Vísir - 17.12.1927, Blaðsíða 2
V I S I R
Df, Oetker’s vörar:
Bökunardropar,
BúðÍDgsefni,
Vaniijusykur,
Gerduft.
Maggí-teningar.
SáKkulaði,
Kerti,
Nýir ávextir með Gullfoss.
Spfl.
Nýkomið:
Fyrsta flokks Piano frá kongl. hollenskri Piano-
verksmiðju, mahogni, pólerað, kr. 1150.00. — Einnig Piano
með hinu þekta merki „R a c h a 1 s“, sem eg hefi selt hér mörg af
og eru hvað öllu viðvíkur fyrsta flokks hvað að gæðum og tónfylli
lýtur, mahogni, póleruð, m e ð 3 p e d ö 1 u m, kr. 1600.00.
A. Obenhaapt.
Fyrirliggjandi s
Strausykur, hvítur og fínn,
Melís, Krystal, smár,
Sirius Konsum og Husholdningssúkkulaði,
Yrurac Bat vindlar.
A. Obenhaupt
Símskeyti
Khöfn 16. des. FB.
Frá Kína.
Frá Canton er síma'ö: Yfirvöld-
iv. hafa handtekið þrettán Rússa
og sakað þá um uþpreisnarundir-
róður. Þrír þeirra voru líflátnir.
- Ekki af ba'ki dottinn.
Frá London er sínvaS: Charles
A. Lindberg, sænsk-ameríski flug'-
maðurinn, sem gat sér heimsfrægö
fyrir að fljúga einn síns liðs írá
New York til París, hefir ílogið
hvíldarlaust frá Washington, D.
C., til Mexico.
Khöfn 16. des. FB.
Frá Kína.
Fulitrúum Rússastjórnar visað
úr landi.
Frá Shanghai er símaÖ : Stjórn
jvjóðernissinna hefir slitið sain-
bandi við Rússland og visað full-
trúa rússnesku ráðstjórnarinnar í
Shanghai úr landi, ásamt öllum
konsúium ráðstjórnarinnar í Suð-
ur-Kína. Ennfremur hafa þjóð-
ernissinnar lokað skrifstofum rúss-
tieskra verslunarféfaga, vegna
þess, að Rússar hafi verið upp-
hafsmenn Canton-uppreisnarinnar.
Ennfrenvur ber stjórn þjóðernis-
sínna þær sakir á Rússa, að þeir
undirbúi uppreisn í öðrum kín-
verskum' bæjum.
Tónlist 1930.
—o—
í fimtudagsblaði ,,Vísis“ er hrafl
um þetta efni, eftir Jón Leifs, og
hnútur til nefndar þeirrar, sem
skipuð hefir verið 'til þess að íhuga
og gera tillögur unv söng og hljóð-
færaslátt á Alþingishátíðinni.
Nefndinni þykir rétt að gera nokk-
urar athugasemdir viö þann pistil.
Jón kveðst eigi kornast hjá þeirri
,.skyldu“, aö skýra frá þeini und-
irlpú'ningi, séin gerður er viðvíkj-
andi tónlist 1930. Ennfremur þyk-
ist hann þurfa „að veita opinber-
ar upplýsingar um einföldustu
grundvallaratriði alþjóðlegrar tón-
mentar“.
Að. svo stöddu þykir ekki á-
stæða til að efast um, að Jón sé
hæfur til jvess að fræða menn uin
ofangreind grundvallaratriði. En
um fyrra atriðið — skýringar hans
um undirbúninginn, gegnir öðru
máli.
Jón hefir farið þess á leit viö
Þingvallanefnd, að hann væri ráð-
inn til aðstoðar við hátíðahöldin
1930 með útlenda hljómsveit, og
sótt málið af rniklu kappi. Þessari
málaleitun hefir undirbúnings-
nefnd Alþingishátíðarinnar synjað.
Er því hætt við, að Jón líti sínum
augum á undirbúninginn, i þess-
um efnum, og ekki alveg óvilhöll-
tim. í öðru lagi getur ekki hjá
því farið, að upplýsingar manns,
sem búsettur er í fjarlægu landi,
verði nokkuð slitróttar um það,
sem gerist í nefndum hér á ís-
íandi. En haiin hefir það ráð, að
fvlla glompurnar með ónotum til
Nýkomið
rm'kið úrval af Postulíns-
kaffistellum fyrir 6 og 12,
Matarstell úr steintaui fyrir
6 og 12, Postulínsbollapör, margar
tegundir, Bollapör úr steintaui,
margar tegundir, Kökudiskar,
smáir og stórir, Ávaxtasett fyrir
6, Bamadiskar, Barnabollapör,
Þvottastell úr steintaui 0. m. fl.
Verðið lækkað.
Versl. Þðrf
Hverfisgötu 56. — Sími 624.
nefndarmanna. Þeinv ónoturn verð-
ur að vísu ekki svarað að þéssu
sinni. En hugleiða nvætti, lvve lengi
honum skuli haldast uppi að senda
óðrum tóninn, án þess að stjakað
sé við honum sjálfum.
' Söngmálanefndin hefir fengið
tii unvsagnar eitt hréf Jóns til
Þingvallanefndar. Niöurlagsorðin
í_ svari neftvdarinnar eru á jvá leið,
„að aðstoð erlendrar hljómsveitav:
á Þingvölluin 1930 sé hvorki nauð-
svnleg né æskileg“. Út úr Jvessúm
skýru orðurn snýr Jón á jvá leið,
„að jvessir menn (J). e. söngnefnd-
í.rnfenh) álíti, að heimsókn full-
skipaðrar og lirtrænnar hljónv-
s\ eitar sé hvorki nauðsýnleg né
æskileg:i!! Jú, — nvjög æskileg.
Nefn'darmenn vilja, að lvingað
konvi sem oftast úrvalshljómsveit-
ir annara Jvjóöa, undir fullgildri
stjórn. En n'efndin er gersamlega
and’stæð }>ví, að beðið sé um að-
rtoð þeirra á Þingvöllum 1930. Ef
nefndin sæi ekki önnur hjargráð
til Jvess, að ljóðaflokkur vrði flutt-
ur viö setningu hátíðarinnar, Jvá
mundi hún leggja til þess, áð
kvæði væri látið duga undan og
eftir setningunni. Nefndin álítur,
að Jvjóðin verði að Ivúa að sínu i
þetta skifti. Og svo rnunvi flestir
tslendingar gera.
Jón Leifs segir, að Jvað sé „kom-
ið upp úr kafinu, að stofna eigi
til nokkurs konar samkepni um
svonefnda kantötvv“. En hann bæt-
ir Jvvi við, að „slík“ kantata geti
aldrei orðið neitt listaverk. Nefnd-
inni er ekki ljóst, hvers vegna
Jvað rná ekki takast. Nú ætlar hún
eirimitt að benda Jóni á ráð, er
hún hyggur, að hann nvuni telja
noklcurn veginn óbrigðvvlt. Og ráð-
ið er Jvetta: Jón Leifs býr til 'kant-
ötvvna — hann sjálfur. Nefndin
trúir Jvví ekki fyr en í fulla hnef-
ana, að hann vantreysti sjálfum
sér til þessa lítilræðis.
Þó að Jón telji alveg víst, að
ekkert „listrænt tónskáld“ muni
fást til Jvess að leggja hönd á J,slíkt
verk“ (kantötuna), þá er sú stað-
hæfing töluð út í bláinn, og lítt
skiljanleg, nema Jvví að eins, að
Jón telji ekki uppi vera nenva eitt
„listrænt", íslenskt tónskáld, Um
Jvetta eina — sjálfan sig — getur
hann vitað, en um önnur tónskáld
varla.
F. h. n.
Sigfús Einarsson, Páll ísólfsson,
forrn. ritari.
* Letúrbreytingin er Jóns.
Hveiti.
Margar tegundir af hinu alkunna Yernon-hveiti fengum við
með e.s. Goðafossi og seljum það til kaupmanna og kaupfé-
laga með sama verði og var áður en núverandi verðhækkun
kom.
Þóföup Sveinsson & Co.
□ ELDÁ. 592712507—1.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. ioj4 árd.
Barnaguðsþjónusta Sunnudaga-
skólans. Kl. 5 síra Friðrik Hall-
grímsson. — í fríkirkjunni í
Reykjavvk kl. 5 síðd. síra Árni
Sigurðsson. — í Hafnarfjarðar-
kirkju kl. 1 miðdegis. — Landa-
kotskirkja: Hánvessa kl. 9 árdeg-
is. kl. 6 síðdegis bænahald. — Spi-
talakirkjan i Hafnarfirði: Há-
messa kl. 9 árd. og kl. 6 síðdegis
hænahald. — Aðventkirkjan kl. 8
siðdegis síra O. J. Olsen. —
Hjálpræðisherinn: Samkoma kl.
11 árd. og kl. 8 síðd. Sunnudaga-
skóli kl. 2. Opinbérunarsamkoma
k'i. 6 síðd. Kapt. G. Árskóg og frú
hans stjórna sanikomunvvnv.
Sunnudagáskóli K. F. U. M.
Barnaguðsjvjónusta verður í
dómkirkjunni í fyrramálið kl.
10)4. — Börnin mæti i húsi K ,F.
L. Af. kl. 10. Öll Ivöru velkomin.
Vísir kemur út
tímanlega á morgun. Tekið
verður á nvóti auglýsingum i
sunnudagsblaðið á afgreiðslunni
(sí'mi 400) frarn til kl. 7 í kveld,
en eftir jvann tínva og fram til kl'.
9 í Félagsprentsmiðjunni (sími
1578).
Sveinn Björnsson,
sendiherra, hélt í gærkveldi
ræðu í útvarpið í Kallundborg unv
íslenska list. Ræðan var ekki
löng og fjallaöi um aldur íslenskr-
ar myndlistar, helstu listanienriina
c. s. frv. í ræðulok sencli Sveinn
jveim íslendingunv, er á lvarin
hlýddu, jólakveðju sína. — Ræð-
an heyrðist mjög sæmilega lvjá
ýrnsum hér í bæ, er hafa góð mót-
tökuáhöld.
Gullfoss
kom frá útlöndum kl. 6 í nvorg-
vm. Meðal farþega voru Haraldur
Jónsson, læknir, Páll Oddgeirs-
son, kaupmaður, ungfrú Guð-
nuinda Nielsen, Sigríður Einars-
dóttir o. fl.
Skipafregnir.
Esja er ú Isafirði í dag.
Brúarfoss lætur í haf frá Fá-
skrúðsfirði áleiöis, til útlanda á
morgun.
Villemoes fer frá Hafnarfirði í
kveld áleiðis til Englands.
Goðafoss kemur til Grimsby á
morgun.
Lagarfoss er í Hull. Fer þaðan
í dag.
Jólapottar Hjálpræðishersins.
Nemendur Kennaraskólans ætla
að gæta jólapottanna í dag eft-
ii' skólatíma. — í gærnvorgun
hafði safnast í pottana og verið
sent heim kr. 639.78. — Er Jvað,
Jvvi miður, heldur uvimia en á
sama tínia í fyrra, en vafalaust
eiga nvjög margir eftir að leggja
eitthvað af mörkum, enda mun
þörfin vera mikil að þessu sinni,
ekki síður en undanfarin ár. Á
nvorgun gæta skátar pottanna, en
Kennaraskólanemendnr á mánud.
Frá fjármálaráðuneytinu. (FB.
Innfluttar vörur í nóvember-
nvánuði námu alls kr. 3.855.586,00.
Af Jvví konvu til Reykjavíkur vör-
tir fyrir kr. 2.638.896,00.
íþróttir.— Happdrætti.
J>að er mikils virði fyrir livert
þjóðfélag að öflug íþróttafélög
séu starfandi innan vébanda
J>ess. Iþróttir efla alla dáð. ]?etta
skilja flestallir nú orðið og er
óþarfi að rökræða það frekara
hér. Rekstur stórrá iþróttafé-
laga er auðvitað kostnaðarsam-
ur og óvíða mun það eiga sér
stað, að þau beri sig fjárhags-
lega. Afbragðsgóð íþróttafélög
g'Qta verið i fjárhagslegum kút,
ekki síst ef þau eru framsækin,
kæra sig ekki um að standa í
sömu skorðum árum saman, en
reyna að æfa sem flesta, unga
og gamla, og vilja láta sem
mést gott af sér leiða. íþrótta-
félögum hér í bæ er að vaxa
fiskur um hrygg smám saman.
Einkum hefir þó Itnattspymu-
félag Reykjavíkur tekið miklum
stalckaskiftum síðustu árin. J»að
æfir nú orðið iþróttir við flestra
hæfi, svo sem knattleik, fim-
leika, glímur, sund, tennis, hox
og frjálsar útiíþróttir. Konur,
karlar og bóVn iðka íþróttir inn-
an vébanda þess. — Iþróttafé-
lög eiga að miða starl’ silt við
hag heildarimiar, þau eiga að
reyua að ná til sem flestra, en
liefip saimað
að kaffibætiiinn
er bestur og drýgstar.
mmmmmmmmmm
Fjölbreytt úrval af
Vetliogam
fyrir konur karla og börn
úr
Skinui, fóðraðir meb
ull, silki, eða loðskinni.
Yetlingar úr Akstrakan
með skinni í lófunum.
Prlóuavetlingar.