— Flokkurinn virðist lialda, að við konur spyrjum ekki um annaö en kynferði, og reiknum held- ur ekki neitt út livaða skilyrði séu til þess, að þessi kona kom- ist að. En við spyrjum um hvorttveg'gjá. Pólitiska stefnu frk. S. p. þekkjum við bæði af því, að hún er í stjórn íhaldsflokksins og,af því að við liöfum nokkr- um sinnum heyrt hana tala á opinberum fundum. En nú vilj- um við einnig spyrja: Hvernig eru skoðanir hennar í bannmál- inu? Og livaða skoðanir hefir hún á launamálum kvenna, á sérmentun þeirra o. s. frv? ViU hún fvlgja fast fram þeim kröf- um, að jafnl tillit sé tekið til kvenna yfir höfuð á fjárhags- áætlun þingsins eins og karl- manna? Að ekki sé skorið fé við neglur sér handa konuin við sérnám handa þeim, að þær séu teknar til greina við veit- ingu á ýmsum sýslunum og ef skilyrði væri fyrir liendi á em- bættum jafnt og karlmenn, þótt það kyuni að vera gagnstætt pólitík bróður hennar og íhalds- flokksins? — Vill liún yfir höf- uð gerast málsvari allra kvenna í hvaða pólitískum flokki sem þær eru. Vill hún beita sér fyr- ir að komið verði á mæðra- tryggingum, ekknastyrkjum og ýmsum öðrum ráðstöfunum til hjálpar einstæðum konum og börnum þeirra? íhaldsflokkur- inn mun varla fylgja þessu fram. Áf þessu framantöldu er auð- sætt, að engar konur utan flokksins geta kosið íhaldslist- ann, jafnvejl þótt konan á hon- um væri ofar en í vonlausu sæti. Allar konur, sem eru á móti í- haldi ganga að sjálfsögðu fram hjá þess fulltrúum. Og' það þvi fremur, er við vitum ekki til, að frk. Sigurbjörg hafi nokk- urntíma gerst talsmaður nokk- urra sérstakra kvennamála né sé þeim lilynt. En þeim konum, sem endilega vilja fylla íhalds- flokkinn, ráðum vér til að strika új fyrsta mann ihaldslistans og setja nafn Sigurbjargar por- láksdóttur þar í staðinn, því húa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.