Vísir - 09.08.1927, Blaðsíða 3

Vísir - 09.08.1927, Blaðsíða 3
V I S I R 50 aura. 50 aura. Elephant-cígarettur Ljúffengai* og kaldai*. *•'»**■*« /** Fást alls staðar. í lieildsdliz lijá Tóbaksyersl. Islands hi. Til Þingvalia og Kárastaða sendi ég daglega minar nýju HUDSON bifrei0ar, fargjald kr. G Leigi 8 manna bifreiðar til 'Þing- ijralla, óheyrilega lágt fargjald alla virka daga. lagnúsi Skaftijeld. Sími 695, stöðin. BARNAFATAVERSLUNIN Kiapparstíg 37. Sími ,2035. Hóð og ódýr léreft, flónel og bró- .deringar. Ungbarnafatnaður og .annar iérefta saumur afgreiddur eftir pöntunum. j?5 og aöra stund um mi'Saftans- leytiö, er fólkið fer heirn. Eru slik tilboð oss mjög kærkomin sem iyrst. Annars veröur fyrirkomulagi'ö alveg eins og áður. Verslanir eru beðnar um að senda oss kaffi og •sykur, og annað það, sem gera má ráð fyrir að komi sér vel við veit- •ingarnar, brauðgerðahús eru beð- in um kökur, og húsmæður engu -síður. Sjálfboðaliða þurfum vér jmarga til ýinsra verka, ættu pilt- arnir að snúa sér til Haraldar Sig- airðssonar (sími 135) eða Þorkels Clementz, en stúlkurnar til ráðs- 'konunnar á Elliheimilinu (sími 1080). Þá er hljóðfærasláttur og ■söngur rnjög kærkominn, og ættu ‘þeir, senr þar geta hjálpað, að láta Harald Sigurðsson vita uin liðsinni ,sem fyrst. Síðast en ekki síst eru lesendur blaðsins beðnir að segja gamla fólkinu frá þessu, svo að enginn sitji heirna, þótt hann lesi ekki "blöðin. Og jafiiframt eru allir vin- ir Elliheimilisins beðnir að minn- Æst þess, að nú hefir bæjarstjórn -gefiö því lóð undir væntanlegt stórhýsi, en alt komið undir örlæti og velvild bæjarmanna, hvað fljótt gengur að koma þar upp vönduðu og rúmgóðu húsi, fyrir þau rnörgu ■gamalmenni, sem heinlínis þrá að komast þangað. Skemtidagur gamla fólksins er jafnframt hentugur gjafadagur ifyrir alla vini þess. .Sigurbjörn Á. Gíslason. Ógætilepr akstur, Alkunnur merkismaður hér í bæ, sem leið átti upp úr bænum s. 1. sunnudag, hefir skýrt Visi svo frá, að umferð bifreiða um veginn hafi verið mjög gálausleg og vítaverð: Merkin sýna og verk- in, þvi að margar bifreiðir skemd- ust meira og minna, sumar rák- ust á, en aðrar óku út af vegin- um. Meiðsl urðu þó rniklu minni en ætla mætti þenna dag, en öll- um ætti að vera það ljóst, að nærri hefir Iegið ógleymanlegu stórslysi, þegar velt er um bifreið fullri af börnum, þó að svo vel vildi til, að þessu sinni, að ekki slasaðist nema eilt barnið. En nærri rná geta, að enginn bifreiða- stjóri vildi vera valdur að meiðsl- um eða lifláti fjölda barna. — Allir munu sammála um, að þessi gapalegi akstur sé gersam- lega þarllaus, því að engum ligg- ur svo á að fara um þenna veg- arstúf, að hann komist ekki í tæka tíð, þó að farið sé sæmilega gætilega. Sagt er að tveir menn fullorðnir hafi meiðst til muna í bifreiðaárekstrum á sunnudaginn, og ætti þessi slys að vera mönn- um alvarleg áminning um að fara gætilega. Ef engin bót fæst ráðin á þessu fargani, verður lögreglan að taka í taumana, eins og gert er á þjóðvegum erlendis, þar sem lögregluþjónar eru settir hér og þar á bifhjólum og látnir ná númerum þeirra bifreiða, sem brjóta vegalögin, og síðan eru bifreiðastjórarnir sektaðir. En best væri að þurfa ekki að grípa til slíkra ráða, og er því hér með beint til bifreiðastjóranna sjálfra að sjá að sér og hafa samtök um að fara gætilega. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 12 st., Vest- loannaeyjum 11, ísafirði 12, Akur- eyri 9, Seyðisfirði 10,' Grindavík 13, Stykkishólmi 14, Grímsstöðum 6, (engin skeyti frá Raufarhöfn og Hjaltlandi), Hólum í Horna- firði 11, Þingvöllum 14, Færeyj- um 12, Angmagsalik 5, Kaup- mannahöfn 20, Utsira 18, Tyne- mouth 11, Jan Mayen 3 st. — Mestur hiti hér í gær 17 st., minst- ur S st. — Lægö yfir Bretlands- eyjum og norður undir ísland. Hæð (771 mm.) yfir Grænlands- hafi. — Horfur: Suðvesturland: I dag austlæg átt. Þurt veður. í nótt sennilega úrkomulaust. Faxa- flói, Breiðafjöröur, Vestfirðir og Noröurland: í dag og nótt hægur austan. Þurt veður. Noröaustur- land og' Austfirðir: í dag og nótt austlæg átt. Þykt loft, en úrkomu- lítið. Suöausturland: I dag og nótt norðaustan, allhvass úti fyr- ir. Sennilega úrkomulaust. Bómur var upp kveðinn í gær í máli enska botnvörpungsins Polly johnson frá Hull. Skipstjóri var sektaður um 12500 krónur, en afli og veiðarfæri upptækt. Skipstjóri áírýjar til Hæstaréttar og setur tryggingu fyrir sektum, afla og veiðarfærum. Mannlaus flutningabifreið rann fram af sjávarbakkanum hjá Kveldúlfi í gær og skemdist allmikið. Esja fór héðan í morgun kl. 10, vest- ur og norður um land. Meðal far- þega voru: G. Björnson land- læknir, Gunnlaugnr læknir Þor- steinsson, Karl læknir Magnússon, Björn kaupm. Arnórsson, síra Sigurður Einarsson, Ásgeir Ás- geirsson fræðsíumálastjóri, Egg- ert P. Briem, síra Jón Þorvalds- son, Árni Þorvaldssou magister, Jón Guðnason bókari, Haraldur Johannessen, Júlíus Ólaísson, Ei- rikur Örmsson, Helgi Hjörvar, Högni Halldórsson, Guðm. Ja- kobsson, frú Elín Tómasdóttir, Lárus Lárusson gjaldkeri, Guðm. Pétursson, Tryggvi Guðmundsson, Magnús Oddsson, Ólafur Sigurðs- son farandsali. Niels Bukh, hinn kunni íþróttakennari, kem- ur hingaö 21. þ. m. með tvo fim- leikaflokka, karla og konur, og fer héðan norður til Akureyrar. Jón Þorsteinsson íþróttakennari sér um móttöku flokkanna og greiðir götu þeirra á meðan þeir dveljast hér. — Niels Bukh kom hingað fyrir mörgum árum og hefir síðan reynst íslendingum ágæta vel. — Fimleikaflokkar hans hafa mikið orð á sér, og ætl- ar hann að láta þá sýna leikfimi í mörgum löndum í haust.’ Smásíld veiddist í lagnet inni í sundum í nótt. Ögmundur Sigurðsson er nýkominn úr 42ja daga ferða- Iagi með enskum prestshjónum, síra Murray og frú hans. Þau fóru alt austur í Suður-Þingeyjar- sýslu. Vísir hafði tal af Ögmundi og Iét hann vel af veðráttu nyrðra. Hann sagðist aldrei áður hafa séð jafnmiklar breytingar og umbætur í sveitum eins og nú. Fyrst væri vegagerð og brúagerð ríkissjóðs, en ekki bæri minna á framtaks- semi einstakra manna. Þó kvart- að væri um fólksleysi, þá risi nú víða upp ný hús á bæjum, tún stækkuð til mikilla muna, girðing- ar væri komnar um tún, engjar og heimahaga, akvegir viða heim að bæjum frá aðalvegum 0. s. frv. Höfum fyrlrlíggjandi: €rold Medal liveiti í 5 kg. og 63 kg. pokum. H. Benediktsson & €o. Sími 8 (þrjár línur). Heildsala: Rúgmjöl, Melís, Hveiti, Strausykur, Haframjöl, Kandís, Hrísgrjón, Laukur. Leitið tilboða hjá mér. ¥on. Skemtiför ungl.st. „Svafa“ er ákvéðin aust- ur í Fljótshlíð næstkomandi sunnu- dag, ef veður leyfir. Farmiðar fást í Templarahúsinu miðvikud. 10. þ. m. kl. 7—10 síðdegis. Enginn getur orðið með, sem ckki'er búinn að festa sér far þá um kveldið. Lagt af stað frá leik- vellinum á Grettisgötu kl. 6x/a árd. Allir nesti sig og búi sig vel, einkum fæturna. Gæslumenn. ísland kom hingað í gær frá útlöndum 'með allmarga erlenda farþega. Skipiö var 8 kl.st. og 20 mínútur frá Vestmannaeyjum og er það geysifljót íerð. Brúarfoss kemur hingað síðdegis í dag frá útlöndum. Botnía kom í nótt frá útlöndum. FaG þegar voru um 40, flest útlend- ingar. I-yra kom frá Noregi í gærkveldi. Með- ■A farþega voru: præp. hon. síra Skúli Skúlason, Magnús kaupm. Kjaran, bræðumir Herluf og Þor- kell Clausen, Bernhard Petersen kaupm., Gunnar Magnússon o. fl. Þórhallur Daníelsson, kaupmaður í Höfn í Hornafirði, er nýkominn hingað til bæjarins. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Halldórsdóttir og Guðmundur V. Ásbjörnsson, bæði til lieimilis á Grettisgötu 45. — Síra Friðrik Hallgrímsson gaf þati saman. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá Sveinu. Álieit til ekkjunnar á Eyrarbakka, af- hent Vísi, 3 kr. frá konu. GENGI ERL. MYNTAR. Utan af landi. Akureyri, FB. 6. ág. Þrjár slúlkur úr Reykjavík, Sig- ríður Ólafsdóttir, Sigríður Elín Þorkelsdóttir og Elin Guðnadóttir komu hingað í gær og höfðu þær riðið á hjólhestum úr Borgarnesi í för með þeim var Jón Gíslason úr Gróðrarstöð Reykjavíkur, en hann hafði farið á bjólhesti alla leið úr Reykjavík og slegist í för með stúlkunum á Blönduósi. Lagði hann af stað mánudag, en þær á þriðjudag. Ferðin hafði gengið á- gætlega. Yfir ár, sem ekki voru brúaðar, var vaðið. Stúlkurnar fara suður aftur með Islandinu. Síldarafli siðustu viku í Akur- eyrarumdæmi: 15162 tn. saltaðar, 3018 krydd- aðar, 24000 mál í bræðslu. T-utt* ugu og fimrn skip liggja nú á Krossanesi og bíða afgreiðslu. Getur verksmiðjan ekki lengur tekið víð síld þeirri, er henni berst og kaupir nú aðeins af samnings- bundnum skipum. Síra Þorsteinn Briem er staddur hér i bænum. I '• • -/c Sterlingspund .. kr. 22.15 100 kr. danskar . .. .. — 122.04 100 — sænskar . .. .. — 122.28 100 — norskar . .. .. — 117.95 Dollar .. — 4.56J4 100 fr. franskir .. .. — 18.06 100 — svissn 100 lírur 100 pesetar .. — 77.25 100 gyllini 100 þýsk gull-mörk .. — 108.49 100 belga •• — 63.77 Ffá meistaramótina á summdagiim. —o— Á. sunnudaginn kl. 2 e. h. var meistaramótinu haldið áfram. Veð- ur var hið besta, logn og blíða. Auðséð var á áhorfendahópnum að Reykvikingum þótti veðrið of gott til að sitja heima í, því að frekar fátt var áhorfenda. Það byrjaði með mjög skemti- legu hluupi: 400 m. í því tóku þált fjórir röskir hlauparar, Gígja (KR) Sveinbjörn (ÍR) Garðar (ÍR) og Stefán Bjarnason (Á). Þegar í byrjun rann Sveinbjörn fram úr keppinautum sínum og hélt þeim ágæta hraða þar til eftir vóru ca. 80 m., þá fór Stefán fram úr honum og hélt því að marki. Urslitin urðu þessi: 1. Stefán á 54,6 sek., 2. Sveinbjörn á 55,0 sek. og 3. Gigja á 55,2 sek., all- ir undir gamla metinu, en það átti Sveinbjörn. Þá hófst 10 rasta hlaupið. í því voru aðeins 2 þátttakendur, þeir Stefán Runólfsson (Á) og Magnús Guðbjörnsson (KR).HIaup- íð fór fram á hringbraut vallar- ins, en það eru tæpir 25 hringir. Á meðan þeir hlupu fór fram há- stökk. Hæst hljóp Helgi Eiríks- son (ÍR) 1,72, þá Þorgeir Jónsson (ÍK) 1,52 og loks Reiðar Sören- sen (IR) 1,42. 10 rasta hlaupararnir halda ait- af áíram. Magnús aðeins á und- an. í 13. hringnum hleypur Ste- fán fram fyrir Magnús en fær um leið bylmingshögg í höfuðið. Hann svimar víð og slagar út af hlaupa- brautinni. Magnús kunni ekkivið hann fyrir framan sig og rétti honum „einn lítinn". Stefán neyð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.