Vísir - 22.02.1929, Side 3

Vísir - 22.02.1929, Side 3
VISIR A Þingvöllum. Hér loga tindar, hátt við hamrasal, í hjörtum fólksins er sú saga fundin. Hér bygði þjóð, er þekti hhjjan dal, Við þrótt og vonir er sá þráður bundinn. Með eld í huga, og arfgengt þrek f sinni, og alfrjálst blóð, er lokað varð ei inni. Það land var stórt, og ýmislega runnið, með eyðisanda, jökla og brunageim, stórleit sjón, af sterkum viðum unnið, steypt í móti jökla, af hvera-eim. En btómin geymdi bruna freðin alda, svo búalýður mætli lífi halda. Þennan tíma, þúsund ár við bindum, er þjóðhelg löggjöf skapar þennan völl. Ljósálfarnir léku þar á tindum, lýstu þessa steyptu frelsis-höll, Þar gerðust lög, er landsmenn skyldu læra, svo lífsins réttinn mætti endurnæra. Hér þuldu svanir þiðlynd ástarljóð, Hér þreyttu ernir flug af bröttum tindum, Hér stigu meyjar dans við dýran óð, Ilér dundu stög af fossins silfurlindum. Hér átti margur sekt og sannleiks inni, er sagt var fram, af lögréttunni þinni. Þú víði geimur, hér veittirðu okkur grið, þær viðjar bundust þínum helgu kröftum, Þú veittir okkur lífsbjörg, frelsi’ og frið, Þú færðir okkur lausn úr þrældóms höftum. Þitt hjarta færði frið, að loknum degi, og frelsis tjós, er sloknað hefir eigi. Við megum ekki misbrúka þái gjöf, sem mannvitslöndin hafa fært í haginn. Við megum iit að muna þeirra gröf, sem mynduðu og steyptu frelsisbraginn. Við höfum þökk að gjalda þessum sléttum, og þesum fornu landsins brendu klettum. 4. og 8. ræ'Öum, og þér grípi'S til þess óhapparáðs, að snúa út úr henni, þar seni þér á annaÖ borÖ niinn- I jst á hana, rangfæriÖ hana, lagiÖ hana í hendi y'ðar, liklega svona blátt áfram til að *geta eitthvað :Sagt. YÖur þykir það ógurlegt af -mér, að eg skuli áfellast yÖur, fyr- jr uinmæli y'Öar. En yður finst það ækki miki‘5, þótt þér gefið í skyn, .að þéssir ,,sumir“ nemendur Ste- fáns Eiríkssonar, séu hættulegir -tnenn, þar sem þeir koina fram sem kennarar, „og væri þeiin .... borgandi álitleg fjárupphæð til þess að láta ekkert til sin taka i þessu efni.“ Þetta eru ekki stór orð i garð starfsfélaga sinna, af því að þér hafið sagt þau!! — Og svo skuli eg verða til þess, að taka stranglega ofan í við yðitr, þó að þér séuð að skrifa á þennan hátt. .Skárri er það nú bíræfnin! Þér gefið það í skyn, að eg ■gkrökvi að lesendum blaðsins, þar sem eg get þess, að eg hafi veítt ÆÍnum manni tilsögn. Þér verðið að hafa það hugfast, að hér er .ekki að ræða uni nemendur til fullnaðarnáms, heldur sem „undir- visun“. Hverjir eru þá þessir tveir; sem yður segist vera kunn- iigt um? Þér segið: „Höf. virðist halda, ;að enginn sjái erlend tímarit nerna hann.“ Hvar er það, sem eg gef þetta í skyn? Þér fullyrðið, að eg brígsli yður um það, að þér fylg- jst ekki með tímanum. En eg spurði i endi málsgreinar: „Skyldi hann ekki hafa viðleitni til að íylgjafet með straumum þeim, sem altaf taka látlaust breytingu meðal erlendra starfsfélaga hans?“ Og þetta kallið þér brígslyrði! Ekki nema það þó! Þér fræðið lesendurna um þaö, að eg hafi „aldrei tímt að fara út fyrir landsteinana.“ Já, þettað get- ið þér borirð mér á brýn, og það þótt þér þekkið mig ekki. En eg get sagt yður hreinskilnislega, að eg heíi ekki enn. þá haft efni á því, enda ekki beðið unr neinn styrk til þess. Borist hefir niér til eyrna, að eg hafí átt að skrifa grein mína til 'þess, að spilla fyrir yður. Eg neita þessu afdráttarlaust. Fyrir mér hafa ékki vakað nein óheilindi í garð yðar. Eg hefi aðeins krafist. þess, að þér færðuð sönnur fyrir ásökunum þeim, sem þér beinið að okkur í tímaritsgrein, yðar. Það ,er alt og sumt. En þér hafið ekki -gert það. Eg hefi skrifað þetta til að forð- &st misskilning, sem greinarkorn jrðar kynni að geta valdið, og til þess að gefa yður tækifæri til, að færa betri sönnur á nýjar ásak- anir yðar í mínn garð. Annars er grein yðar öll skrifuð á huldu. Yð- iir langar til að gefa í skyn, að Þvottadagarnir hvíldardapr Látíð DOLLAR 1 |' vinna fyrir yður m II I I «.* * * «'■« •':«]’.iliiiiiihiihhi:h I I l I I l ;l 'l ‘l l » |iilii|.'iiniN«i:|iilH|ill ■ l l Fæs? víðsvegar. í heildsðlu hjá HALLDÚRI EIRI'KSSYNI, Hafnaratræt.i 22. Sími 175. j)að séu fleiri tréskuröarmenn en eg, sem átt sé viö, en einhver beyg- ur er samt í yður við það, og það virðist vera hin einasta huggún yðar, að eg vil taka til mín „á- meykingarnar“. Að síðustu ráðlegg eg yður, að . birta ekki neitt um tréskurð, fyr en þér hafið íhugað það, og stað- bæfa ekki neitt, nema þér hafið vissu fyrir því, enda þótt um það væri að ræða, að láta bera sem mest á nafni yðar. Og í þeirri von, að þér liugleiðið þetta, kveð eg yöur. Yðar ráðhollur Agúst Sigurrnundsson. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 6 st., ísa- firði 5, Akureyri 1, Seyðisfirði 2, Vestmannaeyjum 6, Stykkis- hólmi 7, Blönduósi 3, Raufar- höfn -5- 1, Hólurn í Iiornafirði 2, Grímsstöðum á fjöllum 7, Færeyjum 6, Julianehaab -t- 9, Jan Mayen 3, Hjaltlandi. 6, Tynemouth 4 (engili skeyti frá Angmagsalik og Kaupinanna- höfn). — Mestur hiti hér í gær (5 st., minstur 1 st. Úrkoma 9,9 mm. — Lægð, sem var yfir Grænlandsliafi í gærkveldi, hef- ir hreyfst norðvestur eftir. — Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói, Breiðafjörður, Vestfirðir: I dag og nótt sunnan og suðvest- an kaldi. Rigning öðru hvoru. Norðurland, norðausturland, Austfirðir: í dag og nótt liæg- ur sunnan og suðvestan. Úr- komulitið. Suðausturland: í dag og nótt liægur suðvestan. Smáskúrir. Sir Robert Baden Powell, upphafsmaður skátalireyfing- arinnar og núverandi formað- ur Alþjóðabandalags skáta verður 71 árs í dag. Hann er hinn ernasti og ávalt léttur í lund. Veðurstofan liefir sent fyrirspurnir til margra stöðva, til þess áð fá nánari fregnir af eldgosinu, en í morgun voru aðeins fá svör komin, en af þeim varð ekkert ráðið um eldstöðvarnar. Magni fór héðan um kl. 5 í gær til þess að leita að vélbátnum Ágústu frá Vestmannaeyjum, sem gengur frá Sandgerði. — I gærkveldi kl. 9 kom báturinn til Sandgerðis, heilu og höldliu, en Magni er enn að leita lians, þeg- ar þetta er skrifað, laust fyrir hádegi. Trúlofun sina hafa nýlega birt ungfrú Guðfinna Þorleifsdóttir og Friðrik Jónssoil. Trúlofun. Ungfrú Ingibjörg Finnboga- dóttir, Hverfisgötu 83 og Elías Ivristjánsson, Óðinsgötii 7, hafa opinberað trúlofun sina. Skipafregnir. Lagarfoss fór frá Kaup- mannahöfn í fyrradag, 20. febr., og fór fram hjá Skaganum í gær kl. 11 árd. Gullfoss kom til Stavangurs í gær. Goðafoss fer frá Leitli í dag á leið til íslands. Brúarfoss er væntanlegur til Londonar i dag. Jaðri Sogamýrarinnar hefir verið skift i 20 erfðafestn- bletti og eru flestir 1425 fer- metrar að stærð. Ræktunartimi hvers bletls cr ákveðinn 5 ár, en reist skal hús á landinu þcg- ar á fyrsta ári. Eftirgjald verð- ur 30 kr. á ári fyrir hvern blett, og endurkaupsréltur 20 aurar fyrir hvern fermeter af full- ræktuðu landi. Athygli skal vakin á augl. frá Reyk- húsinu á Grettisgötu 50 B. Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur aðalfund annað kveld kl. 8 í Varðarhúsinu. • E. s. Island fór kl. 6 í morgun frá Ivaup- mannaliöfn, áleiðis hingað. Mun skipið liafa verið í fylgd með ísbrjótum. Fundur verður lialdinn í Félagi frjáls- lyndra manna i Reykjavik kl. 8V2 i kveld í Bárunni, uppi. Aðalfundur íþróttafélags Reykjavíkur verður haldinn kl. 9 í kveld í Varðarhúsinu. Gjöf til nýrrar kirkju í Reykjavík: 100 kr. frá frú Guðrúnu Þor- steinsdóttur, prófastsekkj u, af- lient síra Bjarna Jónssyni. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 12 kr. frá I., 1 kr. (gamalt áheit) frá J. G., 45 kr. frá Km., 3 kr. frá ónefndri konu, 10 kr. (gamalt og nýtt áheit) frá konu, 10 kr: frá K. Þ., 5 kr. frá Gunnhildi, 5 kr. frá S. K. Eskifirði. írá Hr-lsleiiff Sig. Júl. Jóhanncsson, læknir, var'Ö sextugur þ. 9. jan. og hélt stúkan „Skuld“ í Winnipeg hotiuni samsæti í tilefni af afrnæl- inu. Er Sigurður einhver helsti bindindisfrömuður á meðal íslend- inga vestra. Dánardœgur. Lögberg birtir æfiminningu Mar- inQ R. Magnússon, senr nýlega lést af slysförum í Selkirk, eins og áð- ur hefir verið skýrt frá. Marino var sonur Runólfs Magnússonar og Jóhönnu JóhanneSdóttur. Runóliur var Magnússon, Rafnssonar á Ás- laugarstöðum í Vopnafirði, en Jó- hánna var dóttir Jóhannesar Ein- arssonar á HrappsstöBum í Vopna- firði. — Marino var fæddur í Sel- kirk, hafði verið vel látinn myndar - maður. Þ. 7. des. andaðist í Linton, N.- Dakota, Guðmundur Guðmundsson, 83 ára að aldri. Vandaður og vel látinn maður. Þ. io. des. andaðist að Gardar, N.-Dakota, Valgerður Jónsson, fullra 96 ára að aldri. Hún hafði verið blind um 25 ára skeið, en var annars heilsuhraust. Mikilhæf kona. Ættuð af Suðurlandi,. en fluttist ung norður i Þingeýjarsýslu, og giftist þar Sigvalda Jónssyni, en hann er dáinn fyrir mörgum árum. Þ. 8. des. andaðist í Hallson, N. Dakota, Metta Elísabet Nissdóttir, eiginkona Gísla Jóhannssonar. Var hún fædd 1. jan. 1854 á Njálsstöð- um í Húnavatnssýslu, þar sem for- eldrar hennar áttu heima, Niss Pet- ersen, af dönskum ættum, og kona hans, Soffia. Metta fluttisj vestur um haí 1876. Giftist Gísla Jóhanns- syni 1880. Áttu þau sex börn. — Metta hafði verið hjálpsöm og góð kona. Þ. 12. jan. ]). á. andaðist Mrs Sigríður Dagsson, að Eyford, N. BARNAFATAVERSLUNIN <ldpparsttg 37. Sími 2035, Fjölbeyít úrval af barna^ nærfatnaði, veröið við ailra hæfi. Píió með egta fílabeinsnótum. Margan stærðir fyrirliggj- andi lijá einkaumboðs- manni vorum á íslandi, — Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. — Verð frá d. kr. 1250. — MPfMSiíD. kgl. hirðsalar. Kaupmannaliöfn. Lítill aunki-ketill í góða ástandi, óskast til kaup3, Kaffibrensla Reykjavíkur. Vatnsstíg 3. Sími 1290. Solinpillnr eru framleiddar úr hrein- um jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg álirif á lik- amann, en góð og styrkj- andi áhrif á meltingarfær- in.Sólinpillurhreinsa skað- leg efni úr blóðinu. Sólin- pillur hjálpa við vanlíðan er stafar af óreglulegum hægðum og hægðaleysi. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð að eins kr. 1,25. — Fæst i LAUGAVEGS APÖTEKL Dakota. Hún var gift Bjarna Dags- syni. Sigríður var ættuð úr Húna- vatnssýslu, f. 20. sé])t. 1845. Vþnd- uð kona og vinsæl. Þ. 23. des. andaðist í Winnipeg Gunnar Gíslason Sigmundsson frá Grund í Geysisbýgð í Nýja íslandi. Gunnar var fæddur á Seyðisfiröi 1892 og fluttist vestur um haf með foreldrum sínum. Vel kyntur mað- ur, hafði þjáðst af innvortismeiní um þriggja ára skeið, er hann lést. Stefán A. Johnson prentari and- aðist í Winriipeg þ. 17. jan., eftír langvarandi veikindi. Hann var 46 ára að aldri, fæddur á íslandi, en fluttist á barnsaldri vestur um haf. Til heiðurs Vilhjáhni Stcfánssyni. Þ. 30. des. s.l. birtir blaðið The New York American eftirfarandi hraðfrétt frá Sir Wilkins, flug- kappanum og landkönnuðinum: Vafalaust ein allra merkasta upp- götvunin frá landfræðilegu sjónar- miði mun mega teljast fundur sundsins á milli Gráham-Lands eyj- anna og meginlands ishafssvæð- anna. — Þetta sund hefi eg með mikilli ánægju látið heita i höfuðið á Vilhjálmi Stefánssyni, mínum fyrsta kennara i landkönnun og mesta landkönnuði nútimans.“ (FB.).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.