Vísir - 09.10.1930, Blaðsíða 2
VÍSIR
llDHTO#fM<DL:
FYRIRLIGGJANDI:
Hin ágæta hollenska
„CREMA‘* mjólk.
Viðurkend af öllum, sem reynt hafa.
Símskeytí
—o--
London (UP). 8. okt. FB.
Loftfars slysið.
Beauvais: Látinn er á sjúkra-
húsi ma'ður að nafni Church, sem
var einri skipsmanna af R-ioi.
h.ru þá alls látnir 48 af 54, sem á
loftfarinu voru.
Verðfall pesetans.
Madrid : Pesetinn komst niöur
í 48.40 á sterlingfspuncl i dag, og
hefir eigi hrapað eins mikiö áöur
um langt skeiö.
London (UP). y. okt. FB.
Forvaxtahækkun í Þýskalandi.
Berlín: Miöstjórn Ríkisbank-
ans kemur saman á fund í dag,
timtudag, til þess aö ræöa um
.hækkun forvaxta, úr 4% í 5%
vegna þess hve trijög hefir fjarað
út gullforöi bankans og' erlendur
gialdeyrir.
Utan af landi.
Seyðisfirði, 8. okt. FB.
Ægir kom inn fyrir lielgina
með færeyska fiskiskútu, sem
tekin var lyrir landhelgisveið-
ar. Dómur féll þannig, að skip-
stjórinn var dæmdur til þess
að greiða 12,300 íslenskar krón-
ur, en afli og veiðarfæri var
gert upptækt. Skipstjórinn var
dæmdur fyrir hotnvörpuveiðar
i landhelgi. Skipstjórinn áfrý-j-
aði dóminum.
Einsdæma langvinnum rign-
ingum létti um 20. sept. Náðust
þá inn hey, en víða stórhrakin.
Heyafli tæplega í meðallagi
víðast á Austurlandi. Fiskþurk-
un liefir gengið mjög treglega
vegna ótíðarinnar, þó sæmilega
i liálfan mánuð.
Aflalítið að undanförnu.
Sauðfjárslátrun minni hér
en áður, en meiri á Reyðarfirði.
S.
Sýning og sala.
—o--
Sýning og skyndisala á ostum og
smjöri frá mjólkurbúum Eyfirö-
inga, Flóamanna og Ölfusinga er
auglýst hér í blaðinu í dag. Þetta
eru alt nýtísku mjólkurbú, sem
fyllilega samsvara þeim kröfum,
sem gerðar eru til hinna bestu
mjólkurbúa erlendis. Bú Eyfirö-
inga tók til starfa 1928, Flóabúiö
1929 og Ölfusbúið í vor. Fyrir bú-
i'num standa þaulæfðir smjör- og
ostagerðarmenn (einn Islendingur,
cinn Dani og einn Norðmaöur),
svo eigi þarf aö efa, aö þaö sem
boðið er, eru að eins fjóðar vörur.
Tilgang'urinn meö sýningu þess-
ari er aðallega sá, aö gefa mönn-
um kost á aö sjá og reyna hverja
osta búin framleiða. Á sýningunni
gefst mönnum kostur á að-smakka
á ostunum og um leið geta menn
fengið keypta heila og hálfa osta,
fyrir verð sem eigi hefir þekst áö-
ur hér í. Reykjavík. Ostarnir eru
mest hinir svonefndu feitu ostar
(Gauda, Edamer) nfeö mismun-
andi fitumagni (10—30%). Sölu-
verð þeirra veröur þessa sýning-
ardaga frá kr. 1,10—1,90 pr. kg.
Það er nær hálfu minna en nú
tiðkast í smásölu á tilsvarandi
ostategundum. Auk þess veröur
selt nokkuö af ntysuosti og smjöri.
Þetta lága verö er sett til þess aö
sem flestum gefist færi á aö kaupa
og reyna ostana.
í sumar byrjaði Bjarni ái Reykj-
um á þeirri nýlundu, aö selja
garöávexti á sölutorgi. Þetta þótti
vel gefast. Nú koma mjólkurbúin
og fara líkt aö. Vér höfttm á und-
anförnum árum flutt inn mjólkur-
afuröir árlega fyrir nær 700.000
kr., þar af osta fyrir nær 150.000
kr. Vegna hinnar attknu' ræktunar
vex nú mjólkurframleiöslan hröö-
um skrefum, svo aö vér getum
fariö að verða sjálfbjarga. Því þá
eigi að kaupa innlenda osta, sem
að gæöum geta fyllilega staöiö á
sporði þeim útlendu. en verða nú
seldir mikiö ódýrari.
S. Sigurðsson.
Reikningskensla
og „reikningsgáfur“
—o---
„Stæröfræöikennarinn ntinn
segir aö eg sé auli og argasta
naut.“ — (Guörún Wistoft
i „Anna Fía“).
Það er alkunnugt, aö í fáum
træðum koma unglingar alment
eins illa undirbúnir í skóla og í
reikningi. Er þetta görnul erföa-
synd, er loðað hefir lengi og fast
við oss íslendinga, þrátt fyrir þaö
að hér á landi hafa verið snjallir
reikningsmenn og stærðfræðingar,
lærðir og ólærðir, á öllum öldum.
En reikningskensla alþýðu var
lengi léleg, og er það viða enn.
Var sú trú orðin rótgróin meðal
alþýðu, aö „reikningsgáfa" væri
sérgáfa og aö eins fáuml gefin, og
margir gætu alls ekki lært reikn-
ing — og þar á meðal flestar
stúlkur! Stafaði hjátrú þessi eðli-
lega af ófullnægjandi reiknings-
INNISKÓR
---- úr leðri og flóka. -----
Fjölbreytt úrval nýkomið.
Hvannbergsbræður.
lcenslu eöa engri. Þvi þótt tii væru
nothæfar reikningsbækur, tærði
rlmenningur þar að eins dauðar
reglur, sem ætlaöar vortt aö vísú
til leiðbeiningar, en ttrðu lítils
virði eða verra en það, þar sem
undirstöðuna, skilninginn, skorti.
Menn lærðu að eins aö reikna
„uppsett dæmi“ eftir settum regl-
unt, og er þessa kunnáttu þraut,
stóð alt fast! Fór þvi mörg'um
eins og stráknum, sem var „flug-
læs“: Hann las 5 belg og biðu
andkafanna á milli, en skildi ekk-
crt, hvað hann var að fara meö.
„Eg hefi lært að lesa, en eg hefi
ekki lært að skilja!“ sagði strák-
ttrinn. — Þetta á þó óefað betur
við um reikningskunnáttu fjölda
unglinga.
Árlega sækir unglinga- og gagn-
íræðaskóla fjöldi nemenda, sem
eru illa að sér i reikningi. Þeint
veitist því eðlilega erfitt að fylgj-
ast með i Ijekkjarkenslunni, og
reikningskennarinn hefir eigi tíma
né tækifæri til að „troða i“ nokk-
ura nemendur undirstöðuatriöum,
sem áskiliö var að þeir kynnu áð-
ur. Svo verða nemendur þessir „á
eftir“, gefast upp og vántreysta
sjálfum sér. Eina huggunin verð-
ur þá, að þessi álög séu einskonar
náttúrulögmál: „Eg hefi engar
reikningsgáfur.“ IJita þeir svo
reka á reiðanum, og falla ef til
vill í reikningi á prófi, þótt dug-
legir séu í öðruiri námsgreinum. —
Margra ára reynsla sem reikn-
ingskennari (bæði heima og er-
lendis) hefir fært mér heim sann-
inn um, að þessi trú og vantrú á
reikningsgáfum manna sé a‘ð
mestu leyti háskalegur triisskiln-
ingur. (Eg á hér auðvitað eigi viö
sérgáfur eða afbúrða stærðfræði-
hæfileika). Allir heilvita ungling-
ar og sæmilega gefnir geta lært
almennan reikning og orðið sæmi-
lega leiknir í honum. — Og það
þarf alls enga sérgáfu til þess að
læra venjulega skóla-stærðfræði.
— í barna- og unglingaskólum
hefir mér t. d. reynst auöveldara
að Iáta nemendur á ólíkum aldri
og þroskastigi verða samferða i
reikningi heldur en i flestum öðr-
um námsgreinum! Og reynsla
mín er einnig sú, að flestum nemt-
endum þykir gaman að reikningi,
og eigi síður stúlkum en piltum.
— Það er alls eigi sjaldgæft fyrir-
brigöi að sjá „aula og argasta
naut“ verða að góðum reiknings-
manni, sem stóð liinum fyllilega
á sporði er búiö var að opna þær
sesam-dyr skilnings og sjálfstæör-
ar hugsunar, er áður voru ram-
læstar og signar á lömum! —
Hvergi veltur það meira á
kenslunni en einmitt i reikningi,
hvort námsgrein verður dauð og
þreytandi, eða þrungin af lífi,
þroskandi og glæðandi alla náiris-
h.æfileika. Snjöll reikningsdæmi
eru eins og gátur, sem skýr nem-
andi hefir yndi og nautn af að
glima við. Og úrlausnin veröur
því sigurvinningur! Á þann hátt
vekur góð reikningskensla áhuga
og skilning nemenda og þroskar
sjálfstæða hugsun þeirra og dóm-
greind öllum öðrum námsgreinum
framar! Á hinn bóginn hefir lé-
leg reikningskensla og ófrjó tið-
um verið sú dauða hönd, er lam-
að hefir starfsþrá og námshæfi-
leika fjölda nemenda og lagt
marga beinlínis í gröfina!
—0—’
Af öllum! þeim fjölda nemenda,
sem hér er saman kominn í
Reykjavík, eru eflaust allmargir,
cr telja reikning og stærðfræði
helstu _ torfærurnar á mentabraut
sinni! Mér hefir því komið til
hugar að gera tilraun með dálítinn
hóp þessháttar nemenda, t. d. 5—
10, ef svo margir gefa sig fram.
Mun eg þá fyrst halda stutt upp-
lestrarnámsskeið í undirstöðuatrið-
um reiknings og almennrar stærð-
fræði, Ráða síðan nemendur sjálf-
ir, hvort þeir æskja aö halda
kngra áfram eða eigi.
Sama er aö segja um ýmsar
aðrar „erfiðar“ nántsgreinar, t. d.
eðlisfræði og aðrar greinar nátt-
úrufræðinnar, er nemendum liætt-
ir helst við að heltast úr lestinni i.
Er það tíðast lélegum undirbún-
ingi að kenna, — eða þá mistökum
í samvinnu kennara og nemenda,
— ef sæmilega vel gefnir nemencl-
ur „fylgjast ekki með“. — Er sem
tíöast auðvelt að ráða bót á þess-
háttar, ef tekið er í tírna. —
Nemendur þeir, er kynnu að
vilja sinna jæssu, geta hitt mig aö
máli á Alþýðubókasafninu um kl.
8 næstu kveldin. Einnig má senda
mér línu í pósthólf 533, og skal eg
fúslega veita nemendum ráð og
leiöbeiningar um þessar náms-
greinar og aðrar.
Guðjón Jónsson
frá Hábæ er 76 ára í dag.
Guðmundur Guðmundsson
fyrrum bóksali, frá Eyrarg
bakka, nú til heimilis á Berg-
þórugötu 15 A, er 81 árs i dag.
Nýjar Kvöldvökur
(10.—12. hefti) eru nýkomn-
ar út, og flytja að vanda margt
til fróðleiks og skemtunar. At-
hygli skpl vakin á þvi, að af-
greiðsla ritsins hér í bænum er
nú á Bergþórugötu 23.
E.s. Island
fór héðan í gærkveldi, áleiðis
til Austfjarða og útlanda. Með-
al farþega voru: Ungfriirnar
Þyri Benedikz.Helga Einarss. og
Helga Einarsdóttir, Árni Páls-
son verkfræðingur, frú Laxdal.
Til Seyðisfjarðar fór frú Ragn-
lieiður Jónasdóttir og lkirn
liennar.
Helgi Valtýsson.
iftOOC
JB^
$tx=>o
XXX
Bæjarfréttir
oooÍ
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík o st„ ísafirði
3, Akureyri o, Seyöisfirði 3, Vest-
mannaeyjuin 3, Stykkishólmi 2,
Raufarhöfn 2, Hólum í Hornafirði
1. Grindavík -4- o, (skeyti vantar
frá Blönduósi, Hjaltlandi og
Kaupmannahöfn), Færeyjum 1,
Julianehaah 3, Jan Mayen 1, Ang-
magsalik 4- 1, Tyuemouth 4 st. —
Mestur hiti hér i gær 3 st., minst-
ur 4- 2 st. — Grunn lægð út af
Reykjanesi á hægri hreyfingu
suðaustur eftir. Norðaustan storm-
ur á Norðursjónum, norðan og
austan til. — Horfur: Suðvestur-
land : Vaxandi suðaustan og aust-
an átt, allhvass sumstaðar. Dálítil
úrkoma sumstaðar. Faxaflói,
Breiðafjörður: Suðaustan og
austan kaldi. Skýjað loft en úr-
komúlaust. Vestfirðir: Allhvass
austan og norðaustan. Snjóél
norðan til. Norðurland, norðaust-
uriand, Austfirðir: Austan eða
norðan kaldi. Skýjað en úrkomu-
litið. Suðausturland: Breytileg
átt, en víðast suðaustan kaldi. Dá-
lítil úrkoma sumstaðar.
Dettifoss
er væntanlegur til Vestmanna-
eyja kl. 8 í kveld. Skipifí er mefi
fullfermi af vörum og 27 far-
þega.
Verslunarmannafél. Rvíkur
heldur skemtifund annað kveld
kl. 8'/, í Kaup])ingssalnum. Á
skemtiskránni er hljómleikur
(Trio), Reinh. Richter 0. fl.
Isfiskssala.
Otur seldi afla sinn á mánudag
fyrir £ 934, en Max Pemberton í
gær fyrir £ 940.
Ægir
kom í gær með dönsku strand-
mennina af vélbátnum, setn
strandaði í Meðallandi. Báturinn
náðist ekki út.
Skipafregnir.
Gullfoss var á ísafirði í morg-
un.
Goðafoss var á Akureyri í
morgun.
Lagarfoss var á Blönduósi í
morgun.
Selfoss kom til Hainborgar í
nótt.
Brúarfoss er á Akurejrri.
Norsk samkoma.
í kveld kl. 8 í samkomusal
Hjálpræðishersins. Frú Agnetha
Jónsson stjórnar.
Hafstein
kom af veiðum í gær. Fór tíl
Englands samdægurs.
Kári Sölmundarson
kom i nótt til ]>ess að leita sér
aðgeröar á lítilsháttar vélarbilun.
Rán
fór til veiða í dag.
Kristileg samkoma
á Njálsgötu 1 kl. 8 í kveld. All-
ir velkomnir.