Vísir - 10.09.1929, Side 2

Vísir - 10.09.1929, Side 2
Vl S I R ^epiF matin.ii gémsætan, Símskeyti Utan af landí ur gæti búiö í bakhúsi skólans, ef |)ví væri breytt í íbú'8, eins og t. d. bakhúsi stjórnarrá’Ssins, þar sem nú er íbú'ö dyravaröar. Me'S þessari einföldu ráðstöfun mundu losna fjórai; eöa fimm gótS- ar kenslustofur, sem nota mætti þeg'ar í sta'ö meS' tiltölulega litlum breytingum. Og me'S þvi aS nú vill svo til aS rektor býr ekki í skólanum, þá ætti a'S vera auS- veldara en ella aS korna á þessari breytingu. Vera má, aS einhver vand- kvæSi sé á þessu, en ef svo er, væri fró’Slegt aS vita, hver þau e'ru. Ef landstjórnin vildi nú sýna þann skörungsskap aS taka þetta ráS þegar í staS, og leyfa öllum inngöngu í skólann, sem sfóðust prófiS; í vor, þá rnundi hún geta sér góSan orSstír. tJOOÍXKXXXSOOOOOOCOOOOOOCXKKX 50000000 *■ ' . < ■ TEOFANI er opdið — 1,25 á bordid. OÍ50C0005500C50000000000000000000000C 111 ■—ii—— ...... Stokkseypi, á ts Eyrarbakka S s 01fusá, Fastar ferðir fram og til baka ðaglega frá Þrastaskóg. Steindðri. Khöfn, 5. sept., F.B. Ahrenberg í Kaupmannahöfn. Ahrenberg og Flodén komu til Kaupmannahafnar í gær. — Hefi ég átt tal við Alirenberg, sem kvaðst vera sannfærður um að hann liefði komist til Ame- ríku, ef mótorinn liefði ekki bil- að. Hinsvegar kvaðst hann liafa sannfærst um það af reynslunni, að reglubundnar flugferðir yfir Grænland gæti ekki verið um að ræða með núverandi flug- tækjum og nttverandi tilhögun veðurfregna, en kveðst þó stöð- ugt álíta leiðina yfir Island og Grænland einu arðvænlegu framtíðarflugleið á milli álfn- anna, ef hægt verður að fá full- komnari flugtæki og' betri til- högun veðurfregna og minka erfiðleikana 'við flug yfir Da- vids-sund. Alirenberg álítur flugleiðina ísland—Labrador, framhjá Grænlandi, eldd heppi- lega; segir of langt milli við- komustaða. Ahrenberg kveðst reiðubúinn, ef nægilegt fé fæst, að reyna aftur að fljúga yfir ísland að ári, en ef til lcæmi, yrði það að- eins sportflug. Ahrenberg bað mig að flytja íslendingum þakklæti fyrir við- tökurnar í sumar. P. J. Aths. Skeytið meðtekið þ. 8. sept., liafði því seinlcað vegna bilana. Khöfn, 9. sept. FB. Ðr. Eckener og loftskipaferðir Þjóðverja. Frá Berlín er símað : Dr. Ecken- er hefir að undanförnu átt í samn- ingum við ameríska íjármálamenn um að koma reglubundnum loft- skipaferðum yfir Atlantshafið, þegar lokið er byggingu loftskipa þeirra, sem nú eru i smíðum, og ájiur hefir verið getið um. Ráð- gert er, að hinar reglubundnu loft- skipaferðir yfir Atlantshaf byrji í seinasta lagi árið 1933. „Deutche Allgemeine Zeitung" skýrir frá því að amerískir bank- ar hafi he'itið fjárhagslegyi a’ð- stoð sinni til þess að koma loft- skipaférðöm á. Gert er ráð fyrir því, að enda- stöðvarnar verði, í Evrópu um miðbik Frakklands, en í Banda- ríkjunum fyrir sunnan Baltimore (í. ríkinu Maryland) ogbúast menn við, að flugið á milli endastöðv- anna muni taka frá- fjörutíu og fimm til sjötíu klukkustundir. I.oftskipin geta tekið 24 (?) far- þcga hvert um; sig’ og fimtán smá- lcstir af vörum. Farseðlarnir eiga að kosta þúsund dollara hvér. Siglufirði 9. sept. FB. Noklcur herpinótaskip tóku síld á Skagafirði i dag og undanfarna daga, þar af tvö þrjú hundruð tunnur hvert. Síldin er í fjöru- steinum undan Reykjaströnd, en er mjög blönd.uð smásíld. Að und- anförnu hefir öll síld farið í beitu og íshús. í dag var fyrst kryddað lítillega. Nokkur skip, sem hætt voru veiðum, eru nú byrjuð á ný. Síldarvart hefir orðið hér inni á firðinum.' Þorskafli góður og gæftir. - Þrengslin f Mentaskðlanum. —o— Hömlúr þær, sem nú eru lagðar á tölu nýrra nemanda í gagn- fræðadeild Mentaskólans, mælast illa fyrir. En því er við borið, að skólinn rúmi jafnvel ekki þá nem- endur, sem þar eru nú, og þess vegna verði að takamarka tölu nemanda. Þó að fá megi kensiu- stofur annnars staðar í bænum (eins dg gert hefir verið í vand- ræðum), þá er það neyðarúrræöi, sem pkkii verður notast við 1jil laiigframa. En ef þessi húsnæðisekla er eina orsökin til þess, að gagn- íræðádeild Mentaskólans er lokað fyrir 20 til 30 nemöndum á ári, þá væri ekki úr vegi að athuga, hve miklum örðugleikum það væi;i liundið að ráða bót á henni. Varla getur það talist við un- aí'idi, að leigja skólastofur í öðr- um liúsum, og stækkun Menta- skólans mun mörgum þykja kostnaðarsöm. En þriðja leiðin virðist ómaks minnst, og hún er sú, að nota það rúm til kennslu, sem nú er notað til íbúðar i skól- anum sjálfum. Þar hafa lengi verið tvær íbúð- if, handa rektor og umsjónar- manni, og á meðan heimavist var í skólanum, eða lestrarstofur, þá v.ar ekki hjá því komist, að hafa þar einhverja íbúð. En síðan ' heimavistir og lestrarstofur lögð- ust niður, virðist þarflaust með cllu, að rektor búi í skólanum, eða kennari í hans stað, og dyravörð- Eggert Siefánsson. —o— Eggert Stefánsson hélt fyrstu söngskemtun sína hér í bænum á þessu hausti 5. þ. m. og endurtók hana í gærkveldi. Á söngskránni voru einkum ítölsk lög og einnig nokkur ensk og íslensk. Mai5al ís- lensku laganna voru tvö eftir Þór- arinn Jónsson (Ave Maria og Nótt) og eitt eftir Markús Krist- jánsson. Þessum íslensku lögum var ágætlega tekið, og einkanlega lagi Markúsar viÖ eitt af bestu kvæðum Jóhanns Sigurjónssonar, Bikarinn, enda fór Eggert prý'ði- lega ineð það. Voru þeir báðir, hann og Markús, kallaðir fram oft- sinnis á eftir því lagi. Eitt innlent lag söng Eggert enn, Agnus Dei, og er- það gamalt, íslenskt kirkju- lag, sem hann hefir sjálfur fært í stílinn, einkennilegt og hátíðlegt lag, sem hann fór vel með. Tvö ís- lensk aukalög söng hann einnig, ísland ögrum skori'ð eftir Kalda- lóns, í fyrra skiftið, og Nú legg ég atigun aftur eftir Björgvin Gu'ð- mundsson, síðara kveldið. En það hefir orðið hér einkar vinsælt lag í meðferð Eggerts, eins og fleiri ný lög, sem hann hefir flutt eftir íslensk tónskáld. Af útlendú Iögunum sem Eggert söng má helst geta Tarantella Sin- cera eftir Viucenso de Crescenzö og Dauða’ Óthellós úr óperunni óthelló eftir Verdi, glæsilegt lag sem Eggert söng meistaralega. Hljómleikarnir voru vel sóttir: Fyrrá kveldið var alveg liúsfyllir og undirtektir áheyrenda ágætar, lófaklappið mikið og svo miklu rigndi yfir söngmanninn af blóm- um, áÖ fádæmi mun vera hér. Við- tökurnar sýndu það vel, hver ítök Eggert á í mörgum söngelskum iéeykvikingum. Það hefir líka sést oft áður, þó að á ýmsu hafi gengið um opinbera dóma um list hans. Og þess má vel minnast, þegar rak- inn er söngferill hans, að enginn söngvari, sem hér hefir sungið, hefir haldið hér við góða aðsók'11 fleiri hljómléiká í einni lotu en hann gerði eitt sumarið þegar hann kom hingað íyrir nokkrum árum. Það er líka „Souvenir“ fyrir Egg- ert Stefánsson. Þessir fyrstu hljómleikar Eggr erts voru hinir ánægj ulegustu og rödd lians naut sín vel, en fram- burðurinn var víða óglöggur til lýta. En það voru fyrst og fremst erlend viðfangsefni, sem settu blæ- inn á þá, einkum ítölsku lögin, sem Eggert fer að jafnaði ágætlega með. En íslensku lögunum á hann eftir að gera rækilegri skil, og mun 'ætla að halda sérstaka hljómleika seint i þessum mánuði og syngja þá eingöngu íslensk lög. Sönglist- arblað í París hefir komist svo að orði um meðferð hans á sumum þeim lögum, að þau „voru túlkuð með djúpri tilfinningu og miklum krafti: Röddin er björt, hljómfög- ur og niikil". Þegar sagt ef skrum- laust og áreitnislaust frá list Egg- erts, verður ekki hjá því komist að viðurkenna það, að hið besta i list hans réttlætir slík ummæli og sá sigur, sem hann vann hér nú með fyrstu hljómleikum sínum, sýnir það einnig, að margir Reykvíking- ar eru þeini sammála, og munu sjálfsagt verða ennþá fleiri, þegar þeir hafa heyrt islensku lögin. Hann er ágætur söngvari. G. Athugasemd, •. —O-- Herra Valdemar Sveinbjarnar- son! Ég hefi lesið greinir yðar um róður i „Vísi“ og svar Landmanns, sem mér þótti ágætt. Þar sem eg undanfarin ár hefi reynt að koma á verklegum nám- skeiðum fyrir háseta, væri mér kært, að þér opinberlega vilduð skýra frá þeirri mentun, sem þér veitið sjómönnum og uppeldi, sem þarf að endurbæta og hvernig þeir giitra eins og gull hjá eiri, þegar þeir eru bornir saman við aðra sjó- menn. Hvaða sjómenn eru það? Eruð þér að ala upp einhverja sér- staka sjómannastétt, þar sem upp- eldi sjómanna, er svo nauða- ómerkilegt á .móts við það sem var o. s. frv. ? Getið þér gert það með róðri einum, er um nýtísku aðferð að ræða, sem þér megið ekki geyma í handraðanum, heldur opinbera hana, svo að allir sjómenn geti haft gott af henni. Eg gæti svo bent yður á eitthvað, sem þér gætuð tekið með í þessari mentun- arstarfsemi yðar, því að þér munið fá yður fúllsaddan á að undirbúa sjómenn okkar til lifsstarfsins með sportróðrum uin' höfnina hér. í sambandi við það, að menn úrkynj- ist, vil eg benda á, að um aldamót þótti ágætur afli á kútter 70 smál. að stærð, með 25 menn undir línu, 700 skpd. af fiski á vertíð, jafnvel til Jónsmessu. 1929 er afli i 4% mánuð á mótorbát, 21 smál.., með 5 menn á bátnum, 988 skpd. af fullstpðnum f-iski, sjá „Ægi“ nr. 8 þ. á. — Er slíkt afturför eða úr- kynjun? Aðalatvinna landsmanna er nokkuð annað en sport og leik- fimi, og sú atvinna yrði létt á met- um á sumum sjómannaheimilunum, jiótt einstakir menn geti -lifað á slíku. Þetta mál er eg fús að ræða víð yður opinberlega. Rvík 8. sept. 1929. Sveinbjörn Egilson. Lokadagup & morgan og allip bútaunir seldir þá aak fjðlda itxmapa vðrutegunda með skyndiverði, ^ . ogr allar aðrap vöpup seldar með affðllum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.