Vísir - 22.02.1929, Blaðsíða 2
V
VI SIR
Nykomid
Kapteflumj 0I
í 50 kg. pokum.
Sveskjup
meö steinum og steinlausai**
Hessian
V
BiMigarn, Saumgarn
jafnan fypipliggjandi.
Þörðnr Sveinsson & Co.
Símskeyti
--X--
Khöfn 21. febr. FB.
Frá Spáni.
Fyrirætlanir stjórnarinnar.
Frá Paris er símað: Spænska
stjórnin liefir hirt tilskipun
um upplausn stórskotaliðsins,
vegna þátttöku stórskotaliðs-
manna í uppreistinni á dögun-
um. Allir liðsforingjar í stór-
skotaliðinu hafa verið settir af
þegar, að undanteknum liðs-
foringjum i þeim stórskotaliðs-
deildum, sem nú eru í Marokkó
«g á kanarisku eyjunum.
Stjórnin ákveður dvalarstað
þeirri liðsforingja, sem hún
liyggur að síðar myndu geta
orðið til þess, að valda sljórn-
inni pólitískum erfiðleikum.
Endurmyndun slórskotaliðs-
ins á að framkvæma fyrir byrj-
un júnímánaðar. Sumir liðsfor-
ingjar geta þó aftur orðið liðs-
foringjar, ef' þeir sverja núver-
andi stjórn hollustueið.
Stjórnin hefir tilkynt opin-
berlega, að hún ælli að biðjast
lausnar, þegar lilutverk lienn-
ar sé til lykta leitl og stjórnar-
skrá, sem samþykt hefir verið
með þjóðaratkvæði, sé í gildi
gengin.
Frá Alþingi.
—o—
í gær voru þessi mál til umræ'Su:
Efri deild.
1. Frv. til 1. um kvikmyndir og
kvikmyndaliús. Með flestum þjóð-
um mun sett vera löggjöf um kvik-
myndir. Það hefir þó ekki verið
gert ennþá hér á lancii, og er þó
talin full þörf á slíkum lögum. Frv.
er einkum sniðið eftir löggjöf Dana.
Merkasta ákvæðið í því er mynda-
skoðunin. Skulu allar myndir, sem
ætlast er til að sýndar verði hér
á landi, skoðaðar af þar til kjörn-
um 'mönnum, og mega þeir ekki
leyfa sýningu á þeim myndum, er
telja veröur að „spilli smekk manna
eða góðum siðum“. Ennfremur geta
þeir sett hámarksverð á aðgöngu-
miða, ef þörf þykir. Leyfi þarf tit
reksturs kvikmyndahúsa, og er það
veitt til 5 ára i senn, af dómsmála-
ráðherra. Eigendum kvikmynda-
húsa skal skylt, að 1 já skólum hús
sín til afhota við kenslu,' gegn sann-
gjörnu gjaldi. — Frv. var visað tii
mentmn.
2. Frv. til 1. itm nöfn hœja og
kaupstaða. — Allmjög hefir borið
á þvi, að kauptún og kaupstaðir
hafa ekki verio nefndir réttum og
eðlilegum heitum. heldur sveigt þar
mjög aö málvcnju erlends sjó-
manná- og verslutiarlýðs. Einkum
hefir borið á jtví, að kauptún væru
kend til fjarða, og ])að þótt þau
eigi sér fegurri nöfn og fornari
( Reykjar fj örðut' f. Kúvíkur, fsa-
Fyrirliggjandi:
Hveitikorn, Blandað fóður, Heil-
maís, Hænsnabygg, Bestu hafrar.
Spratt’s varpaukandi. — Besta
fóðrið fáið þið fyrir hænsnarækt
ykkar í
Versl. Von.
fjöður f. Eyri, Norðfjörður breytt
í Nes í Norðfirði í fjTra, o. s. frv.).
Stjórnin hefir fengið Pál Eggert
Ólason prófessor til að rannsaka
þetta máí, og fylgja frv. tillögur
hans og mjög ítarleg greinargerð,
og er málið þó ekki fullrannsakað
enn. — í frv. er ætlast til, að kaup-
túnum þeim, er slik nöfn hafa hlot-
iö, gefist kostur á að kjósa sér nýtt .
nafn ,sem Alþingi tekur til. — Frv,
vísað til allshn.
3. Frv. til 1. um atkvœðagreiðslu
um nafn -ísafjarðarkaupstaðar. —
Samkvæmt frV. þessu eiga ísfirð-
ingar að velja milli núverandi nafns
kaupstaðarins og hins forna heitis,
'Eyrar. Þykir hlýða, að l)yrja á
þessum kaupstað, þar sem núver-
andi nafn hans er ekki eldra með
íslendingum, en frá 1866, og var
því þá þröngvað á kaupstaðinn gegit
óskum íbúanna. Kveðst stjórnin
vilja gefa ísfirðingum kost á, að
minnast Alþingishátíðarinnar á
þann veg, að taka upp hið forna
nafn staðarins, frá 1. janf 1930. —
Vísað til allshn.
'Neðri deild.
1. Frv. til 1. um samþykt á
landsreikningnmn 'ip2p. — Árið
1927 voru tekjur ríkisins áætlaðar
kr. 10.834.134, en urðu kr. 12.862.-
166. Gjöld voru á’ætluð kr. 11.109.-
646, en urðu 12.862.166. — Laus-
ar skuldir jukust á árinu um kr.
471.245, eytt var af sjóði kr. 393.-
287, og af innstæðu var eytt kr.
152.388. -— Vísað til fjhn.
2. Frv. til fjáraukalaga 1927. —
Viðbótargreiðslur, samkvæmt fjár-
aukalogum þessum, nema samtals
kr. 890.309. — Frv. var vísað til
fjhn.
3. Frv. til fjárlaga 1930. —
Tekjur eru áætlaðar kr. 11.179.600,
en gjöld kr. 11.125.808, tekjuaf-
’gangur rúmlega 53 þús. kr. Hækk-
un á. heildarútkomunni frá núgild-
andi fjárlögum mun nema um 300
þús. ~kr. — Settur f jármálaráö-
herra, Tr. Þ., flutti ítarlega ræðu
um fjárstjórn síðustu ára og fjár-
hagsafkomu. Kvað hann gengis-
málið nú vera undir rannsókn, og
myndi von tillagna í því ■ bráðlega.
Aðjæðunni lokinni var umr. frest-
að og frv. vísað til fjvn.
Ný fntmvörp.
1. Frv. til 1. um bœjarstjónt í
Ilafnarfirði. Flm. Björn Kristjáns-
son.
2. Frv. til 1. um hreyting á 21.
gr. fáfœkralagau iw, 31. maí 1927.
Flm. Magnús Torfason og JöruncJ-
ur Brynjólfsson.
Kanp deilan,
—o--
Báðir aðiljar hafna tillögum
sáttasemjara.
—o—
Aikvæðagreiðsla fór fram í
gærkveldi um tillögur sátta-
scmjara í kaupdeilunum.
í Sjómannafélagi Reykja-
víkur voru tillögurnar feldar
með 313 atkv. gegn 137. En í
Sj ómannafélagi Haf narf j arðar
voru þær samþyktar með 63
atkv. gegn 11.
Útgerðarmcnn feldu tillög-
urnar með 28 atkv. gegn 1.
Hinar nýju tillögur, sem
feldar voru, eru í flestum atr-
iðuin hinar sömu sem í fyrri
tillögum sáttasemjara, nema
hvað nú skyldi samið til eins
árs-.
Áskovnn,
Á næsta \ofi verður í sam-
handi við fermingu ungmenna
hafin fjársöfnun um land alt
til hjálpar bágstöddum börn-
um. Munu prestar gangast fyrir
henni hver í sínu prestakalli og
ýmsir fleiri verða þeim til að-
stoðar. — Opinber skilagrein
verður gerð fyrir fé því, er
safnast, og náhara skýrt frá þvi
síðar, hvernig þvi verður var-
ið. En markmiðið er að vinna
að því, að bágstödd börn liér á
landi megi eignasl góð heimili.
Þjóðin má ekkert mannsefni
missa.
Vér sem kosnir liöfuni verið
í nefnd til þess að vinna að
máli þessu, leyfum oss að lieita
á alla landsmenn að bregðást
vel við fjársöfnun þessari og
minnast orðaKrists: „Svo fram-
arlega sem þér hafið gert þetta
einum jiessara minna niinstu
bræðra, þá hafið þér gert mér
það.“
í febrúarmánuði 1929.
Bjarni Jónsson,
dómkirkjuprestur, Reykjavík.
tíiiðmundur Einarsson,
prcstur, Mosfelli.
Hálfdan Helgason,
prestur, Mosfelli.
Ólafur Magnásson,
prófastur, Arnarbæli.
Þorsteinn Briem,
prestur, Akranesi.
Ásmundur Guðmundsson,
dósent, Rvík (ritari nefndarinnar).
Reykjavík
og hinir kaupstaðirnir.
í Morgunblaðinu á laugardaginn
var grein um viðreisn atvinnuvega
á Austurlandi. Þar var sagt m. a.,
að alt gengi út á það, að draga fóllc-
ið af landinu hingað suður til
Reykjavíkur.
Auðvitað er það rétt, að Reykja-
vík hefir tckiö þá fólkstölu, sem
þjóðin hefir vaxið um á ári, eða
því sem næst, og nú eru bæjarbúar
rúm 25 þúsund æðá fjórði- hluti
landsmanna.
En það kann'að valda misskiln-
iugi, þegar sagt er, að Reykjavík
„dragi að sér fólkið“. Bæjarfélagið
gerir ekkert til þess, og óskar þess
væntanlega alls ekki, að bærinn vaxi
örara en eðlilegt er. Slíkt getur vald-
ið miklum örðugleikum Og gerir
])að á ýmsan hátt, skapar óeðlilega
eftirspurn og dýrtíð, sem kemur
mjög illa niður á mörgum. Og
skoðað frá sjónarmiði ])jóðarimiar,
1. R.
Aðalfnndnr
verður lialdinn í kveld kl. 9
slundvíslega í Varðarliúsinu við
Ivalkofnsveg.
Stjórnin.
svo afarfámenn sem hún er í svona
stóru landi, þá er auðséð, að henni
stafar af því stór hætta, að allir að-
alkraftarnir safnist saman á einn
einasta Stað.
En eg sé ekki betur, en að hægt
sé að reka þá pólitík, að meira jafn-
vægi geti haldist milli landsfjórð-
unganna. Þingið og bankarnir í
sameiningu eiga sjálfsagt hægt meö
að jafna hallann. Og auðvitað höf-
um við ekki lánsstofnanir til þess
eins, að græða, og heldur ekki til
þess að smala landslýðnum saman á
einn einasta stað, heldur verður líka
að gæta þess, að heilbrigt jafnvægi
geti haldist með þjóðinni.
Nú verður að gæta aö þvi, að
þeir tímar, sem i hönd fara, samt
sem áður heimta fólkið saman til
nánari samvinnu, en áður var. Við
því er ckkert að gera, annað en það,
að reyna þá að skapa miðstöðvar
fyrir þá samvinnu á nokkrum hent-
ugum stöðum á landinu. Ef það er
ekki gert, ])á verður fólksstraumur-
inn til Reykjavíkur ekki stöðvaður.
Hingað hrúgast menn þá saman og
troða hver öðrum um tær.
Það er nú skýrt, að fjármagn er
ekki til og fólksmagn heldur ekki,
til þess að hægt sé að leggja rækt
við marga smáa staði, svo í nokkru
lagi sé. Heppilegast og hollast er þá
auðvitað, að hlynna vel að einum
kaupstað í hverjum fjórðungi, svo
að þar geti þó eitthvaö þróast.
Skökk pólitík var ])að t. d. að
setja Landsbankaútibú á Eskiíjörð.
Sá staður verður hvort sem er aldrei
að neinu höfuðbóli þar eystra. Úti-
búið átti auðvitað að vera á Seyð-
isfirði. Árangur af ])ví hefði á all-
an hátt orðiö þar betri og heilb'rigð-
ari.
Akureyri er nú í hröðum vexti
og sjálfkjörinn höfuðstaður Norð-
anlands. Sama má segja um ísa-
fjörð. Fiskveiðar hafa nú fyrirfar-
andi gengið þar svo vel, að menn
vænta ]>ess, að bærinn rétti við og
hann eigi góða framtíð.
En um höfuöstað Austurlands
sýnist enn þá alt vera á huldu En
sjálfsagt er, að ríkisvaldið stuðli að
])ví að þar geti einnig myndast mið-
stöð fyrir verklegar framkvæmdir
i fjórðungnum. Seyðisfjörður á
stærstu og bestu náttúruhöfu lands-
ins. Þar epu ágæt skilyrði fyrir
siglingar og útveg. Þar ætti að
setja upp síldarbræðslustöð og
styrkja útveg, svo að um muni.
Þetta mun að flestra áliti vera þaö,
sem á að byrja á, og mun ]>á ekki
líða á löngu, að bærinn verði sett-
ur í akvegarsamband við upplandið.
Rv.
Símskeyti
Ivhöfn, 22. febr. FB.
Byrd finnur nýtt land.
Frá New York er simað:
Bláðið New York Times skýrír
frá þvi, að Byrd hafi aftur flog-
ið yfir pólarlöndin. Nálægt
'Grahams-landi fann liann nýtt
stórt land, sem liann ætlar að
leggja undir Bandaríkin. Ivallar
hann landið ,Mary Byrd’s Land‘.
Landið er liálent. Uppgötvaðí
Byrd þar tvo fjallgarða og kall-
ar annan þeirra Rockefeller-
fjöllin. Sumir fjallgarðarnir eru
10 þúsund feta háir.
Opið bréf.
Góði félagi, Ríkarður Jónsson!
Eg vil þakka yðúr fyrir hið
skemtilega svar yðar, við grein
minni, sem birtist i Vísi 8. þ. m.
Eg dáist aö rithætti yðar, enda
sést það á greininni, að þér teljið
yöur í flokki þeirra, sem ekki eru
óþektir rithöfundar. — En yður
hefir alveg gleymst að svara aðal-
atriðum. greinar minnar, og er
þetta heldur leiðara fyrir þá sölc,
að athugunargáfan hefir ekki get-
að verið með yður, þegar þér
skrifuðuð hana.
Þér ’byrjið greinarstúf yðar
með hinum margþvælda þjóð-
rembingsvaöli, sem þeim einum er
eiginlegur, sem ’aUaf eru að finna
til ágætis sins, þjóð sinni til heilla.
Það er auðveldast, eðlilegast og
sennilegast, að gylla ])annig nafn
sitt fyrir öllum þorra rnanna,
enda meðal mjög heppilegt, fyrir
þá, sem vilja vekja eftirtekt á sér,
og geta fengið sig til að nota það.
— Þér eruð hagsýnn maður fyrir
%
sjálfan yður.
Þér segið, „aö þeim, sem lítið
læri, eigi alls ekki að kenna ann-
að, en það sem þjóðlegt er.“ Nei,
bara alls ekk-i. En góði félagi —■
er þetta annað en spaugilegt gam-
an? Er það meining yðar, að synja
hverjum þeim fróðleiksþyrstum
manni, sem kynni að berja að dyr-
um yðar, um þá fræðslu, sem hann
óskar í þessum efnum, ef þér gæt-
uð látið hána í té? Eöa er það
fylsta ósk yðar, að hin litla fróð-
leiksfúsa þjó.ð megi ekkert vita
né geta fengist við í þessu efni,
nema þaÖ sem hér hefir áður ver-
ið í skrautgerð? Hugsið þér yður,
að heppilegast 'sé að fara með
menn, eins og væru þeir dauðir
hlutir, og gefa þeim ekki kost á
aö njóta smekkvísi sinnar i vali
viðfangsefna, að svo miklu leyti
sem þeinr er ekki um megn ?
Grein mín hefir sjálfsagt haft
mikil áhrif á yður. Að minsta
kosti er svo að sjá af orðum þeim,
sem þér beinið að mér, að hún hafi
verið yður nokkuð strembin. Þér'
hrekið ekki eitt einasta orð í
henni. Þér eruð í algerðúm vand-