Vísir - 18.02.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 18.02.1931, Blaðsíða 2
V IS l H D IfeffflH & Olseini ((É Nýkomið: S M J Ö R S A L T, S Ó D I, ,V I T 0“ (ræstiduft) og GRÆNSÁPAN þjóðkunna í 12'/2 kg. fötum. verið ljúfur og traustur í við- iiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiHiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHii s Sg I Þegar hveiti er ódýrt | er sjálfsagt að kaupa það besta. E BIÐJIÐ UM | | MILLENNIUM. | s Fæst í smápokum, hvarvetna. liIlSS91III!IIIIIII!II!IIIII!II!KIIIIIIIIIKiIllil8BIIBiai!!ll!ll!KIllillll!(l!llÆ K. F. U. M. A. Ð. fundur annað kveld kl. 8.)/-. Allir karlnienn veikomnir. — Óá verður nýja ijókiu til sölu. SfraKristinn Danfelsson sjötugur. Síra Kristinn Daníelsson er fáéddur á Hrafnagili i Ejrjafirði 18. febrúar 1861. Foreldrar hans voru síra Daniel próf. Halldórsson á Hrafnagili og síðar á Hóimum, og kona hans Jakobína Magnúsdóttir Thor- arensen, bónda á Eyrarlandi. Sira Kristinn gekk skólaveginn og varð stúdent frá latínuskól- anum 1882, og' kandidat í guð- fræði 1884. Vígðist sama ár að Söndum í Dýrafirði og var þar prestur til 1903. Árið 1886 kvæntist hann Idu Halldórs- tióttur Friðrikssonar, og eign- uðust þau þessi börn: Daníel, starfsmann á skrifstofu Eim- skipafélagsins, Halldór og Knút, sem báðir eru héraðslæknar, Magnús, stundaði háskólanám erlendis og andaðist þar, og Sigríði, sem dvalist hefir í föð- urgarði, en er nú erlendis. Árið 1903, hinn 26. septem- iier fekk síra Kristinn veitingu fyrir Útskálaprestakalli og þjónaði því til 1916. Á Út- skálum misti hann konu sína (1909). Hann var prófastur i Kjalarnesþingi 1913—16, eða þangað til hann fekk lausn frá prestskap. Síra Kristinn var þingmaður fyrir Vestur-Isafjarðarsýslu ár- in 1909—11, og þingmaður Kjósar- og Gullbringusýslu árin 1913—19. — í báðum þessum störfum, prestskap og þing- mensku, komst hann til þeirra virðinga sem komist verður. Hann varð prófastur í Kjalar- nesþrófastsdæmi undir eins og það varð laust eftir að hann fluttist að Útskáium, og til þeirrar stöðu er jafnan valinn | einhver hæfasti presturinn í umdæminu. Alþingi gerði hann að forseta sameinaðs þings og var hann það frá 1914 17. Þeir sem utan þings.eru, líta oftast svo á, sem þeir einir séu kosnir forsetar alls þingsins, sem þingið vill sýna verulegan heiður, og gatan til að verða það er að jafnaði ekki sérlega greiðfaér, því sá sem kosning- una hlýtur, verður að hafa til þess meiri iduta alira atkvæða í þinginu. Eftir að síra Kristinn lagði niður prestskap hefir liann alt til þessa gegnt skrifstofustörf- um í Landsbankanum. Þann vegsauka, sem sira Kristinn liefir hlotið hjá em- bættisbræðrum og' samþingis- mönnum er hægt að rekja til hans sjálfs. Hann liefir ávalt verið stakur heiðursmaður, sem aldrei hefir fengið neinn blett á sinn skjöld. Hann hefir bæði kýnningu, og hefir senmlega aldrei átt neinn óvin. Hann lief- ir verið Iiófsmaður og reglu- maður i öllum greinum, og engin ber hann elhmörkín enn þann dag i dag. Hann ber manna best þessi 70 ár, sem Salómon áleit að væru hæsta ’mark mannsæfinnar. Árin sitja létt á herðum lians. I. E. Símskeyti —o— Madrid, 17. febr. United Press. - FB. Frá Spáni. Guerra bafði búist við að j hafa lokið stjórnarmyndun um miðjan dag á þriðjudag. — Bú- ist er við, að ef Guerra takist að mynda stjórn muni af þvi leiða víðtækar brevtingar i stjórnmálalífinu á Spáni. Berenguer hefir lýst því yfir, að á meðan hann gegni stjóm- arstörfum muni hann leggja á- herslu á að bæla niður hvers- konar uppþot og óeirðir, sem fyrir kynnu að koma. Aðstoðarhermálaráðherrann neitar því, að rétt sé. að nokkur uppreistarhugur sé i hernum. Orðrómur í þessa átt hafi kom- ist á kreik vegna óvanalegra ráðstafana, sem verið er að gera til þess að varðveita friðinn i landinu, ef þörf krefur. Alfonsó konungur hefir lýst því yfir, að liann sé reiðubúinn til að sýna það, að liann meti mest velferð Spánar, án tillits til sjálfs sín. Síðar: Guerra hæll við stjórn- armyndunina og ráðlagt kon- ungi að leita til Aivarez. Madrid 17. febr. United Press. - FB. Alvarez hefir gengið fyrir konung'. Þegar liann kom af konungsfundi kvaðsl hann að eins hafa verið kvaddur á fund konungs til skrafs og ráðagerða. Konungurinn liefír af nýju kailað Romanones og Alliucemas, frjálslyiidu leið- togana, á sinn fund. — Eftir- liti með útgáfu fréttablaða hefir verið komið á aftur, og verður svo meðan Berenguer gegnir stjórnarstörfum, uns ný stjórn er mynduð. Frá Alþingi í gær. —o— A dagskrá beggja deilda voru kosningar fastanefnda, og fóru þær fram að viðhafðri hlutfalls- kosningu. Við kosningu ll^err- ar nefndar komu fram tveir (eða þrír) listar með jafnmörg- um mönnum samtals og kjósa skyldi i nefndina. Kosning í all- ar nefndir fór því fram án at- kvgr. Efri deild. Áður en gengið var til kosn^ inga, mæltist Jón Þorláksson til, að f járhagsnefnd yrði skipuð 5 mönnum, eins og venja hefði verið, en þingsköp mæla svo fyrir, að hún skuli skipuð 3 mönnum. En það var felt með 6 atkv. gegn 6, að fjölga mömi- um í nefndina. Hér á eftir merkir A lista stjórnarflokk- anna, en B lista sjálfstæðis- manna. 1. Fjárhagsnefnd: Ingvar Pálmason (A) Jón Baldvinsson (A) Jón Þorláksson (B). 2. Fjárveitinganefnd: Jón Jónsson (A) Páll Hermannsson (A) Erlingur Friðjónsson (A) Jóhannes Jóhannesson (B) Halldór Steinsson (B) 3. Samgöngumálanefnd: Páll Hermannsson (A) Jón Jónsson (A) Björn Kristjánsson (B) 1. Landbúnaðarnefnd: Páll Hermannsson (A) Jón Baldvinsson (A) Pétur Magnússon (B) j 5. Sjávarútvegsnefnd: Ingvar Pálmason (A) Erlingur Friðjónssbn (A) Halldór Steinsson (B) 6. Mentamálanefnd: Jón Jónsson (A) Erlingur Friðjónsson (A) Guðrún Lárusdóttir (B) 7. Allsherjarnefnd: Ingvar Pálmason (A) Erlingur Friðjónsson (A) Pétur Magnússon (B) Neðri deild. Áður en gengið var til kosn- inga fastanefnda, bar Magnús Guðmundsson fram ósk um það, að kosnir yrði þá þegar 7 menn í fjárhagsnefnd, í stað 5, sem þingsköp mæla fyrir um. Benti hann á, að allmörg stjórn- arfrv. þau, sem fram eru kom- in, mundu lenda hjá þessari nefnd og yrði hún þegar í þing- byrjun störfum lilaðin. Forsætisráðh. mæltist heldur undan því, að kosnir yrðu strax nema 5 menn í nefndina og' færði sem ástæðu, að flokkur lians væri ekki undir það bú- inn, að nefndin yrði skipuð 7 mönnum á þessum fundi, Héð- inn vildi biða eftir því, að ósk kæmi um það frá nefndinni, að ijölga inönnum í henni. — En Magnús Guðmundsson vildi láta deildina skéra úr því. Bar for- seti þá upp, hvort kjósa skjddi 7 menn óg var það felt með 9:7 atkv. - Þá var kosið i fastanefndir og eru þær skipaðar þessum mönn- um: 1. Fjárhagsnefnd: Halldór Stefánsson (A) Ásgeir Ásgeirsson (A) Héðinn Valdemarsson (A) Ólafur Thors (B) Sigurður Eggerz (B) 2. Fjárveitinganefnd: Ingólfur Bjamarson (A) Þorleifur Jónsson (A) Hannes Jónsson (A) Har. Guðmundsson (A) Pétur Ottesen (B) Jón Sigurðsson (B) Magnús Jónsson (B) 3. Samgöngumálanefnd: Benedikt Sveinsson (A) Gunnar Sigurðsson (A) Magnús Torfason (A) Hákon Kristófersson (B) Jón Auðun Jónsson (B) 4. Landbúnaðarnefnd: Lárus Helgason (A) Bernharð Stefánssoú (A) Bjarni Ásgeirsson (A) Jón Sigurðsson (B) Einar Jónsson (B) 5. Sjávarútvegsnefnd: Sveinn Ólafsson (A) Benedikt Sveinsson (A) Sigurjón Á. Ólafsson (A) Jóhann Jósefsson (B) Hákon Kristófersson (B) 6. Mentamálanefnd: Ásgeir Ásgeirsson (A) Gunnar Sigurðsson (A) Sigurjón Á. Ölafsson (A) Jón Auðun Jónsson (B) Jón Ólafsson (B) 7. Allsherjarnefnd: Magnús Torfason (A) Lárus Helgason (A) Héðinn Valdimarsson (A) Magnús Guðmundsson (B) Jón Öhafsson (B) Ný mál. Tvær till. til þál. eru koninar fram. . Er öniiur frá fjármálaráðh. um dýrtíðaruppbót á laun em- bættis- og starfsmanna ríkisins. (Að heimila ríkisstjórninni að greiða sömu dýrtíðaruppbót ár- ið 1931 og greidd var á laun embættis- og starfsmanna ríkis- ins árið 1928). Hin till. er um lækkun á dag- peningum þingmanna og standa að henni Magnús Torfason, Lárus Helgason, Jör. Brynjólfs- son og Hannes Jónsson. Till. er stutt og þykir rétt að taka hana orðrétta upp. Hún hljóðar svo: „Albingi álvktar, að falla skuli niður 10% af dagpening'- um þingmanna á þessu þingi.“ Fylgir till. svo lilióðandi grein- argerð: „Það er berl, að ekki verðúr komist hjá að færa sain- an framlög til þjóðþrifamála, og yfirleitt halda sein sparleg- ast á fé rikissjóðs. Tillagan fer fram á, að þingmenn sýni hug sinn i því efni.“ Ötvarp og afyvðufræðsla. Frá því fyrsta er farið var að ræða um útvarp hér á landi, hefi eg alið þá vcm í brjósti, að það gæti orðið almenuur framhalds- skóli íslenskrar alþýðu, er ekki ’getur, ýmsra ástæðna vegna, notið framhalds skólamentunar, enda mundi slík útvarpskensla reynast mörguni nemanda hollari en skóla- gangan. En til þess að slík kensla gæti orðið sem happadrýgst og hag- kvæmust, jiurfa sem flestir að láta til sín heyra og benda á þær lei&ir, er að .gagni geta komið í jjessu máli. jafnframt þarf að myndast samvinna ínilli allra aðilja: út- varpsstjórnar, fræðimanna, bóka- útgefenda og útvarpsnotenda, svo að starfsemin yrði sem best skipu- lögð, og not kenslunuar setn víð- tækust. Eg ætla með línum Jjessum að benda á eina leið, sem eg álít að geti komið að gagni, eí vera mætti að uppástunga mín gæti komið öðrum af stað til að ræða rnálið, þótt ekki væri nema til andmæla; þau eru oft nauðsynleg til þess að skýra efni það, sem um er rætt. Eg hefi prðið jiess var, að suniir ótt- ast að útvarpið muni skerða um of lestur bóka í framtíðinni, en þar er eg á gagnstæðri skoðun, nema ef vera kynui lestur lélegra skáldrita, sem mjög hefir aukist á sjðari ár-, um, og væri að þvi lítill skaði; eg ■ hefi áftúr á móti j)á trú, að út-' varpið geti glætt lestur góðra bóka' að miklum mun. íslendinga vantar tilfinnanlega alþýðleg fræðirit í flestuni greinum, og stöndum vér Jiar langt að baki nágrannaþjóðum voruin, eu ýmsir hafa borið jm við, að þýðingarlaust væri að gefa út slík rit, jnd að Jiau seldust ekki, og hafa jiá venjulega. verið tekin sem dæmi því til sönnunar þau fræðirit, sem seint liafa selst, án tillits til j)ess að j)au hafa verið svo dýr, að margir efnaminni bókavinir hafa ekki haft efni á að kaupa jmu, þrátl fyrir lögeggjan útgefanda, sem jafnvel hafa stimplað slíka menn sem enga bókavini, fyrir j)á sök eina, að þeir hafa ekki haft efni til að kaupa jæssi dýru rit. Tækist þar á móti samvinna milli höfunda, útvarpsins og út- gefenda í þessu efni, gæti þetta breytst til batnaðar. Bækurnar þyrftu ekki að vera éins stórar, og yrðu jtar af leiðandi ekki eins dýrar ; sala jteirra yrði tryggari, og gagn jteirra fyrir hvern einstakling })ó mun meira en nú gerist. Eg ætla nú að skýra Jæssa hug- tnynd mína nokkru nánar. Hvort seni j)að væri útvarpið eða fræði- memi sjálfir, sem ættu frumkvæði að samningu og útgáfu slíkra al- þýðu-fræðirita, semdi útvarpið við höfundinn uni fleiri eða færri er- indi í jæirri fræðigrein, sem bók- in fjallaði um, er hann flytti í út- varpið, það löngum tíma eftir út- komu bókarinnar, að hún gæti ver- ið komin í hendur útvarpsiíotenda út um land. Þessi erindi yrðu svo skýringar og viðaukar við efni bók- arinnar, eu bókin sjálf lögð tii grundvallar. Þessar bækur þurfa elcki að vera stórar; ættu helst að vera stuttorðar og gagnorðar, en myndir til skýringar, þar sem eftííð krefst þess, eins og venjulegt er í érlendum fræðiritum. Þar sem höf- undurinn sjálfur hefði nokkurs- konar kenslustundir með lesendun- um, mundi ýmislegt bætast inn í, sem jafnvel hefði orðið út undan, ])ótt bókin væri stór. Um j)að leyti seni bókin kæmi á markaðinn, héldi svo höfundurinn inngangserindi að jæssari kenslu í útvarpið, þar sem hann benti mönn- um á aðalj)ætti og nytsemi þeirrar fræðigreinar, er bókiii fjallaði um, jafnframt j)ví sem hann l)oðaði út- varpsnotendum, auðvitað með næg- um fyrirvara, námskeið í jæirri fræðigrein með bókina sem grund- völl. Þetta fyrirkomulag efast eg ekki um að mundi auka sölu slíkra bóka, og vekja almennan áhuga fyrir slíkri heimilismentun, jafn- framt því að _ lesendurnir hefðu bókanna miklu lætri not.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.