Vísir - 24.04.1929, Blaðsíða 2
VXSIR
DÓSAMJÓLKIN
MILKMANN
FRÁ fyens flöde export co.
er bæði góð og ódýr.
Afgreiðum af birgðum hér á staðnum eða beint frá útlöndum.
Símskeytl
--X--
Khöfn, 23. april. FB.
Takmörkun herflota.
Frá Genf er símað: Gibson
fulltrúi Bandarikjanna á af-
vopnunarnefndar fundinum,
hefir haldið ræðu og hvatt til
nýrrar samningatilraunar um
takmörkun herskipaflotanna. —
Kvað hann Bandaríkin hafa
fallist á miðlunartillögu Bon-
cours frá 1927 sem samninga-
grundvöll, en sú tillaga fór í þá
étt, að ákveða liámarksstærð
smálestatölu flotadeildar hvers
rikis, tiltaka smálestatölu
hverrar skipategundar, en
rikjunum þó heimilt að auka
smálestatölu einstakra skipa-
tegunda gegn samsvarandi
lækkun smálestatölu annara
skipategunda. Gihson kvað
Hoover forseta líta svo á, að
vegna Kellogssamningsins gæti
Bandarikin dregið úr herbún-
aði, og væri þau þess végna
reiðubúin til þess að minka
sjávarherbúnað að miklum
mun, ef engin skipategund væri
undan skilin. Náist ekki sam-
komulag um flotatakmörkun,
sé einskis annars kostur en ó-
takmörkuð flotaaukning.
Þýskaland og nýlendur þess.
Frá París cr simað: Vegna
þess að þýska yfirlýsingin, sem
um var getið í gær, segir að til-
lögur Schachts fjalli ekki um
pólitísk málefni, hirtir Agence
Havas Icafla lir tillögum (me-
morandum) Schachts. Aðalefni
kaflans er svo hljóðandi: Þýska-
land þarfnast hinum megin
hafanna bækistöðva fyrir hrá-
efnaframleiðslu. — Þýskaland
misti við austurlandamærin
héruð, sexn framleiða mikið af.
matvælum, þar að auki sé
þýskur landshluti fráskilinn að-
alhluta Þýskalands og sé vel-
megun landshlutans hætta hú-
in. Nauðsynlegt sé að ráða bæt-
ur á þessu ástandi, sem minki
gjaldþol Þýskalands.
Flugferð Ahrenbergs.
Frá Stokkhólmi er simað:
Alirenberg fer í vikulokin til
Þýskalands til þess að reyna
flugvélina, sem hann ætlar að
nota til Atlantshafsflugsins. Að
reynslufluginu loknu ætlar hann
að leggja í Atlantshafsflugið.
Gerir hann ráð fyrir að leggja
af stað frá Stokkhólmi klukkan
sex að morgni og fljúga til
Reykjavíkur á 18 kluldkustund-
um, þaðan til Ivigtut á 10 ldst.
og þaðan til New York á 14 klst.
Útför R Isíokes lávarðar.
Frá Paris er símað: Fundi
skaðabótanefndarinnar var
frestað þangað til í dag vegna
útfarar i . welstokes lávarðar.
Khöfn, 24. apríl. FB.
Skaðabótamálin.
Frá Paris er símað: Skaða-
bótanefndin hélt fund í gær.
Undimefndin bar frain skýrslu,
Búmmíslönpr
leiii Mapésson h Ci.
þar sem svo var að orði komist,
að samkomulag hefði ekki náðst
um skaðabótaupphæðimar. —
Skaðahótanefndin hefir falið
undirnefndinni að semja skýrslu
um starf nefndarinnar. Er bú-
ist við þvi, að nefndarmenn
reyni að jafna ágreininginn á
meðan undimefndin semur
skýrsluna.
Ffé Alþingi
í gær.
Efri deild.
Til landbúnaðarnefndar var
þrem frv. vísað er komin voru
frá neðri deild: Frv. til 1. um
innflutning sauðnauta, frv. til 1.
um breyíing á I. um tilbúinn á-
hurð og frv. til 1. um lánsfélög.
Neðri deild.
Frv. til 1. um afnám 1. um
síldamætur var afgreitt til efri
deildar og frv. til 1. um kvik-
myndir er komið er frá efri
deild, var sent til mentmn.
Þá var tekið að ræða frv. til
1. um Fiskiveiðasjóð og varð
þeim umr. ekki lokið. Frá
ágreiningi flokka um það frv.
liefir áður verið skýrt.
Nýtt frumvarp.
Stækkun Reykjavíkur. — All-
ir þingmenn Reykvikinga hafa
nú borið fram annað frv. um
stækkun lögsagnarumdæmis
Reykjavikur. Fer það fram á að
leggja jarðirnar Ártún og Árbæ
undir bæjarfélag Reykjavíkur
frá 1. jan. 1929 að telja. Tekur
Reykjavík um leið að sér fram-
færsluskyldu Mosfellshrepps
vegna þessara jarða og greiðir
hreppnum 15 þús. kr. i eitt
skifti fyrir öll. Greinargerð
hljóðar svo: Með löguin nr. 46,
1923 var ákveðið að leggja hluta
af jörðunum Ártúni og Árbæ
undir Reykjavík, en hæjar-
stjórnin hafði óskað, að jarð-
irnar allar væru sámeinaðar
Reykjavík, enda væru þær eign
kaupstaðai-ins. Það náðist ekki
þá samkomulag við hrepps-
nefnd Mosfellshrepps um þetta,
en nú liafa hreppsnefndin og
og bæjarstjómin komið sér
saman um málið með þeim
skilmálum, sem greinir í frv,.
og er frv. flutt eftir tilmælum
bæjarstjórnar Reykjavíkur.
Blómsturpotta
allar stærðir, frá 3*4”—12
þuml. verður nú sem fyr
best að kaupa í
versl. B. H. BJARNASON.
Dm hagnýting
slátorflrgangs.
Eftir
Benedikt B. Guðmundsson.
Niðurl.
Gall og gallsteinar: Úr gallinu
em unnar margar efnafræði-
legar'sýrur og læknameðul t. d.
gegn frostbólgu, magaveiki o. fl.
Hin tekniska ummvndun galls-
ins nær til fegurstu vatnsbta,
og filabeinslitunar. í glysvöru-
verksmiðjum nota menn gallið
til framleiðslu á „Transparent“,
einnig er það notað við sápu-
gerð, til varnar upplitun, þar á
meðal í hina þektu gallsápu, og
nú á þessum tískunnar tíma er
það mikið notað í megmnar-
meðul. Gallsteinar eru, ef vel
em lireinsaðir í mjög liáu verði.
Em þeir brúkaðir í ýms lyf.
Dýrakirtlar eru ákaflega verð-
mætir og ómissandi fyrir lyfja-
fræðina. Eru jjeir notaðir í
ýms meðul, sem oflangt yrði
hér að telja upp.
Garnir og vambir. Garnir eru
liektar hér til þjúgnagerðar, og
er það aðallega mjógamir sem
notaðar eru úr kindum, einnig
vælindi og ristilgamir úr naut-
gripum, og sömuleiðis úr
brossum; aðrar eru ekki not-
aðar hér. Annars má nota þær
allar. Úr görnum eru búnir til
ýmsir hlutir t. d. hljóðfæra-
strengir, net í tennisspaða o. fl.
Einnig við byggingu loftskipa
og flugbelgja. Kálfavambir eru
notaðar við ostagerð o. m. fl.
Feiti og tólg er að mestu leyti
notað hér til matar. En búast
má við, að framleiðslan aukist
fram yfir notkun. Enn má taka
til atliugunar hina teknisku
hlið, sem sé að vinna úr lienni
stearin, olíur og palmin sem
notað er til smjörlíkisgerðar.
Ennfremur sápur og ýms feg-
urðarsmyrsli o. fl.
Hora, hófar og klaufir eru
aðallega notaðar til kainba- og
Imappagerðar. I rennismiðjum
.er búið til úr þeim vindla- og
vindlingamunnstykki, tóbaks-
dósir, brjóstnælur, eyrnahring-
ir, handföng, blekbyttur, skálar.
hárnálgr o. fl. ogt svo er aftur
ýmislegt annað búið til úr úr-
ganginum frá þessum hlutum.
Hárið er notað til iðnaðar t.
d. burstagerðar. Búldiár er not-
að við gibs- og húsgagnagerð.
Eymahárið af nautgripum er
haft í finustu málarapensla o. fl.
Ullin er best hirti sláturúr-
gangurinn hér. Auk garns og
klæðis má vinna úr henni flóka,
sem brúkaður er er til reið-
tygja o. fl. Einnig í áhöld til að
slípa og fága með, og auk þess
eru unnar ýmsar kemiskar
sýryr úr henni, þar á meðal hið
þekta „Lanolin“, sömuleiðis
ullarefni sem er frysta floklcs
smurningsfeiti og er notuð í
prentsmiðjum o. fl.
Hræ af sjálfdauðum, slœpn-
um, hverju nafni sem nefnast,
verða alment að engu gagni
nema þegar húðin er hirt. En
þessir gripir eða hræ hafa sitt
verðmæti líka. Við framleiðslu
á hinu svo nefnda kjötmjöli,
Til snmar^ og fermingargjafa.
Veski, töskup,
sedlaveski.
S k j a la tö sk u. *%
buddup.
Manieure
burstasett
o. fl. nýtísku
ledurvðrup.
Leðurvörudeild
HljóðfæraMssins.
Til fermingap
og sumargj afa:
Conklins lindarpennar og blýantar.
Bréfaveski, Peningabuddur, Ritfell,
Vindla- og vindlingaveski,
SkrifborðssamstæSur og
Skrifáhaldasamstæður.
Lausblaðabækur. Teiknigerðar.
V erslunin
Hjörn ISristjánssom.
einnig feiti, lími, sápu, ljósa-
tólg o. fl. teg. af smumings-
feiti.
Eins og sjá má af fráman-
skráðu, er alt notliæft, sem til
fellur við slátrun í sláturhúsum,
og er meira og minna verð-
mætt. Ætti þvi að vera hægð-
arleikur að koma mörgu þessu
í peninga sem hráefnum bér
eins og annarstaðar, því með
vaxandi dugnaði og framförum
bænda í landbúnaði, þá hlýtur
kjötframleiðsla að aukast og úr-
gangur jafnhliða, og álít eg
þess vegna áriðandi að kynnast
þessu öllu með eigin sjón og
störfum erlendis, en það kostar
bæði fyrirhöfn og peninga.
Frá Barnaviiiafélagiim
Sumargjöf.
—o—
Vér leyfum oss að vekja at-
hygli heiðraðra borgarbúa á eft-
irfarandi atriðum:
Tilgangur félagsins Sumar-
gjöf er að blúa að líkamlegum
og andlegum vexti barna og
vernda þau frá skaðlegum
áhrifum. Tilgangi sínum bygst
félagið að ná með þvi að byggja
og starfrækja daglieimili fyrir
börn, þar sem þeim geti liðið
vel yið störf og leiki.
Félaginu er helgaður sumar.
dagurinn fyrsti, barnadagurinn,
sem fjársöfnunardagur.
Gefið gaum hinni afarmarg-
breyttu dagskrá bamadagsins,
og takið þátt í hátíðahöldunum.
Kaupið tímarþ og merki dags-
ins. Öllum er gefinn kostur á, að
vinna góðu málefni á barnadag-
inn. Sú króna er þér leggið af
mörkum dagsins vegna, er eltki
„kvödd í síðasta sinni“. Yður
mun auðnast að sjá liinn far-
sælasta ávöxt liennar: Hraust-
ari og betri æsku.
Hór fylgir útdráttm’ úi' árs-
reikningi félagsins síðastliðið
starfsár:
I sjóði frá f. á. kr. 10455.51.
Tekjur af barnadegi: Skemtun
í Gamla Bíó kr. 762.50, skemt-
un í Nýja Bió kr. 399.89, skemt-
un í Iðnó kr. 211.00, seld tíma-
rit og merki kr. 1844.11. Alls
kr. 3217.50. Vextir á árinu af
innlánsskírt. og bankabók kr.
659,22. Félagsgjöld og aðrar
tekjur kr. 1394.25. Tekjur alls
kr. 15726.48. — Gjöld á árinu
kr. 1242.85. — Eignir alls kr.
14483.63. Hreinar tekjur á ár-
inu kr. 4028.12.
Stjórn Sumargjafar.
Þvottadagarnir
hvíldardagar
Fæ!>t víðsvegar.
í heil(lN«iu hjá
HALLDÓRI EIRÍKSSYNI,
I Hafnarstrœti 22. Simi 175.