Vísir - 24.10.1927, Qupperneq 3
V 1 S I R
Elgi nokkur eftir að bragða kið
emdiir'bætta. Smára-smjöx*lihi
þá kaupið og berið samau. -- Finuið smjörkeiminu af Smára.
45 aura pakkinn 45 aura pakkinn.
Kostaboð
fyrir alla þá, sem reykja „Honey Dew“ cigarettur, „Litla fíl-
inn“ frá Thomas Bear & Sons Ltd.
Til þess aö hvetja menn til að reykja þessar
mildu og gómsætu Virginia-cigarettur, höfum
vér ákveöið að gefa fyrst um sinn hverjum
þeim, sem skilar oss 25 tómum pökkum utan
af Honey Dew cigarettum, laglegan sjálfblek-
-------- ung, sjálffyllandi. -
Gefið ykkur sjálfum slíka hentuga J Ö L A-
G J Ö F með því að reykja „H o n e y D e w“.
Tóbsksverslnn íslands hi,
45 anra pakkinn. 45 aura pakkinn,
Oóðup eigir&mað-
ur gefup konunni
Singers
saumavél.
Reykjavík.
Sigfús Einarsson, en að tylla sér
á háan hest sem sérfræðingur
og dómari þeirrar göfugu listar
— þeirrar visindalegu þekkingu
raddarinnar — það hélt eg að
enginn mundi voga sér með jafn
litla kunnáttu.
Hr. Sigfús Einarsson, sem
hefir unnið sér hér orðstir með
tónsmíðum sinum —- og eru
■sum af hans lögum góð — hefði
máske getað orðið viðurkendur
utanlands, sem tónskáld, hefðu
ástæður hans leyft honum að
þroska það sem hann í byrjun
■gaf góða von um.
Eg veit ekki hvað lengi hr.
píanóleikari E. Thoroddsen ætl-
ar sér að vera hér, en rneðan
eins framúrskai'andi snillingur
og hann dvelur i Reykjavík, vil
eg ráðleggja Sigfúsi að nota
tækifærið — þvi áhuga liefir
liann eflaust ennþá — og býst
eg' við að eftir eitt eða tvö ár
muni skilningur hans liafa
þroskast að mun.
Af manni, sem vegna per-
sónulegs kunningsskapar hefir
það upp yfir skýin, sem aðeins
er „í meðallagi“ og verður aldrei
annað, þar sem liin andlega
grundvallargáfa hefir verið of
takmörkuð, eða misþyrmir list-
inni, af fáfræði og þverúð, af
þeim manni má aldrei búast við
réttlátri dómgreind, og' finst
mér jafn óréttlátt að ætlast til
þess eins og að lcasta gömlum
manni kútlaust út á hyldýpi, til
þess að læra að synda.
Einar Hjaltested.
□ EDDA. 592710257-1
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík o st., Vestm,-
eyjum 2, ísafirði 2, Akureyri -t-
6, Seyðisfiröi -t- i, Grindavík hiti
2, Stykkishólmi o, Grímsstöðum
-t- 12, Raufarhöfn -t- i, Hólum í
Hornafiröi -f- i, Blönduósi -f- 5,
Þingvöllum -f- 3, Færeyjum hiti 1,
Kaupmannahöfn 4, Utsira 2, Tyne-
mouth 5, Hjaltlandi 4, (engin
skeyti frá Grænlandi og Jan May-
en). — Mestur hiti hér í gær o st.,
minstur -4- 3 st. Djúp lægð (730
mm.) um 1200 km. suðvestur af
Reykjanesi. Hreyfist hægt norS-
austureftir. HæS fyrir norðaustan
land. Stilt veður í Norðursjónum.
— Horfur: Suðvesturland: Storm-
fregn. í dag og í nótt austan
hvassviðri. Úrkoma. Faxaflói,
Breiðafjöröur, Vestfirðir: Storm-
fregn: í dag allhvass austan. Úr-
koma undir kvöldiö. í nótt hvöss
austan átt. Norðurland, norSaust-
urland, AustfirSir: í dag suöaust-
læg átt. Úrkomulaust. I nótt all-
hvöss austanátt. Suöausturland: í
dag vaxandi suöaustan átt. í nótt
hvass austan og snjókoma.
50 ára starfsafmæli.
Skóverslun Láinsar G. LúSvígs-
sonar á 50 ára afmæli um þessar
mundir, stofnsett 1877. 1 tilefni af
því munu eigendur verslunarinnar
halda starfsmönnum hennar sanl-
sæti i kveld.
Leikhúsið.
„Gleiðgosinn“ vai' leikinn í
þriðja sinn í gærkveldi. Aðsókn
var svo mikil, að margir urðu
frá að hverfa. Áhorfendur velt-
ust um i lilátri, svo að varla
lieyrðist til leikendanna með
köflum. Gert er ráð fyrir, að
næst verði leikið á fimtudag.
Prófessor Auer
flytur háskólaerindi i Kaup-
þingssalnum kl. 6 í kveld. ókeyp-
is aðgangur. Allir velkomnir.
Prentarinn
(fyrsta og annað blað áttunda
árgangs), er nýkominn út, og flyt-
ur m. a. myndir af þeim Emanúel
Cortes, Jóni Árnasyni og Magnúsi
£. Magnússyni, sem allir hafa
unnið að iirentlist full 30 ár.
Silfurbrúðkaupsdag
eiga þessi hjón á morgun:
Frú María Guðnadóttir og Sig-
trður Björnsson, Holtsgötu 3.
Frú Bjarney Eleseusdóttir og
Guðmundur Guðmundsson, Lauga-
veg 22 B.
Gunnlaugur Einarsson
læknir hefir flutt sig frá Stýri-
mannastíg 7 í Laufás.
Flutningaskip
kom í gær til Svianna, sem eru
að koma upp íshúsinu hér. Var
það hlaöið tígulsteini.
Timburskip
kom í gær til Völundar.
Af veiðum
komu í gær: Menja, Baldur og
ólafur. :>Þ:j
. 13
S. R. F. f.
Sálarrannsóknafélagið heldur
fund í Iðnó næstkomandi miöviku-
dagskveld kl. Sþá. Einar H. Kvar-
an, rithöfundur, flytur erindi.
Hringurinn
heldur fund annað kveld kl. 8y2,
í Kirkjutorgi 4. (Sjá augl. í blað-
inu í dag.
C. S. Lane,
setn auglýsir enskukenslu í þessu
blaði, er ungur stúdent frá Banda-
rikjunum, kominn hingað til þess
að nema íslensku. Hann hefir ver-
ið hér í tvo mánuði, og er farinn
að tala íslensku, svo að nemendur
geta talað við hann, þó að þeir
kunni ekkert i ensku.
Heimilisiðnaðarfélagið
ætlar að halda uppi kenslu hér
í bænum næstkomandi nóvember-
mánuð í íslenzku flosi. spjaldvefn-
aði, rósabandavefnaði og þesskon-
ar þjóðlegum hannyrðum, sbr. aug-
lýsing hér i blaðinu. Félagið
stofnar til kenslu þessarar til
þess að halda við kunnáttu í þess-
um gömlu hannyrðum, sem nú
taka aö firnast flestum. Allar
upplýsingar um kensluna fást á
Skólavörðustíg 11A (sími 345).
Kenslukona verður ungfrú Bryn-
hildur Ingvarsdóttir; hefir hún
haft á hendi kenslu i vefnaði fyr-
ir Heimilisiðnaðarfélagið á Akur-
cyri um mörg ár, og að síðustu
kent vefnað og hannyrðir í lýðhá-
skóla Færeyinga í Þórshöfn. Er
hún einkar listfeng og vel að sér
um þessar íþróttir.
Ðanssýningar.
I fyrrakveld og í gærkveldi
sýndu þær ungfrú Ásta Norð-
mann og frú Lilla Möller nokk-
ura nýtísku dansa i Gamla Bíó.
Dansarnir voru þessir: Vals,
Tango, Black bottom, Fox trot,.
Flat charleston og Tango blues.
Fóru þeir allir prýðilega úr
hendi, svo sem vænta mátti. Eru
þær báðar, Ungfrú Á. N. og frú
L. M., ágætar danskonur og góð-
ir kennarar, lireyfingar þeirra í
dansinum fagrar og léttar og
öruggar. Gast áhorfendum ágæt-
lega að þessari nýung og klöpp-
uðu danskonunum lof í lófa.
Undanfarna vetur hafa þær
kent dans liér í bænum og jafn-
an liaft fjölda nemenda. — Má
vænta þess, að dansskóli þeirra
verði fjölsóttur í vetur, ekki síð-
ur en að undanförnu.
Skautasvell
gott hefir verið á suðurenda
Tjarnarinnar undanfarna tvo
daga, en fyrir norðan brúna
hefir ísinn verið ótraustur. í
gær var fjöldi fólks á skautum,
einkum börn og unglingar.
Stúkan Framtíðin, nr. 173,
heldur fund í kveld kl. 8)4. Sig-
urður Ólafsson talar um mál sem
alla varðar.
Ósiður.
Undan því var kvartað í smá-
grein hér í blaðinu fyrir
sköminu, að börn og jafnvel
stálpaðir unglingar hefði það
sér til gamans og dægrastytt-
ingar, að fleygja grjóti og rusli
út um alla Tjörn, undir eins og
hana tæki að leggja. Var mælst
til þess, að reynt yrði að koma í
veg' fyrir þennan ósóma. Und-
anfarna daga hefi eg verið sjón-
arvottur að þvi, að börn, sem úr
barnaskólanum koma siðdegis,
safnast saman við Tjarnarkrók-
inn hjá Búnaðarfélagshúsinu og
láta grjóthríðina dynja á s.vell-
GECO-SPECIAL
haglaskot.
Nýjar birgðir. Lægst verð.
Sportvörnhús Reykjavíknr.
(Einar Björnsson.)
iooóodccootxxsíioooooooooooí
er vlnsælast.
4sgarður.
INNLENT.
inu. Er þetta leiður ósiður og
þyrfti að reyna að venja börn-
in af þessu. Vegfarandi.
Rottukvikmyndin
var sýnd i Nýja Bíó i gærdag
fyrir fullu húsi.
Dronning Alexandrine
fer á þriðjudaginn síðdegis
vestur og norður til Akureyrar, en
þaðan aftur til Reykjavíkur.
Gjöf 1 ^
til fátæku ekkjunnar í Suður-
pól, afhent Vísi: 25 kr. frá Atla,
g Frakkaefni ’
x feikna úrval. Ulsterefni ný-
ö komin. Verðið við allra hæfí.
« G. Bjarnason & Fjeldsted.
XXXXXXXXXXXXXXXXXXíOCXXXMM