Vísir - 22.07.1930, Side 2
V 1 S I R
)) tenHm 1 ©lsemIH
Útrýmið flngunnm!
Kanpií okkar íengsælu FLUGNAVEIflARA.
Uppboð.
Opinbert uppbpð verður lialciicS i Aðalstræti 8 (áður Gamla
Bíó) fimtudaginn 24. þ. m. kl. 1 e. h. og verður þar selt allskon-
ar húsgögn og innanstokksmunir, ennfremur talsvert af merki-
legum hókum, bæði ísl. og útlendum. Þá ve'rða seldar útistand-
andi skuldir þrotabús Páls J. Þorleifssonar og Guðm. B. Vikar
Og loks 500 króna hlutabréf i hlutafélaginu Eimskipáfélag ís-
lands o. 11.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 21. júlí 1930.
Björn Þórðarson.
Þeir, sem hafa pantað muni á sýningunni, vitji þeirra strax.
Símskeyti
London (UP), 22. júlí. FB.
Hirth kemur um mánaðamótin.
Berlín: Uiidirbúningur undir flug
Wolfs Hirths, þýsks flugmanns,
yfir Atlantshaf, um Orkneyjar,
ísland, Grænland og Labrador
er vel á veg kominn. —
Fluginaöurinn hfcfir viökomu í
Kirkwall og Reykjavík, en um viö-
komustaöi í Grænlandi og Labra-
dor er ekki getið. — Vélin í flug-
vél Hirths hefir nýlega veriö reynd
til þrautar í Stuttgart. Var flug-
vélin á flugi í sólarhring, án þess
bætt væri við eldsneyti.
Hirth býst við aö koma til Kirk-
wall þ. 28. júlí og halda áfram
flugferöinni þaðan til íslands und-
ír eins og veður leyfir.
Hitar í U. S. A.
150 menn bíða bana.
■New York: Eitt hundrað og
fimtíu menn hafa beðið bana í
fjórtán ríkjum í Bandarikjunum
undanfarna daga, af völdum hinna
miklu hita, sem nú eru þar í landi.
London (UP), 21. júlí. FB.
Frá Egiptalandi.
Kaíró: Oeiröir brutust út af
nýju, er Wafd-menn .gerðu tilraun
til þess að koma á þingfundi. Lög-
reglan hóf skothríð á manngrúann,
sem safnast hafði saman í nánd
við þinghúsbygginguna. Hermenn
hafa verið settir á vörð á þýðing-
armiklum stöðum, svo sem við
gasstöðina, vatnsveituna, þinghús-
ið og járnbrautarstöðvarnar.
Skotið á finskt skip úr rússnesku
vígi.
Kaupmannahöfn: Finnlands-
fregnriti Berlingske Tidende sím-
ar, áð skotið hafi verið á finska
eimskipið Kaleva, úr -rússneska
landamæravíginu Yhinmeci. Gerð-
ist þetta er skipið var að fara frá
Rússlandi.
Utanríkismálaráðuneytið finska
hefir sent mótmæli til rússnesku
ráðstjórnárinnar.
Flotamálasaumiogurinn.
Eins og kunnugt er, var haldin
flotamálaráðstefna í Lundúnum,
scm hóíst snemma á árinu, og lauk
imdir vor, með þeim árangri, aðum
allverulegar takmarkanir á smíði
stærstu herskipanna var að ræða.
En það gekk erfiðlega að ná sam-
komulagi. Um tíma leit út fyrir,
að deilúrnar milli ítala og Frakka
myndi verða þess valdándi, að þeir
skrifuðu ekki undir samninginn.
En samkomulag náðist þó milli
fimmveldanna um það er lauk. En
samningurinn gengur ekki í gildi
fyrr en þing allra fimmveldanna
hafa samþykt hann (ratification).
Samningsgerðin er af mörgum tal-
in skref í friðaráttina og ýmsir
mætir menn stórþjóðanna vinna
að þvi, að sanmingurinn nái sam-
jiykt þinganna, svo sem Ramsay
McDonald í Bretlandi, Hoover
forseti, í Bandaríkjunum o. s. frv.
En þar er skemst af að segja, að
ir.iklar árásir hafa verið gerðar á
samninginn og þá, sem undirskrif-
uðu hann, einkanlega í Japan,
■Bandaríkjunum og Bretlandi. Og
eftir þeim tíðindum, er erlend
blöð flytja um baráttuna fyrir
þingasamþyktinni, þá veröur að
teljast vissa fyrir því, að það muni
verða erfitt að fá þing fimmveld-
anna til þess að fallast á samning-
inn. Verði samningurinn ekki sam-
þyktur á þingum allra fimmveld-
anna, verður afleiðingin auövitað
harðvitug samkepni; almenningur
í stórveldalöndunum verður enn að
taka á sig hernaðar drápsklyfjarn-
ar.
Á meðal þeirra, sem hörðustum
orðum fóru um sanminginn í
breska þinginu, voru jarlarnir
Jellicoe og Beatty, en þeir voru
báðir aðmíráiar á heimsstyrjaldar-
árunum. Beatty sagði m. a., að
Bretland ætti herskipaflotanum
veldi sitt að þakka, flotinn hefði
gert Bretland að heimsveldi og
verndað Bretland á hinu látlausa
þroskaskeiði alt fram á þennan
dag, — en með sámningnum væri
þetta mikla verk fortíbarinnar
ónýtt. Og Tellicoe sagði m. a., að
elckert stórveldanna hefði lagt eins
mikið í sölurnar meö samnings-
gerðinni og Bretland.
Vegna sampingsins eru orustu-
skipin miklu talin úr sögunni. Það
er t. d. talið ólíklegt nú, aö skip
eins og FJ. M. S. Rodney, verði
nokkurn tima smíðað aftur. En
vegna samningsatriðanna um or-
ustuskipin (battleships) hafa sum
stórveldin í huga að auka mjög
smálestatölu beitiskipa sinna
(cruisers). Beatty sagði í ræðu í
lávarðadeildinni, að Bandaríkja-
menn ætluðu að auka smálestatölu
l:eitiskipa sinna um 233.000 smá-
lestir, Japan um 40.000 smálestir,
en á Frökkum og Itölum hvíla
engar hömlur í Jiessu efni, enda
hafi Frakkland ákveðiö að láta
smíða 12 18.000 smálesta beitiskip.
Og þá keppast ítalir auðvitaö við
l.eitiskipabyggingar eins og þeir
geta. En á meðan svo horfir, segir
Beatty, hafa Bretar dregið úr
beitiskipabyggingum. Beatty og
Jellicoe lögðu fast að stjórninni aö
halda áfram herskipasmíðum, en
liætt er við, að jafnaðarmanna-
stjórnin daufheyrist við, a. m. k.
uns séð verður, hvort flotamála-
samningurinn nær samþykt þing-
anna, því að ef svo fer, verður
samningatilraunum haldið áfram
og ný flotamálaráðstefna haldiu
W3S rí) ]iess að ræða um frekari
takmarkanir, svo sem beitiskipa
og kafbáta. Blaðadeilurnar um
þessi mál að undanförnu bera það
með sér. að stórveldin gruna hvert
annað um græsku, eigi síður nú en
fyrir heimsstyrjöldina. Og margt
bendir til þess, að heimsstyrjald-
arreynslan verði ekki nægilega
þung á metunum, — fyrr eða síð-
ai muni reka að því, að ný heims-
styrjöld verði háð. Þíngasamþykt
flotamálasamningsins — liver úr-
slit verða í því máli á þingum
Bandarikjanna, Bretlands, Frakk-
lr.nds, Ítalíu og Japan, -— leiðir þó
.enn betur í ljós en nú verður séð,
hvert stefnir í þessu efni. Af
þingasamþyktinni nntn leiða, að
unnið verður af kappi að frekari
takinörkunum. Sigurinn verður
friðarvinunum hvöt. En af ósigri
friðarvina i þessu máli leiðir, að
um ófyrirsjáanlega langan tíma
verður harðvítugri hernaðarsam-
kepni haldið áfram.
Bæjarfréttir í
Veðrið í morgun.
Reykjavík liiti 10 st., ísafirði 8,
Ákureyri 12, Seyðisfirði 10, Vest-
mannaeyjum 7, Stykkishólmi IO,
Blönduósi 8, Raufarhöfn 8, Hólum
1 Hornafirði 12, Grindavík 8, Fær-
eyjum 13, Tynemouth 9, Jan
Mayen 7, Angmagsalik 5, Juliane-
ha'ab 12, (vantar skeyti frá Hjalt-
landi og Kaupmannahöfn). Mestur
hiti i Reykjavik í gær 13 st.,
minstur 7 st. Úrkoma 2,7 mm.
Nærri kyrstæð lægð yfir íslandi.
Allstórt háþrýstisvæði fyrir norð-
an Jan Mayen og yfir Norður-
Grænlandi. — Horfur: Suðvestur-
land: Norðvestan kaldi. Smáskúr-
ir sumstaðar, en bjart á milli.
Faxaflói, Breiðaf jörður: Norð-
vestan og norðan kaldi. Sennilega
úrkomulaust og yfirleitt léttskýj-
að. Vestfirðir: Vaxandi norðan og
borðaustan kaldi. Dálítil rigning,
sumstaðar. Noröurland, norðaust-
urland: Breytileg átt og hægviðri.
Urkomulaust, en næturþoka. Aust-
íirðir, Suðausturland: Breytileg
att, viðast austan gola. Dálitil úr-
koma sumstaðar.
Landkjörið.
I gær kl. 6 síðdegis hélt yfir-
Tobler
f œ s t hvafvetna,
EilEíUca/c
m
ÚTSALAN
í Bai’naskólanum heldur úfram til lielgar. Altaf viðbót af nýjum
vörum. Verðið afar lúgt. Allir í Barnaákólann til a ðgera hagfeki
og góð kaup.
kjörstjórnin fund í Alþingishúsinu
til ]>ess að reikna út atkvæðatölur
einstakra framltjóðanda á listun-
um. nteð hliðsjón af breytingum
þeim, er kjósendur höfðu gert á
nafnaröð listanna. Langmestar
voru breytingarnar á C-listanum,
aðallega i þá átt, að frú Guðrún
hafði verið flutt upp fyrir Pétur
Magnússon. Atkvæði féllu þannig
á C-listanuni: Pétur Magnússon
hlaut 11386 atkv., frú Guðrún Lár-
usdóttir 9763% atkv., Kári Sig-
urjónsson (sem verður 1. varamað-
ur listans) hlaut 7778% atlcv. og
Skúli Thorarensen (annar vara-
maður) 5838% atkv. B-listinn:
Jónas Jónsson hlaut 7554% atkv.
og sira Jakob Ó. Lárusson (vara-
maöur J. J.) 6216% atkv. Sam-
kværnt þessu hefir þriðji maður á
C-lista mun hærri atkvæðatölu að
baki sér, en fyrsti maður B-listans,
og fjórði maður C-listans nálega
1000 atkv. meira en 1. maður A-
listans.
aí’ að utanfélagsmenn geti fengið
far, svo lengi senr rúm leyfir. —
Kaffí verðitr selt á staðnum viC
sanngjörnu veröi, en allir eru
ámintir um að hafa með sér nesti.
Fylgist vel með auglýsingum uca
þetta í blaðinu, sérstakl. á föstu-
dag og laugardag, því að þá verð-
ur afráðið á hvaða tima jg hvaðan
farið verður. Fél.
Nýstárleg og fróðleg skemtun.
var haldin i Nýja Bió í gær-
kveldi, til ágóða fyrir Slysavarna-
félag íslands. Capt. Mac. Millaa,
sem kuhnur er af þátttöku sinni í
heimsskautaferðum Peary's, flutti
fyrirlestur og sýndi myndir úr
Norðurhöfum. Erindi MacMillan
var ágætlega tekið, enda er hann
skörulegur fyrirlesari og kvik-
mynd sú, er hann sýndi, var hitt
fróðlegasta. Þess skal sérstaklega
minst, að capt. MacMillan tók þaö
upp af sjálfsdáðum, að láta Slysa-
varnafélag íslands njóta ágóðans
af skemtun þessari.
Pétur Á. Jónsson
syngur í íþróttahúsi K. R. ann-
a'ð kveld kl. 9. — Ernil Thorodd-
sen aðstoðar.
Sýning óháðra listamanna.
Vegna misskilnings á síðustu
auglýsingu um sýninguna skal það
tekið fram, að sýningin verður að
minsta kosti opin til laugardags.
Nýja Bíó
sýnir enn í kveld hina afar
vinsælu mynd Sigrún á Sunnu-
hvoli, er sýnd hefir verið við mjog
góða aðsókn undanfarið. Af ein-
hverjum misgáningi i prentsmiðj-
unni, féll niður augl. úr siðasta tbl.
Visis, en röng augl. var sett í
staðinn. Ertt viðkomendur Ireðnir
að afsaka þetta.
Trúlofun.
12. þ. mán. birtu trúlofun sína
ungfrú Ingibjörg Auðbergsdóttir,
Skólavörðustíg 15, og Axel Sig-
urður Þórðarson, bifreiðárstjóri,
Hverfisgötu 121.
María Markan
syngur í K.R.-húsinu kl. 9 í
kveld.
Skemtiför K.F.U.M. og K.
Eins og sjá má á augiýsingu á
öðrum stað i blaðinu, efnir K. F.
U. M. og K. til skemtiíerðar upp
I Vatnaskóg næsta sunnudag, 27.
júlí. Allir þeir, sem tekið hafa ])átt
i þeim ferðum undanfarin sumur,
hafa skemt sér hið ákjósanlegasta
og fundist mikið til um þennan
fagra stað. Nú er tækifæri fyrir
alla félagsmenn og konur að taka
þátt i þessari för. í þetta sinn fer
hraðskreytt gufuskip upp i Hval-
fjörð i staö mótorbáts áður, og
hefir ]>vi ekki að undanförnu ver-
íð híegt að gefa fólki svo góða og
fijóta ferð þangað. Er því skorað
á öll félagssystkini að taka ])átt i
þessári skemtiför. Ekki er útilok-
Dr. Franz Mixa
fór utan á Lyru síðast, áleiðis
til Vínarborgar. Dr. Mixa hefir
unnið mikið og þarft starf þatnaiz
stutta tíma, er hann clvaldist hér.
Hljómsveit og Lúðrasveit Reykja-
víkur héldu honum skilnaðarsam-
sæti á Skjaldbreið fyrir skönutm,
og færðu honum að g'jöf fagurt
málverk eftir Ásgrínt Jónsson. t
ráði er að Dr. Mixa, sem er mikils
metinn af öllutn, er honum hafa
hljóðar nú:
»Náið húðinni af tönnunum,
•vo að þær verði heiibrigðari og betrU,
TANNHIRÐINGAR hafa tekið stðrum
framförum.
Tannlæknavlsindin rekja nú fjölda tann-
kvllla tll húðar (lags), sem myndast á
tönnunum. Rennið tungunni yfir tenn-
urnar; þá finnið þér sllmkent lag.
Nú hafa vísindin gert tannpastað Pep-
sodent og þar með fundið ráð til að eyða
*ð fullu þessari húð. Það losar húðina og
nær henni af. >að inniheldur hvorkí
klsil né vikur.
Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn-
urnar hvítna jafnóðum og húðlagið hverf-
ur. Fárra daga notkun færir yður heim
sanninn um mátt þess. Skrifið eftir
ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H.
Riise, Afd. 1682-68 Bredgade 25, EX,
Kaupmannahöfn, K.
FÁIÐ TÚPU 1 DAGI
nBPTh Skrásctt ■
FéösZflðM
Vörumerki
Afburða-íannpasta nútimans.
Hefur meömæli helztu tannlækna í öliúm heiml. 1683