Vísir - 20.11.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 20.11.1928, Blaðsíða 2
VISIR Bensdorps kakaó er það besta. Eins gott þótt notað sé hálfu ininna en af öðrum tegundum. er einnig það besta í sinni röð og lang-ódýrasl miðað við gæðin. Biðjið um „Benco“ og „Hollandia“. Fáir munu þeir nienn, sein dvalist liafa i Reykjavík síð- ustu áratugi, er eigi kannast við .Tón Jónssson beyki. Starfi hans var þanni'g Jiáttað, að margir áttu við hann erindi, og i öðru lagi var hann á margan hátt svo einkennilegur maður, að hann mun flestum verða sein- gleymdur, sem einliver kynni höfðu af honum. Hann er fæddur að Folafæti í Súðavíkurhreppi 21. júlí 1855 og ólst upp þar vestra, uns hann var hálfþrítugur. Þá bar svo við, að maður lést á norsku skipi, sem stundaði síldveiðar á ísafirði. Réðist Jón þá háseti á skipið í lians stað, og tók sér fari með því til Noregs um liaustið og settist að i Hauga- sundi. Svo sem vænta má, hlés |ekki byrlega fyrir honum í fyrstu, þar sem hann var út- léndingur með tvær hendur tómar. Þar um slóðir er síld- veiði mikil á vorin, og i Iiauga- sundi var mikil atvinna við beykisstörf á vetrum, þess vegna vildi Jón umfram alt nema þessa iðn. Eftir að liann hafði gert margar tilraunir til að koma sér fyrir, varð til þess beykismeistari einn, að taka hann í nám, Ole Ivvabbevig að nafni, hinn mætasti maður. Heyrði eg Jón aldrei minnast hans nema með virðingu og þakklæti. Jón kvæntist tveim árum síðar, og bjuggu þau hjón í Haugasundi yfir 20 ár. Þrátt fyrir fátækt mikla og örðug- leika, dreymdi .Tón stöðugt um það, að komast aftur heim til íslands, sjálfstæður maður. Sumarið 1905 var hann hér við land á norsku livalveiða- skipi og gekk af því á ísafirði um haustið og fór ekki utan síðan. En í Reykjavík settist' liann að árið 1907, ókunnugur öllum og félaus gersamlega, þvi að hvern skilding sem liann gat við sig losað, sendi hann heim til fjölskyldu sinnar i Haugasundi. Sá maður, sem fyrstur rétti honum liér hjálp- arhönd, var hr. Ásgeir Sigurðs- son konsúll, og var það happa- verk. Þó að Jón lifði hér við harð- an kost í fyrslu, þá opnuðust honum brátt leiðir til betri af- komu. Blómaöld sjávarútveg- arins var þá að liefjast. Útgerð- armenn þurftu á liði lians að halda. Ári síðar kom kona lians og börn heim frá Noregi, og er eg sannfærður um, að það hefir verið einhver bjartasti dagur af æfi Jóns. Á stríðsárunum og lengi eftir þann tíma hafði hann marga nemendur og fjölda manns i vinnu. Vann hann þá kjöt- og lýsistunnur þúsundum saman árlega, með góðum hagnaði. Sjálfur gekk hann ekki að slaðaldri að smíð- um síðari árin, en liann var frábær umsýslumaður, og svo áreiðanlegur í viðskiftum og fjárreiðum öllum, að hann átti vísa peninga í livers manns vasa, ef hann þurfti á að halda. Hann stóð á þeim tíma ágæta vel að vígi, er hann var að mestu einvaldur í iðn sinni. Það er ekki ofmælt, að marg- ur naut góðs af velgengni Jóns. Að vísu bar það við, að.hann fengist úm smámuni,ogvar það síst undarlegt um mann, sem langa æfi liafði lifað við fjár- skort og erfið lífskjör.En fjarri fór því, að þessi eiginleiki ætti dýpstar rætur i fari lians. Hitt kom miklu oftar í ljós, að hann var gjöfull og rausnarlegur í lund. Hann tók oft ástfóstri við vandalausa menn og lagði í söl- ur stórfé og fyrirhöfn, þeim til hjálpar. Það var ekki hans sök, þó að hann ynni stundum fyr- ir gýg í þessum efnum. Hann var einatt mjög hugulsamur við einstæðinga og gamalmenni og sýndi slíku fólki meiri nær- gætni í orði en honum var ann- ars tamt. Árið 1922 var vakin hreyfing í þá átt, að stofnað }rrði Gamal- mennaheimili hér i bæ. Þegar Jón komst að þessu, vildi hann hefjast handa þegar i stað, þótt enginn annar sæi ráð til þess. Bauð hann frá sjálfum sér 1500 krónur, og krafðist af forstöðú- mönnum þessa máls, að þeir fengi sér í hendur samskota- lista. Með lianli gekk Jón viku eftir viku og lierjaði þar alstað- ar sem hann vissi fjárvon. Mun ýmsum vera minnisstæður at- gangur hans í þessu máli. Góð- ir menn brugðust vel við og á skömmum tíma safnaði hann ótrúlega miklu fé. Heimilið var stofnað þá um haustið og hefir reitt mjög vel af siðan. Þetta verk lýsir Jóni ágætlega, bæði mannkostum lians, stórliug og afhurða dugnaði. Þegar honum datt eitthvað í hug, sem liann áleit að koma þyrfíi i fram- kvæmd, gekk hann þegar hik- laust að verki og liugsaði hvorki né talaði um neitt ann- að, uns honum fanst málinu komið i viðunandi horf. Því var oft betra fylgi lians en tíu annara manna. Jón var fremur litill vexti og hvitur fyrir hærum á efri árum,jfjörmaður mikill og bar sig vel á velli, einkum þegar vel lá á honum. Annars gátu menn fundið liann í marskon- ar liam. Hann kom jafnan til dyra eins og hann var klædd- ur, og var djarfur og feimu- laus, hvar sem hann fór, og kunni manna verst að dylja skap sitt. Var hann jafnan margorður um öll sín áhuga- efni. Mál lians var norsku- blandið mjög, og er liann bar óðan á, þótti mörgum ilt að fylgjast með honum. En mörgu sinni hrutu honuní af vörum svo smellnar setningar, að fám iriönnum cr gefið, að komast betur að orði. Er liann var i góðu skapi, vildi hann alla hluti gera fyrir livern mann, og sá þá ráð til alls. Á hinn bóg- inn var liann gustmikill og ön- ugur, ef því var að skifta, og lét þá eitt yfir alla ganga. Kom þetta tíðum illa við ókunnuga, eu þeir, sem þektu á gamla manninn, vissu, að þetta var él sem hirti fljótt upp. Enda var hann þannig gerður, að ef hann vissi sig hafa gert ein- hverjum rangt til, eða stygt á einhvern liátt, var hann ekki í rónni, fyr en liann var búinn að bæta fyrir það og sættast 'heilum sáttum. Jón gerði sér marga menn að kunningjuiri, og reyndust ýms- ir honum velviljaðir. En sá maður, sem liann átti mest að þakka, var lir. Jes Zimsen kaupmaður, sem var trygða- vinur hans og ráðgjafi alla tið. Enda mat Jón hann um fram alla menn. Er eg þess fullviss, að engum vandalausum manni hefði hann á síðustu stund fremur kosið að rétla hönd sína og þakka fyrir allar velgerðir. Frú Anna Marie, ekkja Jóns heitins er kominháttááttræðis- aldur. Höfðu þau verið í hjóna- bandi nærfelt 46 ár. Hefir hún því yfir langan og oft torfæran veg að líta. Hún er mesta ágæt- iskona og var eiginmanni sín- Setpa bpagd að Lucana np, 1. Mynd í Itveplum pakka. um góður förunautur jafrit í blíðu og stríðu. Þau áttu 4 börn, sem öll eru á lífi:: As- mundur i Noregi, Anna og Jó- haniies i Vesturheimi, en Magn- ús, trésmiður, liér i bæ.. Og er liann nú stoð móður sinnar í ellinni. Jón var kirkjurækinn og ein- lægur trúmaður. Hann átti fátt bóka, nema Heilaga ritning, liúslestra- og sálmabækur, gamlar og nýjar. Þessar bæk- ur las liann og lairði, sér til hvíldar og sálubótar, og þegar eitthvað bjátaði á fyrir honum, sló liann frá sér öllum jarð- neskum lilutum og lifði sæll í trú sinni. Hann hafði því nær enga fótavist siðasta ár æfi sinnar og lést 12. þ. m. Með honum er liniginn einliver ein- kennilegasti maður þessa bæj- ar. Sjálfur liefi eg margs að minnast, eftir 12 ára kynni við Jón heitinn. Þó að okkur bæri eitthvað smávegis á milli, átti það sér aldrei djúpar rætur. Og þegar eg kveð hann nú hinsta sinni, þá er mér ljúft frá þvi að segja, að liann gerði til mín marga liluti vel. Eg mun alla tíð minnast lians meðal þeirra manna, sem eg á margt að þakka. • Jón Magnússon. Utan af landi. FB. í nóv. Liðna sumarið vai' eitt hið besta, sem hér hefir komið lengi, þó aö júní væri kaldur, og haustið ein- muna gott. Grasvöxtur varð lítill, einkum töður, en nýting hin æski- legasta. Jarðepli vel þroskuð. Fiskafli á Húnaflóa með mesta móti, alt til októberloka, sömuleiðis sílcl veidd í net bæði á Hvamms- tanga og Skagaströnd. Nú mikil síld inn á Miðfirði (6./n.). Slát- urfjártaka með mesta móti og kjöt- verð hærra en í fyrra. Fast verð er enn. ekki ákveðið. Fénaður með rýrara móti. Kenna menn það of miklum þurkum. Vcrklcgar framkvœmdir. Á Blönduósi lét Sláturfélag A,- Húnv. byggja frystihús, sem frystir og geymir 9000 skrokka. í Jietta sinn var ekki hægt að frysta fulla tölu, sem stafaði af því, að hús og vélar var ekki að fullu frá gengið, er slátrun byrjaði. Á sumrinu var unnið mikið að vegum og flutn- ingabrautum sýslnanna og tvær ár brúaðar. Ennfremur hefir símakerfí sýslnanna verið endurbætt, bæði tfieð auknum lírram og fjölgun stöðva og aðallínan frá Víðimýri til Borðeyrar endurbætt. Á nokkrum stöðum í austursýsl- unni hafði skógæktarstjómin á s.L ári látið gera tilraunir með sáning á skógfræi. Verður ekki annað séð, en að þetta fari vel af stað, ea mismunandi eftir staðháttum. í sumar komust á fastar bifreiða- ferðir á milli Blönduóss og Borg- aress. Þykir mönnum það mikilt framfaraauki og ber að þakka vegamálastjóra og stjórninni clugn- að í vegabótamálum hér. Slcagstrendingar munu hafa í hyggju, að koma sér upp frystihúsi næsta sumar. Til hagsmuna á viðskiftasviðinu má telja viðskifti á milli lands- fjórðunganna, t. d. með hross til slátrunar. Hcilsufar. Fram á seinustu tíma hefir ver- ið gott heilsufar, en nú í haust barst hingað inflúensa og misling- ar. Hefir inflúensan breiðst út og er komin fram til dala, en inisling- arnir eru enn að eins á kvennaskól- anum. Manndauði af völdum jiess- ara sjúkdóma hefir ekki orðið enn sem komið er. Mislingarnir munu hafa breiðst út frá Siglufirði. Ganga þeir' í Skagafirði nú. Dánarfregn. 1 Miðfirði er nýdáinn einn af eldri bændum þar, Vigfús Guð- mundsson. Hann var bróðir Björns 70 ára reynela og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedalíur vegna frámúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er mikln betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. NotiÖ aö eins VERO, pað marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.