Vísir - 04.03.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 04.03.1931, Blaðsíða 3
VJSIR K3T Skrifstofustúllca Stúlka, sem kann vélritun og getur annast símagæslu, þarf lielst að kunna bókhald, getur fengið atvinnu nú þeg- ar. Ríginhandar umsókn, með upplýsingunr og meðmælum, ef til eru, sendist í pósthólf 875. því þau lögðu af stað að heim- an, í paradísarvistina. Þessi maður hafði fengið sig fullsaddan á að vinna i landi þar sem líf hinna vinnandi stétta er illþolandi þrældómur, þar sem vinnukúgun er enn íiðkuð, eigi síður en á dögum Iteisaraveldisins, — munurinn ar aðeins sá, að kúgararnir eru aðrir og fonnið annað. ' (Þýtt). Bflvepr eða járnbrant. —o— Sumarið 1925 dvaldi eg noltk- ura mánuði á Englandi. Meðal blaða þeirra, er eg las þá að staðaldri, var Nottingham Guar- (lian, eitt hinna þriggja við- kunriu merkisblaða, er út koma á Norður-Englandi. — Þá var það einn dag, að í blaði þessu birtist ritstjómargrein um framtiðarhorfur jámbrautanna þar í landi. Var blaðið þeirrar -skoðunar og færði til margföld rök, að járnbrautir hlytu óum- flvjanlega að vcrða undir í sam- kepninni við bílana. Þó eru, æins og kunnugt er, járnbrautir elstar þar i landi og auk þess taldar betur úr garði gerðar en í nokkuru öðru landi Norður- álfunnar, Félögin sem eiga þær ..etu bæði auðug og voldug. Þetta var álit blaðs, sem al- þekt er fyrir vitsmuni, heiðar- leik og einurð. Það styður íhaldsflokkinn, en sem dæmi þess, hve það er þó óháð má geta þess, að eirimitt um sama leyti og greín þessi birtist, tók það eindregið i strenginn með námamönnum i hinrii miklu og harðvitugu kaupdeilu, sem þá stóð vfir, þegar seg'ja mátti að öll breska þjóðin stæði með öndina i hálsinum nær hálfan mánuð. Þeirri deilu lauk, eins og allir vita, á þann hátl, að kröfur námamanna voru sam- þyktar, en ríkið lagði fram stór- fé til stuðnings námuiðnaðin- um. Þá sat ihaldsstjórn að völd- um. - Umrædd grein var svo rök- föst og ítarleg, að mér yirtist luin ærið umhugsunarefni okk- ur íslendingum. Þvi ef svona liorfði við á Englandi, hvaða vit gat ])á verið i því, að lnigsa til járnbrautarlagninga á ís- landi ? Eg sendi hana því þáver- -andi atvinnu- og samgöngu- málaráðherra, Klemens Jóns- svni. Þegar eg kom heim um haustið (eg var þá starfsmaður á skrifstofu ' ráðuneytisins) þakkaði hann mér fyrir hana. Þótti lionum sem mér, að hún vera harla merkileg og kvaðst ætla að þar mundi rétt á litið framtið járnbrautanna. Síðan þetta bar til, hefir margt gerst einmitt í þessu máli. Bilanotkun, bæði til flutninga og mannaferða, hefir aukist gífurlega á Bretlandi og óraleiðir nýrra bílvega hafa verið lagðar, eins og Notting- ham Guardian gerði ráð fyrir að verða mundi. Nú eru reglu- bundnar bilferðir milli höfuð- borga Englands og Skotlands, að maður ekki tali um skemri leiðir. Járnbrautirnar lieyja vonlausa baráttu. FargjöW og flutningsgjökl eni lækkuð, en ekkert stoðar. Fyrir tíu árum, nei, segjum sex árum, mundi það liafa þótt fyrirsögn, að kauplækkun járnbrautarmanna kæmist i gegn, án þess að liið öfluga og harðskeytta bandalag þeirra dirfðist á móti að mæla. ’Þó hefir nú svo farið. En íslendinga hefir dagað uppi, eða þeir hafa sofið yfir sig. Enn þá dreymir þá fagra æfintýradrauma um jámbraut- ir. Þegar lagt er fram laga- frumvarp um bílveg austur yfir Hellisheiði (það er svo gaman að setja lög um það, hvað næsta kynslóð skúli gera þegar hún er búin að græða á skuldunum, sem við eftirlátum henni), þá segir þingið „ekki þenna, gef oss Barrabas“. Tveir „þingvitrir“ Magnúsar standa upp og vitna á hermannavisu um staðfestu sina, i þeirri barnatrú, að á austurvegum verði enginn sálu- hólpinn, nema hann fari á járn- braut. Og þriðji Magnúsinn — saklausastur allra þessara barna og á kjósendur fyrir aust- an f jall — spyr („sælir eru ein- faldir“), hvort ekki megi nota ný.ja pappirsveginn undir járn- brautina. Eg vona að í hinni virðulegu samkundu liafi eng- inn brosað. Sagt er að liann hafi gert samgöngumálaráðherrann orðlausan — og margt hefi ág' heyrt, sem eg átfi erfiðara með að trúa. Englendingur, seni nokkuð hefir ferðast liér á laridi, er æðsti stjórnandi tveggja stór- vaxinna iðnaðarfyrirtækja og hefir verið valinn i ábyrgðar- miklar virðirigarstöðúr i þjóðfé- lagi sinu, sagði við mig fvrir 2 árum: „Iceland will never liave a railway; the idea is preposte- rous.“ (Á íslandi verður aldrei lögð járnbraut;. hugmyndin er fjarstæða). Þetta er satt. Járnbrautaröld- in fór fram hjá íslandi. Járn- brautarhjalið er orðið að barna- ska]). Þetta er réttast að við för- um að gera okkur Ijóst hvað svo sém kosningrim og atkvæð- um liður. Sn. J. Bánarfregnir. Þann 8. þ. m. andaðist að heimili sínu, Njálsgötu 33, Sig- urður Vilhjálmsson, húsameist- ari, eftir áll-langa legu, tæplega 82 ára að aldri. Andrés Ólafsson, lireppstjóri, á Neðra-Hálsi í Kjós, andaðist i Landakotsspitala í gærkveldi. Þessa mæla manns verður nán- ar minst siðar. Níutíu ára er i dag Valgerður Eyjólfs- dóttir, Bergstaðastræti 30. Veðrið í morgun. f Reykjavik : 1 stig, ísafirði 1, Akureyri -4-3, Seyðisfirði .-4-2, Vestmannaeyjum 2, Stykk- ishólmi —1, Blönduósi -4-2, Hól- um i Hornafirði -4-1, (skejdi vantar frá Raufarh. og Grinda- vík), Færeyjum -4-2, Juliárie- haab -4-5, Jan Mayen -4-7, Ang- magsalik -4-12, Tynemouth 3, Kaupmannahöfn -4-4 st. (skeyti vantar frá Hjaltlandi). Meslur hiti í Reykjavík í gær 0 stig, minstur -4-4 stig. Úrkoma 13,3 mm. Yfirlit: Lægð fyrir sunn- an land á hreyfingu norður eft- ir. Hæð fyrir austan land. — Horfur: Suðvesturland, Faxá- flói: Suðaustan stormur eða rok og snjókoma i dag, en batn- ar sennil. heldur i nótt og gerir þíðviðri. Breiðafjörður, Vest- firðir, Norðurland, Norðaustur- land, Austfirðir: Suðaustan hvassviðri eða stormur. Snjó- koma víða, en frostlítið. Suð- austurland: Suðaustanstormur. Snjókoma eða slydda. 68 ára er í dag Jón M. Melsted, Von- arstræti 12. Þingmenn eru margir lasnir þessa dag- ana og munu 9 eða 10 hafa boð- að forföll i gær. Á meðal þeirra sem eru veikir, eru ráðherrarnir Ti-j'ggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson. Þessir þingmenn aðr- ir voru lasnir í gær: Pétur Magnússon, Héðinn Valdimars- son, Bernh. Stefánsson, Magnús Jónsson, Magnús Guðmundsson, Sigurjón Á. Ölafsson og Ásgeir Ásgeirsson, en Guðm. ólafsson i Ási, sem og hefir verið lasinn, mun hafa komið á þing í gær. Heyrst hafði nú i vikunni, að J)ingmenn ætluðu að skrej)pa í „eldhúsið44 nú í vikulokin, þótt fjárlögin verði enn um stund í nefnd, a. m.'k. ef samkomulag na'ðist um útvörpun frétta úr eldhúsinu. Það samkomulag hafði ekki náðst, er siðast frétt- ist. Þar sem nú við bætist las- leiki margra þingmanna, fara eldhúsumræður fráleitt fram fvr en í næstu viku i fvrsta lagi. Bæ jarstjórnarf undur -verður haldinn á morgun á venjulegum tima. Vegna kvef- sóttarinnar verður fundurinn að líkindum haldinn fvrir luktum dyrum. Stórhríð var hér í mörgun og varla fært milli húsa, er verst var. Ófærð er mikil i bænum, sum- staðar stórskaflar á löngum svæðum, og má heita, að bif- reiðum sé að eins fært um mið- bæinn og fáeiriar gö'tur í öðr- um basjarhlutum. Undir eins og veður lægir, ])arf að hefja snjómokstur af kappi og setja nægilega márga menn i vinnu,' svo farartálmi verði eigi lengi að snjónum. M. Mannfjöldi í Reykjavík var við manntalið ]). 2. des. síðastl. 28.182 (Skildinganes, sem er utan lögsagnarumdæm- isins, er ekki með talið). Töltir ])essar byggjast á lauslegri sam- talningu manntalsskrifstofunn- ar og kunna að reynast nokkru hærri, þvi 1776 voru hér „staddir“, er manntalið fór fram, en sumt af því fólki mun hafa ætlað að setjast hér að, en vantaði liúsnæði. Þingeyingar hafa ákveðið samgöngubann, til þesk að verjast inflúensunni. Á Húsavík er samkomubann. Flensborgarskólinn. Búið er að mæla fyrir liinu nýja skólaliúsi í Hamarkots- túninu og byrjað að grafa fyrir grunninum. Starfa að því vcrki daglega, þegar veður leyfir, 10 —20 menn. (Brúin). Deltifoss fer frá Hull i dag. Selfoss fór frá Hamborg þ. 2. mars. Brúarfoss kom til Akureyrar i gær. Esja fór frá Akureyri i gær. Gullfoss kom til Gautaborgar þ. 28. febr. Fer þaðan sennilega i dag áleiðis til íslands. Goðafoss var væntanlegur liingað í nótt eða morgun, en lá í dag út af Akranesi, vegna óveðui'S. Lagarfoss var á Norðfirðí í gær. Þýskur botnvörpungur kom í gær með fjóra slasaða menn. Einn þeirra hafði lent í skipsvindunni og slasast all- mikið. Af veiðum komu í gær Geir og Bragi, báðir mcð fullfermi. Þeir lögðu af stað áleiðis til Englands, eft- ir stutta viðdvöl. Enskur botnvörpungur kom i gær að leita sér að- gerðar. Primula kom að norðan i gær. Fer utan í kveld ef veður leyfir. Ólafur kom frá Englandi i nótt. „Skipaskagi“. Helstu villur í þeirri grein í Vísi 27. f. m. eru: „Hvorledes — ágællega“ á að vera: „Hvorledes liar du det“, verður: Hvernig hefir þú það? (— hvernig líður þér?), og svarið: „Eg hef það voða gott“ (= mér líður ágætlega). — „ísl. líkl.: Akranes“ fyrir: islénskuliki: Akranes. — Merkið -4- (á und- an Ytri-Akraneslir.), fvrir: ==. B. B. Ath.: — Handrit að þessari grein B. B. var óvenju slæmt: letrið örsmátt, skrifað með rit- blýi, dauft og máð. Má höf. sjálfum sér um kenna, að hvorki prenturum né öðrum tókst að öllu að ráða fram úr slíku. Ritstj. Útvarpið í dag. Kl. 18: IJtvarpsföstuguðsþjón- usta (sr. Fr. Hallgrímss.). — Kl. 19,25: Hljómleikar (grammó- fón). — Kl. 19,30: Veðurfregn- ir. —- KI. 19,40: Baruasögur (frk. Sigrún Ögmundsdóttir). — Kl. 19,50: Hljóml. (Þór. Guð- mundsson, Emil Tliorodösen): Tor Aulin: Idvl. -— Tor Aulin: Hunioreske. Kl. 20: Ensku- ketísla í 1. flokki (Anna Bjarna- dóttir, kennari). —- Kl. 20,20: Hljóml. (Þór. Guðmundsson, Emil Thoroddsen): Raff: Cava- tine. — Wieniavski: Mazurka. — - Kl. 20,30: Erindi: Frá Breiða- firði (Ólína Andrésdóttir, skáld- kona). — Kl. 20,50: Óákveðið. — Kl. 21: Fréttir. — Kl. 21,30 -21,35: Grammófónhljómleikar (Kórsörigur): Rússn. þjóðlag: Söngur ferjudráttarmanna á Volgu. Rússn. þjóðlag: Litla bjallan, sungið af Don-Kósakka kórnum. — Rússn. Vögguljóð, sungið af Chauve souris. Wágner: Pílagrímssöngur úr „Tannháuser“, sungið af B.B.C. kórinu. — Wagner: Mars úr „Tannháuser“, sungið af B.B.C. kórinu. Til konunnar á Vesturgötu, aflient Vísi: 5 kr. frá N. N. og 5 kr. frá G. Ó. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. (gamalt áheit) frá E. J., 13 kr. frá K. og 5 kr. frá gamalli konu, 10 kr. frá Á., 2 kr. frá G. M. Launamál verslnnarmanna. —o— Það mun óhiætt að fullvrða, að erigin stétt liér á landi muni hafa eins litla samvinnu og samtök og verslunarmanna- stéttin. — Það skal strax tekið fram, að í grein þessai’i, þcg- ar talað er um verslunarmanna- stétt, er átt við þá, sem hafa starfa við verslun eða fyrirtæki, sem aðrir eiga. Það mun hverjum manni Ijöst, að stétt, sem ekki er sam- hent, mun sjaldan og seint geta hrundið fram málum sínum, mun sjaldan geta komið fram réttmætum og sjálfsögðum réttar- og hagsmunabótum. Enda þótt máí verslunar- mannastéttarinnar hér á lanrli séu öll í hinni mestu óreiðu, þá er eitt ])eirra — aðalmálið — hagsnnmamálið —, íaunamál þeirra, i slikri óreiðu, að leng- ur verður ekki við unað. Það hljöta allir skynbærir merin að sjá, að launamál heillar stéttár má ekki, cf vel á áð fara, láta afskiftalaust með öllu, eins og hingað til hefir verið um launa- mál verslúnarmaririástéttar ])essa lands. I fáum löndum riiunii tiltölu- lega, miðað við fólksfjölda, vera jafnmargir verslunarmenn og hér og hvergi riiunu laun ])eirra vera misjafnari. — Verslunar- mannafélög hafa verið talin starfandi liér- um lengri tíma, en þau hafá látið aðalmálið —- launamálið — afskiftalaust með öllu, — liafa liklega ekki „séð sér fært“ að hreyfa ])essu erf- iða viðfangsefni. — Þó er skvlt að geta þess, að verslunar- mannafélagið Merkúr hreyfðí ])essu máli fyrir nokkrum ár- um, og streymdu menn þá í fé- lagið, sem var ljós sönnun þess, að verslunarmenn hafa áliuga á að bæta úr mestu göllum ])essa máls, enda ])ótl þeir, veg'na samtakaleysis, liafa enn- þá ekki borið giftu til að þessu. Verslunarmannafélagið Mer- kúr hefir i vetur verið að safna skýrslum um laun verslunar- manna hér í bæ, og hefir nefnd ])eirri sem að því starfar, þegar borist mikið af skýrslum og upplýsingum um þessi mál. Er það ætlun nefndarinnar að halda starfi sínu áfram og leggja siðan álit sitt fyrir félög kaupmanna (atvinnurekenda) og verslunarfólks, í þeirri von, að takast megi að koma á föst- um lágmarkslaunum. Um laun verslunarmanna hér i bæ má ])að seg'ja, að þau eru mjög lág víðast hvar — en laun verslunarstúlkna eru þannig, að lengur verður ekki við unað. — I þessari grcin mun eg eingöngu tala um láun verslunarstúlkna og sýna fram á með óhrekjan- legum dæmum, liversu lág þau em, svo að furðu gegnir, að nokkur atvinnurekandi geti ver- ið þektur fvrir að greiða þau. Það mun ekki vera dæma- laust eða jafnvel fátítt, að stúlk- um, sem vinna við afgreiðslu í verslunum frá kl. 9 að morgni til 7 að kveldi séu grelddar 60 —100 krónur á mánuði, eðö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.