Vísir - 04.10.1931, Síða 5

Vísir - 04.10.1931, Síða 5
VlSIR Sunnudaginn 4. október 1931. LoknnartímiDn enn. —o— I-Ir. Björn Björnsson skrifar „andsvar" gegn grein minni í Morg- unblaðinu á sunnudaginn var, og fer a‘ð dæmi stjórnmálamannanna, a'ð klifa á því, sem hann hafi á<5- ur sagt, en hafa að engu sannanir mótstöðumannsins. Eg hafði sýnt fram á það, að mjólk frá Mjólkur- íélaginu, Thor Jensen, Ölfus- qg Flóábúunum og fleirum stöðum, kæmi nógu snemma, til þess að vera afgreidd á sunnudagsmorgnana, og að það væri mjög lítill hluti mjólk- urinnar á Reykjavíkurmarkaðinum, sem kæmi eítir þann tíma. Spenvolg mjólk er svo óvíða fáanleg, að fáir Reykvikingar munu hafa ástæðti til þess að sakna þess að hún fáist ekki á kvöldin. Allir vita, að sú mjólk er holiust, eí nógu vel er með hana farið, og geyma má slíka mjólk (við lágan hita, innan 5 stiga) í marga daga, jafnvel 2—3 vikur, en það bíður liklega dálítið, að hreinlæti verði komið hér á það stig alment. Engar sérstakar kröf- ur eru gerðar hér úm meðferð þess konar mjólkur, og ekkert eftirlit haft nieð henrii. ■ „Hrafn“ sá, sem skrifar í „Vísi“ um þetta sama efni, telur, að mjólk ónýtist á' sumrum, ef hún bíður næsta dags, og sýnir það best að hann býst við að meðferð og geymslu hennar sé eitthvað ábóta- vant. Það er dálítið broslegt, að for- marini bakarafélagsins skuli verða svo tiðrætt um mjólkina, en að hann skuli ekki minnast á rj'ómakökurnar sínar, því eftir því sem eg’ veit best, hefir salan ekki minkað á neinu, nema þessum kökutegundum. Sunnudagasala á þeim mun hafa minkað. En þegar þess er gætt, að krepputímar fara í hönd, hefði sennilega framleiðsla á rjómakök- um minkað hvort sem var, og munu ýmsar húsmæður ekkert sjá eftir því, þó hr. „Hrafn“ virðist telja það mikla búbót, einkanlega fyrir fátæk heimili, að geta náð í kökur í hakaríunum. Þegar kvartað er yfir því, að ekki sé hægt að ná í kökur og rjóma handa gestum, sem komi óboðnir eftir lokunartima, þá er þess að gæta, að slíkir gestir koma oftast ekki fyr en laust fyrir eða eftir 9, og var þá orðið seint að ná i bak- arí, áður en breytingiri komst á, og lítið úrval. Mörgurn mundi þykja vel farið, ef Imeyting þessi gæti orð- ið til þess að menn létu sér nægja að bjóða óvæntum gestum það, sem heimilið befði að bjóða heimamönn- um sínum,j flestir Reykvikingar drekka kveldlcaffi, hvort sem nokk- ur gestur kernur eða ekki. Erlendis láta menn sér þetta venjulega nægja og mættum við í því efni fara að siðum annara þjóða. Gestrisni er áreiðanlegTí öðru fólgin ,en sjálf- um veitingunum. „Hrafn“ telur það sem dæmi um afturför þjóðarinnar, að stúlkum- ar i búðum þessum vilji ekki vinna 6]/2 tíma á dag. Vinnutimi þeirra er lengri en þetta, vegna þess, að víðast hvar bætist við rneiri eða minni hreingerning og reiknings- hald. En aðalatriðið er ekki, að vinnutíminn hafi verið svona lang- ur, heldur að harin var óþarflcga langur og illa- launaður. Það er eingöngu fyrirkomulags- atriði, að þessar búðir séu opnar á svipuðum tima og aðrar búðir (nema á sunnudagsmorgna), en það er óhæfa, að bakarar eða nokkr- ir kaupmenn komist upp með það að borga afgreiðslustúlkum sínum innan við 30 aura um klukkutím- ann, helga daga jafnt sem virka, og að meðalkaupið sé innan við 40 aura um tímann. Engin stúlka get- ur lifað á slíku kaupi, nema hún búi heima og borgi lítið eða ekk- ert fyrir sig; fer það þá eftir á- stæðum, hvort fieimilið getur hag- nýtt sér vinnu hennar svo að gagni komi. Þess ber að gæta, að annan daginn er bún i búðinni fyrri hluta dags, en síðari hlutann hinn dag- inn, og er erfiðara að hagnýta sér frítimann vegna þessarar skiftingar. Kvennadeild Merkúrs hefir geng- ist fyrir þessari breytingu, vegna þess, að hún var fyrsta sporið til kaupha'kkunar íyrir stúlkur þessar. Ekki höfum við sannfrétt enn, að stúlkum hafi verið sagt upp af þessari ástæðu, né að kaup þeirra hafi verið lækkað. En þó svo færi, að stúlkum yrði fækkað í einhverj- um búðum af þessum ástæðúln, þá væri það þar, sem ein stúlka gæti afkastað verkinu, og yrði þá stað- an lífvænlegri fyrir hana. Eins og er, getur þetta starf ekki kallast atvinnuvegur. Eins og mönnum er kunnugt, fór „Kvennadeild Merkúrs" ekki fram á það, að sölutíminn yrði eins stutt- ur og orðið er, heldur lagði hún til að opið væri til kl. 2 á sunnu- dögum og til kl. 8 virka daga, þá 3 sumarmánuði; sem mest er fisk- vinna. Við búumst þó við að ekki sé nauðsynlegt að sölutíminn sé lengri cn nú á sér stað, en úr þvi mún reynslan skera, þegar húsrnæð- urnar eru farnar að venjast hrejd- ingunni. Svo er að sjá, sem að við þetta hafi mikið rót komist á huga bak- aranna, og að það haf.i leitt til gagngerðrar breytingar og sálu- hjálplegrar iðrunar á öðrum svið- um, því sjá: Nokkrum dögum eft- ir breytingu lokunartímans lækkuðu brauðin um fimtung! Ekki hefir þó heyrst, að mjólkurfélagið hafi tekið neinum sinnaskiftum. f. h. stjómar Kvennadeildar Merkúrs. Laufey Váldimarsdóttir. , ,Tað á tnn“. í XXXVII. árgangi Eimreið- arinnar (1931), bls. 142—143, minnist Sigurður prófastur Gunnarsson nokkuð ^kynbor- innar hagmælsku meðal manna í MúM)ingi, og getur sem niðja liadyi-ðinga þar Guðfinnu á Teigi i Vopnafirði, i fimta lið, og mælir svo: „Var Guðfinna snemma fjörmikil, glaðlynd og spaugsöm, og hagmælskan henni mjög nærtæk.“ Lætur Sigurðúr prófastur, sem að góðra manna dómi mun talinn einn af vammminstu og virðulegustu klerkmönnum þjóðar vorrar, ennfremur svo mælt: „Hegar Guðfinna lieyrði fyrst tiðrætt um það, að farið væri að vinna áburð úr loftinu, hraut henni af munni þessi visa: Mörg sú nú er ráðin rún, sem rökkrið áður faldi, guðs frá englum tað á tún taka þeir nú með valdi.“ Þó að visan sé allsnjöll, eins og prófastur hermir liana, þá þyk- ir okkur, sem Guðfinnu þekkj- um, bagan fara betur, eins og við höfum numið hana, og er hún á þessa leið: Mörg sú nú er ráðin rún, rökkrið áður faldi. Guðs frá englum tað á tún tekið er með valdi. Sver visan sig mjög svo til Guðfinnu i þessu gervi — og er þá óskökk ferskeytla. Prófastur drepur á það, að Guðfinna eigi mörg hörn, „sem lítt eru komin til aldurs enn,“ og eru börn þeirra Teigshjóna 8. Veitir hún þeim ein alla for- stöðu á kvenhöndina. Mun það starf ærið, og fæstar eftir leika. — Þegar hún sat undir s j ö- u n d a barni sínu, urðu henni þessi stef á vörum: Markið háa horfi’ eg á, hika má ei við að ná: Unga þrái’ eg sjö að sjá svifa’ í bláinn hreiðri frá. Vart verða brigður á það bornar, að saman fari í stöku þessari slétt og mjúk kveðandi, heykjuhtill vilji og þrá til þess, að inna af höndum móður- skylduna, svo að i nokkuru mætti við hlíta. Svo er því farið, að við, sem kunnum Guðfinnu á Teigi, vil- um með vissu, að eftir hana eru til ótalvísur umýmiss efni,lang- flestar svo fimar, bragðslyngar og snjallar, að eigi er víst, að slík ljóðasmíð liggi á vörum fjölmargra alþýðukvenna, er sýkna daga og særa verða ein- yrkja að stritast fyrir lífi sinu og fjölda barna. Mundu ljóð- mæli hennar, stökur og sam- feld kvæði, sóma sér litlu mið- ur fyrir sjónum alþýðu manna, en sumra þeirra, sem alstaðar þurfa að breiða úr kvæðagerð sinni, einstaka sinnum liorn- skakkri að hugsun eða þá að smástiklótt er kveðandin. Mundi til þess gripið að sýna sumar stökur Guðfinnu, en til þess skortir lof liennar. Við, sem kynst höfum Guð- finnu og lífskjörum hennar, kunnum Sigurði prófasti vildar- þakkir fyrir að hafa drepið á hana og Ijóðhæfi hennar úr ætt- um fram. Því einu má bæta við, að okk- ur, sém best höfum þekt Guð- finnu á Teigi, er löngu síðan ljóst, að hún er kona frábær- lega greinagóð og bragðvís, víð- sýn og um margt göfug að hugsun. Vf. Hitt og þetta. Lloyd George og verkalýðsflokkurinn. David Lloyd George, leiðtogi írjálslyndaflokksins, hefir að und- anfömu átt við veikindi að stríba enda tók hann eigi ráSherrasæti í þjóSstjóminni, sem mynduð var á dögunum. LundúnablaSiS Evening News birti nýlega þá fregn, að Lloyd George stæöi til boða aö veröa leiötogi verkamanna í stað Hendersons, sem tók viö forystu í þingflokki verkamanna, er aöeins lítill hluti verkamanna fylgdi Mac Donald aö málum. — Að vísu hafa cngar símfregnir borist um þetta og auðvitað kann að vera lítið á því að byggja, þótt eitthvert blað birti slíkar fregnir. En þó má vera, að D. L. George sé í ýmsu ákjós- anlegur leiðtogi í augum verka- manna, hvort sem þeir alment fall- ast á að taka hann fyrir leiðtoga — eða hann felst á að verða leið- togi þeirra. Hann hefir, eins og kunnugt er, lýst þeirri skoðun sinni í ræðu, að atvinnuleysisstyrk- irnir séu nauðsynlegir og oft veist harðlega að fjármálamönnum Bretlands og stefnu þeirra, og kváðu sumar ræður hans vera eins og talaðar út úr hjarta verka- manna. D. L. George hefir ýmsa yfirburði fram yfir leiðtoga verka- manna flesta, t. d. afburða mælsku og hæfileika til að vinna málstað sínum fylgi. Óhugsandi er það ekki, að verkamenn og einhver 1-luti frjálslynda flokksins samein- aðist gegn þjóðstjórninni undir forystu hans. Mun bráðlega koma i ljós, hvort nokkuð er hæft í fregn Læknavörður L. R. í október—desember 1931. Halldór Hansen ............... Magnús Pétursson . ........... Ólafur Jónsson . •. .......... Gunnlaugur Einarsson ......... Daníel Fjeldsted ............. Arni Pétursson ............... Guðm. Guðfinnsson ............ Friðrik Björnsson ............ Kjartan Ólafsson ............. Katrín Thoroddsen ............ Halldór Stefánsson ........... Hannes # Guðmundsson .......... Ólafur Helgason ............'.. Sveinn Gunnarsson ............ Valtýr Albertsson ............ Björn Gunnlaugsson ........... Óskar Þórðarson .............. Karl Jónsson ................. Kristinn Bjarnarson .......... Bragi Ólafsson ............... Október. Nóvember. Desember. 6. 26. 14- 4- 24. /• 27- 15- 5- 25- 8. 28. 16. 6. 26. 9- 29. J7- 7- 27. 10. 30. 18. 8. 28. 11. 3* 1- 19. 9- 29. 12. 1. 20. 10. 30- i3- 2. 21. 11. 3i- 14. 3- 22. 12. iS- 4- 23- i3- 16. 5- 24. H- i7- 6. 25- 15- 18. 7- 26. IÓ. J9- 8. 27. i7- 20. 9- 28. 18. I. 21. 10. 29. 19. 2. 22. 11. 30- 20. 3- 23- 12. I. 21. 4- 24. 1.3- 2. 22. 5- 25- 3- 23- Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og lyfjabúðinni Iðunn vikurn- ár sem byrja 11. og 25. okt., 8. og 22. nóv., 6. og 20. des. Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki, vikurnar sem byrja 4. og 18. okt., 1., T5. og 29. nóv. og 13. og 27. des. Bílstjóri varðlæknis: Gunnar Ólafsson, Vatnsstíg 4. Sírni 391. Evening News. Skeyti þ. 28. sept. bera með sér, að þingrof og nýjar kosningar virðast ekki eins nærri og búist var við. Mun og bráðlega koma í ljós, hvort dráttur verður á nýjum kosningúm vegna afstöðu nokkurs hluta frjálslyndaflokksins og hvort D. L. George skipar sér í sveit með verkamönnum eða styð- ur þjóðstjórnina, eins og áður hafa borist fregnir um. Fólksfækkun í Þýskalandi. Fólksfækkunin í Þýskalandi vekur mikið umtal í blöðum og tímaritum erlendis um þessar mundir sem eðlilegt er, því fólks- fækkun í Þýskalandi hlýtur að hafa mikil og viðtæk áhrif. Er nú svo komið að um tiltölulega meiri fólksfækkun er að ræða x Þýska- landi en Frakklandi, en Frakkar bafa um langt skeið haft rniklar áhyggjur af fólksfækkuninni hjá sér og reynt á margan hátt að stemrna stig-u fyrir henni, en án árangurs. Arið 1913 komu 27,5 fæðingar á 1000 ibúa í Þýskalandi, en 17,9 1929 og 17,5 í fyrra. í Frakklandi konxu 19,0 fæðingar á 1000 íbúa 1913 og 18,1 í fyrra (Alsace-Lorraine þá meðtalið). Sömu söguna eða svipaða er raun- ar að segja í fleiri löndum. Áður íyr fjölgaði fólkinu svo ört í ítal- íu, að mestu vandi'æði hefðu af orðið, ef ítalir hefðu ekki flutt til annara landa í tugþúsuudatali. Fólksflutningar þaðan hafa mikið minkað, aðallega vegna innflutn- ingshafta í Bandaríkjunum og Canada. En barnsfæðingum hefir fækkað í Ítalíu á síðari árum. Ár- ið 1930 voru barneignir hjóna i Ítalíu að meðaltali 4,3, en 3,2 1930. Á Englandi eru fæðingar 16,2 á tooo íbúa. — Barneignir h jóna i Þýskalandi eru nú að meBaltali 1.94 og er það alls ekki álitið nægilegt til þess að þjóðin við- haldi eðlilegri þróun, 3 börn á hjón er álitið lágmarkið. Þá veld- ur það einnig áhyggjum, að sá hluti þjóðarinnar sem sist skyldi leggur meiri áherslu á takmörkun barnsfæðinga en aðrir, sem verri skilyrði hafa til þess að sjá sóma- samlega fyrir börnum og alia upp hrausta kynslóð. Sagt er einnig að vísir sjáist til þess í Rússlandi, að eins fari þar. Eftir nokkura ára- tugi, segja hagfræðingarnir, verð- ur ástandið í heiminum orðið svo breytt vegna fólksfækkunar, að mikill skortur verður á fólki til þess að vinna að nauðsynlegri Sk áta r. Drengjaskátar þessa bæjar hafa fengið leyfi til að selja merki einu sinni á ári, til ágóða fyrir félagsskap sinn. Félags- skapur þessi vinnur, eins og kunnugt er, gott og gagnlegt starf fyrir æskulýðinn, bæði með kenslu á vetrum og útivist- um á sumrurn. Ættu bæjarbúar að sýna það að þeir kunna að meta starfsemi félagsskaparins með þvi að kaupa merld þau, sem verða seld á götunum í dag. Mjdikarbá Flðamaona Týsgötu 1. — Sími 1287. Yesturg. 17. — Sími 864. . Jónas Bergmann, við Skildinganesveg. 1. flokks mjólkurafurðir. Skjót afgreiðsla. Alt sent heim. íramleiðslu. Og fjármagn þjóð- anna til þess að láta vinna fyrir verður í hlutfalli við þetta miklu minria en á undanförnum árum og nú, vegna þess hve langtum minna verðmæti skapast. Graf Zeppelin. Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom fyrir skömmu síðan til Þýska- lands frá Suður-Ameríku. Var það i 8. sinni, sem Graf Zeppelin flaug yfir Atlantshaf. Á leiðinni vestur í þetta sinn, frá Friedrichshaven til Pernambuco, var loftskipið 71 klst. og 50 mín.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.