Vísir - 11.02.1930, Blaðsíða 2
V I S I R
Höfum fyrirlig&jandi:
Rúðugler 200 fer fet 21 02.
Þakjárn 24 og 26—30”, flestar lengrdir.
Þakpappa, Zinko Ruber.
Þessar vörur kaupið þér bestai' og ódýrastar hjá
okkur.
Áréttiug.
Bankanefndin hefir lokiS
störfum. Hún klofnaði, eins og
vœnta mátti. — Minni hlutinn,
ólafur og Magnús, vill rétta
bankann við, en meiri lilutinn,
Héðinn — með Svein og Hann-
es í eftirdragi — leggur alt
kapp á, að ganga af bankanum
dauðum.
Nefndin hefir setið á ráð-
stefnum heila viku, en meiri-
hluti nefndarinnar hefir lítið
iært á þessari viku. — Ábyrgð-
artilfinningin hefir ekki aukist.
Skilningurinn hefir ekki þrosk-
ast. — Skammsýnin, ábyrgðar-
leysið og heimskan höfðu meiri
hlutann á valdi sínu í upphafi
vikunnar og liafa það enn.
Fangaráð meiri hlutans eru
þessi:
Að leggja atvinnulif þjóðar-
innar í rústir,
Að svíkja erlenda lánar-
drotna og innlenda sparifjár-
eigendur,
Að eyðileggja lánstraust
landsins,
Að stofna frelsi þess og full-
veldi i voða,
Að skapa örbirgð og eyrnd
um endilangt ísland.
Sú þjóð er illa farin, er á
slíka fulltrúa.
Þeir eru meiri hlutinn. Þeir
bera ábyrgðina!
Hverjum dettur i hug að tala
um ábyrgð?
Geta þeir bætt úr vinnuleys-
inu, er stöðvun framleiðslunn-
ar hefir í för með sér?
Geta þeir bætt úr fátæktinni
og eymdinni, sem bíða þjóðar-
innar á komandi árum?
Nei, þeir eru ekki menn til
þess.
Nú er eftir að vita, hvað þing-
ið gerir.
Vonandi tekur það ráðin aí'
afglapamönnunum, —- mönn-
unum, sem ælla að leggja alt
i rústir.
Alþýðublaðið heldur blekk-
ingunum áfram. Þær eiga að
hrifa, þegar rök eru þrotin.
Þær eiga að sætta almenning
við niðurrifsstefnu jafnaðar-
manna. — En þegar vinnuleys-
ið, eymdin og sulturinn þrengja
að mönniim, verður blekkinga-
hjúpurinn foringjunum til lítils
skjóls.
En þéir bera engan kvíða í
brjósti. Þeir koma sér vel við
kommúnistana og geta varpað
sér i skaut þeirra, þegar nist-
andi kuldi almenningsálitsins
nægir um ]>á úr öllum áttum.
Blekkingar Alþýðublaðsins
eru fleiri en svo, að liægt sé
að hrekja þær með fám orðum.
F’Iestar þeirra erú þannig vaxn-
ar, að engin þörf er á að rekja
þa*r í sundur. Almenningur sér
í gegnum þær.
Alþvðublaðið óskapast út af
þvi, að víxlar Islandsbanka séu
ekki látnir verða ónýlir. — En
þeir yrðu ónýtir — sumir alveg
og aðrir að nokkuru leyti, —
ef þeir væru ekki afsagðir eðo
endumýjaðir á réttum gjald-
dögum.
Bankastjóramir eru skyldir
til að láta vinna þessi verk. Ef
þeir gerðu það ekki, gerðu þeir
sig scka um vitaverða i*an-
rækslu, er i>arðar við lög. —•
En bankinn mundi tapa stórfé.
Þetta sama blað segir, að
minni hluti nefndarinnar vilji
láta ríkissjóð taka ábyrgð á 35
milj.
Sannleikurinn er sá.að frum-
varp hans fer fram á, að rikið
ábyrgist sparifé og hlaupa-
reikningsinnstæður. En þessar
upphæðir, samanlagðar, nema
ekki nærri þriðjung þeirrar
fjárliæðar, sem Alþýðublaðið
er að rugla með.
Blekkingar og ósannindi eru
vopn Alþýðublaðsins i herferð
þess gegn Islandsbanka. — Á
blekkingum og ósannindum
ætlar það að sigra. Með blekk-
ingum og ósannindum ætla for-
kólfarnir líklega að verja sig
síðar meir, ef þeirn tekst nú að
vinna ódáðaverkið.
Guðm. Benediktsson.
Frá Alþingi
í gær.
Efri dcitd.
Frv. um stofnun flugmálasjóðs
íslands var til 2. umr. Hafði sjútvn.
haft það til meðferðar, og lagði hún
til að það yrði samþ. með lítilshátt-
ar breytingum.
Frv. tim vigt á sild var einnig
til 2. umr., og hafði sama neínd
haft það til athugunar. Lagði hún
til, að það yrði samþ. óbreytt. Voru
bæði þessi frv. samþ. og afgreidd
til 3. umr., rneð ]>eim brejdingum,
sem nefndin lagði ti! að gerðar yrðu
á fyrra frv.
Frv. um breyting á 1. um laun
embættistnanna var samþ. til 2. umr.
og fjárhagsn.,
Ncðri dcild.
í neðri deild voru tveir fundir.
Á fyrri fundinum, sem ekki stóð
netna rúman háiftíma, var frv. um
sölu lands ttndan prestssetrinu Borg
á Mýrum samþ. og afgreitt til efri
deildar.
Þá fór einttig fratn 1. utnr. um
frv. Magnúsar Jónssonar og Jóns
Ólafssonar, um fjölgun þingmanna
fyrir Reykjavík. Fékk það kaldar
yiðtökur og var felt frá 2. umr.
með 14:11 atkv.
Síðari fundurinn hófst kl. 8y2
síðdegis, og voru þá tekin til um-
ræðu bæði frv. uin íslandsbanka.
Hafði íslandsbankaneíndin klofn-
að um ]>au bæði. Ólafur Thors og
Magnús Guðmundsson vildu sam-
þykkja sitt frv., en lögðu til að
hitt væri felt, en meiri hlutinn,
Hannes, Sveinn og Héðinn, lögðu
til að felt væri frv. þeirra Sjálf-
stæðismanna, en sam]>. frv. um
skiftameðferð á búi bankans. Fjár-
tnálaráðherra bar fram brtt. við frv.
um skiítameðferð, og var hún þess
efnis, að veita honum sjálfum heim-
ild til þess að fresta upphafi skifta-
meðferðar til I. mars. — Umræð-
urnar stóðu yfir fram til kl. 2/2 í
nótt. Úrslitin urðu þau, að frv.
sjálfstæðismanna, um viðreisn bank-
ans, var felt með 17:11 atkv., cn
frv. stjómarliða um skiftameðferð
á búi íslandsbanka, var samþ. til 3.
umr. með 17:8 atkv., og grciddu
þá tveir þm. ekki atkv., en einn var
fjarverandi. Samþykt var ennfrem-
ur brtt. fjármálaráðherra. Tíminn
til 1. mars skal þá notaður til rann-
sóknar á hag bankans.
Ný frmnvörp:
1. Frv. til 1. um forkaupsrétt
kaupstaða og kauptúna á hafnar-
manimrkjum o. fl. Flutningsmenn:
Idngmonn jafnaðarmanna í neðri
deiid.
2. Frv. til i. um breyting á á-
fengislögum nr. 64, 7. tnaí 1928.
Fim. Ingvar Pálmason.
3. Frv. til 1. um breyting á lög-
um nr. 28, írá 1915, um kosningar
til Alþingis. Frá meiri hiuta. alis-
herjarnefndar.
4. Tillaga til þingsályktunar um
að Landsbanki íslands setji á stofn
útbú í Vestmantiaeyjum. Flm. Jó-
hann Jósefsson.
Símskeyti
—o—•
London, 10. febr. FB.
Glæpaöldin í Chicago.
United Pness tilkynnir: Frá
Chicag'o er símað: Lögreglan
hefir hafi’S öfluga tiiraun til þess
að hefta starfsemi glæ]>amann-
anna i borginni. Eitt ]>úsund tnenn,
grunaðir um þáttöku í liverskonar
iiryðjuverkum, voru handteknir í
morguu. — Ætlað er, að flestir
leiðtogar giæpatnannaflokkatma
Ha.fi sloppið.
Forvextir lækka í Ausíurríki.
Frá Vínarborg er sítnað: For-
vextir í Austurríki hafa lækkað úr
sjö niður í sex og hálft procent,
Flugslys.
Frákknesk farþegaílugvél
steyptist niður nálægt Marden í
Kent. Tveir menn biðu bana af
meiðslum og íxrunasárum, en
fjórir meiddust.
London, FB. 10. febr.
Bannlagabrot í Bandaríkjunum.
United Press tilkynnir:
Frá Washington er símað:
Opinberlega tilkynt, að komist
hafí upp um öflugasta smyglun-
arhringinn, sem .enn fara sögur
af i Bandarikjunum. Smyglun-
arhringurinn hefir bækislöðvar
í næstum þvi öllum stærri borg-
um Bandaríkjanna.
Blaðið Chicago Herald Exa-
miner heldur því fram í gi*ein,
sem birt var i blaðinu í gær,
að 150 menn verði ákærðir fyr-
ir að selja 65 miljón dollara
virði af áfengi, sem þeir höfðu
fengið frá hinu opinbera. (Af
skeytinu verður ekki séð, livort
um er að ræða alkóhól til iðn-
aðar, en sennilegt er að svo sé,
og hafi það verið notað til
hruggunar, en vera má og, að
að einhverju leyti sé átt við ó-
löglega fengið up]>tækt áfengi
úr áfengisskemmum rikisins).
Siðar: Talið er, að 31 félag
hafi myndað smyglúnarhring-
inn, sem um var getið i síðasta
skeyti og að 156 menn verði
]>egar ákærðir fyrir að hafa lát-
ið af hendi svo miljónum gall-
óna (1 gallón er 4% líter) skifti
árlega siðan 1923 af áfengi
(iðnaðar-alkóhól) til smygla.
Hreindýraræictin.
Aukning hennar og arðsemi.
Til munu þeir menn snmir, senx lesið hafa lireindýra-greinar
mínar, er samt sem áður spyrja á þessa leið: En til hvers í
ósköpuniim er nú maðurinn að skrifa alt þetta!
Þeirri spumingu er fljótsvarað, og eimiig auðsvarað: Sökuro
þess, að það hefir verið sannfæring mín í full 20 ár, að enginn
atvinnuvegur á landi sé eina arðvænlegur og sjálfsagður hér
á landi og hreindýraræktin I — Meira en 150 ára reynsla hefir
sýnt |það og sannað, að skilyrði til hreindýraræktar eru óvið-
jafnanlega góð hér á landi, þroski dýranna fyllilega á borð við
það, sem best er annarstaðar, og var ríðkoma dýranna alt að
helmingi meiri en erlendis, þegar beat lét hér heima fyrir, •—
áður en skammsýni manna og gegndarlaus grimd kollvarp-
aði öllum eðlilegmn hlutföllum og heilhrigðri rás viðburðanna.
Eg ætla mér eigi að fjölyrða um lireindýrarækt alment að
þessu sinni. Hefi eg að eins hugsað mér að sý-na með órækum
tölum það, sem eg þrásinnis áður hefi rökstutt og sannað ár-
um saman. Má þá furðulegt heita, og eigi einleikið, ef skyn-
samir menn og óblindir sjá hvorki né skilja, að hér er á ferS-
inni merkilegt mál, og svo mikilvægt, að það er þess vel vert,
að þ\4 sé gauinur gefinn!
í Noregi hafa hreindýr iagt sig á kr. 100—135,00 á sehro!
árum, og eru þar þó að jafnaði aU miklar skemdir í skinn-
um (sem ekki þekkjast hér á landi). 1 Kanada leggja hredn-
dýr sig á alt að 200 krónur. — Nú er það sannanlegt, og endö
augljóst, að hreindýr framleiða lang-ódýxast kjöt allra atidýra,
og að viðkoma þeirra er aU-mikil og örugg. Er því auðveU
að reikna út hagnaðinn \ið hreindýrarækt, og það svo ná-
kvæmt og áhyggilega, að eigi verður við þ\4 haggað.
TU fróðleiks og leiðbeiningar set eg hér 3 töflur yfir aukning
hreindýrah jarðar og arðsemi. Er þar miðað við tvenn 5 ár. Fyrir
afföllum hefi eg reiknað 15—20% og gildir jþað sérstaklega
viðkomu dýranna (frjósemi), þar eð láta mun nærri, að þar
séu einustu afföUin hér á landí. — Töflur þessar þurfa títillar
skýringar við. Stofnhjörðin er 300 hreindýr -f 15—-25 hrein-
tarfar, en þeim liefi eg slept, tU liægðarauka. Andvirði hjarð-
arinnar hingað komin kr, 20.000—25.000. —
88
U
o
o
ÍO
* •
«s
>0
*»-*
JC
c
co
a
3
Sí
-<ð
sggs
hH r—t
| ! M
|M 1
10 »0 Irt 10
(N CI Þ* CS
H H H CM
r*
lO lO iO
C'I CI h-
U
&
8
©■ ©
ío
(M CO
©
&
24
eo co
40
i
© 40
40 C*I
40 r-
r: 43
•o 43
K>
E
+
S
-03
24
M
■O
23
I
24
40
■g
I
8S
40 r-
24
J2
o
23
u
O
fcC
i
o S
Tf 40
I I
©
©
SN
s
»o
a
H
CC
co
v*
cí
H
É3
00
ii
© ©
40 40
©
U I*
-M *CÖ
00 Tf
n (N
O ©
40 40
©
c5
•Ö 43 -c3
© 00 a> ©
£
24
s
2
t'.
+
u
Sc
‘P
24
<M
+
gg
<N r-
TH qA
<N
Jajá
II II
40 40
-cs
© ©
© ©
co
ÍO »
55 5$
8 8
Á
9)
8
24
&
24
<N
u
M
I! II
©
©
•rt -«
+.+
&
24 24
© ©
40 ©
<N ©
r-i *Tf
§) §3
aa
jS J3
*
s
u
24
ú
Á
<6
ú
3
so
u
'■O
ts
u
So
T3
o
©
Allskonar köku- ís-
09 búðingsform
í.i.ýte;023iið í
VERSLUN
TM. Poulsen
Klapparstíg 29. Sími: 24.
Hjálparmann
vlð vél & ffu.fu—
Ifm»bát vantav. —
Upph l sfma 2370
Skyndi-
salan
f fulium gangi.
Allar vörur seldar með
aftlættl,
03 sérstðlL tækÞ
færlskaup á fjölmörgn.