Vísir - 27.08.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 27.08.1928, Blaðsíða 2
VliílR Iffirrm i Olseh Nýkomið: Blandað marmelaði, Flórsylcup, Svínafeiti, Mveiti, Rúgmjöl, Hálfsigtimj öl. Fyrirliggj&ndi: Kartöflnmjðl, Superior, Hrísmjöl og Hrísgrjún, 3 teg. A Obenliaupt. Símskeytf Khöfn, 25. ágúst. FB. UndirskriftKellogg-s-sáttmálans. Blaðið London Times skýrir frá þvi, að fulltrúar fimtán ríkja slcrifi á mánudaginn undir ófriðarbanns-sáttmálann. pegar sú athöfn er um garð gengin, ætlar stjórn Bandaríkjanna að bjóða öllum binum ríkjunum, sem eru í stjórnmálasambandi við Bandaríkin, að skrifa undir samnnaginn. Rússlandi og Ivína verður einnig boðið að skrifa undir. Synt yfir Ermarsund. Frá London er símað: Bresk slúlka, átján ára gömul, Laddie Slxarp að nafni, hefir synt yfir Ermarsuntl á 15 klukkustund- um. Mikið um dýrðir í París í dag. Frá París er símað: Kellogg utanrikisnxálaráðherra Banda- ríkjanna og Mackenzie King, forsætisráðherra Canada, kornu liingað i gær, til þess að skrifa undir ófriðarbannssanmingínn. 1 tilefni af undirskriftinni verð- ur öll Parísarborg skreytt fán- um og opinberar byggingar verða skrautlýstar sunnudag og mánudag. Á mánudag fer sjálf undirskrifta-athöfnin fram og verður hún kvikmynduð og ræð- unum útvarpað. Sakamálshöfðun gegn Matchek. Frá Belgrad er simað: Á ráð- herrafundi var ákveðið að höfða sakamál gegn Króataforingjan- um Matehek, fyrir að hafa unn- ið að sundurlimun ríkisins. • Heilsubrestur Stresemanns. F'rá Berlín er símað: Strese- rnann utanríkisráðherra er stöð- ugt heilsuveill. Hafa lækixar lians lagt bann við þvi, að hann taki þátt í septemberfundi pjóðabandalagsins. Tekur Her- mann Múller þátt í fundinum i stað Stresemanns. Stresemann skrifar samt undir ófriðar- banns-samninginn á mánudag- inn i París. Khöfn, 26. ágúst. FB. Hátíðahöldin í París í dag. Frá París er shnað: Við at- liöfn þá, sem fram fer í sam- bandi við undirskrift ófriðar- banns-samningsins, verður fáni pýskalands dreginn á stöng hér i borg fyrsta sinni síðan 1870. Fulltrúar flestra samningsaðilja eru komnir. Út af væntanleg- um viðræðunx uin heiihsend- ingu setuliðsins i Rínarbygðum segja opinberar lxeimildir úr- lausn málsins ekki væntanlega eins og sakir standa. Stjórnin í Frakklandi álítur heimsend- ingu setuliðsins, skaðabæturnar frá pjóðverjum og ófriðar- skuldirnar við Randarikin óleys- anlega samknýtt mál. Banda- ríkin virðast sem stendur ófús til ákvarðana í skuldamálinu og kann það stafa af því, að for- setakosningar standa fyrir dyr- um í Bandaríkjunum. pó búast margir við, að stjórnmálamenn vestra verði að segja álit sitt í málinu opinberlega, eins og það nú horfir við. — Blaðamenn Iiafa gengið á fund Kelloggs, utanrikismálaráðlierra Banda- rikjanna. pólti þeim hann fá- mæltur, kvaðst hann eingöngu vera kominn hingað lil þess að skrifa undir samninginn og kvaðst vona, að samningurinn mundi leiða það af sér, af erfið- ara reyndist að stofna til ófrið- ar. Konungskjör í Albaníu. Frá Belgrad er símað: Sam- kvæmt fregn frá Tirana liefir Jiið nýjvosna stjórnlagaþing í Albaníu, sem kom saman í gxer, samþykt stofnun konungsrikis- ins. Kaus þingið Zogu forseta fyrir konung. Zogu tekur nafn- ið Scanderbeg III. Járnbrautarslys í New York. Frá New York er símað: Neð- anjarðarlest hljóp af teinunum nálægt Times Sguare. Að minsta kosti 17 fórust, en 150 iheiddust. Rangt sporskifti orsök slyssins. Utan af landi. Alcureyri, 26. ágúst. FB. Hin nýja Hríseyjarkirkja verð- ur vígð í dag. Fjöldi fólks fer héðan með Óðni til vígslunnar. Sveinn bæjarfulltrúi Sigur- jónsson lést á miðvikudaginn, 22. þ. m. Frú Lula Mysz-Gmeiner hélt konsert í samkomuhúsinu í gærkveldi við ágæta aðsókn og afskaplega lirifning áheyrenda. Kelloggs-sáttmálinn. —o— Ef til vill verður dagurinn í dag, 27. ágúst, talinn merkur dagur i sögu þjóðanna, því að nú á undirskrift Kelloggs-sátt- mála, eða „ófriðarbannssamn- ingsins“, að fara fram í Pai’ís, að þvi er erlend símskeyti liafa hermt. Eru þar staddir fulltrúar ríkja þeirra, er að samningnum standa, m. a. Kellog'g sjálfur og Stresemann, utanrilcisráðherra Þjóðverja. Þykir lxeimsókn hans til Paris- ar einkum merkileg, og er vænst, að hún hafi mikla þýð- ingu. Nokkuð helir verið skýrt frá sáttmála þessum áður liér í blaðinu, einkum í símfregn- um, en þó þykir Vísi rétt að minnast hans í dag að nýju. Ýnxsir þvkjasl sjá upplxaf samnings þessa í því, að á 10 ára afmæli þess, er Bandarík- in gengu í ófriðinn mikla, 6. apríl í fyrra, kom Briand, ut- anríkisráðherra Frakka, fram með þá tillögu, að Frakkland og Bandarikin gerði ófrið „út- lægan“ sín á milli, fyrir fult og alt. Þá svaraði Mr. Ivellogg með því að leggja til, að úr hug- myndinni yrði samningur milli allra lielslu slórvelda lieims- ins. Að þessu hefir siðaix ver- ið unnið, og 23. júni í ár sendi Mr. Kellogg orðsendingu til 14 rikja, og bauð þeim að undir- rita sáttmálann, er lxljóðar svo: „1. gi'ein. Hinir heiðruðu samningsaðiljar lýsa því hátíð- lega yfir, liver fyrir hönd sinn- ar þjóðar, að þeir fordæmi það að fara í ófrið til að jafna deilur þjóða á milli, og falla frá vopnaviðskiftum til þess að skera úr deilum sin á milli. 2. grein. Hinir lieiðruðu samningsaðiljar koma sér saman um, að málamiðlunar eða úrlausnar á öllum deilu- málum eða ágreiningsefnum, livers eðlis og uppruna sem þau eru, er kunna að risa þeirra í niilli, skuli aldrei leit- að öðruvísi en með frið-sam- legu móti.“ Þýskaland svaraði fyrst allra rílcja, liinn 12. júli, og félst skilyrðislaust á sáttmálann. Síðan komu svör hinna, livert af öðru, í þeirri röð, er liér segir: Frakkland, Italía, Belg- ía, Stóra Bretland, írland, Pól- land, Canada, Ástralía, Nýja Sjáland, Suður-Afrika, Ind- land, Japan og Tékkóslóvakía. Hveiti ýmsar tegundir. Hafpamjel (Flaked Oats). Fy pipllggj an dl. ÞÓRÐUR S V£ INSS0N& CO M VÍSIS'KAFFIfl gerir alla glaða. vSiðasta svarið kom 20. júlí. Öli féllust þau á samninginn fyrirvaralaust, nema Frakk- land, er þóttist þúrfa að gera nokkurar „skýi’ingar“ og Bret- land, er liafði fyrirvara. „Skýringar“ Frakklands eru í bréfi því, er M. Bi’iand sendi, er hann kvaðst mundu fallast á samninginn.Þar segir: „Ekk- ert í þessum nýja samningi takmai’kar eða innibindur á nokkurn liátt réttinn til sjálfs- varnar. Hver þjóð verður að þessu leyti xxltaf frjáls að þvi að verja land sitt gegn árás eða innrás; sjálf er hún ein- sömul bær að dæma um, livort atvikin lieimta að farið sé í stríð til sjálfsvarnar. — 1 öðru lagi brýtur ekkert af ákvæð- um hins nýja samnings í bág við ákvæði sáttmálans um Þjóðabandalagið, Locarno- samningsins né lilutleysis- samninganna. — Að Jokum mundi livert brot á liinum nýja sanxningi af hálfu eins saihn- ingsaðilja af sjálfu sér leysa hin ríkin undan skuldbinding- unx sínunx gagnvart þvi ríki, er sáttmálann ryfi.“ Fyrirvari Bretlands felst í þessari orðsendingu eða „nótu“ Sir Austen ChamberlainS: „Vissum svæðurii í lieimin- um er svo háttað, að það er sérlega mikilsvarðandi fyrir frið vorn og öryggi, að þeim vegni vel og fái að sitja í friði. Ríkisstjórnin hefir gert sér far um að láta menn vita, að það er ekki liægt að þola, að gripið verði fram fyr- ir hendur vorar unx þessi land- svæði. Vörn gegn árásum á þau eru sjálfsvörn fráÁjónar- miði lxreska heimsveldisins. Það verður að vera skýrt fram tekið, að stjórnin i Bretlandi felst á þennan nýja samning nxeð þeim ákveðna fyrirvara, að hann saki ekki athafna- frelsi lxennar i þessuin efnum.“ Kellogg hefir ekki Iiaft á móti þessum athugasemdum við sáttniálann, og þær liafa ekki orðið til þess, að neinir aðrir neituðu að skrifa undir. Þegar í upphafi var samn- ingi þessum vel tekið af öllum almenningi hér í álfu, að þvi er séð verður af þeim blöðum,' þýskum og enskum, er oss liafa borist í liendur. í fyrstu virtist vera nokkurt hik á Bretastjórn, cn þá var óspart ýtt á eftir henni af öllum stjóriimálaflokkuni. Einkum voru stjórnarandstæðingar, frjálslyndir og verkamanna- flokkurinn, þó á eitt sáttir um undirskriftina. — Sérstaklega mikið sýnist lagt upp úr þvi, að þessi tillaga er komin frá Bandaríkjununx, og þvkjast flestir sjá í því, að þau hyggi á nánari samvinnu við Ev- rópuþjóðir og Þjóðalxandalag- ið, en verið liefir. í Bandaríkjunum má og segja, að sanxningnum liafi al- ment vei’ið vel tekið. En í stjórnarherbúðunum, meðal „repúblikana“, ríkir þó nokkur sundurþykkja. Ýmsir áhrifa- nxenn þeirra segja, að með þessu sé verið að þvælaBanda- ríkjunum inn í Evrópustjórn- mál, sem þeinx sé best að liafa engin afskifti af. Segja þeir, að þjóðin liafi neitað að verða við tilmælum Wilsons forseta unx að ganga i Þjóðabanda- lagið, og nú ætli þeir sem þar stóðu fremstir í flokki, að læð- ast „unx eldhúsdyrnar" inn í Nýkomin falleg svört. Kasmlr sjöl með silkikögri. Ennfremur margar tegundir af bláum Cheviotum í karlmanna- og drengja- fatnaði. jiázaí'J'A ijff uia*G*.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.