Vísir - 17.05.1931, Blaðsíða 5

Vísir - 17.05.1931, Blaðsíða 5
VlSlR Sunnudaginn 17. maí 1931. AldarmmQiog Steiogrfms Tborsteiossonar. 19. maí 1831. — 19. maí 1931. Þýðlngar Stelngríms Thorstelnssonar Eftir prófessor Richard Beck. I. Væru íslenskar bókmentir sviftar þýÖ- ingagersemum sínum, myndi þar mikiÖ skarÖ. Þá myndi það sannast áþreifanlega, að „enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir.“ Og þá skildist mönnum einnig auð- veldlega, hverjir velgerðarmenn þjóðar sinn- at' snjallir þýðendur eru. Þeir víkka sjón- deildarhring hennar og veita frjóvgandi straumum inn á hugarlönd hennar. List- fengir og áhugasamir þýðendur eru dygg- ir verðir lands síns gegn andlegri einangr- un og fylgifiskum hennár: fáfræði og þröngsýni. Og þjóð, sem býr á hjara ver- aldar, fjarri arineldum heimsmenningarinn- ar, er ekki síst þörf þeirra manna, sem gera hana hluthafa í bókmentaauðlegð annara landa. Enn þá skortir mikið á, að íslensk- ar bókmentir séu eins auðugar að j)ýddum merkisritum og æskilegt væri. Samt hafa nokkrir menn lyft Grettistökum á því sviði. Jón prestur Þorláksson á Bægisá var brautryðjandinn. Þýðingar lians, sér í lagi Paradísarmissir og Messíasarkviða, voru stórvirki, ekki síst þegar litið er á andvíg- ar aðstæður þýðaiidans: fátæktina, einangr- unina og skort á nauðsynlegum hjálpar- gögnum. En með þýðingum sínum varð síra Jón einnig merkismaður og áhrifa i sögu íslensks máls og íslenskrar ljóðagerðar. Og mér er nær að halda, að starf hans í þessa átt hafi enn eigi verið sannmetið, að minsta kosti ekki af öllum almenningi. Dr. Sigurð- ur Nordal tekur alls ekki of djúpt i árinni er hann segir: Kvæði og þýðingar Jóns Þorlákssonar haía bæði gert Bjarna og Jón- asi auðveldara að yrkja og þjóðinni að meta verk þeirra.“ (Islenzk Lestrarbók, bls. XXV). En það er utan vébanda þessarar ritgerðar að ræða frekar hér um. Ekki þarf að fjölyrða um snildarþýðingar Svein- bjarnar Egilssonar á Hómerskvæðum; þeim hefir að verðugu verið óspart lof sungið. Enda verður hið mikla málhreinsunarstarf hans heldur eigi lofað um of. Nokkur skálda vorra hafa orðið til að feta þeim síra Jóni og Sveinbirni rektor i sj)or svo að prýði er að. Síðan á þeirra tíð ætla eg þó, að þrjá menn beri hæst í ís- lenskri þýðinga-starfsemi: þá Steingrím Thorsteinson, Matthías Jochumsson og Bjarna Jónsson frá Vogi. Fleiri hafa einnig reynst landi sínu þarfir með þýðingum sín- um, t. d. þau Þorsteinn ritstjóri Gíslason, Einar skáld Benediktsson og frú Björg Þ. Blöndal. Og enn aðra mætti nefna. En þó að skemtilegt væri, er mér eigi það hlut- ~ verk ætlað, að rekja sögu íslenskra þýð- inga, heldur hitt, að ræða nokkru náuar þýðinga-starf Steingríms Thorsteinsonar. Á aldar-afmæli þessa ástsæla skálds er það sjálfsögð ræktarsemi, að minnast hinnar víðtæku starfsemi lians í þágu íslenskra bókmenta, en þýðingar hans ’ voru mikill þáttur hennar. II. Engum mun gert rangt til, þó að sagt sé, að Steingrímur Thorsteinson hafi verið einna mikilvirkastur þýðenda vorra að íornu og nýju. Til þess að sannfærast um, að hér er ckki farið með „staðlausa stafi“, er það eitt ærið nóg, að lesa eftirfarandi skrá yfir þær þýðingar skáldsins, sem prentaðar hafa verið i bókarformi. Eru þær taldar hér í þeirri röð, sem þær komu út: Axel, eftir Tegnér, Khöfn, 1857; 2. útg. Rvík 1902. Þúsund og ein nótt, Khöfn, 1858—1866. Fimm bindi. 2. útg. Rvík 1910—14. Ný sumargj'óf, ársrit, Ivhöfn, 1859—62 jog 1865. Ritaði Steingrímur það að miklu leyti og er þar margt þýðinga eftir hann. Pílagrímur ástarinnar, eftir W. Irving, Khöfn, 1860. Endurprentaður í Sögur frá Alhambra, Rvík 1906. Úndína, eftir M. Fogué, og Þöglar ástir, eftir J. K. A. Musæus, Khöfn, 1861. End- urprentaðar i Winnipeg, 1907. Bandinginn í Chillon og Draumurinn, eft- ir Byron lávarð, Khöfn, 1866. Endurprent- uð i Nokkur Ijóðmæli eftir Byron, Rvík, I903- % Goðafrœði Grikkja og Rómverja, eftir H. W. Stoll, Khöfn, 1871. Saga hinna tíu ráðgjafa, Khöfn, 1876. Svanhvít, með Matth. Jochumssyni, Rvik, 1877; 2. útg. Rvík, 1913. Lear konungur, eftir W. Shakespeare, Rvík, 1878. Sawitri, Rvík, 1878; 2. útg., Rvík, 1926. Sakúntala, eftir Kalidasas, Rvík, 1879; 2. útg. Rvík, 1926. Róbinson Krúsóe, eftir D. Defoe, Rvik, 1886; 2. útg. Rvík 1917. Nal og Damajanti, Rvík, 1895. Dœmisögur eftir Esóp, Rvík, 1895. Nokkur Ijóðmœli eftir Byron, Rvík, 1903. Æfintýri og sögur, eftir H. C. Andersen, tvö bindi. Rvík, 1904 og 1908. Síðara bind- endurprentað, Rvík, 1920. Dœmisögur eftir Esóp og fieiri höfunda. Rvík, 1904. Þrjú œfintýri, eftir J. L. Tieck, Rvík, 1905. Eitt þeirra, „Álfarnir“, í þýðingu Steingríms. Sögur frá Alhambra, eftir W. Irwing, Rvik, 1906. Ljóðaþýðingar I, Rvik, 1924; II, Rvík, 1926. Hér er að finna ýmsar þær þýðing- ar Steingríms, sem birtust i Svanhvít, og fjölda margar aðrar. Tvö bindi til munu síðar koma út af safni þessu. Æfintýrabókin, Rvík, 1927. Saga frá Sandliólabygðinni, eftir H. C. Andersen, Rvík, 1929. Alpaskyttán, eftir H. C. Andersen, Rvík, 1929. Meðal þýðinga Steingríms má einnig, með nokkrum sanni, telja Varnarrœðu Sókrates- ar, Kriton og Fædon eftir Platon, sem Þjóð- vinafélagið gaf út 1925. Prófessor SigUrð- ur Nordal, er annaðist um útgáfuna, segir svo í eftirmála sínum: „Ifg hefi að vísu bylt svo um þýðingunni, að hún getur ekki liorið nafn Stgr. Th....En þýðingin ber samt enn mikinn svip af nákvæmni Stgr. Th. og stil hans.“ Auk þess er margt þýðinga eftir Stein- grím hingað og þangað í tímaritum og í handritum, t. d. fjöldi æfintýra, sem ekki hafa enn verið prentuð. í tímariti Bók- mentafélagsins er þýðing hans á sjálfsæíi- sögu föður hans, Bjarna amtmanns Thor- steinson. Af öðrum þýðingum skáldsins í bundnu máli, rná þessar telja: „Tímon eða Mannhatarann“ og „Drauminn“ eftir Lú- kian; eru hvorutveggja prentaðar i Eimreið- inni. Steingrimur var einn af ritstjórum Ið-ij unnar eldri. Auk íjölda kvæða eru þar ýms-J ar þýddar ritgerðir eftir hann, sögur, æfin- týri og spakmæli. Af merkum ljóðaþýðingum skáldsins, auk ofannefndra, skulu þessar taldar: „Hag- barður og Signý“ og „Kvæði um Axel Þórðarson og Valborgu vænu“ (dönsk ])jóðkvæði), í Tímariti Bókmentafélagsins; „Klukkuljóð" eftir Schiller, i Nýjum fé- lagsritum og' „Skemtigangan“ eftir sama, í Iðunni; þýðingarbrot úr Kaupmanninum í Feneyjum, eftir Shakespeare, einnig i Ið- unni; „Ljós“ og „Vitskerti maðurinn“ eftir Petöfi, í Skírni; og „Fimta kviða i Helvíti" eftir Dante, í Nýjum félagsritum. Þá þýddi Steingrimur meiri hlutann af hinu fagra kvæði Fougués, „Island“, en Bjarni Thor- arensen hafði löngu áður þýtt kafla úr því. (Sjá Skírni, LXXIX, bls. 336—339). Loks má geta þess, að í ljóðasafninu Svövu, er Steingrímur gaf út (1860), ásarnt þeim Benedikt Gröndal og Gísla Brynjólfssyni, er þýðing eftir hinn fyrstnefnda á „Selrnu málum“, löngu kvæði eftir Ossian (bls. 70 —100). Það er því ekkert smáræðisstarf, sem Steingrímur Thorsteinsson inti af hendi með þýðingum sinum. Þær fylla myndar- lega bókahillu og eru þúsundir blaðsíðna að stærð. En blaðsíðutal er enginn mælikvarði bókmenta-gildis.' Hitt er enn mikilsverðara, að í hinum mikla þýðingafjölda Steingríms er vandfundið léttmetið, þó þær séu að von- um dálítið mismunandi að lifsgildi og list- gildi. Það var bæði að hann var þaulles- inn i heimsbókmentunum og átti jafnframt óvenjulega ríkan fegurðarsmekk. Enda var han« vandur í vali þýðinga sinna. Eflaust hefir það verið islenskum bókmentum stór- happ, að Steingrimur kotnst ungur að aldri undir handarjaðarinn á Sveinbirni Egils- syni. Fyrir þær samvistir hafa vaxið hjá honum ástir á fögru máli og áhuginn á góðum bókmentum. Prófessor Haraldur Níelsson fer svofeldum orðum hér um í æfiágripi skáldsins (Andvari, 39. ár, 1914, bls. 2) : „í latínuskólanum varð Steingrimur fyr- ir miklum áhrifum af Sveinbirni Egilssyni, sem þá var rektor og að allra dómi hefir verið einn hinn mesti snillingur á íslenska tungu, sem nokkurn tima hefir lifað. Tók Steingrimur þá þegar að kynna sér útlend skáldrit, einkum fyrir áhrif frá einum skóla- bræðra sinna, Ólafi Gunnlaugssyni. Var Ólafur ágætlega gáfaður; fékst siðar aðal- lega við blaðamensku í Brússel og París (f 1894). Steingrímur vai'ð snemma ágæt- lega að sér i þýsku; mun hann hafa lagt sérstaklega stund á það málið, til þess að geta lesið rit stórskáldanna þýsku á frum- málinu. Eignaðist hann þegar á skólaárun- um öll rit Schillers, kvæðasafn eftir Goethe og íleira af ritum hans.“ Snemma hefir Steingrimur því tekið ást- íóstri við skáldbræðurna þýsku, er hann siðar þýddi svo margt eftir. Og ekki mink- aði bókmenta-áhugi hans þegar til háskól- ans kom. Þar var líka stórum betra til fanga hvað erlend skáldrit snerti, en heinia fyrir. En eg læt Harald prójessor segja frá skóla- árum skáldsins (Andvari, 39. ár, 1914, bls. 6): „Við háskólann lagði hann fyrst stund á lögfræði; en hann hætti við það og tók að stunda málfræði, aðallega latínu og grísku. Árið 1863 lauk hann embættispróíi í málfræði og sögu (með 2. einkunn). Að honum vanst svo seint námið, kom til af þvi, að hann var að hálfu í vist hjá fagur- íræðinni og skáldlistinni. Hann las þessi árin mikið af skáldritum og heimspekisrit- um, og fékst jafnframt við ritstörf. Munu fáir íslendingar hafa lesið jafnmikið af er- lendum skáldritum. Hann kynti sér eigi aðeins lielstu skáldrit Dana, Norðmanna og Svía, heldur og rit R. Burns, Walter Scotts, Shakespeares, Byrons, Shelleys, Goethes, Schillers, Heines, Victors Hugos, og Ber- angérs. Auk þess átti hann við sjálft forn- tungunámið kost á að kynna sér fornskáldin grísku og latnesku.“ Steingrímur var þvi vel undir þýðingar- starfsemi sina búinn. Og hin víðtæka bók- mentaþekking hans kemur eigi aðeins fram i þýðingarvali hans, heldur einnig i athuga- semdum hans við þær, og eigi síður í rit- gerðum hans um mörg merkisskáld: Goethe, Schiller, Petöfi, Fouqué, Byron, Andersen, og fleiri. Þær sýna bæði staðgóða kunnáttu hans í fagurfræðum og glöggan skilning. Eftir hann mun einnig vera ritgerðin „Um vísindi, skáldskap og listir á miðöldunum“ í „Nýrri sumargjöf" (1865); vel skráð og allítarlegt yfirlit (bls. 113—143). Þar við bætist, að Steingrímur átti ekkert skylt við nirfilinn, sem vill einn gína yfir auði sínum og grefur hann að lokum í jörðu niður, svo að enginn fái notið hans. Skáldið unni góðum bókmentum nógu vel og skildi menningargildi þeirra nógu vel til þess að vilja gera sem flesta landa sinna hluthafa í fegurð þeirra. Föðurlandsást hans, undir- straumurinn i svo mörgum kvæðum hans, kemur ljóst fram í þýðingarstarfi hans. Hann vill fræða þjóð sína og göfga, lyfta henni til hærra og víðfeðmari sjónar. Þess vegna var hann óþreytandi, að veita erlend- um hugmyndaauði inn í land sitt. Og þau eru ekki fá fegurstu blóm heimsbókment- anna, sem hann gróðursetti í íslenskri mold. Landnám Steingríms sem þýðanda er af- ar víðlent. Hann lagði undir sig Norðurálf- una þvera og endilanga og seilist til fanga bæði í Austur- og Vesturálfu heims. í minn- ingarljóðum sinum um skáldið lýsir Guð- mundur Guðmundsson ágætlega þessu víð- lenda landnámi hans i ríki bókmentanna: „Með Aladíns lampann i hægri hönd, að hásæti PersaXanáu, um ævintý^anna Austurlönd að Eldorado og Gózenströnd hann lýsti’ oss með eldi’ og anda. Með dísum ljósum i léttum blæ vér liðum í veldi drauma unt Himinfjallanna heiðan snæ og heilaga Ganges strauina. Þá grétu’ yfir Úndínu /ífandi-fljóð, er „ísalands riddarans“ frásögn dýra á fegursta málinu’ hann færði þjóð, sem fleira listanna gullið skira. Og svimháan Byron’s og Sluikespeare’s anda hann sál vorri fyrir lét skíran standa. Oss hefir hann dýrustu demanta sótt úr draumlönduní ILeine’s og Goethe’s sölum, — og frætt oss um heilaga himindrótt á hæðum Olymps — þann snildarþrótt í litskrúði’ af marmara’, er mænir hljótt frá musterum hrundum í Grikklands dölum, og talar þó skýrar en tungan snjalla um tignarmairk andans og fegurð alla.“ Og landnám Steingrims í þýðingum er jafn víðfemt í tima sem rúmi. Hann vel- ur sér þýðingar úr fornöldinni, frá miðöld- unum og alt niður til samtiðar sinnar. Hann þýðir ljóðaperlur úr hinum fjarskyldustu jbókmentum: forngrískum og rómverskum, _ indverskum, nýgrískum, enskum, þýskum, frönskum, svissneskum, rússneskum, ítölsk- ,um, spánverskum, ungverskum, serbneskum, dönskum, norskum, sænskum og amerísk- um. Og hann hefir auðsjáanlega kunnað vel samvistunum við andlega höfðingja. Hann hefir þýtt kvæði eftir þessi öndvegis- skáld: Saffó, Hórazíus,-Shakespeare, Dan- te, Byron, Burns, Goethe, Schiller, Heine, Petöfi, Tegnér, Oehlensclæger, Björnson, Topelius, og Longfellow; fer þó fjarri að allir séu taldir. Þýðandinn haslar sér því eigi völl með . smámennum. 1 vali sínu á ljóðaþýðingum ' ræðst hann eigi heldur á garðinn þar sem hann er lægstur. Nokkrar af merkum ljóða- þýðingum hans hafa þegar verið nefndar. Þessar má einnig benda á: „Kafarann“, „Greifann af Habsborg“ og „Meyjuna af ókunna landinu“ eftir Schiller; „Guðinn og bajaderan“, „Söngvarann“, Korintsku brúð- urina“, „Álfakónginn“ og „Mignon“ eftir Goethe; „Lorelei“ og „Don Ramíró“ eftir Heine; „Náttúruna og manninn“ eftir Hugo; „Excelsior“ eftir Longefollow; „Föruneytið mitt“ eftir Björnson; „Dauða Hákonar jarls“ eftir Oehlenschlæger; „Vetr- arbrautina“ eftir Topelius; „Sólar-óð“ eftir Tegnér; og sálminn „Hinir þrír vitringar úr Austurlöndum“ eftir Grundtvig. Og svona mætti lengi telja. Ekki eru Byron-þýðingar Steingríms ó- merkari en hinar ofantöldu, eða þá þýðing ,hans á Axel Tegnérs. Og Steingrimur ræðst í að þýða sjálfan Dante, skáldjöfur mið- áldanna. „Fimta kviða i Helvíti“ er merkur kafli og áhrifamikill úr höfuðriti Dantes, La Divina Commedia (Sjónleiknum guð- dómlega). Er þetta geysi langur ljóðbálkur, hundrað kviður (cantos) alls. Þó mun hik- laust mega telja Lear konung merkustu þýð- ingu Steingrims i bundnu máli, enda er hún hin umfangsmesta. Af þýddum riturn skáldsins i óbundnu náli má eflaust telja Þúsund og eina nótt mesta þrekvirkið. Hún er bæði mikið rit ; S vöxtum og að sama skapi merkileg, ein ai frægustu gersemum heimsbókmentanna, einhver besta skemtibókin, sem til er. Enda hefir lum orðið lesendum hvarvetna upp- spretta yndis. Hér er ærinn hugmyndaauð- ur; ímyndun manna finnur hér næga nær- ing í kynjasögum, æfintýrum og litauðug- um lýsingum. Margt skáldið hefir einnig sótt eínivið i þetta dásamlega sagnasafn. í svipinn man eg eftir einu skáldi íslensku, sem tekið hefir yrkisefni þaðan. Einar H. Kvaran yrkir tvö af góðkvæðum sínum, „Sjötta ferð Sindbaðs" og „Konunginn á svörtu eyjunum“ út af sögum í Þúsund og einni nótt. Þykir mér ekki óliklegt, að skáld- ið hafi sótt þau yrkisefni sín i þýðingu Steingríms. Þá var bókmentum vorum mikill fengur að þýðingum Steingríms á mörgum hinum ágætustu æfintýrum H. C. Andersens. Þau hafa farið heimsenda milli, og eru eftirlæti jafnt yngri sem eldri, þó þau .séu sérstak- lega ætluð börnunum. Og mikið happ var það, að Steingrímur valdi sér það hlutskifti, að snúa æfintýrum þessum og sögum á íslensku. Hann var einmitt hæfasti maður- inn til þess vandaverks. í fyrsta lagi voru æfintýri honum einkar hjartfólgin; auk þess leikur það ekki á tveim tungum, að með honum og H. C. Andersen var náinn and- legur skyldleiki. Framli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.