Vísir - 02.07.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 02.07.1931, Blaðsíða 2
VISIR íslenskar landlagsmyndir. Þenna og næsta mánuö látum viö heilan myndaflokk, Nr. 55—100, af hinum fallegu brúnu Teofani ljósmynd- um (landslagsmyndum) fyrir 25 arðmiða úr SWASTIKA cigarettum. Að eins heill myndaflokkur afhentur í einu. Gildir til 1. ágúst. Þórður Sveinsson & Co. Ilafnarstræti 10. Símskeyti —o— Jtómaborg í. júli. United Prcss. FB. Skaðabótamálin. ítalska stjórnin tilkvnti i gær stjórnunuin i Þýskalandi, Aust- urriki, Ungverjalandi og Búlg- ariu, að eigi væri nauðsynlegt að þær greiddu aí ófriðarskuld um sínum til Ítalíu [). 1. júlí, en greiðslu mundi verða kraf- ist síðar, ef ekki yrði ai íram- kvæmd Hoovers-ráðagerðar- innar. Khöfn 1. júli. United Press. FB. Deilan um Austur-Grænland. Orðsendingar ganga nú a milli norsku ríkisstjórnarinnar og rikisstjórnarinnar í Dan- mörku, út af landnámi norsku veiðimannanna i Myggebugten á Austur-Grænlandi. Danskur leiðangur undir forustu dr. Kochs lendir á þessum slóðum, sem um er deilt innan fárra daga. Dönsku blöðin deila harðlega á Norðmenn fyrir til- tæki þeirra og krefjast þess, að málinu verði skotið til alþjóða- dómstólsins í Haag, til úrskurð- ar. lúimonton 1. júlí. United Press. FB. Ileimsflugið. Post og Gattv héldu al' stað héðan kl. 3,39 f. liád., í tvö þús- und mílna flugið til Roosevelt flugvallarins Við New York. Þeir ráðgerðu að staðnæmast í Cleveland, Ohio, til þess að bæta á sig bensini. Cleveland (Ohio) t. júlí. Mótt. 2. United 'Press. FB. Post og Gatty lentu liér kl. 4,13 e. h. Þeir liéldu áfram flug- inu til New York ki. 4,45. Xew York 2. júli. United Press., FR. Post og Gatlv lentú á Roose- velt Fiéld kl. 7,47 (Eastern Standard tími). Síðar: Post og Gatty luku heimsfluginu á átta dögum, sextán klukkustundum og fim- tiu og þremur mínútum, og liafa þeir sett glæsilegt met i heimsflugi. Tiu þús. manna voru viðstaddir komu þeirra til New York, þar á meðal Lindbergh flugkappi. Lét Lind- bergh í ljós mikla hrifni vfir afreki þeirra í ræðu, sem liann hélt á flugvellinum, kvað liann vera um aðdáunarvert afrek að ræða, og mundi frægð þcirra Posl og Gatty seint fyrnast. Slys. —o— i I fyrrakveld varð það sorg- j lega slvs á Kollafirði, að ungur maður héðan úr bænum, Hjört- ur Einarsson vélfræðanemi, druknaði á húðkeyp (kajak), sem hann liafði farið á liéðan úr hþfninni um kveldið. Iíans var saknað, þegar leið á kveld- ið, og leil hafin að honum með hjálp lögreglunnar, en liefir ekki fundist. Mun liann hafa sokkið með bátnum einbvers- staðar i nánd við Iíjalarnes, þvi að þar mun síðast bafa sést til hans um kl. 10 i fvrrakveld. Hans var leitað víða í gær, en sú leit varð árangurslaus. Hjörtur heitinn var tæplega tvítugur, var fæddur hér í bæn- um 4. júli 1911, og hét fullu nafni Asmundur Hjörtur, en jafnan kallaður síðara nafn- inu. Hann var sonur Einars heitins Gunnarssonar, cand. phil., stofnanda þessa blaðs, og frú Margrétar Hjartardóltur Líndal. Hjörtur var hinn mannvæn- legasti maður og hafði lagt stund á vélfræðinám. Er hið svipulega fráfall hans þung- bært sorgarefni móður lians og öðrum ættingjum og vinum. K j ðr dæmaskipnnin f y r r o g’ n ú. —o—• Þess verður nokkuð vart, að Sjálfstæðismönnum sé gefin sök á þvi, að ekki Iiafi þegar verið gerðar 'þær lagfæringar á kjördæmaskipun og kosninga- fyrirkomulagi, sem mÖnnum er nú Ijóst orðið, að nauðsynlegt er að gera. Og þvi skal nú alls ekki neitað, að um nokkura ! sök sé að ræða. En þess verður þó að gæla, hve stutt er síðan að höfuðgallar kosningafvrir- komulags okkar fóru að koma í ljós. Kjördæmaskipun okkar, sem nú er orðin nálægt hundrað ára göniul í aðalatriðum, var upp- Iiaflega réltlát. Samkv. henni höfðu kjósendur í landinu nokk- urn veginn jafnan atkvæðisrétt um landsmál, hvar á landinu sem þeir voru. En á síðari ár- um liafa orðið stórfeldar breyt- ingar í Iandinu, sem gert hafa ])að að verkum, að nú er ekki lengur um nokkúrt slíkt jafn- rétti að ræða. Það bafa mynd- ast þorp og bæir, þar sem menn liafa safnast saman, svo þús- undum og tugum þúsunda skiftir, og flokkaskiftingin lief- ir breysl og orðið margbrotn- ari en áður var. Þetta livort- tveggja veldur því, að hið gamla kosningafyrirkomulag er orðið óviðunandi. Kjördæmaskipunin sjálf getur að vísu staðist enn, en kosningafyrirkomulaginu verður að breyta, ef allir eiga að liafa jafnan rétt. Það hefir liins vegar eklci komið fyrir, fyrr en nú, að kjör- dæmaskipunin liafi orðið þess valdandi, að lýðræðið væri fyr- ir borð borið. Það hefir aldrei komið fyrir, síðan stjórnin flutt- ist inn í landið, að nokkur stjórn hafi verið skipuð svo, að hún hafi ekki haft meiri hluta kjós- enda að baki sér. Það voru að vísu áhöld um það, er fram- sóknarflokkurinn myndaði stjórn 1927, en það verður þó ekki véfengt, að sú stjórn liafi verið skipuð á lýðræðisgrund- velli. Hitt er -rétt, að stjórmála- flokkarnir liafi orðið fyrir barð- inu á kjördæmaskipun og kosn- ingafyrirkomulagi, fyrr en nú, á þann liátt, að styrkleikahlut- föll milli þeirra á Alþingi liafa orðið önnur en átt Iiefði að vera, samanborið við kjósendatölu. Þó verður það ekki verulega áberandi, fvrr en eftir kosning- arnar 1927, meðfram af ])ví, að árin áður hafði flokkaskifting- in í landinu verið svo óákveðin og á reiki. En þó að framsókn- arfloklcurinn að vísu fengi tals- vert fleiri ])ingmenn kosna 1927 heldur en honum bar, miðað við kjósendafjölda, þá hafði það þó engin áhrif á skipun stjórnar- innar ])á, og óvíst að það hafi Iiaft veruleg áhrif á löggjafar- starfið á siðasta kjörtímabili. Þannig er ])að augljóst, að h öfuðgallar kosningafyrir- komulags og kjördæmaskipun- ar koma ekki verulega fram, fvrr en i kosningunum 1927, en þá þegar var framsóknarflokk- urinn orðinn svo sterkur, að hann gat hindrað allar lagfær- ingar. Og hve mikið kappsmál það var flokknum, eða aðalfor- ystumönnum hans, að koma í veg' fvrir slikar lagfæringar, ])að sést best af því, að gripið var til þess ráðs, að rjúfa þingið, þeg- ar i stað, er það var orðað, að eitthvað ætti að gera i þessa átt. Nú liefir það þó komið fyrir, sem vafalaust Iilýtur að opna augu landsmanna fyrir ])ví. að við svo búið má ekki stánda. Það eru úrslit siðustu kosn- inga, sem þetta hljóta að gera að verkum. Nú kemur það fyr- ir í fj-rsta sinn, að meiri hluti þíngsins, sem stjórninni á að ráða, hefir að cins tiltölulega lítinn minnihluta þjóðarinnar að baki sér. Það er áreiðanlegt, að fynr þessum úrslitum gerðu jafnvcl ekki framsóknarmenn- irnir sjálfir ráð fyrir fram. Og vafalaust er þeim nú mörgum um og ó um það, að taka á ný við völdum með þessum liætti, i fullu trássi við lýðræðisregl- ur. Og það er enginn vafi á því, að margir þeirra að minsta kosti vilja nú taka upp samn- inga um lagfæringar. Þess er ])ví fastlega að vænta, að slíkir samningar verði teknir upj) ])egar i þingbyrjun nú í sumar. Að sjálfsögðu munu andstöðuflokkarnir, alþýðu- flokkurinn og sjálfstæðisflokk- urinn gera ])á kröfu, að þær breytingar verði gerðar á kosn- ingafyrirkomulaginu, sem trvgt geti fullkomið jafnrétti kjós- endanna í landinu, og fullkom- ið jafnrétti stjórnmálaflokk- anna á þingi, þannig að hver flokkur fái þingsæti i réttu hlutfalli við kjósendafjölda. Og þessir tveir flokkar liafa, eins og áður hefir verið drepið á, þá aðstöðu í þinginu, að ]>eir geta fylgt slíkuni kröfum eftir með minklum þunga, og þó á þing- legan hátt, ef þeir verða sam- taka. Gagnfræðaskðli Reykvíkinga. —o— Gagnfræðáskóli Reykvíkinga liefir nú starfað í þrjá vetur, og hefir prófessor Ágúst H. Bjarnason haft á hendi stjórn skólans frá uppliafi. Eins og frá var skýrt í Vísi i gær, var skólanum slitið 30. f. m. i bað- stofu Iðnaðarmanna. í ræðu þeirri, sem skólastjóri prófessor Ágúst H. Bjarnason flutti við uppsögn skólans, lét liann þess fyrst getið, að skól- inn hefði öðlast prófréttindi með bréfi fræðslumálastjóra, dagsettu 2. júni, að því til- skildu, að á gagnfræðaprófinu væri höfð sömu úrlausnarefni og sömu prófdómendur eins og í gagnfræðadeild Menntaskól- ans, og skyldu þá þeir, sem stæðist gagnfræðapróf iðmeira, teljast tækir í lærdómsdeild Menntaskólans. Af þeim 29, sem luku prófi að þessu sinni, náðu 13 æðra markinu. 5,67 og alt upp í 7,19. Hæsta einiiunn hlaut Katrin Ólafsdóttir (rit- stjóra Björnssonar) og þrír nemendur komust allnærri markinu. Af þessum sagði skólastjóri að 10 mundu leita inntöku i lærdómsdeild Menta- skólans, og væri gott i efni, því að nú væri ekki nema 13, sem staðist hefði sama próf i Menta- skólanum. Síðan gerði skólastjóri grein fyrir úrslitum bekkjarpróf- anna, en þar hlaut hæsta eink- un Ragnheiður .Tónsdótlir (rik- isféhirðis Halldórssonar), mtð aðaleinkun 7,38. Að þvi búnu ávarpaði skóla- stjóri þá, sem lokið höfðu gagn- fræðaprófi, og árnaði þcim heilla. En þá gekk fram úr hopi þeirra umsjónarmaður skólans, Þórir Kr. Kri",unsson, með fagran silkifána með merki skólans, og afhenli h.aim sem gjöf frá nemöndum for- manni skólanefndar, Pétri bók- sala Halldórssyni, en hann þakkaði fyrir hönd skólancfnd- ar og mælti fögrnm hvatning- arorðum til nemanda, og bað þá að minnast sköíans. Að því Joknu ávarpaði skóla- stjóri skólanefnd og þakkaði henni þá umhyggju, er hún hefði sýnt skólanum, kennur- um hans og nemöndum, og var undir ])að tekið með ferföldu húrrahrópi fyrir nefndinni. Loks var úthlutað verðlaun- uin, sem Pétur bóksali Hall- dórsson liafði gefið, eins og að undanförnu. Voru það kvæði Björnstjerne Björnsons i tveim bindum, og' hlaut þau Ivatrín Ólafsdóttir, með þeim uinmæl- um skólastjóra, að hún hefði verið sæmd og prýði skólans. öllum umsjónarmönnum voru og gefnir Skaftáreldar I og II., eftir .Tón Trausta. Þar með var athöfhinni lokið. Sk:eyti frá Zeppelin. —o— l'rá loftskipinu Zeppelin greifa barst póstmálastjóra loftskeyti sem í þýðingu er svo liljóðandi: „Þökk fyrir ágæta aðstoð við póstupptökuna. Berið kveðju forsætisráðherra og þjóðinni.“ Póstmálastjóri vill bæta við ]>akklæti til póstmanna fyrir ágæta aðstoð við þetta tæki- færi, til lögreglunnar sömu- leiðis, og til allra, sem viðstadd- Ir voru, fyrir prúða framkomu. Hvers vegna? —o— Nú uni hásumar, jiegar öfl nátt- úrunnar leggja enga hindrun í veg verklegra framkvæmda. erum við margir hverjir fjötraðir hlekkjum atvinnuleysis hér í Reykjavíík. Hungurvofan hímir vi'ð dyrnar, ]>ó a'ð hún ráðist ekki til inngöngu enn-* þá, meðan sólbjart er. Seinna kem- ur haustið og hretviðrin. Við vitum það vel, að það er atvinnuskortur hér í Reykjavík nú, og að Jiessi plága vex með lækkandi sól, — ef ekkert óvænt skerst í leikinn. En við, sem erum atvinnulausir, höf- um nægaii tíma til spurninga og við spyrjum: Hvers vegna? Hvers vegna er atvinnuleysi i Reykjavík? — Margir hafa svarað ]iessari spurn- ingu á þann veg, að atvinnuleysið stafi af fjárhagsörðugleikum, — að það skorti fé til framkvæmda. En það er ekki nema hálfur sannleik- ur; því að atvinnuleysi getur auð- veldlega skapast af annari ástæðv, — af of miklum mannafla. Og þá getur atvinnan þrotið engu síður, jafnvel þó að fjárhagur sé á rétt- um kili og framkvæmdir eðlilegar. Sennilega er þó erfiður fjárhagur aðal undirrót þessa atvinnuleysis nú, því að íramkvæmdir eru allar stórum minni en venja er til. En ])ó að svo sé, ])á er samt engin ástæða til að álíta, að fjárþröng sé hér ein að verki. Annar þáttur liefir oft og einatt á undanförnum árum oíið Reykvíkingum kyrtil at- vinnuskorts og örbirgðar. Það er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.