Vísir - 20.06.1930, Síða 1

Vísir - 20.06.1930, Síða 1
I VISIR 20. árg. Föstudaginn 20. júní 1930. 165 B. tbl. Guðm. Kristjáusson óperusöngvari. Meöal farþega á „Antonia“ þ. 13. þ. m. voru þau Guömundur Kristjánsson óperusöngvari og frú lians. Er hann ættaður úr Borgar- nesi, en kona hans er amerísk. Á mánudaginn kemur, þ. 23. þ. m., efnir Gu'ömundur til söngsamkomu í Gamla Bíó kl. 7 ah kveldi. GuSmundur er maSur korn-ung- ur, en hefir þegar sýnt, aS hann er efnilegur söngmaSur. -Má ætla að listamannsbraut hans verSi glæsileg, endist honum aldur. Hann liefir stundaS söngnám árum saman í Þýskalandi og ítalíu undir handleiSslu ágætra kennara. SíSastliSinn vetur var hann einn af tenórsöngvurum German Grand Opera Company; ferSaSist hann meS flokknum víSsvegar um Bandaríkin og söng í mörgum helstu stórborgimum þar. Eru þaS eigi lítil meSmæli meS sönghæti- leikum GuSmundar, aS hann hefir sungiS merk hlutverk í jafn kunn- um flokki og German Grand Opera Company er. Þá hefir Guömundur sungiS op- inberlega í Winnipeg og New York horg, og i víSvarp á báSutn þeim slöSum. 1 m I j Um söng hans í Winnipeg fór stórldaöiö „Free Press Evening Bulletin“ einkar hlýjum orSum, bæSi um raddfegurS hans og lista- smekk. Einnig voru ummæli ís- lensku blaSanna vestra um söng- mann þenna mjög lofsamleg. Um söngsamkomu GuSmundar í New York borg komst hiS víS- kunna blaö „New York Evening Post“ meSal annars svo aS orSi: „Lögin voru hrífandi og sama er aS segja um rödd hins íslenska tenórsöngvara, G. Kristjánssonar." í „New York Times“ var einnig boriS lof á GuSmund fyrir meS- ferS hans á lögum þeim, sem hann hafSi valiö sér. Á einni af samkomum þeim, sem íslendingar stofnuSu til á „An- tonia“, á leiSinni hingaS, söng Guömundur nokkur lög og vann sér óspart hrós allra er á hlýddu, útlendra sem íslenskra. Má því ætla, aS söngvinir eigi í vændum góSa skemtun, er GuS- mundur lætur til sín heyra á mánu- dagskveldiS. VerSur þetta líklega eina samkoman, sem hann heldur hér í borg aS þessu sinni. Richard Beck. Hátíðargestir. --O—* Margir hátíöargestir komu á Antonia, eins og áSur hefir veriS getiS, og voru flestir þeirra Vest- ur-íslendingar. I'B. hefir aflaS sér upplýsinga um nöfn flestra hátíS- argestanna: Dr. B. Brandson og fiú, einn af fulltrúum, Canada á Al- þingishátíSinni. Hann er yfir- skurölæknir á Winnipeg General Hospital og prófessor í skurölækn- ingafræSi viS Manitobaháskólann. Ennfremur er hann forseti lækna- i'élags Manitobafylkis. — Hon. W. Major, dómsmálaráSh. Manitoba og frú. Hann kemur sem fulltrúi stjórnarinnar í Manitoba, áAlþing- ishátíSina. - Sveinbjörn Johnsonog frú, fyrrum hæstaréttardómari í North Dakota, lögfræSisráSunaut- ur Illinois-háskólans og lagapró- fessor viS ríkisháskólann i Illinois í Urbana. Hann er einn af fulltrú- um Bandaríkjanna, sem koma á Alþingishátíöina. — S. W. Jonas- son, húsameistari, fulltrúi South- Dakota á Alþingishátíöinni, og frú. Emile Walters, listmálari, fulltrúi American Federation of Arts (Listasambands Bandaríkjanna). - Ungfrú Kitty Cheatham, fulltrúi Federated Music Clubs of America. — Sir W. A. Craigie og laföi Craigie. Sir W. A. Craigie er heimskunnur málfræSingur, einn af aöalrithöfundum OxfordorSa- bókarinnar frægu. Hann hefir sem stendur á hendi málfræSilegar rannsóknir viS háskóla Chicago. Hann hefir áSur ferSast hér á landi og er þaS alkunna hve mikill ís- landsvinur hann er. — Prófessor Cawley og frú, frá Harvard, kenn- ari i norrænum málum. - Prófessor Magoun og frú, Harvard, kenn- ari í engilsaxneskum fræSum. — Próf. Benson og frú, frá Yale, pró- fessor í norrænum málum. — Ungfrú Freda Harold, fyrverandi einkaskrifari dr. Vilhjálms Stef- ánssonar viö Dartmouth Col- lege bókasafniö í New Hampshire. — Prófessor Richard Beck, North Dakota háskólanum, Grand Forks. — Prófessor J. Kinton, Toronto. — Dr. Edith Ross, Winnipeg. — Dr. Th. Thorláksson og frú, sonur síra Steingríms N. Þorlákssonar. — Prófessor Halldór Hermanns- son, Ithaca, New lYork. — Frú Emile Walters (Þórstína Jackson). Frúin hefir veriö ráSin til þess aS skrifa - um .AlþingishátíSina i Hearstblööin amerísku, The New York World, Christian Science Monitor og New York Evening Post. — Jennie Thorvaldsson, hjúkrunarkona, dóttir Stigs heitins Þorvaldssonar, starfskona heil- brigöisstjórnarinnar í Los Angeles. — Sesselja Eyjólfsson, hjúkrun- arkona, frá North Dakota, dóttir Stefáns Eyjólfssonar af Fljóts- dalshéraSi, en hann var einn af elstu fruinbyggjum N. Dakota. — Ungfrú Elín Anderson, skrifari viS Vermontháskólann. •—■ Stefanía Sigurdsson, dóttir Jóhannesar Sig- urössonar, Gimli, Man., kandidat frá Columbia University, New York. — Theodora Hermannsson frá Winnipeg, fósturdóttir síra Jóns heitins Bjarnasonar. — GuS- rún Johannsson, skólahjúkrunar- kona í Saskatoon, Canada. — Anna Erlendsson, hjúkrunarkona, St. Lukes Hospital, Duluth, Minn. — Frú Mekkin Perkins, íslensk kona, ættuS af Austurlandi, þýSari, starfskona stjórnarinnar í Wash- ington, D. C. — J. R. Johnson lög- maSur, sonur Finns fyrrum bók- sala í Winnipeg. — ValgerSur Jónasson, kennari, Winnipeg, ætt- uö úr Þingeyjarsýslu. — GuSrún Bíldfell, kennari, Winnipeg, syst- urdóttir Jóns Bíldfell. —• Jennie Johnson, kennari, Winnipeg. — Francis Mclntyre, kennari, íslensk í móðurætt, Winnipeg. — Mary Anderson, kennari í Vancouver B. C., ættuö af Austurlandi. — Gudny Magnússon, ættuS af Austurlandi, kennari í Winnipeg. — Adolph Fieldgaard, blaöamaSur, frá Chica- go. — Dora Schram, kennari í Glenwood, Illinois. — Elizabeth Carr, bókavöröur viS New York Public Library. - Floreitce Adarns, bókavöröur viS New York Public Library. — Kristín Skúlason, kennari, Geysir, Man. — Emma Sigurdsson, kennari, Arborg, Man. — Violet Code (Mrs. Charles N. í ÞiDgvalltjöldin: Beddar, Borð og Stólar með lægsta verði. Húsgagnaverslun Reykjavlknr. Vatnsstíg 3. - Sími 1940. _,.t—-n——---- Bifrelð. 1 5 manna „OLDSMO- BILE“ sex cyl., meö standblæjum, Model 1927, mjög vandaður, í sérstaklega góðu ásig- komulagi, er til sölu mjög ódýrt, ef samið er strax. — Upplýsingar í sima 2152 og á véla- verkstæðinu „Steðji“. Sími 1108. Fornsalan er flutt í Aðalstræti 16. Símar: 1089 eða 1738. Lawrence), söngkona, dóttir Hj art- ar Lárussonar söngfræSings í Minneapolis. (Ungfrú Code hefir m. a. leikiö og sungiö í „Vagabond King“ og „The Student Prince“ (Alt Heidelberg) í New York). — Alexander Johnson kauprn. og kona hans, Winnipeg. Alexander er ættaSur frá HjarSarholti i Döl- um. — Halldór Bjarnason kaupm. frá Wpg. og kona hans. —■ Georgy Camp kaupsýslumaöur, New York, og kona hans, GuSrún, ættuS úr Reykjavík. Hitt og þetta. íbúatala Bandaríkjanna. er nú 120—122 miljónir. Er nú veriö aS vinna úr síSustu mann- talsskýrslum, en manntal fer fram í Bandaríkjunum á 10 ára fresti. íbúatalan hefir aukist um 14%. í New York borg er ibúatalan 6.150.000. íbúatalan vex nú ekki nærri því eins ört og áSur, enda hafa innílutningar veriS takmark- aöir mikiö og takmörkun barns- fæöinga eykst stööugt. Fari svo fram, sem nú horfir, veröur íbúa- talan komin upp í 150 milj. eftir 40 ár, en margir sérfræöingar ætla, aö þá veröi kyrstöSumarki náö. Bifreiðaslys í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þaS, aS Bandaríkja- menn hafa á undanförnum árum gert víötækar ráöstafanir til þess aö draga úr hinum tíSu bifreiSa- slysum í borgum og bygSum lands- ins, aukast slysin jafnt og þótt. ÁriS 1929 biSu 31.000 menn bana af völdum bifreiSaslysa í Banda- ríkjunum og er þaS 10% rneira en áröi 1928, en ein miljón manna hlutu meiri eSa minni meiösl af samskonar slysum. TjóniS af bif- reiöaslysunum 1929 er metiS á hvorki rneira né minna en 800 rnilj. dollara. DauSsföll af völdum bif- reiöaslysa voru 16 af hverjum 100.000 íbúa 1920, en 27.2 áriS 1929. — Á meöal þeirra ráöstaf- norðlenskra kvenna sýnir fimleika í Goodtemplara- ^húsinu í Hafnarfirði laugardaginn 21. þ. m. kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar kosta sæti kr. 1.50 og fyrir börn 50 aura (stæði). — Aðgöngumiðar eru seldir víð innganginn. I. O. G. T. I. O. G. T. Þrítupsta þing Stðrstúku Islands verður lialdið í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík og hefst laugar- daginn 21. þ. m., kl. 1 miðdegis með guðsþjónustu í frikirkjunni. Síra Árni Sigurðsson prédikar og eru allir velkomnir í kirkjuna. Fulltrúar og aðrir félagar mæti í Góðtemplarahúsinu kl. I2V2 stundvíslega. Stórritari verður til viðtals á skrifstofunni í Hafnarstræti 10 (Edinborg) kl. 9—HV2' f. h. þingsetningardaginn, til að taka á móti kjörbréfum fulltrúa og skírteinum stigbeiðenda. Reykjavík, 19. júní 1930. PÁLL J. ÓLAFSON. KÖHLER orgelin eru nú til af mörgum stærðum í Hljóð- færasölunni Laugaveg 19. BEN. ELFAR. Alþingishátidiii. Allir sem fara austur á Þingvöll þurfa að fá sér nesti og þaö fæst best og fjölbreyttast í Matarversiun Tdmasar Jdnssonar. Laugavegi 2. Sími: 212. ana, sem gerSar hafa veriS til þess aö draga úr slysunum, eru auknar sektir, en þær voru áöur orönar mjög háar. Fyrir endurtekin alvar- /eg lagabrot þessum málum viö- víkjandi sleppa rnenn ekki fram- ar viö sektir í mörgum ríkjum Vesturheims. Menn fá aS hugleiSs þaö í einrúmi á vissum stööum, hvort ekki sé skynsamlegra aö fara sér hægara næst. Kirkjuhöfðingi látinn. í mailok andaSist í Englandi Davidson lávaröur af Lambeth, fyrrum erkibiskup af Canterbury, höfuSroaSur ensku kirkjunnar („Ihe Church of England“), 82ára aö aldri. Hann var erkibiskup um 25 ára skeiS og er hann af mörg- .Laugavegi 32. Sími: 2112. Fallegustu snmarfötin og RYKFRAKKANA, Bestu sportbuxurnar, — Oxfordbuxurnar. — pokabuxurnar og sportsokkana kaupið þér í FatabúðinnL um talinn einn af merkustu kirkju- höfSingjum Englands fyrr og síSar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.