Vísir - 14.09.1931, Blaðsíða 2
VISIR
Nýjar birgðir fyrirliggjandi af:
Umbúðapappír, 20, 40 og 57 cm.
Bréfpokum, Vs kg- — 10 kg.
Elinjagarni, mislitu.
Seglgarni,
Skógarni,
Gúmmíböndum.
Lægsta verð í bænum.
Helmingi meira
en áður gilda nú arðmiðarnir, sem eru með Swastika
cigarettum. - Ný hlutaskrá fæst í hverri verslun.
Takið eitt eintak.
Símskeyti
—o—
Vínarborg 14. sept.
United Pre«s. FB.
Einræðisbylting í Austurríki.
Heimwehrliðiö, sem er hluti af
Fascistaflokknum, gerði tilraun til
þess aö steypa stjórninni og koma
á einræði árla í gærmorguri. —
Byltingartilraunin fór fram í hér-
aðinu Storía og munu heimwéhr-
menn hafa ætlað, að tíminn væri
vel valinn til þess að gera bylt-
ingu, þvi sparnaðarráðstafanir
stjórnarinnar eru ekki vinsælar.
Heinnvehrmenn náðu á sítt vakl
opinlrerum byggingum í Storia, m.
a. ráðhúsinu, og vörpuðu æðstu
embættismönnum héraðsins í fang-
elsi. Dr. Pfrimer var hyltur og út-
nefndur einræðisherra. En héraðs-
lögreglan og ríkislögreglan reynd-
ist stjórnhollari en heimwehrmenn
hugðu. Greip lögregluliðið til ráð-
stafana gegn einræðissinnum og
handtók 300 þeirra, þ. á. m. leið-
togana. Þótt heimwehrmenn væri
vopnaðir féllu að eins tveir menn
i bardaganum. Allmargir særðust.
Dr. Pfrimer sendi nú boð til stjórn-
arinnar og kvaðst vera reiðubúinn
til ,þess að semja frið, en stjórnin
svaraði með ])vi að birta opinbera
tilkynningu þess efnis, að fram-
koma borgaranna og lögregluliðs'-
ins í Storia hafi verið lofsverð, en
uppreistarmönnum verði í engu
hlíft.
Utan af landi.
—o—
Siglufirði 12. sept.
Mótt. 13. sept. 'FB.
Stillur og blíðviðri. Ágætur
þ.orskafli. Mikil síld, bæöi i net og
herpinætur, en sárfá skip veiða.
Fleita má, að söltun sé hætt. Verk-
aö hefir verið hér þangað til í dag
117.771 tunna, þar af saltað í .45.
834 tn., finsaltað 0g hreinsað í
34.071 tn., kryddað og sykursalt-
að í 37.866 tn. Ríkisbræðslan hef-
ir tekið á móti 122.890 máltunn-
um og tók á móti síld í dag, en
annars eru flest skipin hætt. All-
ar ])rær verksmiðjunnar fullar.
Botvörpungurinn Belgaum kom
inn hingað í vikunni og keypti
nokkuð af fiski, til þess að fá full-
fermi. Greiddi 7 aura fyrir kg.
af þorski. Fór héðan heint til Eng-
lands.
Einkasalan sendir nú út hvern
síldarfarminn eftir annan. Nokk-
urar skemdir hafa komið fram,
bæði af sólsuðu og þráa, en virð-
ast smáyægilegar.
Nú í vikunni var brotist inn hjá
Matthiasi kaupmanni Hallgrims-
syni og stolið veski með á þriðja
hundrað krónum. Veskið fanst
morguninn eftir hjá húsinu og
hafði það verið tæmt. Eigi hefir
hafst upp á því hver valdur er
að þjófnaðinum.
Heyjast hefir óvanalega vel hér
í sumar, enda spretta verið góð og
tið hagstæð. ■
Dr. Sarnbon látinn.
—o—
Dr. Louis Sambon andaÖist
um síðustu mánaðamót í París.
Hann var þar á ferð i vísinda-
leiðangri og lmeig' niður með-
vitundarlaus á götu. Var hann
fluttur í sjúkrahús og andaðist
þar litlu síðar.
Dr. Sambon hafði tvívégis
komið til íslands og var mörg-
um að góðu kunnur hér. Hafa
fáir ritað glæsilegri fréttabréf
frá íslandi en hann.
Hann var fluggáfaður mað-
ur og stórlærður. Frægastur
varð hann af rannsóknum sin-
um um krabbamein og hita-
heltissjúkdóma. Hann var af
enskum og frönskum ættum,
og var móðir hans náskyld
skáldinu Charles Dickens. Hann
var 65 ára að ajdri, er haftn
andaðist.
Auglýsingar.
—o-
Auglýsingar eru orðnar, fyrir
íöngu, mikilsverður þáttur í versl-
unarstarfseminni. Munú þær eiga
rót sína að rekja til hólræðna
kaupmanna, sem selja varning sinn
á torgum og gatnamótum, og vera
r.okkurskonar áframhald ])eirra. I
hinni hörðu verslunarsamkeppni
nútimans er ógrynni fjár varið til
áuglýsinga, ])vi að reynslan hefir
sýnt, að viðskifti við verslunarfé-
lag minka yfirleitt að sama skapi
sem það dregur úr auglýsingum.
Hjá þeini er því eigi hægt að kom-
ast; en hinsvegar er mjög áríð-
andi fyrir verslunarfélagið, að
kasta ekki fé sínu á glæ til ónýtra
auglýsinga. IHvernig haga skuli
auglýsingum fer bæði eftir vöru-
tegundum, þjóðfélagsskilyrðum í
heild s'inni og stétt þeirra manna,
sem þær eru ætlaðár; og er sú
fræðigrein. sem kalla mætti aug-
lýsingafræði, kend í öllum góðum
verslunarskólum erlendis. Hún er
aðallega bygð á rannsókhum sál-
arfræðinga og þjóðfélagsfræðinga
i þvi efni.
Allar rannsóknir, sem að aug-
lýsingum lúta, eru fremur skamt
á veg komnar, eins og hagnýt sál-
arfræði og þjóðfélagsfræði. Og
niðurstaðan er enn frekar neikvæð
en jákvæð: Fremur er hægt að
segja um, hvernig ekki skuli aug-
lýsa heldur en hitt, hvernig aug-
lýsa skuli. Auglýsingar krefjast
uppfundningayits, og þeim þarf
stöðugt að breyta eftir kröfum
timans.
Auglýsingar í blöðum og tíma-
ritum liafa gefið efni til margvís-
legra rannsókna, einkum í Ame-
ríku. Það hefir komið í ljós, að
auglýsingar á hægriblaðsíðunni
hafa meiri áhrif en á jþeirri
vinstri; neðst í horninu til hægri
frelcar eu alstaðar annars staðar.
Leturstæfð virðist ekki hafa telj-
andi áhrif, en línur, „rammi" ut-
an um auglýsinguna, er talinn tvö-
falda áhrif hennar. Ennfremur
aukast áhrifin eftir því sem heild-
arstærð ayglýsingarinnar vex, og
cftir því sem textinn, sem fylgir,
er styttri. Forðast ber því langorð-
ar auglýsingar.
Þó er enn þá meira um vert,
að auglýsingarnar séu nægilega
oft endurteknar, einkum í fyrstu.
Þegar frá líður mega þær verða
strjálari og er þetta í samræmi við
gleymskulögmál þýska sálarfræð-
ingsins, Ebbinghaus. Þessi tíða
endurtékning er nauðsynleg, fyrst
og fremst tii þess, að áreiðanlegt
sé að aúglýsingin fari ekki fram
hjá mönnum; síðan til þess, að
þeir, sem hana lesa, rugli ekki
saman -auglýsingum um sömu vöru
frá ólíkum verslunarfélögum, og
Ioks til þess, að ekki sé ruglað
saman auglýsingum, svipuðum
fljótt á litið, um ólíkar vöruteg-
undir.
Þegar mynd fylgir auglýsing-
unni ber þess vel að gæta, að hún
dfagi eftirtekt manna aö vörunni,
sem auglýst er, en ekki að sjálfri
sér. Listrænar myndauglýsingar
koma því oft ekki að tilætluðum
notttm. Og ef skera skal úr, hvaða
mynd af mörgum skuli notuð til
fiuglýsinga, er hlutaðeigandi versl-
unarstjóra hyggilegra að f-ylgja
ráði auglýsingafræðinga heldur en
teiknara eða málara, þvr að
þeim síðarnefndu hættir við að
dæma myndirnar eftir listrænu
gildi þeirra. Enn fremur hefir
reynst miklu betur, að myndin
sýni einhverja athöfn, hreyfingu,
heldur en hlutinn sjálfan blátt-
áfram: Mynd, sem sýnir t. d. kerl-
ingar aö. svolgra í sig kaffi eða
karla að þamba bjór, er betri aug-
lýsing en t. d. mynd af borði, þar
sem á standa kaffibollar eða öl-
glös. — Annars má geta ])ess, að
stutt setning á stóru skilti hefir
reýnst vel og ])ótt taka mörgum
mynd-auglýsingtim fram.
Það nægir ekki að textinn sé
stuttorður; hann verður lika aö
vera auðskilinn þeim, sem aug-
lýsingin á erindi til. Torskildar
skannnstafanir ber því aö varast.
Einnig hefir það mikil áhrif á
hvern hátt er mælt með vörunni.
Meðmælin geta verið fólgin í lýs-
ingu hennar, eða i lofi um hana,
eða í því, að vekja þörf hennar
hjá lesandanum, og liefir hin síð-
astnefnda aðferð gefist hest.
Eins og nafnið ber með sér, eru
auglýsingarnar skynjaðar af sjón-
in.ni og til skamms tíma hafa aö
eins txðkast auglýsingar í uppruna-
legri merkingu hins íslenska orðs.
En með útvarpinu hefir orðið
breyting á þessu, svo að nú geta
þær einnig verið fólgnar í frásögn.
Aðalkosturinn við ])essa síöast-
nefndu aðferÖ er sú, aÖ auglýsing-
arnar ná fljótt til margra í einu.
Má gefa i útvarpi margar upp-
lýsingar um notkun og ágæti vör-
ttnnar o. s. frv. Flefir reynst vel
í útlöndum að hafa ])ær í ljóðuni,
og ætti íslendingum ekki að verða
sá formserfiðleiki að fótakefli. En
ókostur þessarar aðferðar cr sá,
að menn hafa yfirleitt betra sjón-
arminni en heyrnarminni, og að
orsök heyrnarskynjananua hverf-
ur oss undir eins að eiltfu út í
veður og vind, en orsök sjón-
skynjananna er aftur á móti ó-
endanlega miklu stöðugri og Jang-
ærri.
En þrátt fyrir útvarpið eru
samt sjón-auglýsingar (ef svo má
komast að orði!) mest notaðar og
roest unnið að endurbót þeirra. —
Má að lokum sérstaklega benda
á og mæla með talkvikmynda-
auglýsingum, sem sameina ' að
nokkru kosti tal- og sjón-auglýs-
inga.
S. Á.
Erling Kpogh
heldur kirkjuhljómleika í kveld í
fríkirkjunni með aðstoð þeirra
Páls Isólfssonar og Þórarins Guð-
mundssonar. Við ])etta tækifæri
(þar sem eg er ekki sjálfur við
ínálið riðinn) get eg vel staðið
mig við það, að hvetja söngelska
Reykvíkinga til þess að sækja
hljómleikinn, og a'Ö geta ])ess uin
leið, hver ánægja mér hefir verið
það hæði að kynnast og vinna með
þessum ágæta söngvara Norð-
manna. Venjulega fer aðsóknin
þverrandi, ])ví fleiri sent söng-
kveldin verða, en hin sívaxandi að-
sókn aö söng Erling Kroghs sýnir,
hve vel honuni hefir tekist a'Ö vinna
sér hylli, og ])að með söiíg sínttm
einum, og ekki blaöalofi.
Eg æt.la ekki að fjölyrða um
kosti söngvarans Erling Krogh,
en mér persónulega hefir ])ótt það
eftirtektarverðast, hvernig hann
kann að vinna með sér áheyrend-
urna — á Reykjavíkurdönsktt
„komast í kontakt við públikum“
— svo að þeir verða æ hugfangn-
ari eftir því sem á líður kvehlið.
Það er enda engin furða þó að
hann sé „eins og heima hjá sér“
á söngpalli, þar sem hann syngur
að jafnaði 200 sinnum opinberlega
á ári.
Eg hefði að visu kosið, að sum
viðfangsefnin hefðu verið öllu
meiri aÖ kostunum, en orðiö hefir.
En hvað skal segja, fjöldinn allur
af söngvinum er svona, ekki að
eins hér í íslensku stórhorginni held-
ur og í öllum erlendum smá- og
stórborgum, þeir vilja léttmetið,
þeir skilja ékki ,,])essa þungu
músik“. Og ])á er ver farið en
heima setið, ef förin er til þess
eins að syngja Schubert, Brahnts
og Wolf yfir tuttugu hræðum,
hvar af helmingnum daúðleiðist,
þó að þeir vilji ekki fyrir nokk-
urn mun játa það, og allra sist
íyrir sjálfum sér. Aðrar leiðir
verður áð fara, til ])ess að kenna
mönnttm að nieta þyngri verlc —
but that's another story, eins og
Mr. Kipling segir.
Eg ljk þesstun fáu orðum meÖ
ósk um, að heimsókn Erling
Kroghs megi verða báðum aðilj-
um til ánægju, að kynni hans af
íslandi og íbúum þess rnegi verða
honum frekar kær endurminning
en hitt, og að söngur hans megi
veita sem flestum löndum ánægju-
stundir.
E. Th.
I O.O.F. = O.b l.P.s 113915874
- V.st.*
Dánarfregn.
Prestshjónin á Stað í Grunna-
vík, frú Guðrún Jónsdóttir og
síra Jónmundur Halldórsson,
liafa orðið fyrir þeirri sorg að
missa dóttur sína Sesselju. Hún
andaðist á heilsuhælinu á Yífils-
stöðum og var jarðsungin hér
í dag.
Verðið í morgun.
Iiiti í Reykjavík 12 stig, ísafirði
15. Akureyri 17, Seyðsfirði 19,
Vestmannaeyjum 12, Stykkshólmí
11, Blönduósi 13, Raufarhöfni4,
Hóltun í Hornafirði IX, Færeyjtun
nj Blönduósi 13, Raufarhöfn 17,
Hjaltlaridi 5 og Kaupmannahöfn
9 stig. (Skeyti vantar frá Grinda-
vík, Angmagasalik og Tyne-
mouth). Mestur hiti í Reykjavík í
gær 15 stig, minstur n. Sólskin í
gær 1,4 st. Úrkoma 2,6 mm. ÍYfir-
lit: Lægð fyrir vestan land og
nórðan á hægri hreyfingu norð-
austureftir. Horfur: Suðvestur-
h.nd. Faxaflói, Breiðafjörður,
Vestfirðir : Sunnan og suðvestan
kaldi. Þokuloft og úði í dag, eri.
sennilega skúrir í nótt. Norðttr-
land, norðaustttrland, Austfirðir:
Suðvestan gola. Úrkomulítið 0g
hlýtt. Suðausturland: Suðvestan
gola, þykt loft, og rigning öðru
hverju.
■ Einar Markan
söng í gærkveldi í Iðnó við á-
gæta aðsókn. Söngurinn verður
endurtekinn á miðvikudagskveld.
45 ára afmæli
á á morgun Jón Þorsteins-
son skósmíðameistari.
Erling Krogh
syngur i frikirkjunni kl. 9 í
kveld.
Síra Sigurður Einarsosn
flutti erindi í Iðnó i gær, fyr-
ir liúsfylli.
Strandferðaskipin
Súðin var á Þlofsós í morgun,
en Esja á Fáskrúðsfirði.
Islandið
kom til Kaupmannahafnar kl. 8
i morgun.
Barna- og unglinga
gúmmístígvél.
Stórt og ódýrt úpval. -
HvannbergsbræOur.