Vísir - 07.12.1930, Blaðsíða 3
V 1 S 1 R
iiitiifiHiiiiuiiuirmiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiuiifiitiiiiuuiiiniiuiinnnniiiii
g ss
S Höfumfengið
H —miklar-—
;£= birgðir
• 3 af
W & R. JACOB & C9 U“ DyBUM.tftEi.AND
JACOB’s kexi og kökum
í allskonar pakningum.
| M* Ólafsson & Bepnhöft. gjjj
Símar 2090 & 1609.
liiiiniiniiiin«!isgisiiiii!iiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiHiiiuiii8iiKiÍÍ
Bréf.
Sjómaður skrifar heim
frá RússlandL
„Oss hefir gefist færi á að
sjá bréf frá sjómanni, pilti frá
Stafangri, er hann hefir skrif-
að heim til sin.
Bréfið er skrifað í Arkangel.
Ætlum vér hér að sýna,
hvernig hinum unga manni
hefir litist á lífið á þeim slóð-
um.
Bréfið þárf engrar skýringar
nú á tímum, er byltingarboð-
skapurinn rússneski er svo
hörmulega ásækinn. Og hver
getur gert sér þá skoðun um
bréfritarann og bréfið sem
hann vill. En eitt er vist, að í
norskum höfnum getur enginn
fengið slikt efni i bréf á viku,
eins og þessi piltur hefir fengið
þá 6 daga, er skipið stóð við
i Arkangel.
Hínn ungi farmaður ritar:
„Vér erum búnir að liggja
hér i 5 daga og höfum beðið
eftir farmi. I dag er sjötti dag-
urinn, en ekki er byrjað enn á
því að ferma skipið. Rússland
er hið versta land í heimi. All-
ir þeir, sem vinnu eiga af hendi
að leysa, eru fangar, menn
sem eigi vilja gerast byltinga-
menn (kommúnistar). Hér í
Arkangel eru þeir fangar svo
iugum þúsunda skiftir.
í gær faldi einn fanginn sig
niðri ‘ í lestinni. Þegar liann
ikom upp úr lestarrúminu, þá
stóð þar einn af forvörðum
kommúnista með skammbyssu
og skaut liann miskunnarlaust
beint fyrir augunum á okkur.
Véslings maðurinn ætlaði að
reyna að skjóta sér á laun und-
an þrældóminum, en þeir
fundu hann niðri í skipinu.
Þegar við megum ganga hér
á land, þá fær hver okkar
hvítan seðil. Það er leyfismiði
fyrir landgöngu. Ef einhver
týnir þehn miða, þá er liann
sektaður um 20 rúblur (40
krónur).
Allir eru Rússar i fatagörm-
um. Ekki þurfa þeir á sunnu-
dagafötum að halda, þvx að
þeir hafa enga helgidaga. Það
er verið að útrýma kristindóm-
inum hér i landi. Um 60 af
hundraði af hegningarföngun-
um, eru prestar eða aðrir em-
bættismenn. Og prédiki þeir
kristindóm eftir að þeir eru
komnir í ánauð þessa, þá eru
þeir skotnir umsvifalaust.
Útlendingar, sem hingað
koma, fá allar skemtanir
ókeypis; en hér er ekkert hægt
að kaupa, því að liér er alt
xniklu dýrara en þegar dýrtíð-
in heima var á hæsta stigi og
öllum var skamtað úr hnefa.
I gær var eg og matsveinninn
á kvikmyndasýningu; en það
var erfitt að komast áfram á
götunum. Hvar sem við kom-
um þyrptist fólkið að okkur.
Enginn getur gengið uppdubb-
aður til fara í Rússlandi, hann
hefir ekki efni á þvi. Þegar við
komum til kvikmyndastjórans
voru Rússar hraktir til hliðar,
en við gengum inn ásamt
nokkrum Englendingum.
Eg gæti skrifað heila bók um
Rússland. En það verður að
bíða þangað til eg er orðinn
rithöfundur.
Við liggjum hér að líkindum
í mánuð. Það gengur svo sein-
lega að feirna.-------“
Stjórn og störf vor hér í
Noregi verða einatt fyrir sví-
virðingum og skömmum af
verkamannaflokkniun og
fylgifiskum hans.
En hvað er það hjá ósköpun-
um i Rússlandi.“
(Íír Stavanger Aftenblad).
Alþjáðasýnlng
nppgðtvana.
Hún hefir verið haldin í Lon-
don árlega undanfarið, að
Central Hall, Westminster, S.
W. 1 í ár í fimta skifti, frá 1.
til 11. október. Sýningin er
bæði til að koma á sölu, og til
samkepni. Þrjár medaliur eru
veittar, gull, silfur, brons. Því
næst þrenn verðlaun, og svo
viðurkenningarskjöl, sennilega
eftir því sem þurfa þykir. Fleiri
hundruð uppgötvanir eru vana-
lega á sýningunni. I ár hafa
þær verið 592. „The Board of
Trade“ hefir yfirumsjón með
sýningunni. „The Institute of
NýkomiO.
Legghlífar,
Hanskar, fóðraðir og ófóðraðir
Góðir vetrarsokkar.
Skyrtur, hvítar & misl.
Hvít kjólvesti, nýjasta snið.
Silkihálsklútar pg treflar.
Alt aðeins 1. flokks vörur.
Vigfús Goðbrandsson
Austurstræti 10.
Patentees“ hefir stjómað henni.
Sýningin er iðnaðarsýning.
Mér hefir verið sent eitt ein-
tak af auglýsingahefti þvi sem
gefið var út fyrir sýninguna nú.
Nokkuð af fyrirskriftinni er á
þessa leið:
„Alþjóðasýning uppgötvana
eykst árlega að lýðhylli og þýð-
ingu. Það er áðallega á síðustu
árum sem hin mikla þýðing
unpeötvana fvrir iðnaðinn hef-
ir skilist og áhugi vaknað yfir-
leitt hjá fólki fyrir framleiðslu
uppgötvarans.
Að þessu sinni verður tæki-
færi til að gagnskoða mikinn
fjölda af uppgötvunum, sem
allar bíða eftir þvi að verði
teknar í notkun heiminum til
framþróunar.
Hér i söludeildinni verða
fvrst um uinn margir og merki-
legir hlutir til sölu. Meiri al-
þjóða-blær verður yfir sýning-
unni að þessu sinni en á undan-
förnum árum. Á sýninguna
hefir verið sent frá:
Bandarikjunum, Canada, Ást-
ralíu, Noregi, Ermarsundseyj-
um, Hollandi, Indlandi, Aust-
urríki, Danmörku, Birma,
Chile, Egyptalandi, Transwaxxl
og íslandi."
Eg hefi tvisvar tekið þátt í
sýningunni (1928 og 1930) með
hluti sem eg fefi patenterað.
En ekki liefir mér nú hlotnast
nein viðurkenningin enn þá. En
það er sennilega við ofurefli að
etia og erfitt að kenna fyrir ís-
lenskan mann. Fjárskortur hef-
ir einnig hamlað, svo að eg hefi
elcki getað sett nægan kraft á
með auglýsingum o. s. frv.
Það er nú siáanlegt, að með
þessum viðurkenningum er
upngötvunum rudd braut til
notkunar. Um 50 menn eru í
þeirri dómnefnd svo að það er
vafálaust tekið til greina. Und-
anfarið hafa það aðallega verið
Englendingar sem viðurkenn-
ingar hafa hlotið, enda lang-
flestar uppgötvanir þaðan.
Eg veit nú samt fyrir víst, að
min patent eru jafn mikils
virði hvert og svo sem hundr-
að af þeim sem þarna hafa
verið á sýningunni. En senni-
lega þykja þau nokkuð stór-
vægileg. Annað er breyting á
þéttiútbúnaði drifbullunnar,
sem notaður hefir verið á aðra
öld. Hitt er vél til vatnsuppguf-
unar, sjálfvinnandi og sjálf-
temprandi, með yfirhitara.
Maður getur nærri þegar
maður vill fundið upp eitthvað
nýtt, en það vantar fjármagnið
til að koma bví í framkvæmd,
og svo er jafnan tvíbent hvort
nokkuð er á því að græða.
P. Jóhannsson.
Listaverkið.
Aðeins meistarhönd getur málað heil lönd,
þar er marglitu blandað af frábærri sníld.
Jafnvel svart getur prýtt, ofið saman við hvítt,
þegar samræmið skapast að meistarans vild.
Vertu maður i raun. Þú ert meistarans laun,
Þú ert málverkið — tímanna sérstaka list,
en þitt reikula geð, sinum marglitum með,
þarf að mótast og blandast af reynslunni fyrst.
Þegar nautn verður kvöl, þegar blitt snýst i böl,
þegar blæðandi hjartað í meistarans liönd
verður gljúpt eins og mold, þá er gersigrað hold,
þá er Guðs merki nærri þin prófaða önd.
Pétur Sigurðsson.
„Occidentalj Brand“
Eins og undanfarin haust, fengum við nú beint frá
British Columbia
ÍOOO kassa af eplui
og seljum þau beint til neytendanna, með nálega heild
söluverði:
Jonathan, „Occidental Brand“ 18,50 kassinn
Mc. Intosh, „Occidental Brand“ 21,00 kassinn
Delicious, „Occidental Brand“ 22,00 kassinn
Þetta eru bestu eplin á heimsmarkaðinum og seld hér
jafn ódýr og stórum lélegri tegundir.
Kaupið jólaeplin nú þegar, þau halda sér fram yfir jól,
því ekkert epli er skemt.
Þúsund kassar eru fljótir að fara. Það hefir sýnt sig
undanfarið, því að allir vilja það besta.
Ordsending.
Heiðruðu viðskiftavinir okkar eru vinsamlega beðnir
að senda jólaþvottinn sem fyrst.
Virðingarfylst
Mj allhvít
Sími: 1401.
Landsins mesta nrval af rammalistnm.
Myndir Innrammaðar fljótt og vel. — Hverjci eins ódýrt.
Gnðmnndnr Ásbjðrnsson.
Laugaveci 1.