Vísir - 22.04.1930, Blaðsíða 5

Vísir - 22.04.1930, Blaðsíða 5
VISIR Þriðjudaginti 22. aprí-1 1930. ■ Eg hló rneö sjálfum mér — skellihló — þegar ég las dóminn i Morgunblaöinu í morgun um málverkasýningu mína. Höfundur- inn viröist sem sé annaöhvort hafa verið fullur, eöa úr öllu lagi af- brýðisamur, því dómurinn er svo illgirnislega skrifaður að fádæm- um eða einsdæmum sætir. Eg tel mér þetta að vísu til inntekta, af því, að ég þekki snáða. En vegna almennings, sem skeð gæti aö tæki mark á nefndum ummælum, vildi ég þó ekki þegja alveg en láta vitg, að þietta er engin ný bóla og hrellir mig því ekki — ekki afskaplega! Svona hefir and- inn í Mbl. verið í minn garð og roun sennilega verða lengst af, á meðan vissar manneskjur sitja þar í listdómarasætinu. Eg verð að skilja þetta sem persónulega öfund, sennilega af því, að ég get túlkað viðfangsefni mín á þann hátt, að menn geta skilið þau og þessvegna notið þeirra, — en ann ickki þeim sóðaskap í inálaralist- inni, sem greinarhöfundur og hans nánustu virðast elska svo rojög. Ekki mun ég fara að ráðum greinarhöfundar — nei, ónei. — Hvorki hætta að mála, eða byrja á námi að nýju heldur halda þvi áfrarol og ganga mínar eigin götur (ekki hans). Vil ég svo endur- senda höfundi ráðleggingar hans og mælast til þess — i fullri al- vöru — að hann sjálfur hætti annaðhvort að skrifa um málverk, eða byrji á þar til nauðsynlegu námi frá rótum — alveg frá rót- um, þvi sem stendur er auðséð, að hann hefir ekki kattarins þekk- ingu á málaralist. — Aumingja skinnið. Á páskadag 1930. Freymóður Jóhannsson. Fréttabréf. Úr Suður-Þingeyjarsýslu. 31. mars. FB'. Veðrátta. — Fyrst eftir nýár var dæmafá ótíð hér norður frá, eins og víðar á landinu um það leyti. Máttu heita samfeldar hrí'Öar í þrjár vikur, svo að varla var far- andi milli bæja. Setti þá niður fönn mikla, og var jarðbann oröið i flestum sveitum. Þann 19. janúar gerði norðvestan stórhríð með mikilli veðurhæð, en eftir það tók að birta, og gerði þá sunnanátt, heiðríkjur og fröst. Bleytti þó svo í snjónum, að það kom hið besta færi. Fóru menn þá heldur á stjá með hesta og sleða, þvi eigi varð bifreiðum við komið, og hafa þær lítið verið notaðar í vetur. Sunnan- ájttjn hélst það sem eftir var af jan- úar og febrúarmánuð út. Voru oft- ast nær frost, en þiðnaði þó svo annað veifið, að upp kom sæmileg jörð fyrir fé. Fyrstu dagana í mars var góð hláka og hiti mikill suma dagaiia, svo að snjórinn rann sund- ur. Var þá orðið autt víða í bygð- um. En fljótlega kom norðanátt og hríðar og frost mikil. Voru aftaka grimmar stórhriðar hér þann 18.— 21. mars, og kyngdi þá niður snjó viðast hvar og gerði jarðlaust, enda fréttist þá, að hafísinn væri ekki langt undan landi, því að hann sæ- ist frá Grímsey. Mannalát. — Seint í febrúar- mánuði lést bóndinn Sigmundnr Sigurgcirssom i Árbót. Hann var orðinn roskinn að aldri, en hafði verið heilsuhraustur þar til i sum- ar sem leið að hann kendi lasleika, sem ágerðist svo, að hann varð að leita læknis, Taldi hann það vera krabbatnein, sem að honum gengi, og ráðlagði honum að fara suður til Reykjavíkur til uppskurðar. Var það framkvæmt, en bar ekki árang- ur. Sigmundur heitinn var dugn- aðarmaður til verka. Bætti hann ábúðarjörð sína mikið, einkum með sléttum og girðingum. Og bæ sinn hýsti hann upp að mestu eða öllu leyti. Kona hans hét Jóhanna Þorsteinsdóttir og er dáin fyrir nokkuð löngu síðan. Börn þeirra eru þessi: Aðalsteinn, fyrv. skóla- stjóri á Eyrarbakka og nú starfs- maður hjá U. M. F. í., Arnóv, sem hefir búið á hálfri jörðinni í nokk- ur ár móti föður sínum, og Jóhanna, gift Guðmundi Friðbjarnarsyni í Skál í Köldukinn. Þá er líka nýdáin ekkjan Ólína Sigurpálsdóttir frá Klömbrum. Lést hún á heimili Páls sonar síns á Akureyri, úr mjög svæsinni lungnabólgu. Þau hjónin Jón Þórð- arson og Ólína bjuggu lengi rausn- arbúi í Klömbrum i Aðaldal, en það var lítið og lélegt kot, er þau tóku við því. En við fráfall Jóns heitins mátti það teljast höfuðból, svo hafði hann bætt jörðina með túnasléttum, byggingum og vatns- veitum. Er það mörgum vel kunn- ugt, því að um það hefir áður ver- ið ritað. Ólína heitin var mesta myndarkona, og mjög vinsæl af öllum, sem hana þektu. Börn þeirra hjóna vorii þessi: Guðný, kona Karls Sigurjónssonar söðlasmiðs á Akureyri (dó rétt nýlega úr sömu veiki og móðir hennar), Soffía, kona Kristjáns Helgasonar í Haga- nesi við Mývatn, Óskar, býr nú á föðurleifð sinni, Klömbrum, kvænt- ur Hildi Baldvinsdóttur frá Nesi, Páll, kvæntur og búsettur á Akur- eyri, Ingibjörg, þjáðist lengi af berklum og dó loks úr þeim á heim- ili foreldra sinna, Málfriður, mjög fríð og myndarleg stúlka, dó á besta skeiði úr söinu veiki og systir henn- ar, og Sveinbjörg, giftist dönskum manni, sem nú er látinn. Dvelur Sveinbjörg nú í Vesturheimi. Inflúensa hefir gengið hér víða í vetur, var hún fyrst í Húsavík í haust og fram eftir vetrinum, en fluttist svo þaðan upp í sveitirnar. Hafa sumir legið með 40 stiga hita í nokkra daga, og aðrir hafa feng- ið önnur veikindi upp úr henni, svo sem brjósthimnubólgu o. fl. Nýlega lést ung stúlka í Sýrnesi í Aðaldal, sem legið hafði meiri hluta vetrar og fékk inflúensuna fyrst, en talið var að berklar hefði líka verið þar að verki. Hún hét Sigurlaug Hernitsdóttir. Frystihús og sláturhús ætlar Kaupfélag Þingeyinga að láta reisa í Húsavík í sumar komandi. Þykir mönnum saltkjötsmarkaðurinn ó- viss, og þar að auki er mikil þörf fyrir frystihús í Húsavík, því að það sem fyrir er, er orðið of lítið og fullnægir alls ekki þörfum manna í þorpinu. Þá hefir mikið verið rætt urn hafnargerð í Húsavík, og var ráð- gert að hafist yrði handa um verk- ið í vor. -----o----- Frá Þórshöfn. Þórshöfn xo. apríl. FB, Bœndanámsskcið var nýlega hald- ið á Þórshöfn, að tilhlutan Búnað- arfélags íslands. Voru þar rnættir fyrir hönd Búnaðarfélagsins þeir Helgi Hannesson jarðræktarmaður, Jón H. Þorbergsson bóndi, og fyr- ir hönd Ræktunarfélags Norður- lands Ólafur Jónsson framkvæmd- arstjóri, og loks Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. Námsskeiðið stóð yfir í þrjá daga og var allvel sótt. Líkaði héraðs- mönnurn vel að hlýða á erindi hinna góðu gesta, en almennasta aðdáun vakti fyrirlestur, sem Sigurður Jónsson flutti um alþýðufræðslu. Tíðarfar frá áramótum til mán- aðamótanna mars—apríl, var slæmt, aðeins einu sinni stuttur bati á því tímabili. Undanfarna daga hafa verið hlákur, og er víðast hvar kom- in nokkur jörð, en feikna mikill snjór er enn á heiðunum. Heilsufar hefir verið fremur gott í Þistilfirði og á Langanesi, en á Strönd hefir gengið afar slæmt kvef og einnig verið hettusótt á tveimur bæjum. Hrognkelsaveiði er byrjuð við Langanes og gengur sumstaðar vel, t. d. hefir Sigurður Jónsson í Heið- arhöfn fengið alt að 300 hrognkelsi á dag, en lítið hefir aftur veiðst frá Þórshöfn enn. Útseladráp. Um tuttugu útselir hafa verið skotnir frá Þórshöfn undaiifarna daga, og hafa þeir veg- ið alt að 400 pd. Refadráp. Refir hafa verið skotn- ir með minna móti i vetur á Langa- nesi. Þó hafa þeir Jóhann og Daní- el Gunnlaugssyir á Eiði skotið eina tíu refi, og þar af skutu þeir fjóra á einum degi; þykir það rösklega að verið. Dráttarvél. Á nýafstöðnum aðal- fundi Bunaðarsambands Norður- Þingeyjarsýslu var ákveðið að sam- bandið keypti dráttai-vél, sem á að koma til Þórshafnar innan skamms og starfa á Langanesi og i Þistil- firði i sumar, en innan Axarfjarð- arheiðar næsta sumar, og svo sitt sumarið hvoru megin heiðar eftir það, ef sambandið lætur sér nægja eina vél. Fólksflutningar. Á Esju síðast fluttist alfarinn með fjölskyldu sína til Reykjavíkur frá Gunnólfsvík, Gunnar Oddsson. Einnig flytur sig til Reykjavíkur með vorinu Jón Sig- urðson frá Saurbæ og fjöskylda hans. En að Saurbæ á Strönd flyt- ur aftur Einar Hjartarson frá Hall- gilsstöðum á Langanesi. Frá Ytra- Lóni á Langanesi flytja feðgarnir Ari Jóhannesson og Jóhannes Jó- hannesson; Ari til Þórshafnar, með fjölskyldu sína, en Jóhann til sonar sins, sira Þorsteins i Vatnsfirði, en í Ytra-Lón flyst aftur Jón Jónsson frá Fagranesi i Lóni. Frð Veslur-íslendlngum. --X-- H. S. Bardal fyrrum bóksali í Winnipeg er lát- in.11 fyrir nokkru siðan þar i borg, 73 ára gamall. Hann fluttist vest- ur um haf 1887 0g mun hafa dval- ið í Winnipeg leiigstum. Bardal var ættaður úr Bárðardal. Hann var tvikvæntur, og lifir seinni kona hans hann og tólf börn. Montcalm, skip C. P. R. félagsins, sem hing- aö kemur með Véstur-íslending- ana á vegum Þjóðræknisfélagsins, var bygt 1922, er 563 fet á lengd og 70 á breidd, eftir upplýsingum i Heimskringlu. HraSi alt aS 18ýfi míla á klst. Búist er viS, aS skip- ið verði tæpa fimm sólarhringa frá Montreal til Reykjavíkur. Skipið hefir farþegarúm fyrir 1400 manns, en ekki fara nándar nærri svo miargir meS skipinu í þessari för. Skilyrði C. P. R. fyr- ir því, aS Lein ferö yrði farin voru meSal annars, að 200 manns færi heim, og er þeirri tölu fyrir löngu fullnægt, af Islendingum eingöngu. Senator P. Norbeck, formaSur sendinefndar Bandaríkj- anná á AlþingishátíSinni, O. B. Burtness ríkisþingsmaSur og F. Fljozdal, íslenski verkamannaleið- toginn, sem allir eru í sendinefnd- inni, taka sér fari á þessu skipi. (FB.). Kiirti-as sirli er vfnsaiast. xxmmmxmMoooooQotx Bifreiðastjdrar! Nýkomið: STEFNULJÓS, nikkeleruð og emaileruð, góð og ódýr. Annast einnig allar bif- reiðaviðgerðir fljótt og vel. 717 — sími — 1717. Egili Viibjálmsson. íiísotsoíiíioííöííííotsíítítiíiooíííítíooí isgarfinr Rýkomnir — Rósastilkar — einnig blóm í pottum. Matjurta- og Blómafræ. Yald. Poulsen. Klapparstíg 29. Sími: 24. Einar E. Markan. aðeins gíeði og ánægja. Alt verður svo hreint og spegilfagurt. Fæst í fjórum stærðum á aura 40, 50, 65 og 275. Hljómleikar í fríkirkjunni á skírdag. Sá nmnur er nú á framburði að aðeins litilsliáttar gætir mis- beitingar sérliljóðanna. Fór það að vonum, að slíkar mis- fellur yrði auðgert að laga, jafn slyngur listamaður og Markan er. Söngskráin var .ekki eins glæsileg og við hefði mátt bú- ast. En söngvarinn ágætlega fyrir kallaður. Þrjú lög söng Mai'kan áð þessu sinni eftir Sigfús Einarsson, sem ekki virðast vel fallin til einsöngs, þótt þau hinsvegar geti sómt sér vel í venjulegum kirkju- söng. Laglegt lag (Ti'öst) söng Markan eftir sig sjálfan. Fallégustu lögin og um leið hest sungin voru „Maria Gna- denmutter“ (Sinding) og „Li- tanei“ (Schubert). Páll ísólfsson spilaði „Bene- dictus“ (Reger), þekt frá hans fyrri liljómleikum. Sérkcnni- legt lag með auðugum hljóm- um, sem lokka til nánari við- kynningar. í meðferð Páls á þessu lagi kom nú sem fyrr í ljós stílvitund hans og næmur skilningur á því seni hann lireyfir hönd við. Áheyrendur voru margir. Helgi Hallgrímsson. JÞeíjp Amatörar sem vilja fá vel koplerað og framkali- kð, koma til LOFTS í Nýja Bló. ORNINN Model 1930. íslamis liestu reiílijúl' ótiýr 00 sterk. = 5 ára ábyrgð. = 0RNINN, Laagaveg 20. Síml 1161. AuglísiS 1 VÍ81. LJtan af landi. Hreindýr leita bygða. Úr Vopnafirbi er FB. skrifab, atS hart hafi veriö til hálendis í vetur og liafi hreindýr flúið til bygöa, þannig hafi 200 hreindýr sést nálægt Fossvölluni í vetur og víðar liafi sést hópar af þeim, eink - anlega um nýársleytiö. Siglufiröi, 18. apríl, FB. Meötekiö 19. aprí'i. NiÖurjöfnun útsvara á Siglu- firöi, alls 137,000 kr. Hæstir gjald- endur: Anton Jónsson 1500 kr., Ásgeir Pétursson 3500, Bakki h.f. 1500, Bein h.f. 2500, Áfengissötu- stjóri 2500, Gísli Johasen 1800, Goos 24,500, Gunnl. Guöjóns- son 5000, Halldórsverslun 1500, Hamborgarverslun 1200. Pauls- verksmiöjan 17,500, Jacobsen 1500, Jón Hjaltalín 1200, Kveldúlfur 10, 000. Malmkvist 2500, Olíufélagiö 2000, R. Ólafsson 4000, Schiöth lyfsali 1400, Shell 2000,* Sig. Kristjánsson, 1600, Skipaverslunin 1200, Steindór Hjaltalín 1000, Thorarensen 2200, Tynes 3000, Þorm. Eyjólfsson 1000. Félagsbak- ariiö 900, Hertervigsbakari 800 kr. Öndvegistíö seinustu daga og góöur afli. Tvær konur duttu úr stiga ný- lega, fótbrotnaöi önnur en hin síöubrotnaöi. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.