Vísir - 03.03.1930, Qupperneq 3
V I S 1 II
aníegrar bygging'ar alþýðuskóla
að Reykjum í Hrútafirði. Vœnst
er samvinnu Hiinavatnssýslna
um skólaxin. Reykir i Hriita-
firði eru af kunnugum mönnum
og sérfróðmn talinn mjög ákjós-
anlegur staður fyrir skóla, bæði
vegna heita vatnsins og annar-
ar aðstöðu. Búið er þegar að
reisa yfirbygða sundlaug að
Reykjum. Hljóti þetta skólamál
þann endi, er vonir standa til,
mun verða byrjað á byggingu
skólans á næstkomandi vori.
Bæjaríréttir
CKCSXX
Bæði bankafrumvörpin,
sem lágu fyrir neðri deild,
voru tekin út af dagskrá deild-
arinnar í dag, og er nú talið
fullvist, að stjórnin ælli sér að
flytja endurreisnartillögur sín-
ar sem breytingartillögur við
frv. það, sem nú liggur fyrir
efri deild og bíður samþyktar
þar (um gjaldþrotuskifti ís-
landsbanka).
Auglýsing'
birtist hér i blaðinu i dag'
um undirskriftasöfnun undir
úvarp til Jónasar Jónssonar
ráðherra, og eru viðskifti lians
og Helga Tóinassonar keknis
tilefnið. Yitanlcga verður aldrei
skorið úr deilu þeirra með
þakkarávörpum, lieldur að eins
jnxeð dómi sérfræðinga, svo að
undirskriftir almennings í
þessu máli gera hvorki til né
frá.
Veðrið í morgan.
Hiti í Reykjavík o st., Isaíiröi
o, Akureyri o, Seyðisfirði 2, Vest-
mamiaeyjum, 3, Stykkishólmi -t-
.(, Blönduósi -r- 2. (engin ske.yti
frá Raufarhöfn, Julianehaab, Jan
Mayen, Angmagsalik, Ivattp-
mannahöfn), Hólum í Hornafir’ði
,8, Grindavik o, Færeyjum 5, Hjalt-
landi 5, Tynemouth 4, — Mestur
hiti hér í gær 3 st.., minstur — 1.
Úrkonia 1.6. mm. — Háþrýsti-
svæhi frá Norðursjó og í norð-
-vestnr yfir íslandi. Engar fregnir
sunnan af hafinu eða frá Græti-
landi. (Sandgerði kl. 8: Allgott
sjóveöur, allir á sjó. Vestmanna-
eyjum gott sjóveðtir). Horfur:
í dag og í nótt hægviðri og úr-
komulaust um land alt.
Hollenska skátabandalagið
hefir boðið íslenskum skátum
þátttöku í skátamóti, sem haldið
verðttr nálægt Ommen í Iiollandi
d'agana 2.—22. ágúst n. k. Kostn-
a'ður einstaklinga í sjálfu mótinu
er fyrir skáta yngri eu seytján ára
42,50 gyllini, fyrir eldri skáta
51,00 gyllini. Æski einhverjir ís-
lenskvi skátar þátttöku verða þeir
að tilkynna það stjórn B. í. S.
fyrir 20. þ. m. Allar nánari upp-
lýsingar hjá ritara B. í. S., póst-
hólf 831. (FB.)
Frá stúdentum.
ALnitennur fundtir háskólastúd-
enta ver'ður haldinn i fyrstu
kenslustoíu Háskólans í kvöld kl.
8J/2. Rætt verður um stúdentagarð-
ínn. Formaður stúdentagarðs-
nefndar hefur umræðttr.
Athygli
skal vakin á augl. í bla'öinu í
dag, frá Sig. Skúlasyni magister,
Hrannarstíg 3. Hann er með hin-
am hestu tungumálakennurum,
sem* 1 völ cr á hér í bæ, enda hefir
hann stundað kenslti árum sainan,
og ávalt haft ærið að starfa. Stúd-
enta og gagnfræðingaefni ogaðrir,
sem svtpuð próí ætla að tHka ættu
því að nota þetta tækifæri meðan
tími er til, þar eð slikra kennara
tr ekki yöl að jafnaði.
Nemendasýning
tmgfrú Rignnor Hanson ' i
Gamla Bió í gter þótti hin 1>esta
skemtun. Ivlöppu'ðu áhorfendur
lof í lófa eftir hvem dans og hefði
oröið aö endurtaka fjölda þeirra,
ef tíminn hef'ði leyft. Óhjákvæmi-
legt varð að endurtaka ]:>rjá dansa:
rússenskan listdans, Baby ballet
og skautavals, scm ungfrú Rigmor
og Jón Kalda.1 dönsuðu, því að
af þ.eim vildu áhorfendurnir með
ciig'ti móti missa En þetta varð
til þess, að timinn varð of naum-
ur og \-arð þ\í að sléþpa Quick-
stq> o. fl. dönsum. Húsið var full-
skipað og' varð fjöldi frá að
hverfa. I-’ess vegna verður sýn-
ingin cndurtekin á miðvikudag kl.
óJ-4 í Gatnla Bíó, eins og auglýst
er í blaðinu í dag. Tá verður tím-
inn ekki eins naumtir og vegna
áskorana mun ung'frúin dansam.a.
spanskan solodans. Aðgöngunuð-
ar fást hjá Sigfúsi Eymundssyni,
Helga Hallgrímssyni og í Han-
sonsbúö Laugaveg 15 og' tekið á
móti pönftmum i síma 159.
Straumar,
4. ár, 1.—4. tbl. hefir \’isi ný-
lega borist. Af efnimi má nefna:
Uppreisn æskunnar eftir síra Sig-
urð Einarsson, Einstaklings-
hyggja og félagsshyggja eftir
sama, Jafnaðarstefna og kristin-
dómur eftir Einar Magnússon,
Hugleiðingar um ýniislegt er
prestaböllin snertir, eftir sira
Eirik Helgason að Sandfélli i Ör-
æfum o. fl.
Fasteignaeigendafélagið.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn annað kveld kl. 8)4 í
Varðarhúsinu Fjöhnennið!
Málfundafélagið Óðinn.
Fundur í Kaupþingssalnum
kl. 8)4 í kveld. Tjóðernis-
stefnan.
Goðafoss
kom hingað í gærmorgun frá
Hamborg og Hull.
Bniarfoss
fór frá Reyðafirði kl. 10 í gær-
kveld, heint tiJ Lundúna. Farmur
20 þús. skrokkar af frosnu kjöti.
Ráðleggingarsíöð Lílutar
fyrir haxnshafandi konur Báru-
götu 2, er opin fyrsta þniöjudag í
hverjum mánuði.
Botnia
kom til Leith kl. 2 í nótt,
Bandalag íslenskra skáta
óskar þess getið, að gefnu til-
efni, að B. í. S. starfi eingöngu á
mcðal íslenskra drengjaskáta.
(FB.)
Ungbarnave'rnd Líknar
er opin hvern föstudag frá 3 4.
Línflfrú Kitty Cheatham
i New York, sem liefir verið
sett til þess að kynna Island í
Ameríku nú fyrir hátiðahöldin
í sumar, er söngkona, sem síð-
ari árín hefir einlcum lagt fyrir
sig að syiigja fyrir börn. Hefir
hún sent hingað allstórt liefti
með jjessum söngvum sínum.
Áður hefir hún leikið við ýms
liátiðleg tækifæri við hresku
líirðina, og hlutverkin, sem hún
hafði voru mcðal annars Tit-
arcia i Jónsméssudraum;
Shakespeares, og Perdita í
Vetraræfintýrinu eftir hann.
Það, sem hér fer á eftir, er út-
dráttúr úr blaðugrein eftir ung-
frú Cheatham, er kom á cftir
• LEÐURVÖRUR, sem seldar verða með miklum afslætti: M jög sterk veski, \iirs-
ir litir, með spegli, nú 3,00. Svört veski með snyrtiáhöldum, nú 5,95. Fallegt veski
með 10 hlutum, nú 6,37. Stórt, fallegt veski með tvöföldum hólfum, aðeins 6,80.
övenjulega gott veski, með afar stórum spegli, snyrtiáhöldum og greiðu, aðeins
7,22. Mjög falleg samkvæmisveski með spegli í lokinu og snyrtiáhöldum i ný-
tísku litum, 6,85. Nokkrir pokar með miðhólfi, seldir f\TÍr 5,83 og 9,78. Sex
mjög vandaðar og fallegar töskur, sem hafa kostað upp í 24,00, seldar fyrir
aðeins 10,00. Tíu sérlega vandaðar töskur, sem hafa kostað 45,00 og 52,00,
seldar fyrir að eins 20.00. Nokkrar tylftir af buddum og seðlaveskjum seldar
með 15 og 20% afslætti. 18 skjalatöskur úr sterku leðri seldar fyrir kr. 8.65
hver. 50 speglar, ágætir í bamatöskur, seldir á 8 aura h\ær. Nokkur burstasett
fyrir hálfvirði. Manicuresett frá 1.75.
JL>edupvöFiideild Hl|éðf»pahússins,
Baunir -- Baunir.
Heilbaunir.
Hálfbaunir.
Viktoríubaunir.
Grænar baunir
og
Allskonar baunir
í mestu úrvali í
Nlnon’s“
Mars-skyndisala
byrjaði 1 dag, mánudag I
Sj&lS auglýsiagu 1 wVíii“ i gaajr?
Aðeins 3 daga! 3. - 4. - 5. mars!
___________ „NINON“
Oplð 2—7,
Versl. Vísir.
grein um hinar efnalegu i'ram-
farir á íslandi eftir Earl Han-
son. Grein hennar er kölluð ís-
lensk menning.
Hún segir a‘ð íslendingar sé
1 OO.ÍXH) manns, og eigi alí að
50.000 útflytjendur annarsstáð-
ar. Ivostir þeirra sé ekki fólgn-
ir í mannfjöldanum, en lög-
hlýðnir séu þeir. Ungfrú Cheat-
ham segir, að hinn andlegi eld-
ur logi glatt á arni íslendinga.
Málinu hafi á 10 árum verið
safnað i orðabók, og húq nái
yfir fjórðung miljónar af orð-
um, sem öll séu .af íslenskum
róturn runniu, því málið tnki
örsjaldan upp erlend orð, og
megi þvi í rauninni teljast liið
eiginlega fornmál norðurlanda.
ísland haldi upp háskóla. sem
fylgist með hugsunum og skoð-
unum tímans, sem fremstu þess
háttar stofnanir annars staðar:
það hafi engan her, en tvo
varðbáta við strendurnar.
Islenskar listir segir hún að
standi i blóma. Iiún getur um
liinn risavaxna heimskunna
myndasmið Einar Jónsson og
söfn hans; Sigfúsai- Ein-
arssonar sem tónskálds og
söngstjóra; Einars Kvarans
sem skáldsagnajöfurs landsins
nú á dögum; Indriða Einars-
sonar sem leikritaskálds og
þýðanda tíu sjónleikja Shake-
speares, og endar svo á einkar-
loflegum ummælum um þjóð-
hátíðarsöng Matthíasar Joch-
umssonar og lag Sv. Svein-
björnssonar við hann. Þau um-
mæli endar hún með þvi, að
lagið muni vera fvrsta tónsmíð
eftir innfæddan Islending; lief-
ir svo yfir unimæli Bayard’s
Taylors um áhrifin, þegar það
var sungið hér í kirkjunni í
fyrsta sinni. Taylor þótti eink-
um hátíðlegt og grípandi, þcg-
ar „íslands þúsund ár“ voru
endurtekin. Það liafi lýst þess-
ari alvarlegu guðstilbeiðslu,
sem knýr fólk til göfugra hugs-
ana og lotningar.
Best að auglýsa í Vlsi.
Baunir heilar, hálfar og
!
: Victoríubaunir. — Best að
I
kaupa í
Nýle ndu vöru deild
Jes Zimsen.
v;-npr r t- - ■ y jy
Grænmeti:
Hvítkál.
Rauðkál.
Selleri.
Purrur.
Piparrót.
Gub*ætur.
Rauðrófur.
Kartöflur
Laukur.