Vísir - 18.08.1927, Blaðsíða 4
V I S I R
.stjórnin hefir fallist á þá skoSun
hans. Mörgum mæla-leigjöndum
mundi nokkur forvitni á a'ö fá að
vita, hvernig á því muni geta stað-
ið, aö leigan, er talin þurfa að
vera svona há, 6 kr. og 12 kr.
á ári.
Eúendur við Eskihlíð
hafa óskað þess, að lögð verði
rafmagnsleiðsla þangað, en litlar
likur eru til, að þeirri málaleitan
verði sint fyrst um sinn.
Lúðrasveitin
leikur í kveld á Austurvelli kl.
8%, ef veður leyfir.
Edílon Grímsson
skipstjóri er 81 árs í dag.
Steinunn M. Þorsteinsdóttir,
Lindargötu 26, á sextugsafmæli
í dag.
Götu-umferðin.
Þess var farið á leit í grein hér
í blaðinu ekki alls fyrir löngu, að
nemendum barnaskólans yrði leið-
beint um það í kenslustundum,
hverjar væri réttar reglur fyrir
umferð um götur bæjarins. — Nú
hefir skólanefnd ákveðið, „að í
leikfimistímum í vetur skuli kenna
börnunum almennar umferðaregl-
ur.“
Sjúkrasamlag prentara
er 30 ára í dag, og mun það vera
elsta sjúkrasamlagið hér á landi.
Stjórn Elliheimilisins Grund
hefir sent bæjarstjórn erindi
„um lán úr gamalmennasjóði bæj-
arins, til þess að byggja nýtt elli-
iieimili." — Fjárhagsnefnd leggur
tíl, að bæjarstjórnin „heimili
borgarstjóra að lána Elliheimilinu
Grund eignir gamalmennasjóðs
bæjarins jafnóðum og nýtt elli-
heimili verður bygt. Lánið veitist
gegn öðrum veðrétti í hinu nýjá
elliheimili, næst á eftir væntan-
legu veðdeildarláni og verði af-
b'orgunarlaust fyrstú 10 árin, en
greiðist síðan með jöfnum árs-
greiðslum á þrjátíu árum. Árs-
vextir verði 5%.“
Málaferli.
Sveinbjörn Jónsson, hæstarétt-
armálaflutningsmaður, hefir' höfð-
að mál gegn Reykjavíkurbæ, og
gert þær kröfur, „að viðurkendur
verði eignarréttur hans o. fl. á öll-
um vatnsréttindum í Soginu fyrir
landi Bíldsfells, og að afsal Guðm.
Þorvaldssonar, frá 12. júli 1917, til
Reykjavíkurbæjar, fyrir vatnsrétt-
indum í ánni, verði dæmt ógilt“.
Borgarstjóra hefir verið falið (af
rafmagnsstjórn) að sjá um, að
lialdiö verði uppi vörnum í málinu
og að allar nauðsynlegar ráðstaf-
anir verði til þess gerðar, að fá
skorið úr um réttindi bæjarins yf-
ir vatnsafli i Soginu.
Es. Island
fór héðan í gærkveldi kl. 8, á-
leiðis til útlanda. Meðal farþega
voru: Pétur Á. Jónsson, óperu
söngvari, Finnur Jónsson prófes-
sor, Eskildsen forstjóri, Þórhallur
Árnason, hljómlistarmaður, Árni
Haraldsson (Árnasonar kaupm.),
frú Leví, ungfrú Bergþóra Björns-
son, Gyða Hermannsson, Marta
Einarsdóttir, frú Flelga Bertelsen,
frú Ólafsson, ungfrú Trolle ung-
frú Hejnæs, O. Malmberg fram-
kvstj., Bonnesen verkfræðingur.
St. Einingin nr. 14
heldur fund ásarnt stúkunum í
Hafnarfirði og st. Siðhvöt á Álft'a-
nesi næstk. sunnudag á Grísanes-
flöturn fyrir sunnan Hafnarfjörð.
Flutningur verður ókeypis fyrir
skuldlausa Einingarfélaga. Skernt-
anir verða ýmsar. — Fundir, þar
sem fleiri stúkur mætast, tíðkast
mjög nú í seinni tíð, og auka þeir
mikiö samheldni og nánari kynni
milli stúknanna, auk þess að þeir
veita félögum stúknanna heil-
brigðar skemtanir og ánægju.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi, 4 kr. frá J. G. S.
Gjöf
til bágstadda heimilisins, afhent
Vísi: 50 kr. frá N. N.
GENGI ERL. MYNTAR.
Sterlingspund .. . . kr. 22.15
100 kr. danskar .... — 122.07
100 kr. sænskar .... — 122.38
100 kr. norskar .... — 118.41
Dollar..................— 4.561/2
100 fr. franskir .... — 18.07
100 fr. syissn.......— 88.01
100 lírur...............— 25.02
100 pesetar.............— 77.09
100 gyllini.............— 182.99
100 þýsk gullmörk .. — 108.46
100 belga...............— 63.60
FisUars 09 itíars
er búið til á hverjum einasta
morgni úr besta efni. — Gerið
pantanir tímanlega.
Kjotbúðin Von.
Sími 1448 (2 línur).
„TrikotiD'1-
kvennærfatnaðup,
Miklar birgðir nýkomnar,
Austupferðlr frá
SS” versl. Vaðnes.
Til Torfastaða mánudaga
og föatudaga frá Rvík kl. 10
árd. og frá Torfastöðum dag-
inn eftir kl. 10 árd. í Fljóts-
hlíðina og GarSsauka mið-
vikudaga frá Rvík kl. 10 árd.
og heim daginn eftir.
Björn Bl. Jónsson.
Sími 228. Sími 1852.
Hefðasfrús?
og meyjaj* nota altaf
hið ekta
austur-
landa
ilmvatn
FurJana.
Útbreitt
um allan
heim.
Þúsund-
ir kvenn-
a nota
ein-
... göngu.
Fæst i smáglösum með
skrúftappa. Verð aðeins 1 kr.
í heildsölu hjá
H l. Efnagei ð Reykjaviknr.
VV
I
HUSNÆÐI
Vantar íbúð, 2—3 herbergi og
eldhús, frá 1. október. Þorkell Sig-
urðsson, vélstjóri. Sími 2074. (333
Skrifstofumaður óskar eftir her-
bergi 1. október, nálægt miðbæn-
um. Tilboð sendist Vísi, auðkent
„Skrifstofumaður". (328
Einhleyp kona óskar eftir 2 her-
bergjum, helst í Þingholtsstræti
eða við Lauíásveg. A. v. á. (325
Góð tveggja til þriggja lier-
bergja íbúð óskast 1. okt, á
góðum stað í bænum. Fyrir-
framgreiðsla getur komið til
mála. Uppl. á Smiðjustíg 4,
niðri. (303
Skrifstofumaður óskar eftir
íbúð 1. október. Fáment heimili.
Fyrirframgreiðsla. Uppl. Frakka-
stíg 21, niðri. (340
2—-3 herbergi og eldhús
óskast 1. október. Umgengnisgott
fólk. A. v. á. (344
Trésmiður óskar eftir herbergi
með forstofuinngangi 1. sept. —
Ábyggileg greiðsla. — Tilboð
merkt: „25“ sendist afgr. Vísis.
(339
VINNA I
Stúlka eða roskinn kvenmaður
óskast til að hirða um lítið heim-
ilivUppl. Framnesveg 37 A. (330
Ef þið þurfið að fá stækkaðaí
myndir, þá komið i Fatabúðina.
Þar fáið þið það fljótt og vel af
henai leyst. (458
Með nýjustu ljós- og gufu-böð-
um tökum við í burtu: Fílapensa,
húðorma, vörtur og öll önnur ó-
hreinindi í húðinni. Einnig flösu,
hárrot. Hárgreiðslustofan, Lauga-
veg 12. (1055
Stúlka, vön heyvinnu, óskast til
septembermánaðarloka, Uppl. hjá
Símoni Jónssyni, Grettisgötu 28.
(337
Stúlka óskast í vist um tveggja
mánaða tíma. A. v. á. (334
r
KAUPSKAPUR
l
Hús, stór og smá, til sölu. —
Uppl. Njálsgötu 13 B. (341
Stór og góð byggingarlóð til
sölu. Tækifærisverð. A. v. á. (329
Tekk-hurðir til sölu. Uppl.i sima
ioóó kl. 7—8. (32^
inm.
Rjómi fæst 1 AlþýðubrauðgerC-
(11?'
HÁR við íslenskan og erlend--
an búning fáið þið hvergi betrs
né ódýrara en í versl. Goðafoss,
Laugaveg 5. Unnið úr rothárL
(75S
Lifandi blóm fást á Vesturgötu
19. Sent heim, ef óskað er. Síml
19. (291
Melba andlitsduft og smyrsP
komið aftur á hárgreiðslustofuna
í Aðalstræti 6, uppi. Sími 852.-
(31F
Falleg garðblóm til sölu i Mið-
stræti 6. (32l
Góðir reiðhestar til sölu. Uppl.-
í síma 2073, kl. 7—8. (343
Jlfg?-' Miðstöðvarofn nr. 2 til
sölu fyrir hálfvirði. Laugaveg 83.
Sími 1730. (336-
TAPAÐ - FUNDIÐ
Silfurbúinn skeiðahnífur (dolk-
ur) hefir tapast. Skilist á Lokastíg
24 A. (332:
11. júlí síðastl. fanst böggull í
Fossvogi, Sími 169. (32&
Gúmmísvunta (telpu) týndist
frá Vesturgötu 65 að Fischers-
sundi. Skilist í brauðsöluna,
Fischerss.undi 3, (338
Reiðhjól tapaðist síðastliðið
sunnudagskveld á íþróttavellinum.
Finnandi vinsamlega beðinn að‘
gera aðvart í síma 236. (335
Pakkhús til leigu fyrir hey eða
smíðaverkstæði á Njálsgötu 13 B.
(34^
íjeíagípreicteMdíijaft.
Á SIÐUSTU STUNDU,
heyrði þessar spurningar og Patience sá að honum varð
litið á Beverley. I sama bili sá hún, að Beverley ieit
heiftúðlega á hana; hún dreyrroðnaði samstundis og
fann það á sér, að tengdafaðir hennar, presturinn og
Honora horfðu á hana undrunaraugum. Beverley rak
upp hásan hlátur, þeytti frá sér stólnum og rauk á dyr.
Petience leit óttaslegin í kring um sig og fyrirvarð sig.
Henni fanst hún vera að sökkva í jörð niður.
VII.
Viku síðar kom Patience einhverju sinni gangandi frá
sumarskálanum; hafði hún átt þar skemtilega stund á-
samt Honoru og föður Donovan. Þegar hún kom fyrir
hornið á skálanum, sá hún Beverley standa þar undir
einum glugganum.
„Hvað ert þú að gera hér? spurði hún undrandi.
Hann ygldi brúnirnar og Ieit fjandsamlega á hana.
„Eg var að njósna um þig og prestinn", sagði hann.
Hún tók á rás frá skálanum, til þess að hin heyrðu
ekki orðaskifti þeirra, en hann elti liana. „Eg sá það
sæmilega glögt að þið renduð ástaraugum hvort til ann-
ars og nú sé eg hvers vegna þú vildir fræðast um
eitrið--------
„Ert þú orðinn brjálaður?" spurði hún. „Hvað átt
þú yið?“
„Nei, það er langt frá að eg só brjálaður. Eg er
ekki í vafa um, að þú elskar prestinn, eg — —“
„Þú — hvað —“ stamaði Patience þrútin af reiði, en
einmitt reiði hennar var í Beverleys augum sönnun um
sekt hennar.
„Þú heldur að eg sé auli, af þvi eg ber ekki skyn-
bragð á doðrantana þína, en einu sinni sagði kona við
mig að eg væri fjandi gáfaður og eg ætla ekki —“
„Bjálfi!“ sagði Patience fyrirlitlega, þegar hún loksins
kom upp orði, „það var hlægilega heimskulegt af mér
að taka nokkurt tillit til orða þinna, en eg hefi ekki
vanist því, að vera móðguð — jafnvel ekki af þér. —
Þú hefir fengið mig til að hata orðið ást. Af engum
manni gæti eg orðið ástfangin ekki einu sinni af guði í
mannsmynd. Þú þarft ekki að óttast að eg verði þér
ótrú. Eg get það ekki þó mig langi til“.
Hún sneri sér nieð fyrirlitningu frá Beverley og lét
hann einan eftir. Hún fór inn i herbergi silt, læsti
hurðinni á eftir sér og grét sáran.
„Flvernig á eg að fara að þessu?“ kjökraði hún.„ Eg
þoli ekki þetta lengur. Eg held að það geti komið að
mér að drepa hann, ef eg verð hér áfram. Eg hata
sjálfa mig og fyrirlít — eg verð ekki í húsi hans til
morguns".
Hún hafði oft sagt við sjálfa sig áður á þessa leið.
Hversvegna lætur konan altaf dragast svo lengi að yíir-
gefa heimili þess nianns, sem gerir henni lífið að dag
legri þjáningu? Er það sljóleiki, ótti við hneykslið eða
uggur um framtíðina, sem heftir för hennar? Sennilega
er það hið síðastnefnda, því konan heíir frá alda öðli
haft meðfædda þrá eftir stuðningi karlmannsins", Pa-
tience var þvi kyr eins og áður og vonaði með sjálfri
sér, að fram úr þessu efni réðist sjálfkrafa þannig, að
annað hvort dæi Beverley Peele eða hann yrði leiður á
henni og yfirgæíi hana.
Þegar frú Peele kom aftur með dætrum sínum í júní-
mánuði, fyltist húsið af gestum á ný. Maðurinn frá
Kúbu var farinn heirn til sín og May hafði það sér til
dægrastyttingar, að daðra við alla aðra unga menn sem
hún gat náð til. Hal virtist vera alveg húin að ná sér,
bún mintist ekki framar með einu orði á Reginald
Wynne og Patience nefndi liann ekki á nafn heldur.
„Það situr á engri konu verrenmér að minna nokkra
konu aðra á það, sem hún vill láta vera gleyml“, hugs-
aði hún. „Og ástin — hvers virði er hún? Eg held
að eg mundi jafnvel hata „hann“ ef hann léti sjá sig á
ný, einmilt vegna þess, að eg taldi mér trú um það einu
sinni, að eg elskaði hann.“
Henni lék nokkur forvitni á að sjá Latimer Burr.
Hann var búinn að fara til Parísar líka og kom heim
með næstu ferð ettir að Hal kom. Undir eins og liann
koni heim, kom hann út til Peele. Patience sá hann-