Vísir - 03.06.1929, Síða 2
VISIR
ö
Nýkomið:
Laukur í pokum,
Kandís,
Hollenskt sm|övlíki«
Frægðaffföp
íslenska söngflokksins til
Kaupmannahafnar.
—o—
Menn hafa beðið þess með
óþreyju og eftirvæntingu hér,
hverjar viðtökur íslenski söng-
flokkurinn fengi í Kaup-
mannahöfn, en hann söng þar
í fyrsta sinn á laugardags-
kveld. Þar voru saman komn-
ar allar þjóðir Norðurlanda,
sem kunnugt er, til þess að láta
heyra úrvalssöng sinn, og skifti
því miklu máli, að íslending-
um tækist vel.
í gær hárust liingað þrjú
skeyti, sem liér fara á eftir, og
öllum ber saman um, að söng-
urinn hafi tekist ágætlega og
fengið góða dóma.
Mun það vekja mikla gleði
um land alt, að söngflokkur-
inn hefir getið sér svo ágætan
orðstír.
Skeytin, sem borist liafa, eru
á þessa leið:
Einkaskeyti til Vísis.
Kliöfn 2. júní.
Konsertinn í konunglega
leikhúsinu í gærkveldi (var)
stórsigur. Söngur Finna og Is-
lendinga talinn bestur.
> Cantus.
Einkaskeyti til Sig. Birkis.
Kliöfn 2. júní.
Paul Bang, kennari við kon-
unglega sönglistarskólann sím-
ar Sig. Birkis söngkennara:
íslenski söngurinn ágætur.
Blaðadómar góðir.
Skeyti. til Fréttastofunnar.
Khöfn 2. júní.
Norræna söngmótið. Flokk-
arnir sungu í konunglega leik-
liúsinu í gærkveldi og hlutu
góða dóma í blöðunum. Blöð-
in hæla íslenska söngflokkn-
um; þykja þjóðlögin hest. Hö-
berg, söngstjóri konunglega
leikhússins segir, að íslenski
söngflokkurinn sé ágætur,einlc-
um sópranraddirnar. Telur
hann flokkinn vel æfðan og Iét
svo um mælt, að Finnar og ís-
Iendingar hefðu sungið best.
Símskeyti
Khöfn 2. júní. FB.
Síðustu fregnir af bresku kosn-
ingunum.
Frá London er símað: Frjáls-
lyndi flokkurinn liefir unnið
þrjú þingsæti síðan í gær-
morgun. Ihaldsflokkurinn og
frjálslyndi flokkurinn liafa
þannig til samans meiri hluta
í þinginu. Flokkaskiftingin
annars óbreytt síðan í gær-
morgun. Sumir íhaldsmenn
leggja að Stanlev Baldwin, að
hann biðjist lausnar þegar, en
aðrir íhaldsmenn vilja, að
liann verði áfram við völd
þangað til þingið kemur sam-
an, og með því neyða frjáls-
lynda flokkinn til þess að velja
opinberlega á milli íhalds-
stjórnar og verlcamannastjórn-
ar. Ólíklegt er talið, að frjáls-
lyndi flokkurinn muni styðja
íhaldsstjórn. Hins vegar eru
frjálslyndir ósammála um það,
livort flokkurinn skuli styðja
verkamannastjórn. Alment er
talið líklegt, að MacDonald
myndi stjórn.
|r H&r riiíiður.
—o--
Joseph and His Brethren. A
Story of a Suffolk Farm. By
H. W. Freeman. With an In-
troduction by R. H. Mottram.
London 1928. Chatto and
Windus. Pp. XI, 359. 7 sh.
6 d. net.
Ekki alls fyrir löngu sá Eng-
land á bak tveim liinum
fremstu skáldsagn ahöf undum
sínum að fornu og nýju, þeim
Joseph Conrad og Tliomas
Hardy. Var þar með stórt
skarð höggvið í lióp enskra
ritsnillinga. En „maður kemur
i manns stað“, segir orðtækið
gamla.'
Harold Webber Freeman,
ungur, enskur rithöfundur, lét
rétt nýlega prenta liina fyrstu
skáldsögu sína, Joseph and His
Brethren (Jósep og bræður
hans). Kom liún út í nóvem-
bermánuði siðastliðnum. Eru
ritdómarar, bæði á Englandi
og í Ameríku, sammála um, að
hér sé fram kominn óvenju-
legur efnismaður í skáldsagna-
gerð. Þessi fyrsta skáldsaga
Freemans er svo þroskuð, og
að ýmsu levti svo snildarleg,
að hún spáir miklu um fram-
tíð höfundarins. Rætist eigi sú
von, er bók þessi vekur um
hann, þá má með sanni segja,
að honum fari liraklega aftur
í list sinni. Víst er um það, að
ofannefnd skáldsaga var eiít
hinna merkustu skáldrita, er
út komu á Englandi árið, sem
leið — sumir ganga jafnvel
svo langt, að telja hana mérk-
ustu skáldsögu ársins, enska.
Freeman er maður rétt þrí-
tugur. Er hann fæddur i Essex.
Undirbúningsmentunar naut
hann í Lundúnum. Hann var
í herþjóriustu síðasta ár heims-
styrj aldarinnar. Að henni lok-
inni stundaði liann um íjögra
ára skeið nám við Oxford há-
skóla. Því næst var hann um
nærri tveggja ára bil við
bændavinnu á þeim slóðum
(Suffolk-sveitum), þar sem
skáldsaga lians gerist. Árið
1924 hætti hann þessari iðju;
vann hann nú að ýmsu, en var
einnig á ferðalögum utan Eng-
lands. Á þessu timabili skráði
hann skáldsögu sina. Ritaði
hann hana uppliaflega í smá-
söguformi í janúar 1926. En
veturinn 1927—28 breytti hann
henni í langa skáldsögu; átti
hann þá lieima i Florence. Er
þessi i fáum orðum saga höf-
undarins.
Joseph aml His Brethren er
sveitasaga; hún fjallar um þá,
sem jörðina yrkja. Að þessu
leyti svipar henni til skáld-
sagna Hardys. Hún er saga
einnar kynslóðar á Suffolk
sveitabæ — Cralcenliill Farm.
Benjamin Geatir og synir hans
eru aðalpersónurnar, þó að
aðrir komi einnig við sögu.
Hafði faðirinn upprunalega
leigt jörð þessa, er var ein hin
örðugasta að rækta í allri sveit-
inni; höfðu margir uppgefist
við það strit og leitað á brott.
Var hér þörf hraustra handa
og þrautseigju, en þeir Geatir-
feðgar áttu krafta í kögglum;
þeir voru menn fastir í lund
og fámæltir svo sem oft vill
verða um þá, er kappi etja dag-
lega við öfl náttúrunnar. Og
þeir háru sigur úr. býtum.
Jarðræktin borgaði sig svo vel,
að Benjamin gamli keypti alla
jörðina og stækkaði hana um
helming. En dýru verði var
sigurinn keyptur.
Sagan hefst með þvi að þeir
feðgar allir og móðir þeirra,
Emily, eru að vinnu úti á akri.
Fellur þá gamla konan skvndi-
lega dauð niður — úttauguð af
áralangri þrælkun. Þarfnast
nú lieimilið bústýru, og leiðir
það til þess, að er stundir líða
fær Benjamín stúlku eina,
Nancy að nafni, til innanhúss-
starfa. Hún er ung og fjörug'
og ferst henni liússtjórnin
ágætlega úr hendi. Litu allir
bræðurnir liana hýru auga. En
karlinn, faðir þeirra, gat eigi
unnað þeim meyjarinnar; átti
hann son með henni — Jósep
þann, er sagan dregur nafn af
— og neyddi hana síðan til að
giftast sér. Skömmu síðar and-
ast karl á akri úti, og arfleiðir
Nancy að jörðinni og húslóð
allri. Verður liún síðar ást-
fangin í landeyðu nokkurri og
veiðiþjóf og giftist honum.
Leiðir það til þess, að maður
hennar, Wilett, rekur þá bræð-
ur á brott. Kom honum það
þó í koll; jörðin var sem sé
engra slóða meðfæri; féll hún
í órækt, en fénaðurinn sýlctist.
Varð Nancy að lokum að selja
húið. Geatir-bræður keyptu
jörðina á ný, tóku undir vernd-
arværig sinn Jósep hálf-bróður
sim>; gerðu hann að manni, og
gáfu honum að lokum búið
alt, er hann kvæntist og ákvað
að setjast að á ættar-eigninni.
Slíkt er aðalefni sögunnar.
Virðist sumum máske athurðir
þessir næsta hversdagslegir,
en nóg er hér til að halda huga
lesandans rígföstum frá byrj-
un til enda. Ein hlið lifsins
sjálfs blasir Iiér við augum í
ljósum litum. Eitt er það þó,
sem öllu öðru fremur grefur
sig inn i meðvitund lesandans,
—- það hve nátengdar sögu-
persónurnar — bræðurnir —
eru jarðveginum; átthagaást
þeirra er sterkasti þáttur sög-
unnar. Crakenhill Farm eru
þeir tengdir óslítandi böndum.
Fjórir þeirra leita á braut;
þrælkunin verður þeim of
þung byrði; fjarlægðin seiðir.
En þó er seiðmagn jarðeignar-
innar, sem ól þá sferkara öllu
öðru, enda þótt hún sé óblíð
móðir. Þeir liverfa heim aftur.
Já, ástmey sína leggur einn
þeirra í sölurnar fremur en að
hverfa af föðurleifðinni.
Hér horfist lesandinn 1 augu
við raunveruleikann sjálfan,
enda lýsir liöfundur því, er
hann hcfir séð. Hann segir
sögu sína blátt áfram. Ein-
lægni ‘— uppgerðarleysi —
markar frásögn hans. Hann
, hefir líka fulla samúð með
W ebsters
heimstoæga jápnskipamáioing
fypipliggjandi.
Þdrður Svemsson & Co.
sögupersónum sínum; Iiann
skilur kjör þeirra. Mannlýsing-
ar hans eru sannar og álirifa-
hiklar; hið sama er að segja
um náttúrulýsingar lians. Ileil-
brigði í lífsskoðun, göfgi, og
fegurð eru líka að finna í sögu
þessari. Hún telst með engu
móti til bókmentalegra dægur-
flugna; hún mun lifa.
íslenskir ensku-lesendur, er
langar til að eignast bók þessa
og lesa — og þá mun eigi iðra
þess — geta eflaust fengið
hana, ef ekki í bókabúð Snæ-
bjarnar Jónssonar, þá fyrir
milligöngu lians.
Riehard Beck.
Þyskir blaðadóiuar
um málverk Guðmundar
Einarssonar.
—o—
Hér fara á eftir dómar nokk-
urra þýskra blaða um sýningu
Guðmundar Einarssonar, sem
hann hélt í Miinchen í vor, og
áður hefir verið getið í Vísi.
Bayerische Staalszeitung, 16.
apríl 1929, farast svo orð: —
Guðmundur Einarsson er Is-
lendingur, ferðanáttúra ogskap-
andi vilji hafa ákveðið örlög
lians. Eftir að hann hafði gjört
sínar fyrstu tilraunir á sviði
listarinríar í Reykjavik og Dan-
mörku, kom liann til fullnaðar-
náms til Munchen. Hér vann
hann sem myndhöggvari hjá
prófessor Schwegerle í fjögur
ár; auk þess lærði hann svart-
list (Graphik) og Freskó-mál-
verk.
I Gallerie Paulus sýnir Iiinn
ungi listamaður nú, hvað liann
liefir málað »g „raderað“ síð-
ustu iþrjú árin. Málverk lians
sýna ætlland hans, landslag þess
og eldfjallanáttúru — öfl úr
basalti og hraunbreiðum — al-
varleg 'og stórkostleg, sem eru
andstæður arinara reginafla, íss-
ins og jöldanna, sem senda frá
sér strauma mjólkurlitaðra jök-
Er yður ilt í höfðinu eða
augunum?
Ef svo er, þá farið strax til
Thiele, Bankastræti 4, (hús
Hans Petersens) og látið
rannsaka augu yðar, íþvi liöf-
uðverkur orsakast mjög oft
af slæmri sjón.
• Allar upplýsingar, athug-
anir og mátanir eru ókeypis.
ulvatna, með fölgrænum og gul-
leitum tónum — þar sem þau
fylla gamla gíga, — „hvit vötn“.
Þessi náttúruöfl Heklu og
Vatnajökuls-eyjarinnar notar G.
Einarsson með eiginlegum lit-
um og línum, eingöngu ástin til
ættlandsins getur formað slíkt.
Járnfjall Scheffels í hafinu
og' „Riff“ Hebbels, þar sem
tíminn stendur kyr, og maður
drekkur blóð um leið og mað-
ur andar, það eru skáldleg, hug-
ræn æfintýri, sem tilheyra forn-
öldinni. Málarinn blandar engu
slíku i liti sina, hann tekur form
og liti þá, sem náttúran býður
og notar hvorttveggja til að
vekja alvarlegar og sterkar til-
finningar, og það án þess að
færa í stílinn eða umskapa.
Hinn sterki og skrautlegi „tónn“
málverka lians er eiginleiki
hinnar íslensku náttúru.
Mjúkir, græniri, brúnir og
djúpbláir litir eru grunntónar
hins einfalda tónstiga málarans.
Hann fylgir liinum einföldu
hreyfingum landslagsins, og set-
ur sína sterku, dökku liti með
breiðum dráttum á léreftið; oft
sér niaður grængula vatnsfleti
með sjaldgæfum bjarma i
landslaginu. — En hið íslenska
hálendi hefir líka aðrar hliðar,
hinar björtu nætur og himinn
með sundruðum, stórum, skýj-
um. I Þingvalladalnum speglar
vatnið sig í vingjarnlegum
bláma og lýsandi Ijósgi'æiium
grasflötum, og í fjarska milli
fjólublárra fjalla glitrar hoga-
dregið eldfjall eins og ópall.
I svartlistinni hverfúr lista-
maðurinn frá liálendinu niður
að ströndinni; liér verður hann
innilegri, þar sem hann rissar
í koparplötuna uppsátur, stein-
dranga, húsaþyrpingar í rign-
ingu huldar snjó.
Ein af bestu „raderingum“
lians er „Snævi þakinn sjókofi“.
— Með fínlegu handbragði er
snjóbreiðan hæfin. Mýkt lierinar
’ og þykt gerð sýnileg, með fáum
línum er hið hreyfanlega form
ákveðið.
G. Einarsson elskar lágar
hálf-fallnar liúsaþyrpingar. —
Gamli hluti Miinchenar, með
öllum sínum afkymum er ó-
tæmandi náma fyrir hann, einn-
ig Giesing, Schwabing og
„enski garðurinn“ liafa gefið
honum ýms verlcefni.
I vali sínu á verkefnum tek-
ur hann ávalt það listræna,
sjaldgæfa, en aldrei liin sjálf-
sögðu „snotru motiv“, sem all-
ir sjá og allir taka til fyrir-
. myndar. Æ
List Guðmundar Einarssonar
er alvarleg, raunveruleg, ósvik-
in norræn list, sem talar til
oldcar sínu máli í olíumálverk-
unum með einfaldri ró og
þunga — hún hrífur oss sér-
staklega og óvenjulega. —
Aftur á rnóti í „raderingxm-
um“ er liann meira bundinn við
hið einstaka og nær vorum eig-
in tilfinningum.
Múnchener Zeitung, 12. apríl:
Mj ög sjaldan verður maður
var við íslenska list hér í Mún-