Vísir - 26.08.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1927, Blaðsíða 2
V 1 S I R Lifoby’s Tomato Catchup Eins og allar Libby’s vönir, þið besta. Símskeyti ——0—1 K.höfn, 25. ágúst. F. B. öeirðir út af aftöku Saccos og' Vanzettis. SíniaS er frá París, að komm- únistar liafi orðið valdir að frekari óeirðum út af aftöku Saccos og Vanzettis. Sló í skæða bardaga á götunum við lög- regluliðið. Bygðu kommúnistar sér virki á strætum og gatna- mótum, rændu í búðum og réð- ust inn á veitingahús og skemti- staði á Montmartre, þar sem Bandaríkjamenn tiðast eru mjög fjölmennir. Eyðilögðu kojnmúnistar alla hluti, er þeir fengu hönd á fest. Giskað er á, að um þúsund manna hafi særst í skærunum. Lögregluliðið bar sigur úr býtum að lokum og hafði þá handtekið hálft þriðja hundrað manna. Járnbrautarslys í Englandi. Símað er frá London, að járnbrautarslys liafi orðið ná- lægt Sevenoaks (í Kent). Ellefu menn biðu bana, en tuttugu meiddust. Zaghlul pasha látinn. Símað er frá Cairo, að Zagh- Iul pasha sé látinn. (Zaglilul pasha var fæddur um 1860. Stundaði nám í Azhar- háskólanum i Cairo og gerðist málafærslumaður (1884). Kenslumálaráðherra 1906. Gerð- ist snemma þjóðernissinni og varð brátt leiðtogi þeirra. ]?á er vopnahléð hafði verið samið 1918, krafðist hann þess, að sjálfstæði Egiptalands væri viðurkent. peim kröfum vildu Bretar ekki sinna og hafði Zagh- lul þá í hótunum og var ger landrælcur og fluttur til Malta, ásamt þremur öðrum þjóðern- issinnum. Af þessu tiltæki Breta spruttu óeirðir í Egiptalandi, og voru margir breskir yfirforingj- ar þar myrtir. Zaghlul var þá slept úr ánauðinni skömmu síð- ar og hefir .síðan verið leiðtogi þeirra þjóðernissinna, er lengst hafa gengið í kröfunum og unn- ið að þvi, að Egiptaland yrði i öllu óháð Bretlandi og fengi yfirráðin yfir Sudan og Zues- skurðinum. Eins og geta má nærri bafa slíkar kröfur ávalt lálið illa í eyrum Breta. í jan. 1924 myndaði Zaghlul pasha stjórn, er flokkur hans liafði borið* sigur úr býtum í kosning- um. Er þess skemst að minnast (sbr. skeyti i maí), að Bretar óttuðust mjög vaxandi áhrif egipskra þjóðernissinna og mun með Zaghlul pasha fallinn í val- inn öflugasti andstöðumaður Brcta í Egiptalandi.) —o— Ilún er nú komin á laggirnar og mun taka við völdum innan fárra daga. Hin nýja stjórn verður þann- ig skipuð: Tryggvi pórhallsson verður forsætisráðherra og at- vinnumálaráðherra, Jónas Jóns- son frá Hriflu dömsmála- og kirkjumálaráðherra (undir þá deild teljast ennfremur kenslu- mál og lieilbrigðismál) og Magnús Kristjánsson fjármála- ráðhei’ra. Um alla þessa nýju ráðherra er það að segja, að þeir hafa staðið framarlega eða fremstir í fylking framsóknarliðsins á undanförnuixi árum og markað stefnu flokksins. Eins og kunnugt er, hafa þeir Tryggvi og Jónas skrifað manna mest um ávirðingar og yfirsjón- ir annara flokka og stjórna á siðustu tímum og er því vel til fallið að þeir fái nú áð reyna sætleik valdanna um skeið. — Verður að telja það maklega gert og í’étt ráðið af framsókn- armönnum, að setja þá við stýrið, er flokkurinn kemst til valda. Hitt hefði verið varhugaverð- ara, að beila hinum gæfari mönnum og hófsamari fyrir stjórnarvaghinn, en láta þá halda áfram að leika lausbeisl- aða og ábyrgðarlitla að tjalda- baki. Fer vel á þvi, að orðhákarnir fái að standa við stóru orðin, eða renna frá þeim í allra aug- sýn að öðrum kosti. Ekki er „Visi“ kunnugt um, hvern 'stuðning jafnaðarmenn kunni að hafa heitið hinni nýju sljórn. Er mælt að sumir þing- menn framsóknarflokksins liafi þvertekið fyrir alt bandalag við’ það lið. — En valið á tveim ráð- herrunum gæti þó bent til þess, að stýrt hefði verið svo nærri óskum og kröfum jafnaðar- manna, sem fært liefði þólt, án þess að l'Iokkurinn sundi’aðist. — pað er kunnugt, að tveir hinna nýju ráðherra að minsta kosti, þeir Jónas Jónsson og Magnús ICristjánsosn, hafa lengi staðið all-nærri jafnaðarmönn- um í ýmsum málum. Og um M. Kr. er það ennfremur víst og vitanlegt öllum landsmönnum, að hann hefir verið þingmanns- efni jafnaðarmanna. Hann var boðinn fram á Akureyri af bálfu jafnaðarmanna við kosningarn- ar 1923 og studdur af þeinx mjög eindregið. Búast má við, að liin nýja stjórn taki nú til óspiltra mál- anna og leitist við að koma hug- sjónum sínum i framkvæmd, eftir þvi sem til vinst. — Hafa þeir félagar, Jónas og Tryggvi, verið all-umsvifamiklir hin síð- ari árin, svo sem kunnugt er, brotið upp á mörgu og ýrnsu viljað breyta og umturna. — En meðal helstu áliugamála þeii-ra má vafalaust telja stýf- ing krónunnar eða verðfesting, endurstofnun tóbakseinkasölu og ýmsar ráðstafanir til Imekk- is athafnafrelsi þjóðarinnar og frjálsri verslun landsmanna. Verður nú að bíða átekta og sjá, hverju fram vindur. þarkaðir ávextir: Sveskjar Ferskjar Pernr Eplf fyripliggj andi. Döölar Eráfikjar VW’' ' "M þórdnr Sveinsson & Co. Horior kristiÉ í la. —o— Mikil breyting hefir nú á skömmum tíma orðið á rckstri og framtíðarhorfum kristni- boðsins í Kíixa. En því valda fyrst og fremst gerbreyttar að- stæður af völdum borgarastyrj- aldarinnar miklu. Mörg hundruð barnaskólum og flestum æðri skólum trú- boðsins varðaðloka fyrir löngu; og svo var öllu ruplað og rænt á heimilum kristniboðanna og og þeir flestir farnir úr landi eða flúnir til liafnarbæjanna; kirkjuhúsin oft og tiðum notuð til pólitískra fundarhalda, og söfnuðirnir ofsótlir á alla lund. Á íslandi er erfitt að setja sig í spor manna austur í Kína. pví mun mörgum þykja lítt skiljanlegt, hvers vegna kristni- boðarnir flestir liafa, á þessum miklu þrengingar tímum, yfir- gefið söfnuðina, sem eru bæði ungir og- efnalega og andlega lílt sjálfstæðir. — pví eru þess- ar línur ritaðar, mönnum til skilningsauka. Snemma á þessu ári skipuðu ræðismenn fleslra ei’lendra ríkja í Kina, útlendingum að flylja til hafnabæjanna. Daginn áður en við fórum frá Laolio- kow, kom skeyti um, að bylt- ingarherinn lxefði rænt öll heimili útlendra manna i Nan- king og drepið íbúa sumra þeirra. Var þá engu líkara en að 5 ríki mundu segja Kína stríð á hendur í eiixu. — Að mörgu leyti var þö útlitið engu iskyggilegra þá en þegar þetta er ritað. Víðast gátu kristniboðarnir ekki haldið verki sínu áfrarn. Oftast af völdum stríðsins. í Honan, þar sem við vorum, börðust fimm berir um völdin. ÖIlu verra aðstöðu var þó á þeim stöðuin, þar sem búið var að æsa skrílinn gegn út- lendingum — (er hægur vandi að blása að útlendingahatri í Kína) — og kristindómi. Oft var grjóti og moldarkögglum kastað inn um kirkjugluggana meðan á samkomunni stóð. Al- veg varð að liætta við út- breiðslu-samkomur á meðal lieiðingjanna. Á sumum krislni- boðsstöðvum eyðilagði skríllinn <>11 húsgögn, brendi bækur og aðra muni innlendra og út- lenclra starfsmanna kristni- boðsins. Enginn efi leikur á því, að það var fyrst og fremst áhrif- unum frá Moskva að kenna, að svo mjög var reynt um tima að glæða elda útlendinga- og krist- indómshaturs í K'ína. Bitnaði hvorutveggja á söfnuðunum. En óliætt er að fullyi’ða, að of- sólcnunum létti viða meira en um helming, eftir að kristni- boðarnir fóru. A. m. k. bar þá minna á útlendingahatri. Nú mun vera meira beðið fyrir Kínatrúboðinu en nokk- uru sinni áður, þvi livergi i heiminum eiga kristnir menn erfiðari aðstöðu. Var opinber- lega sagt livað eftir annað, að öllum innlendum starfsmönn- um kristniboðsins yrði að varpa fyrir borð, ásamt öllum þeim mönnum, er mök liöfðu átt við útlendinga. Mörg nöfn hafa bætst við á hinni miklu nafna- skrá píslarvottanna. En það er, í ljósi kristnisögunnar, áreiðan- legur og fagur vorboði Guðs ríkis i Kína. Veruleg hætta staf- ar söfnuðunum af þeim með- limum, er ótrúir reyndust. ]>jóð- ræknisaldan, þó hún sé í sjálfu sér góð, hefir skolað mörgum með sér úr söfnuðunum. Aðrir hafa liulið sig með svartri skýlu afneitunarinnar. Sorinn brenn- ur í eldi ofsóknanna. En svo verður líka gullið skírra. Breytinguna miklu, sem nú liefir orðið á rekstri kristniboðs í Kina, rnætti með rjettu kalla bristniboðs-bylting. Trúboðsfé- lögin liafa skyndilega orðið að kippa stoðum sínum undan kirkjulega starfinu á kristni- boðsakrinum. Ennþá er liægt að senda flestum söfnuðununr fjár- hagslega hjálp. En hvað sem þroska líður verða þeir að bjarg- ast á eigin spýtur andlega, og að mestu leyti efnalega líka. Kristniboðarnir hafa orðið að hlaupa undan bagga; honurn er óskertum velt á herðar inn- lendra leiðtoga. Af þessu mun trúuðum mönnum skiljast, að nú hlýtur bænastarfið að verða aðalstarf allra sannra vina kirstniboðsins í Kína. Á ráðstefnum i Shanghai í vor og af samtali við fjölmarga kristniboða, skildist mér þeir yfirleitt vera bjartsýnir. Pólitískar hreyfingar liafa oft stórlega flýtt fyrir komu Guðs ríkis. Mun það nú sannast í Góðmp eiginmað- ur gefup konunni Siioers saumavél. Reykjavík. Ivína, engu siður en á siðbóta- tímunum i Evrópu. — Nú lítur út fyrir að samein- ingartilraunir kirkjufélaganna i Kína muúi hepnast. Sameigin- legar þrengingar og aukin ábyrgðartilfinning hefir kniiið einstaklinga og söfnuði til full- komnari sameiningar. Hljótum við því að minnast bænarorða æðsta prestsins okkar, í 17. kap. Jóhannesarguðspjallsins: „Svo skulu þeir vera fullkomlcga sameinaðir, til þess að heimur- inn komist að raun um, að þú hafir sent mig.“ Fullkomnari sameining kristinna manna í Kína mun bera mikla og dýr- lega ávexti. Hér eftir mun ekki kristnum mönnum dyljast að trúboðið hefir borið mikinn árangur í Kína. — Lifandi söfnúðum staf- ar enginn voði af eldhreinsun. Hún er þeim þvert á móti nauð- syn og hefir ófyrirséða blessua í för með sér. Fyrsti kristniboði evangeliskrar kirkju í Kina, Robert Morrison, þýddi fyrstur manna biblíuna á kínversku. pýðing og útbreiðsla lieil. ritningar hefir æfinlega verið meginatriði allrar kristni- boðsviðleitni. Biblian hefir i Kína, eins og annars staðar, reynst besti trúboðinn. Margar milj. eintaka hafa verið sekkir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.