Vísir - 11.09.1931, Side 2
VIS I R
Nýjar birgðir fjTrirliggjandi af:
Umbúðapappír, 20, 40 og 57 cm.
Bréfpokum, Vs kg. 10 kg.
Elinjagarni, mislilu.
Seglgarni,
Skógarni,
Gúmmíböndum.
Lægsta verð í bænuin.
Símskeyti
—o---
Londcm io. sept.
United Press. FB.
Fjármálaræ'Öa Snowdens.
Mr. Snowden "upplýsti í fjár-
lagaframsöguræðu sinni í dag. aö
halli á ríkisbúskapnum í ár mundi
fara fram úr 74 miljónum ster-
lingspunda, en aS ári alt aö 170
milj. sterlingspunda. nema fjár-
hagsviöreisnartillögurnar næöi
fram aö ganga. Ennfremur til-
kynti hann, aö stjórnin legöi til aö
tekjuskatturinn yröi aukinn svo
næmi 6 pence á sterlingspund, aö
skattur á bjór, tóhaki og bensíni
yröi aukinn, svo og skemtana-
skatturinn, aö latm dómara, aöal-
ráöherra og þingmanna lækkuðu
11111 10% og atvinnuleysisstyrkir
iim 10%. -— Mr. Snowden lýsti yf-
ir ]>vi, aö Fiætta yrði lántökum
fyrir atvinnuleysissjóöi. — Mr.
Snowden giskaöi á, aö aí sparnaö-
ar- og skattatillögum stjórnarinn-
ar myndi rikiö hagnast um 17* °íí
500 þús. sterlingspund á næsta ári
og yröi þá tekjur umfrám útgjöld
á því ári ( milj. og 500 þús. ster-
lingspund.
%
London 11. sept.
United Press. FB.
Kítir langar umræöur félst neört
rnálstofan á fjárhagstillögur
stjórnarinnar og var þeim yfirleitt
vel tekiö aí frjálslyndum þing-
mönnuni. en jafnaðarmenn lýstu
yfir því, aö þeir myndi spyrna á
móti ölltim launalækkunum og
lækkun atvinnuleysisstyrkja eftir
getu. — Þingfttndi var slitiö kl.
11 síðdegis.
Budapest 11. sept.
United Press. FB.
Forvaxta-lækkun.
Þjóöbankinn lækkaöi forvexti í
gær úr 9% í 8%.
Osló it. se]»t.
United Press. FB.
Vinnudeilunum lokið í Noregi.
Vinnudeilunum miklu. sem staö-
iö hafa yfir i 5I2 mánuö, lauk í
morgun.
Genf 11. sept.
United Press. FB.
Danir og vígbúnaður.
Frétst hefir, aö fulltrúar Dan-
inerkur i Þjóöabandalaginu ætli
aö Itera fram tillögu þess eínis, að
allar ríkisstjórnir fallist á aö öll-
um vígbúnaði veröi hætt á meðan
afvopnunarráöstefnan stendur yf-
ir. Búist er viö, að meiri hluti
þeirra j)jóða, sem í Þjóöabanda-
laginu eru. muni fallast á tillögu
I tana.
Skógrækt í Bretlandi.
Eftirspurn eftir trjáviði liefiv
aukist mjög í Bretlandi á séinni
árum og végna þessarar auknu
eftirspurnar hafa menn sann-
færst betur um í hve stórum
stíl og fyrirliyggjulaust menn
liafa höggvið i skógum lands-
ins, þvi lieita má að skógiendi
þmdsins liafi verið gersamlega
í eyði lögð. Verndun skóga og
trjárækt til viðarframleiðslu
var vanrækt i Bretlandi um
Iieillar aldar hil. Og ]iessi van-
ræksla náði náði liámarki á
styr jaldarrárun u m. Skógar,
eins og þeir, sem eru á megin-
landi Evrópu, eru vart til á
Bretlandi nú. Það var sagt tun
Bretland fyrir eig'i mörg'um ár-
um, að þar. væri enginn áhugi
fyrir skógrækt. Og það var
ekki fjarri sanni, að svo væri,
þegar skógræktarnefndin var
skipuð fvrir einum tug ára síð-
an. Nefndin Jiafði £3,500,000
til afnota á þessum áratug, sem
tiðinn er, síðan liún tók til
starfa. I árslok 1929 hafði
nefndin látið gróðursetja
300,000 tré. Er nú unnið að þvi
að græða upp gömlu skógana,
Sherwood, Rockingliam, Wyrc
og Higlipeak-skógana. Mesta
skógræktarslarfsemin, sem
nefndin liefir með liöndum, fer
fram nálægt Thelford i Esscx.
!Þar er verið að koma upp skógi
á miklu landflæmi. Er búið að
gróðursetja ]>ar skóg á 24,000
ekrum lands, en ráðgert er að
gróðursetja ]>ar alls á 100,000
ekrum lands. Nú er ráðgert að
hefja skógræktarstarfsemi í
Wales, í stórum stíl. Til notk-
urtar i kolaiðnaðinum í Wales
þarf trjáviðarframleiðslu af
500,000 ekrum lands árlega, en
land það, sem hæl’t er til stcóg-
ræktar í Wales er einmitt ca.
500.000 ekrur að flatarmáli.
(lTr blaðatilk. Bretastjórnar).
(FB).
Norskar loftskeytafregnir.
—o---
NRP. 10 sejit. FB.
Nýjar samningstilraunir niilli at-
vinnurekenda og múrarasambands-
ins fóru út um þúfur i gærkveldi
(9. sept.), en frekari samninga-
r.mleitanir verða geröar í dag (10.
se])t.), Sáttasemjari hefir kallað
aðilja i vinnudeilunum saman á
fund í dag og er nú húist viö, aö
Kven- ge tu skóp.
Verð: 7,50, 9,75, o. s. frv.
til sátta dragi. (Skeyti frá United
Press herma. aö sættir séu komn-
ar á).
Jón Jónsson á SeyðisfirÖi hefir
veriö útnefndur vicekonsúll á
Sevðisfiröi án launa.
Kreppan og
fpamleiðslan.
—o—
Eins og kunnugl er, eiga all-
ar framleiðsluþjóðirnar erfitl
með að selja framleiðslu sína.
Margar þjóðir eiga meira cða
minna af fyrra árs framleiðslu-
birgðum óseldnr. Allsstaðar er
rætt um erfiðleika iðnaðanna
og erfiðleilca hænda, og talið
fyrirsjáanlegt, að elcki verði
tiægt að koma framleiðslunni
út, miklu af henni alls ekki,
eða undir þvi verði, sem fram-
leiðendurnir þurfa að fá. Og
það hefir þá lika verið um það
rælt af kappi í öllum fram-
leiðslulöndum, livort ekki sé of
mikið framleitt. Vitanlegt er að
nú geta margfalt færri vinn-
andi hendur framleitt allt, sem
menn þurfa, en áður, vegna
aukinnar vélanotknnar. Aukið
skiputag á, vinnunni vi'ð fram-
leiðsluna liefir og leitt af sér
atvinnuleysi miljóna manna,
sem litið geta veitt sér. Þess
tiefir með öðrum örðum ekki
verið gætt, að auka jafnframt
skipulagið á skifíingu fram-
leiðslunnar, gera öllum mönn-
um fært að vera aðnjótandi
Jiess, sem framlcitt er í lieim-
inum. Miljónir manna geta
eklci einu sinni veitt sér allar
algengustu nauðsynjar. Miðað
við þarfir mannanna, er alls
ekki of milcið framleitt. Um
það er eklci hægt að deila, þar
sem vitanlegt er, að miljónir
manna eiga við matarskort og
klæðlevsi að stríða, livað þá,
að menii geti v'eitt sér ýms þæg-
indi, sem menn lielst ekki vilja
og raunar geta eklci verið án,
nú á dögum, eigi menn að lifa
cins og siðuðum mönnum sam-
ir. Það er þá lika að verða við-
urkenl af mestu vitmönnum
Iieims, að mikilsýerðasta við-
fangsefnið sé að finna skipu-
lagsgrundvöll, sém hægt sé að
byggja á friðsamlega sam-
vinnu í viðskiftamálum þjóða
milli, cyða tortrygni og sundr-
ung. Alþjóðasamvinnan er
stundum í blöðum talin lítils-
virði, en sannleikurinn er þó
sá, að liún er að færast í þá átl
að varðveita friðinn og fyrir-
hyggja styrjaldir, þótt minna
liafi orðið ágeiigt en æskilegt
væri, cn það er fyrsta skilyrðið
iil þess að koma viðskifta- og
framleiðslumálum á skipu-
lagsbuhdinn, tryggan grund-
völl, Það gelur orðið all-langt
þangað til að svo skipast um
þessi mál, að allir menn geti
veitt sé.r alt, sem til þess þarf
að lifa sómasamlegu lífi, en
samvinnan lmeigist í þá átt. Að
vísu má segja, að of mikið sé
framleitt, miðað við kaupgetu
manna, en ekki, ef miðað er
við þarfir manna. Og um
kréppuna má lcannske segja,
að „fátt er svo með öllu ilt, að
ekki boði nokkuð golt“, því að
kreppan flytur einmitt þann
boðskap, að lmýjandi nauðsyn
sé, að gera liinum þurfandi
kleift, að verða’ aðnjótandi
framleiðslunnar. Og einmitt af
]>ví. live tímarriir flytja ]>enn-
an boðskap harkalega, eru
meiri líkur tit, að verulega
vinnist á í baráttunni. A.
Tókuin npp í gærkvðldi:
Dömukjóla, ullar og silki. — Barnakápur.
Vetrarkáputau — Klæði.
Vetrarkápur — Trikotinekjóla.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavik 8 st., ísa-
firði 3, Akureyri 4, Seyðisfirði
4, Vestmannaeyjum 6, Stylckis-
hólmi 7, Blönduósi 4, (skevti
vantar frá Raufarhöfn), Hólum
i Hornafirði 6, Grindavík 7,
I’ærcyjum 5, Julianeliaab 11,
Angnjagsalik 4, Jan Mayen 2,
Iijaltlandi 8, Tynemouth 4,
Kaupmannahöfn 10 st. Mestur
hiti hér i gær 10 st„ minstur
5 st. Sólskin 9,2 stundir. Hæö
fyrir norðan land, en lægð fyr-
ir suðvestan á lirevfingu norð-
austur eftir. Horfur: Suðvestur-
land: Allhvöss austan eða suð-
austan átt. Rigning. Faxaflói:
Vaxandi austan átt, alllivass
með rigningu, þegar liður á
daginn. Breiðafjörður, Vest-
firðir: Vaxandi suðaustan átt.
Þvknar upp og rignir í nólt.
Norðurland, norðausturland:
Vaxandi suðaustan kaldi, þegar
líður á daginn. Léttskýjað. —
Austfirðir: Stilt og' víðast bjart
veður fyrst, en síðan vaxanai
suðaustan átl og rigning. Suð-
austurland: Suðaustan lcaldi
eða stinnings kaldi. Rigning.
Sjaldgæfa söngskemtun
Iiefur Einar Markan i Iðnó á
sunnudaginn kemur. Söngskrá-
in er eingöngu samansett af ís-
lenskum tónskáldum, og flest
lögin íiafa aldrei heyrst áður.
má nefna 3 lög eftir Sigurð
Þórðarson: Sjódraugar (Davíð
Stefánsson), Mamma (Stefán
frá Hvítadal) og Ave Maria
Þarnæst 3 lög eftir Pál ísólfs-
son: Heimir (Grimur Thoin-
sen), Sölcnuður (Tómas Guð-
mundsson) og Riddarinn og
meyjan (Dr. Alexander Jóliann-
esson), og ennfremur 3 rftir
Þórhall Árnason: Kvöldvísa
(Kristján Jónsson), Hún kysíi
mig (Stefán frá Hvíladal) og
Scháfers-Klagélied (Goethe) og
svo eitt lag eftir söngvarann
sjálfan. Ved Himlens Port. 2 lög
eftir Emil Thoroddsen (sem
sjálfur verður við hljóðfærið).
Wiegenlied og Nachts. Sv.
LúÖrasveit Reykjavíkur
leikur á Austurvelli í kveld kl.
gy2, ef ye'ður leyfir; Páll ísólfssou
stjórnar. Sveitin ætla'öi aö leika i
gærkvelcli, en ]>aö fórst fyrir sak-
ir forfalla.
Erling Krogh.
Sakir fjölda áskorana endurtek-
ur Erling Krogh síöustu söng'-
skemtun sína í kveld lcl. 9 í Iönó.
F.ru ])etta síðustu forvöiS að hlusta
á þennan vinsæla söngmann. Kl.
4—7 í dag ætlar Erling Krogh aö
skrifa nafn sitt á grammófón-
j.'lötur í versl. Helga Hallgríms-
sonar, stmgnar af honum, sem
vorslunin selur á þessu tímabili.
Af síldveiðum
konm i nótt línubátarnir Fáfn-
ir og Vénus.
Suðurland
fór til Borgarness í morgun.
Hilmir
kom af veiðum í morgun.
Lyra
fór héöan.í gærkvelcli áleiöis til
Noregs.
Útflutningur á síldarmjöli
nam i ágúst 935,000 kg„ verð
213,350 kr„ en á tímabilinu
jan.—ágiist 985,000 kg„ verð
kr. 224,400. Á sama límabili í
fyrra 2,983,000 kg„ verð lcr.
677,480.
Útflutningur á hrossum.
171 hross voru flull út í
ágúst, verð lcr. 14,130, en á
tímabilinu jan.—ágúst 563, verð
kr. 60,360. Á sama tímabili í
fyrra 455 hross, verð kr. 70,160.
IJtflutningur á refum
og refaskinnum hefir mink-
að mjög mikið. Á tiniabilinu
jan.—ágúst voru að eins flutl-
ir út 2 refir, verð kr. 500.00, cn
á sama tímabili í fyrra 39 refir,
verð lcr. 12.150,00. Á limabilinu
jan.—ágúsl voru flutt út út 23
refaskinn, verð kr. 1.900.00, en
á sama tímabili í fyrra 101
skinn, verð kr. 12.550.00.
Lýsisútftutningurinn
nam 32.170 kg. i ágúst, verð
kr. 9.640.00, en á tímabilinu
jan.—ágúst 2.543.050 kg„ verð
kr. 1.620.080. Á sama timabili
í fvrra 3.876.425 kg„ verð kr.
2.604.800.00.