Vísir - 16.04.1930, Side 2
V í S I «
Höfuin fyrirlíggjandi:
UMBÚÐASTRIGA, 50” 8 oz.
UMBÚÐASTRIGA, 52” 8 oz.
BINDIGARN.
SAUMGARN.
Í»a6 borgar sig að tala við okkur, ef yður vantar þessar vörur.
Símskeyti
—o—
London (UP), 15. apríl, FB.
Af óeirðunum í Indlandi.
Frá Calcutta er simað: Alvar-
legar óeirðir brutust út vegna
dóma þeirra, sem Nehru og Sen-
gnphta hafa fengið. Kveikt var
i tveimur sporvögnum og þrír
aðrir eyðilagðir. Lögreglan kom
á vettvang og tvistraði hópun-
um, sem valdir voru að óeirð-
unum. Lögreglan notaði kylfur.
Brynvörðum bifreiðum er nú
ekið fram og aftur,um göturn-
ar, ef til frekari óeirða skyldi
draga.
Siðar: Nokkrir menn voru
drepnir og margir særðust, þar
á meðal nokkrir lögreglumenn,
þegar árás var hafin á lögregl-
una með steinkasti. Lögreglan
kveðst hafa verið til neydd að
gripa til skotvopna.
Hoover forseti heldur ræðu.
Frá Washington er símað:
Hoover forseti hefir haldið ræðu
á 39. sambandsþingi félagsins
„Daughter of the Revolution“.
■— Kvað hann nauðsynlegt að
skapa almenningsálit, sem for-
dæmdi alla litilsvirðingu og brot
ó ófriðarbannssáttmála Kelloggs
Forsetinn kvaðst vera sann-
færður um, að Bandaríkin
myndu gerast meðlimur heims-
dómstólsins í Haag. Forsetinn
kvað vissu fyrir því, að góður
órangur yrði af flotamálaráð-
stefnunni; herskipastóll Banda-
rík.janna, Bretlands og Japan
yrði takmarkaður svo, að um
12% takinörkun væri að ræða
frá þvi, sem nú er.
London (UP), 15. apríl. FB.
Viðureignin í Indlandi.
Frá Bombay er simað: Desai,
skrifari Gandhis, liefir verið
handtekinn. Fregnin er óstað-
fest.
Frá Calcutta er símað: Um
70 manns meiddust í óeirðun-
um, þar á meðal 15 evrópeiskir
lögreglumenn og 11 bruna-
menn. Óéirðirnar voru bældar
niður í eftirmiðdag.
Lá'varðarnir andstæðir stjórn-
inni.
Breska stjórnin beið ósigur í
lávarðadeildinni i dag, þegar
samþykt var með 15 : 12 at-
kvæðum að fella niður tillögu
um afnám líflátshegningar í
her og lofther, fyrir strolc úr
herþjónustu og hugleysi gagn-
vart óvinahermönnum. Engar
horfur fyrir því, að stjórnin segi
af sér.
Lánsfélag fyrir atvinnuvegi
Breta.
Thomas, verkamálaráðherra,
tilkynti í neðri málstofunni í
dag, að skrásett hefði verið í
dag nýstofnað félag, „The
Bankers Industrial Development
Company“ með 6 milj. sterl-
ingspunda höfuðstól. Hlutverk
fclagsins er að veita fjárhags-
lega aðstoð við endurreisn höf-
uðiðngreina Bretlands.
London (UP), 16. apríl. FB.
Framhald óeirðanna í Indlandi.
Frá Calcutta er símað: 9 Ev-
rópumenn hlutu meiðsl, tveir
þeirra alVarlegs eðlis, er óeirð-
irnar brutust út á ný snemma
morguns á Bhowanipore-svæð-
inu. Lýðurinn hóf steinkast á
allmarga sporvagna og því næst
grýttu menn spitalabygginguna,
þar sem þeir eru, sem meiddust
í óeirðunum i gær. Einn starfs-
maður á spitalanum meiddist.
Lögreglan kom á vettvang og
handtóku 20 manns.
Utan af landL
— o —
Vestm.eyjum, 16. april. FB.
Mokafli í gær. Flestir bátar
fiska í net. Fáir róið í dag.
Verkamannafélagið hefir
krafist kauphækkunar. Svar
atvinnurekenda við kröfunum
er ókomið. Verkamannafundur
samþykti í dag aukakröfur og
varúðarráðstafanir, ef deilan
harðnar.
Enskur botnvörpungur sekt-
aður fyrir ólöglegan umbúnað
veiðarfæra. Sekt 500 kr.
Þýskt eftirlitsskip kom í dag.
Frá Alþingi
f g æ r.
E f r I d e i I d:
Kosning gæslustjóra Söfn-
unarsjóðs Islands fyrir árin
1930—1933. Guðjón Guðlaugs-
son fvrrum alþm. var kjörinn
með 12 atkv.
Þessi frv. voru afgreidd sem
lög frá Alþingi:
Frv. um Fiskveiðasjóð ís-
lands.
Frv. um fiskveiðasjóðsgjald.
Frv. um gagnfræðaskóla.
Breyting á 1. um gagnfræða-
skóla.
Breyting á útvarpslögum.
Frv. um bændaskóla.
Breyting á jarðræktarlögum.
Till. til þingsályktunar um
skipun milliþinganefndar til
þess að undirbúa og semja frv.
til laga um alþýðutryggingar
var afgreidd til rikisstjórnar-
innar sem ályktun Alþingis
með samhljóða átkvæðum.
Breyting á 1. um bgggingar-
og landnámssjóð var visað til
2. umr. og landbún.nefndar.
Þessum 4 frv. var vísað til 3.
umr. óbreyttum, eins og neðri
deild hafði gengið frá þeim:
Frv. um lögskráning sjómanna,
frv. .um breyting á vegalögun-
um, frv. um slcurðgröfur ríkis-
ins og rekstur þeirra, og frv.
um viðauka við hafnarlög fyr-
ir Vestmannaeyjar.
Fyrirspurn tit ríkisstjórhar-
innar um landsspitalann. Fyr-
irspurnin er fram borin af 1.
H. B. og hljóðar svo: „1. Er
.það ekki tilætlun ríkisstjórn-
arinnar, að lnndsspitalinn verði
tekinn til afnota fyrir almenn-
ing og til háskólakenslu haust-
ið 1930, svo sem samningur
stendur til? Ef svo er: 2.
Hvar skal þá fé taka til kaupa
á öllum áhöldum og ínnan-
stokksmunum, og hvar rekstr-
arfé, úr því það er ekki talið i
fjárlögum?“ — Það mun vera
bókað í gerðabækur Alþingis,
að fyrirspurninni hafi verið
svarað, en hver svörin voru er
alt óljósara. Þó mátti skilja
dómsmálaráðherra svo, að vel
gæti verið að spítalinn tæki til
starfa á þessu ári, en það væri
þó engan veginn víst, og samn-
ingur sá, sem ríkisstjórnin
gerði við landsspítalasjóðs-
nefndina, sagði ráðh. að væri
alls ekki bindandi.
Þessum fundi efri deilar var
lokið um kl. 1 í nótt. Var þá
þegar settur annar fundur, og
þessi mál tekin þar fyrir:
Frv. til fjáraukalaga fyrir
árið 1929 var vísað til 3. umr.
óbreyttu.
Frv. um byggingu fyrir Há-
skóla íslands var afgreitt til
neðri deildar.
Frv. um lögskráning sjó-
maiína var áfgreitt sem lög frá
Alþingi.
Frv. til fjáraukalaga fyrir
árið 1928 og frv. um samþvkt
á landsreikningnum fyrir árið
1928 var báðum vísað til 3.
uinræðu.
Frv. um gelding liesta og
nauta var vísað til 2. umr. og
landbúnaðarnefndar.
Engar umræður urðu á síð-
ari fundinum, en flest málin
hespuð af með afbrigðum frá
þingsköpum.
Neðri deild:
Frv. til 1. um heimild fyrir
sýslu- og bæjarfélög til að
starfrækja lýðskóla með
skylduvinnu nemenda gegn
skólaréttindum, 2. umr. Tals-
vert var rætt um frv. þetta
með og móti. Loks þótti það
tefja um of fyrir öðrum mál-
um og var umræðunni frestað,
vafalaust ekki skemur en til
næsta þings.
Frv. um túnyrkju i Nesjurn
í Hornafirði var vísað til 2.
umr. og landbúnaðarnefndar.
77//. til þingsátyktunar um
lyfjavérslun var til einnar
umr. Flutningsmenn eru Har.
G. og H. Vald. og tillagan svo-
hljóðandi: „Neðri deild Al-
þingis ályklar að skora á rík-
isstjórnina að láta atliuga
gildandi lyfjataxta, gæði lyfja
og fyrirkomulag lyfjaverslun-
arinnar yfir liöfuð og leggja
árangur þeirra athugana og til-
lögur til umbóta fyrir næsta
Alþingi.“ Tillaga þessi var felð
með 12: 8 atkv.
Fyrirspurn til rlkisstjórnar-
innar um rýmkun landhelginn-
ar var borin upp af Pétri Otte-
sen, og liljóðaði svo: „Hvað
hefir ríkisstjórnin gert úl af
ályktun síðasta Alþingis um
rýmkun landhelginnar?" For-
sætisráðherra kvaðst liafa fal-
ið Sveini Björnssyni að fara
með þetta á fundi, sem haldinn
hafi verið í Hollandi, en
skýrsla væri enn ókomin um
árangur þeirra umleitana. P.
Ott. benti á að lieppilegt gæti
verið að taka þetta mál upp
hér í sumar, cr margt stór-
menni væri komið frá ýmsum
þjóðum. og tók forsætisráð
lierra þvi líklega.
Frv. fil fjárlaga fyrir árið
1931 var á dagskrá, en afbrigði
frá þingsköpum þurfti til þess
að það yrði tekið fyrir á fund-
Ferðafónar
eru ómissandi óti og inrii. Feikna úrval með
nýjasta Saxophon-hljóðgangi, slöngutónarmi,
rafmagnshljóðdós, plötuhólfi. — Fást í rauðum,
gráum, bláum, brúnum og svörtum iitum og
má læsa þeim. -— 2—5 plötur og 200 nálar fylgja
ókeypis í dag og á morgun.
Öll nýjustu danslögin tekin upp í dag.
Hljððfærahús Reykjavíknr
(Beint á móti Hóte! ísland).
Regaírakkar og regakápar
á koimr, karla, unglinga og börn — feikna úrval
n ý k o m i ð.
Marteinn Einarsson & Co.
inurn. Greiddu 18 þm. atkv.
með því að veita afbrigðin, en
7 á móti. Var þar með neitað
um afbrigðin, því að % atkv.
þarf til að samþykkja þau. —
Þeir, sem atkv. greiddu á móti
voru þessir: J. Jós., H. Vald.,
Har. G., Ó. Tli., S. A. Ó., Gunn.
S. og Ben. Sv. Kom það fram
af hálfu þessara manna, að
þeim þætti óforsvaranleg hroð-
virknin í meðferð mála á AI-
þingi síðustu dagana, og töldu
þeir ekki mega minna vera en
að menn fengi tíma til að bera
fram brtt. við fjárlögin áður
en þau væri tekin til síðustu
umræðu í deildinni.
Frv. um innflutningsgjatd af
bensíni tit viðhalds vegum, 1.
umr. var haldið áfram langa
hríð, en ekki lokið um mið-
nætti, er fundi var slitið.
Sameinað þing.
Þar var fundur frá kl. 5—7.
Till. til þál. um ráðstafanir
til þess að ná eignarhaldi á lóð-
um undir þjóðhýsi (Flm. till.
eru: B. Sv., Ó. Th., Jör. B., J.
Bald og S. Egg., ert hún hljóðar
svo: „Sameinað Alþingi ályktar
að fela rikisstjórninni að leita
fyrir sér um kaup til handa
landinu á lóðunum milli menta-
skólans og stjórnarráðsins, neð-
an Skólastrætis, en ofan Lækj-
ar.ásamt húsum þeim og mann-
virkjum, er á lóðunum standa,
og leggja árangurinn af þeim
samningaumleitunum fyrir
næsta þing.“ Ennfremur fluttu
B. Sv. og Jör. B. viðaukatillögu
um að skora á ríkisstjórnina að
festa kaup á húsi K. F. U. M.
(,,Bernhöftsbakarii“), sem er
ein ofangreindra eigna, og jafn-
vel taka hana eignarnámi með
bráðabirgðalögum,efhætta væri
á, að farið yrði að reisa ný
mannvirki á þessum stað fyrir
na?sta þing. — Viðaukatill. var
flutl vegna þess, að K. F. U. M.
mun hafa í liyggju, að reisa
þarna hús með sölubúðum á
neðstu hæð áður en langt um
líður og hefir látið ólíldega um
að selja ríkinu eignina. En flm.
telja það óverjandi með öllu,
bæði vegna útlits Reykjavíkur
og þarfa ríkisins, að geyma
þenna stað'eigi undir „opinber-
ar byggingar“. Meiri hluta deild-
arinnar þótti þó of hart að geng-
ið með viðaukatillögunni og
var hún feld með 19:16 atkv.,
en aðaltillagan var samþykt
með 25 :10 atkv.
Alhngasemd.
--X—
í grein Sig. Þorsteinssonar 1
blaðinu 14. þ. m. eru nokkrar
missagnir viðvíkjandi vega-
vinnunni á Fagradal, 1907—*
1909, sem eg tel rétt að leið-
rétta.
Fyrst sú, að norskir verka-
menn, sem unnu þarna 1907
hafi ekki þólt sérlega duglegir
eða öllu lieldur þótt latir. Fyr-
ir þessum ummælum er ekki
annar fótur en sá að einn af
mönnunum (mig minnir að
þeir væru 6 eða 7 alls) var
ekki góður verkmaður, litið
vanur stritvinnu og aldurhnig-
inn. Hitt voru duglegir menn,
Eg liafði undanfarin ár liaft
hug á því að reyna ákvæðis-
vinnu við vegagerðir en verka-
menn verið tregir, því að hún
var óþekt liér. Norðmennirnir
voru teknir sérstaldega með
það fyrir augum, að greiða
fyrir um þetta; þeir voru fús-
ir til ákvæðisvinnu af þvi að
þeir voru henni vanir frá
Noregi.
Það er alveg rangt hjá S.
Þ. að lir. Erl. Zak. „muni hafa
fengið átölur lijá þáverandí
landsverkfræðingi J. Þ.“ útaf
því að einn vinnuflokkur vfir-
gaf vinnuna og fór til Rvíkur
á miðju sumri. Verkamenn-
irnir fengu nokkrar átölur hjá
mér, þegar þeir komu, því að
þeir voru ráðnir sumarlangt
upp á að vinna i daglaunum
ef ekki fengist samkomulag
um akkorð. Til þess að allur
ágreiningur út af þessu gætí
fallið niður, útvegaði eg saml
þeim, er þess þurftu, vinnu
hér syðra það sem eptir var
sumarsins. Erl. Zak. hafði ekk-
ert misgert og fékk eingöngu
þakkir lijá mér fyrir að liafa
þetta sumar komið i kring
fyrstu verulegu tilrauninni til
ákvæðisvinnu með isl. verka-
mönnum.
Það er algerður hugarburð-
ur, hjá Sig. Þ. að einhver
ágreiningur milli mín og ErL
Zak. hafi orðið þess valdandi,
að næsta vetur voru reiknuð út
rúmmál jarðvinnunnar (og ef
til vill gerðar uppástungur um
einingarverð) á vegamálaskrif-
stofunni. Ástæðan var ein-
göngu sú, að þetta er ávalt
gjört i Noregi, sem var tekinu
til fyrirmyndar um þetta, og