Vísir - 02.01.1932, Blaðsíða 3
er nú alflutt úr sinum gömíu húsum við Bankastræti í Berg-
staðastræti 14.
Um leið og eg þakka öllum viðskiftavinum minum vel-
vild og trygð á undanförnum árum og óska þeim af alhug
gleðilegs nýárs, eru það vinsamleg tilmæli mín, að }xdr engu
síður hér eftir noti óspart gamla símanúmerið 83 og geri
pantanir sinar. «
Yörur sendar um allan bæinn.
Virðingarfylst.
D. Bepnliöft*
í
■itpp á þvi ráði, til að buga
Ragnhciði, að tefla öðrum
karlnmnni fram á móti Daða.
„Látum hana hafna hon-
íi«n, fyrirlíta hann, vita ekki
hvað ilt hún ætti að hugsa um
liann, en liugsa um hann skyldi
hún“. Og þrátt fyrir alt þetta
áinst höf. biskupinn vera af-
reksmaður og ágætismaður.
Helga í Bræðratungu er að visu
fasl bygð hjá höf., og sjálfri
sér samkvæm, hin góða, rólega
,ög velviljaða kona, sem skilur
alí og fyrirgefur alt. Og þó
geigar allóþyrmilegg, þegar
höf. fer að láta hana lýsa fyrir
biskupi „minni heimskulegu
báráttu við holdsins syndugu
fýsnir og áköst þessi næstlið-
'in tiu ár-“ i hennar ekkjudómi
ibls. 61). Bæði er þetta í ósam-
ræmi við alla skapgcrð’ hénn-
íir, og liins vegar alt annað en
tagað til þess, að sefa reiði
bískups við Ragnhéiði og auka
skilning hans á hennar kjörum.
Aftur á móti er hinum hógværa
i>g góða manni Gísla Magnús-
syni lýsl vel, og beinlinis stór-
íalleg ér lýsingin á því, þcgar
Valgerður veislukerling er að
isýna Ragnheiði í stokkinn sinn,
•og er að fela fýrir henni rósa-
vetlinga, sem hún hefir prjón-
að lianda Þórði litla Daðasyni.
Hún er svo falleg, að manni
fínst liún vera hvilandi gras-
bali í eyðimörku alls hins.
Málfar bókarinnar er svo i
lieild sinni, að það stappar
nærri fullri vissu, að hún muni
vera samin á dönsku og þýdd
Jtieldur óvandlega á islensku.
Þar tala sinu máli orð eins og
pínilegur (pinlig), scm er marg
endurtekið, láta sig vanta (lade
sig mangle) á bls. 19, myndað
umgjörðina að þeim litla heimi
(dannet Rammen om den lille
Verden) á bls. 195, dílskoi
(Pletskud) á bls. 119, upphafs-
depill (Udgangspunkt) á bls.
151, prófan á bls. 153, brenni-
depill (Brændepunkt) á bls.
168, stórt séð (stort set) á bls.
170, og margt fleira. Lakast er
þó orðatiltækið „að nekja höf-
uð sin“ (blotte deres Hoveder)
og minnir það hálfléiðinlega á
texta, sem þessi höfundur fyrir
allmötrgum árúui þýddi méð
kvikmyndinni „Ferðin kring-
um hnöttinn”, sem hér var
sýnd. Þar kallaði hanti að fara
kringum hnöttinn að „hringja“
hnöttinn. Á bls. 11, og viðar,
lætur höf. Ragnheiði „kæfa
kvalirnar“, þegar hún fæðir
barn sitt, en vitanlega er átt
við að liún kæfi liljóðin. Á bls.
162 segir höf. að Halldór Brynj-
ólfsson vanti „þessa járnstöng
gegnum hrygginn, sem maður
þarf helst að hafa i lífinu**, og
er þetta með vægum orðúm
sagt skrítilega að orði komist.
Á bls, 21 segir höf. um biskup,
að latínan sé „móðurmál hans
dýpstu ástriðu**. Það er og ein-
kennilegl að kalla tsland „jóm-
frúlega ey“, enda [>ótt það skilj-
ist (bls. 170). En þegar höf. á
bls. 278 lýsir veikindum Ragn-
iteiðar og miðar þau við það
að „brjóst-uppgangur hennar
fyllir á skamri stundu hálfan
sængurpott**, verður manni
blátt áfram orðaskortur um
þann einkennilega smekk. sem
sú frásaga lýsir.
Vegna útúrdúranna, og ekki
livað síst fyrir það, að höf. lief-
ir gert bókina að nokkurskon-
ar fornbréfasafni, vinst manni
lestur hennar alltreglega. Þeg-
ar höf. ætlar að bæla manni
það upp, segir liann kýmisögu
af kerlingu (á bls. 161 og 163),
sem hefir mvnd af Pétri post-
ula vfir rúmi sinu, en á hverju
kvöldi tekur henni „])essu
makalausa taki“, að hún af ein-
tómri blygðunarsemi snýr
henni við, meðan hún háttar.
—- Þessa sögu las eg fyrir mörg-
um árum í alllélegri, danskri
gamansögu, „Ny paa Egnen“,
VlSIR
eftir danskan smáhöfund, Carl
Möller. Þar segir af kerlingu,
Stine, Stubberup, sem hafði
mynd af Napóleon mikla yfir
rúmi sínu, og tók honum þessu
makalausa taki á hverju
kvöldi.
G. J.
Messur á morgun:
í dómkirkjunni. Kl. 11 síra
Bjarni Jórisson. Kl. 5. sírai Frifirik
iíallgrímsson.
í fríkirkjunni. Kl. 2, síra Árni
Sigurðsson.
Veðrið í morgun:
Reykjavík 4- 1, ísafjöröur -4- 1,
Akureyri 4- 4, Seyöisfirði o, Vest-
mánnaeyjum 4- I; Færeyjum 3,
Julianehaab 4- 2, Stykkishólmi 4-
5, Hólum i Hornafirði 4- 1,
Grindavík 4- 3, Jan Mayen 4- 8,
Hjaltlandi 11, (skeyti vantar frá
Blönduósi, Raufarhöfn, Angmag-
salik, Tynemouth og Kaupmanna-
i.öfn). — Mestilr liiti í Reykjavík
i gær 4- i st., minátur 4- 4 st. —
Yfirlit: Lægð fyrir sunnan ís-
land á hreyfingu austur eftir. —
Horfur: Suðvesturland: Austan-
átt, sumstaöar allhvasst og litils-
háttar úrkoma, Faxaflói: Austan
kaldi. Úrkomulaust. Breiðafjörð-
ur, Vestfirðir. Norðurland, norð-
austurland, Austfirðir: Austan
gola. Úrkomulaust og víðast létt-
skýjaö. Suðausturland: Austan
átt. Skýjað loft og dálítil snjóél.
Jólatrésskemtun
Prentaraféagsins verður haldin
fimtudaginn 7. jan. í Iðnó. —
Áskriftarlistar verða í prentsmiðj-
unum.
Skriftarnámskeið.
Frú Guðrún Geirsdóttir heldur
nýtt námskeið i skrift, og hefst
pað hráðlega. (Sjá augl.). —
Námskeið seni þessi eru mjög
þörf, enda voru þátttakendur
fyrra námskeiðs frú G. G. margir.
Verða og þátttakendur vafalaust
margir að þessu sinni.
Aðaldansleikur
glímufélagsins Ármann verður
haldinn i Iðnó laugardaginn 9. jan.
Hljómsveitin af Hótel ísland
spilar. Nánar augl. síðar hér i
blaðinu.
Jólatr ésskemtun
Guðspekisfélagsins veröur hald-
in sunnud. 3. jan. kl. 3)4 í húsi
Guðspekisfélagsins. Allir félagar
velkomnir með börn.
Krindi um Rússland
ætlar Árni Óla ritstjóri að flytja
’ nýja Bíó á morguri. Verður það
nokkurs konar svar við frásögn-
um Rússlandsfaranna, og niunu
’ýsingar þær, er hann gefur vera
all ólíkar lýsingum þeirra á ástand-
iriu i Rússlandi meðal þess fólks
sem ekki er i Kommúnistaflokkn-
um, en það eru um 90% af allri
þjóðinni. Lýsingarnar á ástandinu
þar hefir hann eftir mönnum sem
voru víðsvegar í Rússlandi í sum-
ar og kyntust alþýðu af eigin
reynd.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
auglýsir í blaðinu í dag, að frá i.
Skriftarnámskeið.
Nýtt námskeiÖ liefst bráðlega.
Þeir, sem öska að taka þátt x
því, geri svo vel og tali við mig
næstu daga. Einnig þeir, sem
áður liafa lagt undir að komast
að.
Guðrún Geirsdóttir,
Láúfásveg 57.
Simi 680.
jan. verði aukagjöldunum jafnaÖ
niður á mánaðargjöldin. Þetta er
gert til þæginda, bæði fyrir gjald-
kera og samlagsmenn og er í raun
og veru engin hækkun á gjöldum
þó að mánaðargjaldið hækki um
50 aura. Samlagsmenn eru beönir
að athuga þetta.
Fundarsamþykt.
31. des. FB.
Sjómannafélag Reykjavikur
gerði eftirfarandi samþykt á
fundi sínum þ. 30. þ. m.:
„Sjómannafélag Reykjavikur
samþykkir að lieimila meðlim-
um sínum að vinna ó islenskum
botnvörpungum fyrst um sinii,
þar til félagið kann að gera
aðra ályktun, fyrir sama kaup
og kjör, er fólusl í samningí,
sem gilti 1931.“
„Feprst andir sðlunni.“
— Smásaga. -—
Eftir Axel Thorsteinson.
Framh.
„Eg dæmi hana ekki. Lifið sjálft er að kveða
iíipp yfir henni dóminn. Hvað þýddi að byrja á
nýja leik, eftir það sem á undan er gengið? Eg
gæti aldrei treyst henni. Hvernig gætum við orðið
hamingjusöm með slcugga liðinna atburða yfir allri
framtíðinni. Nei, gleymum þvi liðna, ef við getum.
— Skál!“
„Skál, Harri, fyrir betri dögum, nýjum vonum!“
Og þá um kvöldið skildu leiðir á ný. # *
-----Enn liðu nokkrir dagar. Þann 13. des. var
Jfarið yfir Rín og sest að í skógarbygðum austan
árinnar fögru, sem góðskáld Þýskalands hafa svo
margt fagurt um kveðið. Við settumst fyrst að í
Siegburg, en bráðlega vorum við sendir til að gégna
vai’ðskyldum i „veiðlöndum keisarans“, i hinni
jfrjálsu skógarnáttúru, þar sem við vorum að mestu
leystir undán fargi hermenskunnar. Varðskylduri-
um gegndum við i nánd við brýr á ám og lækjum
skóglendisins. Og í nánd við brýrnar kynturh við
bál nætur og daga. Þar reyktum við og ræddum
sainan við brennandi viðarkubbana — eða fórum
út í skóg til að skimast um eftir veiðidýrum. Að
afloknu tveggja stunda varðskyldustarfi, var altaf
fjögra stunda livild, sem yið vitanlega notuðum
eins oft til skógarfara eins og til að hvilast.
Flokkur Harra hafði liækistöð í nánd við eina
brúna i skóginum. Hann átti þvi við svipuð kjör
að búa um þessar mundir og eg. Eg lritti hann ann-
að veifið, ýinist við varðeldana eða úti i skóginum.
Einmitt þarna i skóginum fann liann sjálfan sig
nftur. Fyrsta kvöldið, sem hann. var þarna, gekk
hann út i skóginn, langt, langt. Þar var alkyrð yfir
öllu. I fyrsta skifíi, síðan hann fór að heiinan, var
hann þar, sem var alkyrt, og þar sem hann gat
verið einn og í næði með hugsanir sínar. Ekkert
liljóð barst að eyrum lians, nema árniður í fjarska,
seitlið í skógarlækjunum og skrjáfið i visnuðu lauf-
inu, sem næstum huldi svörðinn milli trjánna.
Hann gekk eins og í leiðslu, lengra, lengra. Og
loks þar sem einni skógarhliðinni hallaði niður
að ánni ,sem liðaðist eins og livítt silfurlitað band
milli svartra skógarhlíðanna, nam Iiann staðar.
Hann hallaðist. upp að trjábol og .starðí klökkur
framundan og það lá við, að hann tárfeldi af fögn-
uði yfir að vera einn, frjáls um stúnd, þar sem var
ilmur úr lofti frá röku skóglendi, þar sem sál hans
var sem borin til flugs svo hátt, að hann gat hugs-
að heim glaður. Hann fann, að það var ekkert ilt
i kringum hann þarna, engar illar liugsanir, engín
spilling, engin vonbrigði, engin sorg og engin
beiskja, — að eins innileg, öflug samúð hinnar
dauðu, nei, hinnar lifandi náttúru, með leitandi sál
hans, áður hreldri, nú vonandi. Honum fanst, að
það sem best er til í heiminum, væri í kringum
hann. Og honurn fanst, að ilmurinn í loftinu, alt
það, sem vex upp af frjómagni svartrar skógar-
moldar, væri sýnilegur og ósýnilegur vottur kær-
leika guðs til mannanna.
Loks leið að þvi, að jólin gengi i garð. Veturinn
breiddi hvítu jólaskikkjuna yfir skóginn og skóg-
armaðurinn komst að fullu i sinar gönilu skorður.
Jólapósturinn, sem kom liandan yfir hafið, færði
Harra tiðindi frá Wliite Crcek. Þau tíðindi hefðu
ef til vill lamað liann til fulls, ef skógarveran hefði
ekki verið búin að lækna mein lians. Bréfið var frá
gömlu írsku konunni, sem liann eitt sinn liafði
minst á við mig. Dóra, stúlkan, sem hafði elskað
hann, og sem liann hafði elskað svo, að hann var
eigi lengur samur og jafn eftir, er hún brást hon-
um, — var látin af barnsförum. Og þótt í bréfi
gömlu írsku konunnar væri i rauninni ekki mikið
sagt, mátti lesa það milli línanna, að vonbrigði
hennar höfðu aftur beint liuga hennar til Harra.
Eií það varð lilutskifti liennar seinustu mánuði æf-
innar, að mæta erfiðleikum og andúð ein og að
kalla yfirgefin, vitandi að of seint var að iðrast
og til litils að vona, og loks að láta líf sitt fyrir
lífið, sem liún hafði borið undir brjósti þessa löngu,
erfiðu mánuði. Að eins eina von hafði liún lialdið
dauðahaldi í seinustu stundirnar, er séð var hversu
fara mundi — að Harri mundi hjálpa barnunganum
hennar litla.
Harri vár nú litlu ræðnari en hann hafði verið
fyrst, þegar fundum okkar bar saman í Niagara,
en það leyndi sér ekki, að fullkomin kyrð var kom-
in á i hugsanalifi hans. Eg var um ekkert sann-
færðari en það, að hann liafði upþrætt alla beiskju
til Dóru, en varðveitti minningarnar um hið fagra
úr samlífi þeirra.
Hann kom eitt sinn til mín, er við sátum við
varðelda, nótt eina milli jóla og nýárs. Þar var rætt
um, að undir vorið yrði lialdið vestur um haf aft-
ur. Og eg spurði Harra, hvort hann ætlaði sér norð-
ur i skógarbygðir þegar er vestur kæmi.
„Við ættum að komast vestur í mai, eftir því
sein sagt er,“ sagði hann. „Það vorar seint i White
Creek — einmitt i maí. Eg fer þangað.“
Einmitt er liann sagði þetta lagði bjarma af varð-
eldunum beint á andlit hans. En það var líka skin
innan frá. Aldrei hafði eg séð slíka hlýju í augum
og öllum svip Harra.
Eg gekk með honuin á leið til bækistöðvar lians.
Við gengjum án þess að ræðast við. En loks sagði
hann:
,Ef eg nú að eins vissi hvort lieldur er, Mrs.
Mooney mintist ekkert á það í bréfinu."
„Við hvað áttu?“
„Jú, sjáðu til, liún skrifaði altaf um barnið, eius
og þú manst, og eg veit ekki einu sinni hvort það
er drengur eða telpa.“
Og nú var þá engum blöðum um það að fletta,
að skógannaðurinn hafði fengið nýtt umhugsun-
arefni, að liann hafði tekið mikilvæga ákvörðun,
vafalaust eftir langar umhugsanir. Hann ætlaði
sér að gcra það, sem Dóra, er hún lá banaleguna,
liafði treyst lionum einum til að gera, sjá fyrii*
barnunganum hennar. Og mér fanst á öllu, hvort
sem liann nú liafði öðlast traust á mönnunum eða
ekki, að það var engum efa undirorpið i augum
hans, að saklaus barnssál var þess verð að lielga